Leita í fréttum mbl.is

ESB-aðlögun á fullt skrið eftir kosningar

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG ætlar að láta ESB-umsóknina standa fram yfir alþingiskosningar og setja síðan aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið á fullt skrið - fái ríkisstjórnarflokkarnir haldið velli. Þetta má lesa úr svari Steingríms J., sem ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar, við fyrirspurn þingmannanna Jóns Bjarnasonar og Atla Gíslasonar.

Í svarinu viðurkennir Steingrímur J. aðlögunarkröfu Evrópusambandsins með þessum orðum

Þeir Atli og Jón spurðu einnig hvort ESB geti krafist þess að tilteknum áföngum verði náð í aðlögun íslenskrar stjórnsýslu að löggjöf ESB áður en samningskaflanum um landbúnað verður lokað. Í svari ráðherra segir að viðræður um samningskaflann séu ekki hafnar og því ótímabært að geta sér til um hvort og þá hvernig ESB kunni að setja fram lokunarviðmið í kaflanum. „Rýniskýrsla ESB um landbúnaðarkafla viðræðnanna nefnir stefnu íslenskra stjórnvalda um að ekki verði ráðist í breytingar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú aðgerðaáætlun sem nú liggur fyrir byggist á þeirri nálgun.“

Aðeins 18 kaflar af 35 samningsköflum í viðræðum við ESB hafa verið opnaðir. Ástæðan er sú að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki treyst sér til að mæta aðlögunarkröfum Evrópusambandsins.

Ef ríkisstjórnin heldur velli verður litið svo á að hún sé komin með umboð frá kjósendum til að setja aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið á fullt skrið.


mbl.is Engu breytt fyrir atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 42
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 1149
  • Frá upphafi: 993133

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 988
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband