Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2012

Makríll, ESB-umsókn og strandríkjahagsmunir

Ef Ísland vćri í Evrópusambandinu fengjum viđ skammtađ frá Brussel leyfilegum hámarksafla. Og sá afli yrđi harla lítill ţar sem Ísland býr ekki ađ neinni veiđireynslu ađ heitir getur í makrílveiđum.

Inni í Evrópusambandinu ćtti Ísland ekki neina strandríkjahagsmuni, ţeir hagsmunir vćru komnir í sameiginlega stjórnsýslu ESB - rétt eins og sambandiđ fer núna međ hagsmuni írskra og skoskra sjómanna gagnvart okkur.

Og ţađ eru strandríkjahagsmunir, veiđar fyrst og fremst, sem eru undirstöđur velferđarţjóđfélags á Ísland. Hverjum dettur í hug ađ ţessum hagsmunum sé betur borgiđ í Brussel en á Íslandi? 

 


mbl.is Ráđherrar rćđa makríl
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evran balkanvćđir jađarríki ESB

Peningar eru á stórflótta frá jađarríkjum evru-svćđisins, einkum Suđur-Evrópu. Frankfurter Allgemeine segir frá ótta um balkanvćđingu einstakra ríkja međ tilvísun í varanlegan óstöđuleika ríkjanna á Balkanskaga.

Ţýskir og franskir bankar vinna skipulega ađ ţví minnka áhćttuna af viđskiptum í Suđur-Evrópu. Almenningur í ţessum löndum tekur peningana sína úr bönkum vegna ótta um ađ vakna einn daginn viđ nýja mynt og frosnar bankainnistćđur.

Afleiđingin er lömuđ bankastarfsemi er getur ekki veitt fyrirtćkjum eđlilega lánafyrirgreiđslu.


mbl.is Enn eykst verđbólga á Spáni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB krefst frekari ađlögunar

Íslendingar verđa ađ venjast sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, sem kveđur á altćkt vald ESB yfir sjávarútvegi ađildarríkja.

Rökrétt er ađ Íslendingar afsali sér forrćđi yfir makrílstofninum til framkćmvdastjórnarinnar í Brussel á međan ađlögunarviđrćđur standa yfir. Liđur í ađlögunarferli umsóknarríkis inn í Evrópusambandiđ er ađ taka upp lög og stjórnsýslu sambandsins jafnt og ţétt.

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráđherra er ţegar búinn ađ búa í haginn fyrir eftirgjöf gagnvart Evrópusambandinu enda í gildi samkomulag milli stjórnarflokkanna um ađlögun Íslands inn í Evrópusambandiđ.


mbl.is Vilja hlé á ESB-viđrćđunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hótanir halda lífi í ESB-umsókninni

ESB-umsóknin varđ til međ hótun: voriđ 2009 neitađi Samfylkingin ađ mynda ríkisstjórn međ VG nema fallist yrđi á ađ sćkja um ađild ađ Evrópusambandinu.

Ţremur árum síđar ţegar ESB er í upplausn og engin von til ađ Íslendingar samţykki ađild hótar Samfylking stjórnarslitum ef umsóknin verđur dregin til baka.

Stćrsta máli seinni tíma stjórnmálasögu landsins er haldiđ gangandi međ ofbeldisorđrćđu Samfylkingar.


mbl.is Viđrćđuslit leiddu til stjórnarslita
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

VG: tími stöđumats er liđinn, ađgerđa er ţörf

Vinstrihreyfingin grćnt frambođ fékk kosningu út á andstöđu viđ ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Forysta flokksins sveik ţessa stefnu 16. júlí 2009 međ ţví ađ styđja ţingsályktun Össurar Skarphéđinssonar um ađ sćkja um ađild ađ ESB.

Allir sem nenna ađ fylgjast međ umrćđunni í Evrópu vita ađ engar líkur eru á ţví ađ ESB starfi áfram óbreytt. Vegna evru-kreppunnar er sambandiđ í tilvistarkreppu sem varir nćstu árin ef ekki áratug. Ţađ eitt og sér er nćgileg ástćđa til ađ afturkalla ESB-umsóknina.

VG sveik í ESB-málinu og getur ekki gengiđ til kosninga međ ţau svik útistandandi. Eina leiđin til ađ bćta fyrir ţau er ađ afturkalla ESB-umsóknina.


mbl.is Samstađa um ađ fara yfir stöđuna í Evrópumálum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sannfćring og verslun í pólitík

Mćlingar sem gerđar eru á afstöđu fólks til ţess ađ Ísland gangi í Evrópusambandiđ mćla iđulega hversu sterk sannfćringin er fyrir afstöđu viđkomandi. Ţađ er gert međ ţví ađ gefa svarendum kost á ađ svara ţví hvort viđkomandi sé ,,örugglega" eđa ,,sennilega" međ eđa móti ađild.

Í öllum ţeim könnunum sem mćla sannfćringuna fyrir afstöđunni eru andstćđingar ađildar međ hátt skor í stađfestu sinni en fylgjendur međ lágt skor. Umrćđan í samfélaginu endurspeglar ţennan mun á sannfćringu.  Andstćđingar ađildar eru ákafir í andstöđu sinni ţar sem fullveldiđ og forrćđi okkar mála er í húfi. ESB-sinnar, á hinn bóginn, vilja ,,sjá hvađ er í bođi," - ţeir spyrja um krónur og aura.

VG stendur fyrir róttćku hefđina í íslenskum stjórnmálum ţar sem ekki var spurt um krónur og aura heldur pólitíska sannfćringu. Flokksmenn forvera VG, Alţýđubandalagsins, máttu tíđum sćtta sig viđ skert kjör á atvinnumarkađi vegna stjórnmálaafstöđu sinnar.

VG er flokkur sem stofnađur er á grunni sannfćringar. Ţegar flokkforystan selur sannfćringuna í stórpólitísku deilumáli eru ađeins krónur og aurar eftir. Og hver nennir ađ leggja VG liđ upp á peninga?


mbl.is „Subbulegar alhćfingar“ í rćđu Katrínar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Makríll er prófsteinn á ESB-ađlögun

Í grunnlögum Evrópusambandsins, Lissabon-sáttmálanum, segir ađ ákvarđanir um fiskveiđar á hafsvćđi ađildarríkja séu alfariđ á forrćđi Evrópusambandsins. Ţetta er ástćđan fyrir ţví ađ Evrópusambandiđ talar máli útgerđa á Írlandi í makríldeilunni viđ Íslendinga - en ekki írsk stjórnvöld sem mest lítiđ um máliđ ađ segja.

Í viđrćđum Íslands viđ Evrópusambandiđ vegna ađildarumsóknar samfylkingarhluta ríkisvaldsins steytir á skeri vegna fiskveiđihagsmuna.  Evrópusambandiđ vill beygja Ísland til ađ samţykkja forrćđi sambandsins um ráđstöfun fiskveiđiauđlindarinnar. Í ţví felst ađ Evrópusambandiđ ákveđur makrílkvóta Íslendinga.

Fiskveiđistefna Evrópusambandsins er endurskođuđ á tíu ára fresti. Endurskođun stendur núna yfir og samkvćmt greiningu danskra og skoskra vísindamanna eru engar líkur á ađ breytingar verđi á fiskveiđistefnunni svo nokkru nemi.

Af ţessu má draga ţá ályktun ađ ef og ţegar Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráđherra tilkynnir samninga um makríl viđ Evrópusambandiđ ţá sé ţađ hluti af ađlögunarferli Íslands inn í sambandiđ.

 

 


mbl.is Ţrír kaflar stranda á makrílnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eina lausnin fyrir evruna?

ESB var á sínum tíma draumsýn og ţađ var evran líka. Nú hefur hvort tveggja orđiđ ađ veruleika, sem er ţó allt annar veruleiki en vonast hafđi veriđ eftir, einkum varđandi evruna. Evru-draumsýnin er reyndar orđin ađ martröđ. Samt er allt kapp lagt á ađ eysa vandrćđi evrunnar sjálfrar og koma í veg fyrir ađ hnökrar hennar íţyngi íbúum Evrópu um of. ESB og Seđlabanki Evrópu leita nokkuđ hefđbundinna leiđa í ţeim efnum, en ţađ eru ekki allir trúađir á ađ lausnir ţeirra dugi til lengdar. Ţađ ţurfi miklu róttćkari leiđir til ađ leysa vandann.

Einn ţeirra sem vill leita róttćkra lausna er belgíski félagsvísindamađurinn, heimspekingurinn og hagfrćđiprófessorinn Philippe van Parys sem hefur veriđ verđlaunađur fyrir framlag sitt til umrćđu um ţjóđfélagsmál í heimalandi sínu og víđar.

Í stuttu máli segir hann ađ vandamál evrunnar sé ađallega af tvennum toga. Í fyrsta lagi sé hreyfanleiki vinnuafls of lítill í Evrópu til ţess ađ ţađ geti jafnađ sveiflur í frambođi og eftirspurn eftir vinnuafli á mismunandi svćđum í álfunni. Ástćđan er einkum mörg tungumál og ólík menning. Ţetta sé annar helsti munurinn á Evrópu og Bandaríkjunum. Hinn munurinn sé sá ađ opinber og miđstýrđ fjárframlög til ólíkra hérađa sé margfalt meiri í Bandaríkjunum en í Evrópu, eđa 20-40 sinnum meiri, og ţví geti Bandaríkjamenn á ţann hátt brugđist betur viđ mismunandi hagsveiflum einstakra fylkja. Ţetta skýrist af ţví ađ alríkiđ í Bandaríkjunum hefur talsvert umleikis, en styrkur ESB í hlutfalli af styrk einstakra ríkja er almennt mjög lítill og fjárveiting ESB til ađildarríkja og hérađa sé örsmá í ţeim samanburđi og allt of lítil til ađ geta brugđist viđ og jafnađ ólíkar hagsveiflur hérađanna. Frćđimađurinn taldi ađ ekki vćri útlit fyrir ađ breyting yrđi á ţessum tvennu.

Eina lausnin, segir van Parys, er ađ koma upp kerfi fyrir jöfn og ótekjutengd framlög til allra einstaklinga á evrusvćđinu. Ţar yrđi um ađ rćđa ákveđiđ framlag til hvers einstaklings - sem yrđi ţađ sama hverjar sem tekjur eđa ađstćđur viđkomandi vćru. Ţannig vćri hćgt ađ jafna kjör allra ađ vissu marki, koma í veg fyrir skort, jafna eftirspurn og neyslu og draga úr ţeim endalausa vanda sem blasađ hefur viđ evrunni. Ţessi framlög yrđu fjármögnuđ međ virđisaukaskatti.

Philippe van Parys kynnti ţessar hugmyndir sínar í opnunarerindi á árlegri ráđstefnu bandarískra félagsfrćđinga sem haldin var í Denver í Colorado í Bandaríkjunum um síđustu helgi. Frćđimađurinn gerir sér ađspurđur grein fyrir ţví ađ ţessi hugmynd hans er draumsýn og ađ ekki séu margir í ESB-stofnunum sem ađhyllast ţessar skođanir hans. Hann fylgir máli sínu ţó eftir međ ţví ađ segja ađ allar nýjar stofnanir hafi veriđ draumsýn á sínum tíma - og ţví geti hans draumsýn allt eins orđiđ ađ veruleika og ađrar. Međ ţví ađ deila sama ótekjutengda framlaginu niđur á alla íbúa álfunnar yrđi stuđlađ ađ grunnframfćrslu, vissum jöfnuđi og vćntanlega félagslegri sátt.

Hugmynd frćđimannsins er athyglisverđ, en hún er ţó mjög fjarri ţví ađ verđa ađ veruleika. Miđađ viđ ađ hann segi ađ evran standist ekki viđ núverandi ađstćđur og ađ örfáir deili draumsýn hans um lausn mála virđist sem evran eigi sér litla von sem stendur.  Lausnin virđist ekki í sjónmáli. Fram kom í máli manna á göngum ráđstefnunnar ađ ýmsir telja ađ á međan svo er sé skynsamlegra fyrir íslensku ţjóđina ađ bíđa í ţađ minnsta átekta og fresta öllum áformum um inngöngu í ţetta samband sem nú stendur á ansi veikum fótum. - SJS


mbl.is Rćđa framtíđ Grikklands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ímynduđ blóđlykt Steingríms J.

Félagar Steingríms J. Sigfússonar sem halda úti Vinstrivaktinni velta fyrir sér merkingu eftirfarandi orđa formannsins

Menn geta svo ekki horft fram hjá ţví, eins og venjulega, ađ ţegar andstćđingar ríkisstjórnarinnar finna einhvers stađar blóđlykt ţá eru ţessi venjubundnu vitni leidd fram. Ég hélt ađ menn vćru orđnir leiđir á ţví ađ láta nota sig til ađ reka ímyndađa fleyga í uppdiktađar sprungur á milli stjórnarflokkana.

Vinstrivaktin segir um ţessi ummćli

Ţessi niđurlćgjandi tónn í garđ Katrínar, Svandísar og Árna Ţórs vegna yfirlýsinga ţeirra er athyglisverđur og ber vott um ađ Steingrímur er ekki í rónni yfir umrćđunni um VG og ESB sem átt hefur sér stađ nú seinustu dagana.

Viđ hér á Heimssýn veltum fyrir okkur hvers vegna formađurinn er međ áhyggjur af ímynduđum ágreiningi.

 

 


ESB-ađlögun á fullt skriđ eftir kosningar

Steingrímur J. Sigfússon formađur VG ćtlar ađ láta ESB-umsóknina standa fram yfir alţingiskosningar og setja síđan ađlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandiđ á fullt skriđ - fái ríkisstjórnarflokkarnir haldiđ velli. Ţetta má lesa úr svari Steingríms J., sem ráđherra sjávarútvegs og landbúnađar, viđ fyrirspurn ţingmannanna Jóns Bjarnasonar og Atla Gíslasonar.

Í svarinu viđurkennir Steingrímur J. ađlögunarkröfu Evrópusambandsins međ ţessum orđum

Ţeir Atli og Jón spurđu einnig hvort ESB geti krafist ţess ađ tilteknum áföngum verđi náđ í ađlögun íslenskrar stjórnsýslu ađ löggjöf ESB áđur en samningskaflanum um landbúnađ verđur lokađ. Í svari ráđherra segir ađ viđrćđur um samningskaflann séu ekki hafnar og ţví ótímabćrt ađ geta sér til um hvort og ţá hvernig ESB kunni ađ setja fram lokunarviđmiđ í kaflanum. „Rýniskýrsla ESB um landbúnađarkafla viđrćđnanna nefnir stefnu íslenskra stjórnvalda um ađ ekki verđi ráđist í breytingar fyrir ţjóđaratkvćđagreiđslu. Sú ađgerđaáćtlun sem nú liggur fyrir byggist á ţeirri nálgun.“

Ađeins 18 kaflar af 35 samningsköflum í viđrćđum viđ ESB hafa veriđ opnađir. Ástćđan er sú ađ ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur hefur ekki treyst sér til ađ mćta ađlögunarkröfum Evrópusambandsins.

Ef ríkisstjórnin heldur velli verđur litiđ svo á ađ hún sé komin međ umbođ frá kjósendum til ađ setja ađlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandiđ á fullt skriđ.


mbl.is Engu breytt fyrir atkvćđagreiđslu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 1116252

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 623
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband