Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2021

Áramót

heimssyn-flugeldarViđ áramót er viđeigandi ađ staldra viđ, líta yfir farinn veg og horfa fram á viđ.

Ţađ er ljúft og skylt ađ viđurkenna ađ stađa fullveldismála er nú betri en hún hefur stundum áđur veriđ.  Fáir tala fyrir innlimun Íslands í Evrópusambandiđ og ţeir sem á ţađ hlusta virđast ekki vera mikiđ fleiri.  Ástćđa er til ađ gleđjast yfir ţví.  Ţrátt fyrir allt hefur upplýst umrćđa um gildi lýđrćđis og fullveldis ţjóđarinnar skilađ árangri.  Ţau fáu rök sem sumum tókst ađ finna fyrir ţví ađ best vćri ađ farga fullveldinu til ađ geta veriđ međ í ađ styrkja völd gömlu evrópsku nýlenduveldanna á taflborđi heimsins hafa gufađ upp eins og dögg á heiđríkum morgni.  Flestir vita nú orđiđ ađ Evrópusöngvakeppnin er ekki hluti af skemmtidagskrá Evrópusambandsins og ađ Mannréttindadómstóll Evrópu er ekki útibú frá Evrópusambandinu, hvađa skođun sem menn kunna annars ađ hafa á ţessum stofnunum.   

En hvađ gerir ţjófur sem kemur ađ lćstum dyrum?  Reynir hann ekki viđ bakdyrnar? Sú hefur ţví miđur veriđ raunin ađ Evrópusambandiđ, sem hefur komiđ ađ lćstum ađaldyrum í Noregi og á Íslandi, hefur laumast ađ bakdyrunum og smám saman tekiđ til sín aukiđ vald í einum málaflokki í einu í gegnum samninginn um evrópska efnahagssvćđiđ.  Sú sérkennilega skođun er nefnilega nokkuđ algeng ađ erfitt vćri ađ draga fram lífiđ á Íslandi án ţessa samnings og ţess vegna sé rétt ađ gera nánast hvađ sem er til ađ minnka líkurnar á ţví ađ hann líđi undir lok.  Í skugga ótta af ţessu tagi samţykkti meirihluti Alţingis ađ framselja vald í orkumálum á Íslandi til Evrópusambandsins.  Fleiri málaflokkar hafa lent í hliđstćđu valdaframsali og er ekki séđ fyrir endann á slíku.  Ţađ verđur viđfangsefni komandi árs og ára ađ stöđva hiđ hálf-sjálfvirka valdaframsal stjórnvalds í gegnum EES-samninginn og ađ hefjast handa viđ ađ endurheimta vald sem tapast hefur.

Ađ svo mćltu óskar Heimssýn landsmönnum öllum og öđrum íbúum jarđarinnar gleđilegs nýs árs.


Arnar Ţór á ţađ skiliđ

Óhćtt er ađ segja ađ í brjóstum flestra landsmanna búi fullveldissinni.  Ţeir hafa hver sitt göngulag eins og háttar í mannlífinu.  Sumir fara hljóđlega, en ađrir ríđa röftum.  Flestir láta duga ađ rćđa málin viđ vini og vandamenn, en ađrir ávarpa ţjóđina.  Einn ţeirra síđarnefndu er Arnar Ţór Jónsson, fyrrverandi dómari. Ávörp Arnars Ţórs hafa vakiđ verđskuldađa athygli vegna ţess hversu rökföst ţau eru og vel ígrunduđ.  Arnar Ţór er hugsjónamađur og lóđ hans í fullveldisumrćđunni er ţungt sem blý. 

Sjaldnast fá menn ţakkir fyrir framlag sitt í opinberri umrćđu, stundum bara skítkast.  Núna gefst fullveldissinnum tćkifćri til ađ ţakka Arnari Ţór međ ţví ađ kjósa hann manneskju ársins hjá ruv.is

https://www.ruv.is/frett/2021/12/26/hver-er-manneskja-arsins-2021arnar-thor-fb


Jólakveđja

Heimssýn óskar landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, gleđilegra jólaimage


Evrópumenn brýna kutana

heimssyn-her-srb

Fréttir berast nú úr fleiri en einum stađ í Evrópu ađ í undirbúningi sé ađ leiđrétta landamćri.  Ţađ vćri uppgerđ ađ láta slíkt koma sér á óvart, ţví viđ ţetta hafa Evrópumenn fengist, lengur en ţeir hafa kunnađ ađ lesa og skrifa.  Íslendingar hafa veriđ blessunarlega lausir viđ leiki af ţessu tagi, ţótt ýmsir einstaklingar hér á landi hafi í gegnum tíđina viljađ hvetja áfram ţađ ríki, sem í illverkum sínum hafđi skárri málstađ, en andstćđingurinn í sínum illverkum.

Best er ađ Íslendingar komi ţarna sem minnst nálćgt, en reyni ađ róa menn, gefist fćri til ţess.  Umfram allt ber svo ađ gćta ţess ađ ţetta óróafólk fái engin völd á Íslandi, hvort sem er undir yfirskini réttlćtis, velsćldar, friđar eđa einhvers annars sem vel kann ađ hljóma hverju sinni.


103 ára

heimssyn-sambandslog_stor_030718

Sambandslagasamningur Íslendinga og Dana á afmćli í dag.  Ţótt samningurinn hafi tekiđ gildi í skugga pestar og vetrarmyrkurs er óhćtt ađ segja ađ 1. desember 1918 hafi veriđ einn af bjartari dögum í sögu Íslendinga.  Međ samningnum öđluđust Íslendingar ađ heita má fullt vald í öllum helstu málum sem vörđuđu stjórn landsins og hann var tvímćlalaust stćrsta skrefiđ í aldarlangri sjálfstćđisbaráttu sem hefđ er ađ telja ađ hafi lokiđ međ stofnun lýđveldis á Ţingvöllum 17. júní 1944.

En ţađ er ţví miđur ekki svo ađ sjálfstćđisbaráttunni hafi lokiđ í rigningunni á Ţingvöllum sumariđ 1944.  Stjórnmálaţróun síđustu ára og áratuga segir okkur ţađ helst ađ sjálfstćđisbaráttan er sífelluverkefni.  Sífellt er sótt ađ fullveldi ţjóđarinnar.  Ţađ gerist ekki í einum stórum áfanga, heldur er nagađ í einn málaflokk í einu uns allt er upp étiđ.  Ţess er skemmst ađ minnast ađ Alţingi framseldi nýveriđ vald í orkumálum til erlends ríkjasambands, án ţess ađ nokkur gćti svarađ ţví hvers vegna ţađ vćri gert.  Í undirbúningi er sérstakur skattur á ferđamenn sem koma til Schengensvćđisins og mun sá skattur leggjast mun ţyngra á íslenskt atvinnulíf en ađra sem ađila eiga ađ ţví samstarfi.  Ţá má minnast á dóm sem bannar íslenskum stjórnvöldum ađ takmarka innflutning á hráu, ófrosnu kjöti, jafnvel ţótt óumdeilt sé ađ ţar sé mál sem snúist fyrst og fremst um heilbrigđi ţeirra sem landiđ byggja.  Svona mćtti lengi telja. 

Ţađ er full ástćđa til ađ gleđjast yfir gömlum sigrum á 103 ára afmćlinu, en mikilvćgast er ţó ađ horfast í augu viđ ađ baráttan fyrir fullveldi Íslands stendur enn.

  

 

 


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Sept. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 179
  • Sl. viku: 1692
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband