Leita í fréttum mbl.is

EES er ađeins brot af ESB

regulationsŢví er haldiđ fram ađ Ísland sé svo gott sem í ESB ţar sem landiđ sé bundiđ af EES-samningnum. Ţađ er fjarri sanni. EES-samningurinn tekur ekki nema til um 10 prósenta af ţví sem fylgir ESB-ađild. Á tíu ára tímabili frá 2000 til 2009 voru 3.119 gjörđir samţykktar sem hluti af EES-samningnum. Á sama tíma voru samţykktar samsvarandi 34.733 gjörđir tengdar ESB. EES var sem sagt 9% af ESB.

Ţótt ţađ hafi veriđ hugsunin međ EES-samningnum ađ koma Íslandi og öđrum EES-ríkjum hljóđlega bakdyramegin inn í ESB erum viđ ađ mestu laus viđ reglugerđarfargan ESB. Viđ höfum enn stjórn á utanríkis- og öryggismálum okkar, viđ stýrum enn sjálf helsta auđlindagrunni okkar, fiskimiđunum, og viđ höfum enn stjórn á landbúnađi okkar. Viđ erum laus viđ evruna, myntina sem á stćrstan ţátt í ţví ađ 25 milljónir manna eru atvinnulausar í ESB-ríkjunum. Međ evru hefđi bankakerfiđ á Íslandi stćkkađ enn meira og hrađar, bankakreppan orđiđ stćrri og ríkiđ hefđi veriđ ţvingađ til ađ ábyrgjast mun stćrri hluta af skuldum bankanna. Gleymum ekki ţeim einbeitta ásetningi leiđtoga ESB-ríkjanna í bankakreppunni ađ fá skattgreiđendur til ađ ábyrgjast skuldir bankanna likt og gerđist á Írlandi. Krónan hjálpađi okkur ađ koma efnahagsmálunum í betra horf og er nú svo komiđ ađ hagvöxtur er einna mestur á Íslandi af öllum Evrópulöndum.

Íslensk ţjóđ á ţađ skiliđ ađ hún ráđi sínum málum sjálf en ekki fámenn framkvćmdastjórn ESB sem hefur nánast einkarétt á ţví ađ leggja fram lagafrumvörp í ESB. 

Tryggjum lýđrćđiđ, tryggjum sjálfsákvörđunarrétt ţjóđarinnar - höldum okkur utan ESB.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, verra gćti ţađ veriđ! 

En hvers konar viđskiptasamningur á milli ţjóđa krefst ţess ađ annar ađilinn samţykki samtals 3119 "gjörđir" af hálfu hins á ađeins áratug? 

Eđa er ţetta ef til vill gagnkvćmt eins og vera ber?  Fátt er um spurnir af slíku. 

Kolbrún Hilmars, 29.11.2014 kl. 18:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 42
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 1149
  • Frá upphafi: 993133

Annađ

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 988
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband