Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2017

Hriplekar stjórnarskrifstofur ESB

Ţađ er ekki nóg međ ađ forystumenn ESB séu grautfúlir yfir ţeirri ákvörđun Breta ađ segja sig úr ESB eins og međfylgjandi frétt ber međ sér.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvćmdastjórnar ESB, virđist ekki geta rćtt óformlega viđ neinn án ţess ađ slúđra um samtaliđ ef honum svo hentar eins og ţessi frétt ber međ sér. Donald Tusk, forseti Evrópuráđsins, er orđinn ákaflega ţreyttur á ţessari hegđun Junckers. Tusk segir af ţessu tilefni ađ líklega sé mikil ţörf á pípulagningarmönnum á skrifstofur ESB til ađ teppa lekann.


mbl.is Rudd svarar ummćlum Merkel
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Neita ađ innleiđa tilskipun frá ESB

Oft hefur veriđ rćtt um ađ tilskipanir frá ESB henti ekki öllum ríkjum vegna ólíkra ađstćđna í ríkjunum. Nú hafa Norđmenn neitađ ađ innleiđa tilskipun um ţyrluflug eins og međfylgjandi frétt frá mbl.is ber međ sér.


mbl.is Neita ađ innleiđa tilskipun ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fréttamađur RUV spurđi Benedikt ekkert út í ţađ

UntitledSpjótin standa nú á Benedikt á evrubolnum sem málar skrattann á vegginn ţegar ástandiđ í efnahagsmálum hefur sjaldan veriđ betra. Í Markađi Fréttablađsins í dag undrast ritstjórinn framgöngu fréttamanns RUV sem virtist bara kátur yfir klćđnađi ráđherrans en spurđi ekki mikilvćgra spurninga.

Í dálknum Skotsilfur í blađinu stendur eftirfarandi:

Á evrubolnum

Benedikt Jóhannesson, sem taldi tímabćrt ađ skrifa minningargrein um krónuna í mars 2009, vakti athygli fyrir klćđnađ sinn í viđtali um helgina á RÚV. Ţar lýsti hann yfir áhyggjum af mikilli styrkingu krónunnar, klćddur í evrubol, en fjármálaráđherra hefur löngum veriđ talsmađur ţess ađ Ísland taki upp evru. Nokkrum dögum áđur hafđi Seđlabankinn sagt ađ gengishćkkunin hefđi spilađ lykilhlutverk í ađlögun ţjóđarbúsins. Á sama tíma eru mörg evruríki föst í fjötrum hárra skulda, mikils atvinnuleysis og lítils hagvaxtar, ekki síst vegna ţess ađ evran endurspeglar ekki efnahagsađstćđur í ţessum ríkjum. Fréttamađur RÚV spurđi Benedikt ekkert út í ţađ.

Leturbreyting Heimssýnar.


mbl.is Var allt í ţvotti hjá ráđherra?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB herđir kverkatakiđ á Grikkjum

AGS telur ađ lengra verđi ekki gengiđ ađ grísku ţjóđinni. ESB vill hins vegar kreista síđustu blóđdropana úr Grikkjum. Viđskiptablađiđ segir svo frá:

 

Ekkert samkomulag náđist milli Alţjóđagjaldeyrissjóđsins og fjármálaráđherra evruríkjanna um skuldaafléttingu gagnvart Grikklandi eftir 8 tíma fundarhöld í Brussel í nótt. AGS gerir ţćr kröfur ađ evruríkin skuldbindi sig ađ veita Grikkjum frekari skuldaafléttingu. 

Deilan á milli AGS og evruríkjanna er síđasta hindrunin sem stendur í vegi fyrir björgunarađgerđum AGS í Grikklandi. Björgunarađgerđin er Grikkjum nauđsynleg ţar sem ađ skuldir upp á 7 milljarđa evra munu falla í gjalddaga í júlí nćstkomandi. 

Miklar vonir voru bundnar viđ samningaviđrćđurnar eftir ađ gríska ţingiđ samţykkti síđastliđinn fimmtudag frekari niđurskurđarađgerđir í ríkisrekstrinum. 

Poul Thomsen framkvćmdastjóri AGS í Evrópu sagđi eftir fundinn ađ ađgerđir grískra stjórnvalda hefđu veriđ nákvćmlega ţađ sem sjóđurinn var ađ leita eftir en til ţess ađ björgunarađgerđirnar myndu eiga sér stađ ţyrftu skuldbindingar frá lánadrottnum Grikkja ađ fylgja í kjölfariđ. 

 


ESB skreppur saman

euromistakesŢessi frétt á Eyjunni sem á rót í Frankfurter Allgemeine Zeitung bendir til ţess ađ í ljósi hinna miklu erfiđleika sem duniđ hafa á ESB og evrulöndunum hafi nú forkólfar ESB sannfćrst um ađ betra hefđi veriđ ađ fara hćgar af stađ og međ fćrri ríkjum. Nú vilja forkólfarnir taka skref aftur á bak, ţétta rađirnar í kringum ţau ríki sem ţegar hafa evruna og gera ţau ađ innsta kjarna í ESB. 

Ţađ er alveg merkilegt hvađ stofnanakúltúrinn í ESB hefur valdiđ mikilli skođanakúgun. Ţađ hefur ţurft langtíma-atvinnuleysi tugmilljóna vinnufćrra einstaklinga, ungra sem eldri, til ţess ađ hinir samansúrruđu neyđist til ađ sveigja hugsanir sínar inn á nýjar brautir. Spurningin er bara hvort hugmyndir af ţessu tagi komist á áćtlun og í framkvćmd.

Hugmyndirnar benda alltént til ţess ađ forkólfar ESB hafi ekki trú á ţví ađ stađiđ hafi veriđ rétt ađ málum undanfarinn áratug.


Benedikt međ bođorđin á bringunni

UntitledFjármála- og efnahagsráđherra er í viđtali viđ RUV uppáklćddur eins og fótgönguliđi útsendur af ESB, eins og međfylgjandi mynd ber međ sér. Hann lýsir yfir áhyggjum sínum af sterkri krónu. Á sama tíma segir forsćtisráđherra, íklćddur venjulegum jakkafötum, ađ hćkkun krónunnar sýni styrk íslensks efnahagslífs. Hún sé ákveđinn öryggisventill.

Meginástćđan fyrir hćkkun á gengi krónunnar er gífurlegt ađstreymi erlends fjár međ kaupglöđum erlendum túristum. Ţađ er búiđ ađ loka fyrir spákaupmennsku á grunni vaxtamunarviđskipta. Gengishćkkunin nú gegnir lykilhlutverki í ađlögun ţjóđarbúskaparins ađ ţeim búhnykk sem hrađur vöxtur ferđaţjónustunnar veldur

Krónan, og frjálst gengi hennar, er sá öryggisventill og stuđpúđi sem viđ ţurfum á ađ halda í núverandi ástandi. Hefđi gengi krónunnar ekki hćkkađ má búast viđ ađ innflćđi fjár hefđi veriđ og yrđi enn meira međ túristum, ađ eftirspurnarţrýstingur innanlands, sem nú er veitt ađ hluta út fyrir landsteinanna, hefđi vaxiđ og yxi enn meira og verđbólguţrýstingur ţar međ. Ţađ hefđi veriđ óbćrilegt viđ ţessar ađstćđur ađ vera međ evru.

Ţađ er ţví alveg rétt sem forsćtisráđherra sagđi í kvöldfréttum Útvarpsins rétt í ţessu ađ hćkkandi gengi krónunnar sýndi styrk íslensks efnahagslífs um leiđ og hún leiđréttir ákveđnar misfellur.

 


ESB er Hótel Kalifornía ... í huga forystu ESB

Evrópusambandiđ er eins og Hótel Kalifornia - ţiđ vitiđ - í lagi bandarísku hljómsveitarinnar Eagles um hóteliđ sem aldrei er hćgt ađ yfirgefa. Reyndar segir Boris Johnson, utanríkisráđherra Breta, ađ ESB sé ađeins Hótel Kalifornía í hugum forkólfa ESB. Ţađ sé bćđi hćgt ađ tékka sig út úr ESB og yfirgefa ţađ - eins og Bretar séu ađ gera núna međ Brexit.

Sjá fréttina hér

Sjá textann í lagi Eagles hér - umrćdd textalína er neđst.

Hér er hćgt ađ hlusta á sjálft lagiđ á Youtube.


mbl.is ESB eins og Hótel Kalifornía
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fleiri og fleiri Bretar sannfćrđir um Brexit

Međfylgjandi frétt ber međ sér ađ ţeim Bretum fer fjölgandi sem telja ađ rétt sé ađ Bretlandi yfirgefi ESB, en alls eru 68% Breta ţeirrar skođunar. Á sama tíma veit Verkamannaflokkurinn ekki í hvorn fótinn hann á ađ stíga. 

Sjá nánar í Morgunblađinu og Daily Telegraph.


mbl.is Mikill meirihluti hlynntur Brexit
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vaxandi andstađa viđ EES-samninginn í Noregi

Fréttir frá Noregi bera ţađ međ sér ađ Norđmenn séu í vaxandi mćli farnir ađ efast um ágćti EES-samningsins. Nýleg skođanakönnun gefur til kynna ađ ríf­lega fjór­ir af hverj­um tíu Norđmönn­um vilji annađ hvort segja upp ađild Nor­egs ađ samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svćđiđ (EES) eđa end­ur­semja um hann. Rúm­ur ţriđjung­ur vilji hins veg­ar halda í samn­ing­inn eins og hann er í dag eđa 35%.

Ţetta kemur fram í viđfestri frétt mbl.is.

Ţar kemur enn fremur ţetta fram:

Frétt mbl.is: Vilja ţjóđar­at­kvćđi um EES-samn­ing­inn

Fram kem­ur í frétt norska dag­blađsins Nati­on­en ađ af ţeim sem vilja annađ hvort segja samn­ingn­um upp eđa end­ur­semja um hann séu 15% í fyrri hópn­um en 27% í hinum. Fram kem­ur ađ íbú­ar í ţétt­býli séu já­kvćđari fyr­ir ţví ađ halda í EES-samn­ing­inn en ţeir sem búa í dreif­býli. Tćp­lega tveir ţriđju hlutar stuđnings­manna Miđflokks­ins og Fram­fara­flokks­ins vilja annađ hvort segja samn­ingn­um upp eđa end­ur­semja um hann.

Frétt mbl.is: Hafn­ar inn­göngu í ESB

Sam­kvćmt niđur­stöđum annarr­ar skođana­könn­un­ar í Nor­egi á dög­un­um sýndi 23% hlynnt EES-samn­ingn­um en 35% á ţví ađ segja skipta hon­um út fyr­ir hefđbund­inn fríversl­un­ar­sam­ing. Í sömu könn­un vildu 47% ţjóđar­at­kvćđi um EES-samn­ing­inn en 20% voru ţví and­víg. Tölu­verđ umrćđa er í Nor­egi um framtíđ samn­ings­ins.


mbl.is Skiptar skođanir um EES
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnarflokkur í Noregi gegn ESB-ađild og vill endurskođun á EES-samningi

Ţađ er svo sem í samrćmi viđ ţróun mála ţessa dagana ađ einn af stjórnarflokkunum í Noregi leggst nú eindregiđ gegn ađild landsins ađ ESB og vill jafnframt ađ hafin verđi endurskođun á framkvćmd EES-samningsins.

Sjá nánar í mbl.is.


mbl.is Hafnar inngöngu í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 34
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 410
  • Frá upphafi: 974490

Annađ

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 359
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband