Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
Fimmtudagur, 31. mars 2011
Efasemdir í Brussel um ríkisstjórn Jóhönnu Sig.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og stjórnarliðar hans í utanríkisráðuneytinu biðja ítrekað um frestun á aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins. Össur seldi ESB-umsóknina hér heima á þeim forsendum að reglur ESB um aðlögun umsóknarríkja samhliða samningaviðræðum myndu ekki gilda um Ísland. Eftir því sem líður á aðlögunarferlið verður erfiðara að kaupa meiri tíma hjá framkvæmdastjórninni.
Vaxandi efasemdir eru í Brussel og meðal stórþjóða Evrópusambandsins um að Ísland sé á leiðinni inn sambandið. Sendinefndir eru gerðar út frá París og Berlín til að kanna stöðu ríkisstjórnarinnar í Reykjavík.
Eina leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar þar sem umsóknarþjóð aðlagar sig jafnt og þétt í aðildarferlinu að lögum og reglum Evrópusambandsins. Um 90 þúsund blaðsíður af laga- og regluverki ESB er aðlögunarverkið sem umsóknarþjóð eins og Ísland stendur frammi fyrir.
Aðildarsinnar reyna að telja þjóðinni trú um að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, sem Ísland er aðili að hafi þau áhrif að við séum jafnt og þétt í aðlögunarferli. Það er rangt.
Innan við tíu prósent af regluverki ESB er tekið upp í EES-samningunum.
Aðildarsinnar tala jafnan um áhrif Íslands í Evrópusambandinu ef til inngöngu kæmi. Ísland myndi fá þrjú atkvæði af 354 í ráðherraráðinu, eða 0,8 prósent vægi. Ísland fengi fimm þingmenn af 785 á Evrópuþinginu, eða 0,6 prósent áhrif.
Eftir því sem staðreyndir um Evrópusambandið verða betur kunnar aukast efasemdir hjá almenningi um að það sé sniðug hugmynd að þvæla Íslandi í sambandið.
(Tekið héðan.)Miðvikudagur, 30. mars 2011
Viðskiptahindrun ESB gegn strandríkjum
Noregur kærir Evrópusambandið fyrir Heimsviðskiptastofnunni, WTO, vegna ólögmæts sölubanns á selaafurðir. Ríkisstjórn Íslands er klofin í málinu, Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra styður rétt strandríkja en Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tekur málstað Evrópusambandsins, segir í frétt vefmiðilsins ABC.
Þau meginsjónarmið eru í húfi að strandríki áskilja sér rétt til að nýta sjávarfang á sjálfbæran hátt, sem m.a. felur í sér að ekki er gengið á stofna í útrýmingarhættu. Kanada styður kæru Norðmanna enda á landið hagsmuna að gæta sem strandríki. Ísland studdi kæru Norðmann en aðeins eftir að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra tók fram fyrir hendur Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra sem vildi ekki valda gremju í Brussel.
Evrópusambandið brýtur gegn reglum WTO um frjáls viðskipti með því að setja einhliða sölubann á selaafurðir. Noregur getur kært Evrópusambandið þar sem landið stendur utan sambandsins. Ríki innan ESB geta ekki leitað leiðréttingar mála sinna til WTO þar sem Brussel sér um hagsmuni meðlimaríkja sinna gagnvart Heimsviðskiptastofnuninni.
Þriðjudagur, 29. mars 2011
Aðlögunin að ESB og áhrif Íslands
Eina leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar þar sem umsóknarþjóð aðlagar sig jafnt og þétt í aðildarferlinu að lögum og reglum Evrópusambandsins. Um 90 þúsund blaðsíður af laga- og regluverki ESB er aðlögunarverkið sem umsóknarþjóð eins og Ísland stendur frammi fyrir.
Aðildarsinnar reyna að telja þjóðinni trú um að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, sem Ísland er aðili að hafi þau áhrif að við séum jafnt og þétt í aðlögunarferli. Það er rangt.
Innan við tíu prósent af regluverki ESB er tekið upp í EES-samningunum.
Aðildarsinnar tala jafnan um áhrif Íslands í Evrópusambandinu ef til inngöngu kæmi. Ísland myndi fá þrjú atkvæði af 354 í ráðherraráðinu, eða 0,8 prósent vægi. Ísland fengi fimm þingmenn af 785 á Evrópuþinginu, eða 0,6 prósent áhrif.
Þriðjudagur, 29. mars 2011
Björgólfur neitar fjárstuðningi við Áfram
Í bloggi í gær var spurt hvort Björgólfur Björgólfsson fyrrum eigandi Landsbankans styddi fjárhagslega Áframhópinn sem berst fyrir því að íslenskir skattgreiðendur ábyrgist útstandandi skuldir Landsbankans vegna Icesave-reikninganna.
Eftirfarandi skilaboð bárust frá talsmanni Björgólfs í tilefni af blogginu.
Í pistli á heimasíðu Heimssýnar eru vangaveltur um að Björgólfur Thor fjármagni baráttu Áfram-samtakanna. Enginn fótur er fyrir þessu og er hér með farið fram á að pistillinn verði dreginn til baka.
Með kveðju, Ragnhildur Sverrisdóttir
Talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar og Novators
Pistillinn verður vitanlega ekki dregin tilbaka enda fullkomlega lögmætum spurningum varpað þar fram.
Mánudagur, 28. mars 2011
Björgólfspeningar til Áfram?
Auglýsingar í fjölmiðlum síðustu daga gefa til kynna að Icesave-sinnar gangi að fjármagni vísu. Forsvarsmenn hópsins neita að gefa upp hverjir greiða auglýsingarnar en segjast ætla að gera það eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl. Fjármögnun áróðursherferðarinnar er vekur upp spurningar um hverjir græði helst á því að almenningur samþykkir Icesave-lögin.
Viðskiptafélagi Björgólfs Björgólfssonar aðaleiganda Landsbankans sáluga, Vilhjálmur Þorsteinsson, er í Icesave-hópnum sem kennir sem við Áfram.
Óreiðumenn Landsbankans fá aflátsbréf ef skattborgarar ábyrgjast greiðslur til Breta og Hollendinga vegna Icesave reikninga bankans. Bresk lögreglurannsókn á óreiðumönnunum og hvernig þeir fóru með illa fengið fé eru viðbótarrök fyrir því að Íslendingar segi nei við ríkisábyrgðinni þegar Icesave-lögin koma til þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er úti að aka í afstöðu sinni til ríkisábyrgðar á óreiðumönnum. Ríkisstjórnin lét Breta og Hollendinga beygja sig til að ábyrgjast einhliða útgreiðslu þessara ríkja til innistæðueigenda Icesave-reikninganna. Ríkisstjórnirnar í London og Haag stóðu frammi fyrir því að bankakerfi þeirra var komið að hruni í nóvember 2008 og endurgreiðslan var örvænting, sem er skiljanleg en getur aldrei verið á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda.
Rétti tíminn til að ræða við Breta og Hollendinga um endanlegt uppgjör á Icesave-málinu er þegar kurlin eru öll komin til grafar - gjaldþrotaskiptum Landsbanka lokið og niðurstöður sakamála liggja fyrir.
Með því að segja nei 9. apríl er engum dyrum lokað. Já þýddi aftur á móti að skuldasnaran væri komin um háls okkar. Gerum ekki þau mistök.
Bókhaldið lagt fram þegar Icesave-kosningin er búin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. mars 2011
ESB, Icesave og ástæðan fyrir nei-i
Evrópusambandið er að þróast hratt í átt til þess að verða Bandaríki Evrópu. Þjóð, sem telur 300 þúsund manns hefur minni áhrif í 500 milljóna manna Bandaríkjum Evrópu heldur en Árneshreppur á Ströndum hefur í íslenzkum þjóðmálum.
Evrópusambandið er líka að breytast í varnarbandalag gamalla nýlenduvelda til þess að halda einhverjum áhrifum á heimsvísu frammi fyrir risi nýrra efnahagsvelda í Asíu og Suður-Ameríku. Við höfum verið nýlenda en ekki nýlenduveldi og eigum ekkert erindi í að verja undanhald þeirra.
Evrópusambandinu er stjórnað af 2-3 gömlum stórveldum, sem eru vön að kúga smærri þjóðir. Þær eru nú að kúga Grikki, Íra og Portúgala. Það er ekki eftirsóknarvert hlutskipti fyrir okkur að bætast í þann hóp.
Evrópusambandið hefur áhuga á Íslandi vegna þess, að Ísland mun sitja við borð þjóðanna, sem stjórna umferðinni um Norðurslóðir. Án Íslands hefur Evrópusambandið enga aðkomu að því borði. En gangi Ísland í Evrópusambandið munu ráðamenn í Brussel sitja þar í stað Íslendinga sjálfra, Þess vegna eigum við ekki að ganga í Evrópusambandið.
Og þar að auki missum við formleg yfirráð yfir fiskimiðum okkar og höfum ekki lengur í eigin höndum samningsumboð við aðrar þjóðir um deilistofna á Atlantshafi.
Við undirstrikum líka upphaflegt hlutverk flokks okkar með því að hafna Icesave. Þegar allar umbúðir hafa verið teknar af því deilumáli snýst það um viðleitni gamalla nýlenduvelda til þess að kúga smáþjóð. Frakkar og Þjóðverjar eru um þessar mundir að kúga Íra. Bretar og Hollendingar eru að reyna að kúga okkur Íslendinga.
(Tekið héðan.)
Föstudagur, 25. mars 2011
Portúgal stundar fjárkúgun gagnvart ESB
Portúgal er gjaldþrota að öllu leyti nema nafninu til. Það vita Portúgalar sjálfir og Evrópusambandið. Báðir vita líka að verði Portúgal gjaldþrota verður bankahrun í evrulöndum og sjálf evran í hættu sem sameiginleg mynt 18 ESB-ríkja.
Portúgal má ekki verða gjaldþrota, annars vegar vegna þess að það myndi skapa fordæmi fyrir ríki eins og Grikkland og Írland sem hvorugt eiga fyrir skuldum og hins vegar vegna þess að við gjaldþrot Portúgals yrðu bankar í Þýskalandi og Frakklandi að afskrifa milljarða evra.
Peter Oborne blaðamaður á Telegraph vekur athygli á fjárkúgun Portúgala gagnvart Evrópusambandinu. Í reynd segja Portúgalar við Brussel: við erum til í að láta bjarga okkur frá gjaldþroti en aðeins á okkar forsendum. Að öðrum kosti förum við í gjaldþrot - og þið með.
Efast um að Portúgal þurfi aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. mars 2011
Nuuk, Þórshöfn og Osló á undan Brussel
Þjóðin er með stjórnarráð á framfæri sínu til að efla sameiginlega hagsmuni þjóðríkisins. Þótt margvíslegar skilgreiningar séu á þjóðarhagsmunum er ein almennt viðurkennd og það er að nærumhverfi þjóðríkja er hluti af hagsmunum þeirra. Á þessum grundvelli var landhelgisbaráttan háð á sínum tíma.
Rétt utan landhelgi Íslands eru tvö grannríki sem eiga margvíslegra hagsmuna að gæta og Íslendingar. Grænlendingar og Færeyingar eru líkt og við fiskveiðiþjóðir og náttúruauðlindir á Norður-Atlantshafi, aðgengi að þeim og nýting, er brýnt hagsmunamál. Lengra í vestri er önnur þjóð með sambærilega hagsmuni, Norðmenn.´
Norðurslóðir eru að breytast vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar eru þegar hafnar, samanber að fiskitegund eins og makríll gengur í íslenska lögsögu í meira mæli en áður og skapar verðmæti en jafnframt milliríkjadeilur. Stjórnvöld eru aftur á móti upptekin við annað en að gæta brýnna þjóðarhagsmuna. Milljörðum ofan á milljarða króna og tugum mannára í stjórnsýslunni er eytt í tilgangslausa slæpingjaferð til Brussel.
Nuuk, Þórhöfn og Osló eiga að vera þungamiðjan í íslenskri utanríkispólitík. Þar á eftir Washington, Moskva, London, Ottawa, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn. Á eftir Berlín og París kæmi Brussel.
(Tekið héðan.)
Miðvikudagur, 23. mars 2011
Össur vill fórna kvótamálinu fyrir ESB
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerir hosur sínar grænar fyrir aðildarsinnum í Sjálfstæðisflokknum enda er ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna komin að fótum fram. Össur notar stundum Gísla Baldvinsson bloggara til að viðra hugmyndir sínar.
Í bloggfærslu í dag segir Gísli að Davíð Oddsson hætti brátt sem ritstjóri Morgunblaðsins og Þorsteinn Pálsson leysi hann af hólmi. Útgerðamenn eru sterkir í eigendahópi Morgunblaðsins og Össur ímyndar sér að Þorsteinn njóti velvilja þeirra þar sem hann einu sinni var sjávarútvegsráðherra og þar áður formaður Sjálfstæðisflokksins á undan Davíð. Mest um vert fyrir Össur er þó að Þorsteinn er aðildarsinni og starfar sem slíkur fyrir Össur í samninganefnd utanríkisráðuneytisins.
Tilboð Össurar til sjálfstæðismanna er að Samfylkingin hætti við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu gegn því að fá stuðning við að koma Íslandi inn í Evrópusambandið.
Össur telur sig vera í samningsstöðu enda ekki með allt niðrum sig. Eller hur?
Miðvikudagur, 23. mars 2011
Atli er trúr stefnu Vg
Stefnuskrá Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs frá árinu 1999 með áherðingum 2003 og 2005 hljómar svona
Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.
Flokksstofnanir Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hafa ítrekað ályktað gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu eftir að flokkurinn hóf þátttöku í ríkisstjórn og hvatt trúnaðarmenn sína að standa vaktina fyrir fullveldinu.
Atli Gíslason þingmaður Vg á Suðurlandi er trúr stefnu flokksins þegar hann segist ekki lengur geta stutt aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu sem utanríkisráðherra Samfylkingarinnar hefur þvingað fram.
Ákveðin þversögn í kröfu um afsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 1
- Sl. sólarhring: 174
- Sl. viku: 1693
- Frá upphafi: 1142065
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1492
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar