Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
Sunnudagur, 29. desember 2013
Hanna Birna útskýrir ESB-stefnuna fyrir Össuri
Það var merkilegt að fylgjast með samtali Össurar Skarphéðinssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í útvarpsþættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Eins og sumir Samfylkingarmenn lét Össur eins og það væri aðalstefnumál stjórnarinnar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB. Hanna Birna útskýrði fyrir Össuri að það hefði í raun enginn áhuga á ESB lengur.
Hanna Birna áréttaði að ríkisstjórnin, stjórnarflokkarnir og þjóðin álitu ESB ekki vera neina lausn fyrir Íslendinga. Þess vegna hefði verið gert hlé á viðræðunum.
Jafnframt áréttaði Hanna Birna að það yrði undir engum kringumstæðum haldið áfram með viðræðurnar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hins vegar ekkert sem knýr á um áframhaldandi viðræður í ljósi ofanritaðs; stjórnin, stjórnarflokkarnir og þjóðin eru á móti aðild að ESB.
Össur fálmar hins vegar eftir því hálmstrái að fólk trúi því að einhverjir forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi lofað því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um aðild að ESB - hvað sem öðru liði.
Hanna Birna útskýrði fyrir Össuri að næsta skref væri að kynna þá skýrslu sem ríkisstjórnin hefði beðið Hagfræðistofnun um að gera um gang ESB-viðræðnanna og stöðu og þróun Evrópusambandsins.
Allar skýrslur um málið hafa hingað til undirtrikað m.a. að vegna helstu auðlinda okkar sé ekki hagstætt fyrir Ísland að gerast aðili að ESB. Jafnframt hafa allar marktækar skýrslur undirstrikað að það sé ekki heppilegt fyrir okkur Íslendinga að taka upp evru.
Hin nýja skýrsla Hagfræðistofnunar getur ekki komið með aðra niðurstöðu í þeim efnum.
Það eina nýja sem skýrsla Hagfræðistofnunar getur komið með er það hvernig ESB er að liðast í sundur vegna evru-samvinnunnar þar sem einkum Þjóðverjar hafa til þessa hagnast á kostnað jaðarþjóðanna í suðri. Jafnframt getur skýrslan upplýst með skýrum hætti hvernig fátæktin breiðist út í Evrópu og misskiptingin eykst milli og innan samfélaga vegna evrunnar.
Össur vill ekki heyra neitt nýtt um ESB. Hann vill halda í sína trú.
Kjósendur sýndu í verki í síðustu þingkosningum hvaða skoðun þeir hafa á ESB-trú Össurar og Samfylkingarinnar. ESB-stefna Samfylkingarinnar beið afhroð.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. desember 2013
Rekum undanhald ESB í makríldeilunni
Ljóst er af þróun makrílmálsins að ESB hefur farið fram af fádæma frekju. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, stóð í lappirnar og þróunin hefur verið með hans sjónarmiðum. Eins og í ýmsum öðrum málum hefur þróunin verið hliðholl ítrustu kröfum Íslendinga. Mikilvægt er að núverandi sjávarútvegsráðherra gæti vel að hagsmunum Íslendinga.
Ný vitneskja um aukna stofnstærð makríls veitir Íslendingum nýja vígstöðu í málinu. Það er ekki lengur ástæða til að sætta sig við aðeins um 12% aflahlutdeild eins stjórnvöld hér virðast hafa verið tilbúin að fallast á. Miklu nær er að miða við kröfu fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um 16-17% hlut.
ESB hefur ekkert umboð til að haga sér með þeim hætti sem það hefur gert í makríldeilunni. Makrílstofninn hefur verið í vexti í íslenskri lögsögu. ESB hefur beitt hótunum og ólögmætm yfirgangi bæði gagnvart Íslendingum og Færeyingum. ESB sækist eftir viðurkenningu sem drottunarþjóð á Norður-Atlantshafi, eins og Jón Bjarnason hefur nefnt.
Íslendingar eiga aldrei að gangast undir slíkt.
Mikið ber á milli í makrílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. desember 2013
Lettar vilja ekki sjá evruna - en verða samt
Þjóðir Evrópu eru ekkert sérstaklega hrifnar af evrunni. Það er vegna þess að evran hefur valdið gífurlegum vanda víða í Evrópu. Meirihluti Letta vill nú ekki taka upp evru en þeir verða að gera það samt vegna tíu ára gamalla samninga við ESB.
Eins og fram kemur í fréttinni hafa Lettar þurft að taka á sig launalækkanir til þess að geta tekið upp þennan gjaldmiðil sem þeir vilja helst ekkert hafa með að gera.
Meirihluti Letta vill ekki evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 26. desember 2013
Kjarninn og ESB
Jólablað Kjarnans, vefrits sem hóf göngu sína á árinu, vekur nokkra athygli. Talsverð vinna liggur í blaðinu sem endranær, en óvíst er með dreifingu nema þegar aðrir miðlar vekja sérstaka athygli á efni eins og Eyjan.is gerir nú. Að þessu sinni sér Eyjan.is ástæðu til að vekja athygli á ESB-skoðunum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra.
Þótt það kenni margra grasa í blaðinu fer ekki hjá því að lesendur velti því fyrir sér að hve miklu leyti skoðanir ritstjórans hafa að segja þegar kemur að umfjöllun um ESB-málin. Hann sá ástæðu til að láta fyrrverandi aðstoðarmann utanríkisráðherra Samfylkingarinnar skrifa sérstaklega um ESB-málin. Ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, var einarður fylgismaður ESB-aðildar og evru-upptöku á meðan hann ritstýrði efnahagsfréttum í Fréttablaðinu svo ekki kemur á óvart að hann skuli vilja halda uppteknum hætti.
Það er annars um ummæli Þorgerðar Katrínar að segja að hún virðist ekki vilja skilja þær samþykktir sem flokkur hennar og Framsóknarflokkurinn gerðu á landsfundi og flokksþingi: Að Ísland ætti ekki heima í ESB og best væri að gera hlé á viðræðum. Þessi afstaða var tekin upp í ríkisstjórnarsáttmálanum.
Þegar svo er háttað, að þjóðin er á móti aðild, stjórnarflokkarnir eru á móti aðild og þeir og meirihluti Alþingis vilja ekki halda áfram viðræðum, þá er engin ástæða til að halda áfram viðræðum né að láta kjósa um þær. Stjórnarsamþykktin segir að viðræður verði ekki teknar upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er öryggisákvæði, til þess gert að ekki verði farið í viðræður aftur án þess að leitað verði til þjóðarinnar fyrst. Þetta vill hvorki Þorgerður Katrín né aðrir fylgjendur ESB-aðildar skilja.
Þeir halda að umsókn um aðild, sem rann út í sandinn í tíð ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar, hafi verið til að kíkja í pakkann. Þessir fylgjendur þykjast ekki gera sér grein fyrir því að pakkinn er ESB í heild sinni eins og það er. Pakkinn liggur því þegar fyrir opinn og aðgengilegur öllum sem vilja skoða.
Þessir fylgjendur ESB-aðildar halda líka að það sé leið til að þoka málinu áfram að, þrátt fyrir að þjóðin sé stöðugt á móti aðild, þá sé hægt að breyta því með því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram viðræðum - vitandi að það eru væntanlega fleiri sem eru til að að "kíkja í pakkann" fyrir misskilning - en þeir sem vilja gerast aðilar að ESB.
Þessir klækjatilburðir ESB-aðildarsinna verða varla taldir skynsamlegir né heiðarlegir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 23. desember 2013
GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
Umsjónarfólk Heimssýnarbloggsins óskar lesendum sínum gleðilegra jóla, ánægjulegra áramóta og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Umsjónarfólk
Sunnudagur, 22. desember 2013
Fjórfrelsið er í hættu í ESB
Fjórfrelsið í Evrópu hefur sína kosti og galla. Það er ekki bara hagsæld sem fylgir því. Afleiðing fjórfrelsins er meðal annars viðskiptamisvægi í álfunni og bankavandræði. Bretar telja einnig að stórstreymi fólks til Bretlands sé ekki að öllu leyti til góðs.
Um þetta er m.a. fjallað á Eyjunni.is.
Þar kemur einnig fram að Cameron forsætisráðherra Breta hóti því að koma í veg fyrir inngöngu nýrra ríkja í Evrópusambandið. Hann segir að stofnendur ESB hafi ekki séð fyrir að aðild nýrra ríkja víða um álfuna myndi leiða til stórfelldra fólksflutninga. Undirliggjandi er sú skoðun að fólk frá fátækustu ríkjunum fylkist til þeirra ríkari sem hafi bestu almannatryggingar.
Talandi um misskilning á heimsmálunum: Skyldu stofnendur ESB hafa misskilið hvað þeir voru að gera? Eða er þetta kannski tómur misskilningur hjá Cameron og breskum stjórnvöldum?
Til skýringar: Fjórfrelsið er frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks - sjá m.a. skýringu hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. desember 2013
Karl Th. Birgisson misskilur Sjálfstæðisflokkinn
Það er greinilegt á ummælum Karls Th. Birgissonar í þættinum Í Vikulokin á RUV í dag að hann misskilur afstöðu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálunum. Landsfundur flokksins ályktaði að Ísland ætti ekki heima í ESB og að gera bæri hlé á viðræðum - og ekki taka þær upp undir nokkrum kringumstæðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Karl lætur hins vegar eins og það sé meginstefna Sjálfstæðisflokksins að halda viðræðum áfram. Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn er bundinn af landsfundarsamþykktum sínum og af ríkisstjórnarsáttmálanum sem segir nákvæmlega það sama um stefnuna í ESB-málunum eins og æðstu lýðræðissamkomur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Karl Th. Birgisson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Hann fór í umræðunni í morgun eins og sá orðasmiður sem bjó til hina þrí gildishlöðnu spurningu sem lögð var fyrir Samfylkingarfólkið fyrir 10 árum, en hún var á þessa leið: Vilt þú að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, sæki um aðild að ESB og leggi niðurstöður væntanlegra samninga fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.
Er hægt að treysta fólki sem semur slíkar þrí-gildishlaðnar spurningar fyrir málefnum þjóðarinnar.
Laugardagur, 21. desember 2013
Evruríkin fóru illa með írsku þjóðina
Evruríkin fóru illa með írsku þjóðina þegar þau komu í veg fyrir að skuldabréfaeigendur yrðu látnir bera tap af hruni írska bankakerfisins. Þetta er mat Ajay Chopra fyrrverandi aðalfulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Írlandi.
Þetta kemur fram í frétt í Morgunblaðinu í dag (bls. 28).
Þar er enn fremur haft eftir Chopra að það hefði verið ósanngjarnt að leggja byrðarnar fyrst og fremst á írska skattgreiðendur á meðan á meðan ótryggðum skuldabréfaeigendum hefði verið bjargað. Þetta auki skuldir ríkisins og valdi pólitískum vandamálum.
Frétt Morgunblaðsins byggir á viðtali Financial Times við Chopra.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. desember 2013
Framleiðsla á mann hér um 15% meiri en að meðaltali í Evrópu
Þrátt fyrir fjarlægð frá mörkuðum, dreifða byggð og fámennið hér á landi er framleiðsla á mann með því mesta í heiminum. Framleiðsla á mann er að meðaltali um 15% meiri en í Evrópu.
VB.is segir svo frá:
Árið 2012 var verg landsframleiðsla (VLF) á mann í Lúxemborg, mælt á jafnvirðisgengi, tvisvar sinnum hærri en meðal landsframleiðslan á mann í Evrópu.
Sker landið sig talsvert mikið úr hvað varðar landsframleiðsluna, en í næstu sætum á eftir má finna Noreg, þar sem VLF á mann mældist 95% hærri en í Evrópu að meðaltali, og Sviss þar sem hún var tæplega 60% hærri en í öðrum löndum Evrópu. Samkvæmt útreikningum Eurostat var landsframleiðsla á mann á Íslandi í fyrra um 15% hærri en meðaltal Evrópulandanna segir til um, sem er óbreytt niðurstaða frá því í fyrra og árið 2010.
Ísland er þvi í 11. sæti á lista yfir mestu landsframleiðsluna á mann í Evrópu, og deilir sætinu með Finnlandi. Svíþjóð og Danmörk deila sjöunda sætinu á listanum, þar sem framleiðsla á mann mælist rúmlega fjórðungi hærri en að meðaltali á mann í Evrópu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 20. desember 2013
Sundrung í ESB dregur úr lánshæfi sambandsins
Samstaða um aðgerðir innan ESB er ekki nægileg að mati lánshæfismatsfyrirtækja til að viðhalda góðri einkunn sambandsins. Enn fremur dregur umræða um úrsögn Bretlands úr styrk ESB.
Mbl.is greinir frá þessu:
Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Evrópusambandsins úr AAA í AA+. Ástæðan er meiri sundrung, þar á meðal þjóðaratkvæðagreiðsla Breta um aðild og fjárlagagerð.
Samkvæmt tilkynningu S&P eru horfur hins vegar stöðugar og einkunnir einstakra ríkja óbreyttir.
Undanfarin fimm ár hefur ESB og evruríkin sautján þurft að koma einstökum ríkjum ESB til bjargar og eins hafa róttækar breytingar verið gerðar á stofnunum ESB til þess að koma í veg fyrir upplausn innan sambandsins.
Lánshæfiseinkunn ESB lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Herkvaðning Bjarna Jónssonar
- Margboðað morð
- Reikningur aldarinnar bíður
- Stolnu fjaðrirnar
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 70
- Sl. sólarhring: 100
- Sl. viku: 1342
- Frá upphafi: 1143406
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 1144
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar