Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017

Hriplekar stjórnarskrifstofur ESB

Það er ekki nóg með að forystumenn ESB séu grautfúlir yfir þeirri ákvörðun Breta að segja sig úr ESB eins og meðfylgjandi frétt ber með sér.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, virðist ekki geta rætt óformlega við neinn án þess að slúðra um samtalið ef honum svo hentar eins og þessi frétt ber með sér. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, er orðinn ákaflega þreyttur á þessari hegðun Junckers. Tusk segir af þessu tilefni að líklega sé mikil þörf á pípulagningarmönnum á skrifstofur ESB til að teppa lekann.


mbl.is Rudd svarar ummælum Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neita að innleiða tilskipun frá ESB

Oft hefur verið rætt um að tilskipanir frá ESB henti ekki öllum ríkjum vegna ólíkra aðstæðna í ríkjunum. Nú hafa Norðmenn neitað að innleiða tilskipun um þyrluflug eins og meðfylgjandi frétt frá mbl.is ber með sér.


mbl.is Neita að innleiða tilskipun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamaður RUV spurði Benedikt ekkert út í það

UntitledSpjótin standa nú á Benedikt á evrubolnum sem málar skrattann á vegginn þegar ástandið í efnahagsmálum hefur sjaldan verið betra. Í Markaði Fréttablaðsins í dag undrast ritstjórinn framgöngu fréttamanns RUV sem virtist bara kátur yfir klæðnaði ráðherrans en spurði ekki mikilvægra spurninga.

Í dálknum Skotsilfur í blaðinu stendur eftirfarandi:

Á evrubolnum

Benedikt Jóhannesson, sem taldi tímabært að skrifa minningargrein um krónuna í mars 2009, vakti athygli fyrir klæðnað sinn í viðtali um helgina á RÚV. Þar lýsti hann yfir áhyggjum af mikilli styrkingu krónunnar, klæddur í evrubol, en fjármálaráðherra hefur löngum verið talsmaður þess að Ísland taki upp evru. Nokkrum dögum áður hafði Seðlabankinn sagt að gengishækkunin hefði spilað lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins. Á sama tíma eru mörg evruríki föst í fjötrum hárra skulda, mikils atvinnuleysis og lítils hagvaxtar, ekki síst vegna þess að evran endurspeglar ekki efnahagsaðstæður í þessum ríkjum. Fréttamaður RÚV spurði Benedikt ekkert út í það.

Leturbreyting Heimssýnar.


mbl.is Var allt í þvotti hjá ráðherra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB herðir kverkatakið á Grikkjum

AGS telur að lengra verði ekki gengið að grísku þjóðinni. ESB vill hins vegar kreista síðustu blóðdropana úr Grikkjum. Viðskiptablaðið segir svo frá:

 

Ekkert samkomulag náðist milli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðherra evruríkjanna um skuldaafléttingu gagnvart Grikklandi eftir 8 tíma fundarhöld í Brussel í nótt. AGS gerir þær kröfur að evruríkin skuldbindi sig að veita Grikkjum frekari skuldaafléttingu. 

Deilan á milli AGS og evruríkjanna er síðasta hindrunin sem stendur í vegi fyrir björgunaraðgerðum AGS í Grikklandi. Björgunaraðgerðin er Grikkjum nauðsynleg þar sem að skuldir upp á 7 milljarða evra munu falla í gjalddaga í júlí næstkomandi. 

Miklar vonir voru bundnar við samningaviðræðurnar eftir að gríska þingið samþykkti síðastliðinn fimmtudag frekari niðurskurðaraðgerðir í ríkisrekstrinum. 

Poul Thomsen framkvæmdastjóri AGS í Evrópu sagði eftir fundinn að aðgerðir grískra stjórnvalda hefðu verið nákvæmlega það sem sjóðurinn var að leita eftir en til þess að björgunaraðgerðirnar myndu eiga sér stað þyrftu skuldbindingar frá lánadrottnum Grikkja að fylgja í kjölfarið. 

 


ESB skreppur saman

euromistakesÞessi frétt á Eyjunni sem á rót í Frankfurter Allgemeine Zeitung bendir til þess að í ljósi hinna miklu erfiðleika sem dunið hafa á ESB og evrulöndunum hafi nú forkólfar ESB sannfærst um að betra hefði verið að fara hægar af stað og með færri ríkjum. Nú vilja forkólfarnir taka skref aftur á bak, þétta raðirnar í kringum þau ríki sem þegar hafa evruna og gera þau að innsta kjarna í ESB. 

Það er alveg merkilegt hvað stofnanakúltúrinn í ESB hefur valdið mikilli skoðanakúgun. Það hefur þurft langtíma-atvinnuleysi tugmilljóna vinnufærra einstaklinga, ungra sem eldri, til þess að hinir samansúrruðu neyðist til að sveigja hugsanir sínar inn á nýjar brautir. Spurningin er bara hvort hugmyndir af þessu tagi komist á áætlun og í framkvæmd.

Hugmyndirnar benda alltént til þess að forkólfar ESB hafi ekki trú á því að staðið hafi verið rétt að málum undanfarinn áratug.


Benedikt með boðorðin á bringunni

UntitledFjármála- og efnahagsráðherra er í viðtali við RUV uppáklæddur eins og fótgönguliði útsendur af ESB, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Hann lýsir yfir áhyggjum sínum af sterkri krónu. Á sama tíma segir forsætisráðherra, íklæddur venjulegum jakkafötum, að hækkun krónunnar sýni styrk íslensks efnahagslífs. Hún sé ákveðinn öryggisventill.

Meginástæðan fyrir hækkun á gengi krónunnar er gífurlegt aðstreymi erlends fjár með kaupglöðum erlendum túristum. Það er búið að loka fyrir spákaupmennsku á grunni vaxtamunarviðskipta. Gengishækkunin nú gegnir lykilhlutverki í aðlögun þjóðarbúskaparins að þeim búhnykk sem hraður vöxtur ferðaþjónustunnar veldur

Krónan, og frjálst gengi hennar, er sá öryggisventill og stuðpúði sem við þurfum á að halda í núverandi ástandi. Hefði gengi krónunnar ekki hækkað má búast við að innflæði fjár hefði verið og yrði enn meira með túristum, að eftirspurnarþrýstingur innanlands, sem nú er veitt að hluta út fyrir landsteinanna, hefði vaxið og yxi enn meira og verðbólguþrýstingur þar með. Það hefði verið óbærilegt við þessar aðstæður að vera með evru.

Það er því alveg rétt sem forsætisráðherra sagði í kvöldfréttum Útvarpsins rétt í þessu að hækkandi gengi krónunnar sýndi styrk íslensks efnahagslífs um leið og hún leiðréttir ákveðnar misfellur.

 


ESB er Hótel Kalifornía ... í huga forystu ESB

Evrópusambandið er eins og Hótel Kalifornia - þið vitið - í lagi bandarísku hljómsveitarinnar Eagles um hótelið sem aldrei er hægt að yfirgefa. Reyndar segir Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, að ESB sé aðeins Hótel Kalifornía í hugum forkólfa ESB. Það sé bæði hægt að tékka sig út úr ESB og yfirgefa það - eins og Bretar séu að gera núna með Brexit.

Sjá fréttina hér

Sjá textann í lagi Eagles hér - umrædd textalína er neðst.

Hér er hægt að hlusta á sjálft lagið á Youtube.


mbl.is ESB eins og Hótel Kalifornía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri og fleiri Bretar sannfærðir um Brexit

Meðfylgjandi frétt ber með sér að þeim Bretum fer fjölgandi sem telja að rétt sé að Bretlandi yfirgefi ESB, en alls eru 68% Breta þeirrar skoðunar. Á sama tíma veit Verkamannaflokkurinn ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. 

Sjá nánar í Morgunblaðinu og Daily Telegraph.


mbl.is Mikill meirihluti hlynntur Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Fréttir frá Noregi bera það með sér að Norðmenn séu í vaxandi mæli farnir að efast um ágæti EES-samningsins. Nýleg skoðanakönnun gefur til kynna að ríf­lega fjór­ir af hverj­um tíu Norðmönn­um vilji annað hvort segja upp aðild Nor­egs að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) eða end­ur­semja um hann. Rúm­ur þriðjung­ur vilji hins veg­ar halda í samn­ing­inn eins og hann er í dag eða 35%.

Þetta kemur fram í viðfestri frétt mbl.is.

Þar kemur enn fremur þetta fram:

Frétt mbl.is: Vilja þjóðar­at­kvæði um EES-samn­ing­inn

Fram kem­ur í frétt norska dag­blaðsins Nati­on­en að af þeim sem vilja annað hvort segja samn­ingn­um upp eða end­ur­semja um hann séu 15% í fyrri hópn­um en 27% í hinum. Fram kem­ur að íbú­ar í þétt­býli séu já­kvæðari fyr­ir því að halda í EES-samn­ing­inn en þeir sem búa í dreif­býli. Tæp­lega tveir þriðju hlutar stuðnings­manna Miðflokks­ins og Fram­fara­flokks­ins vilja annað hvort segja samn­ingn­um upp eða end­ur­semja um hann.

Frétt mbl.is: Hafn­ar inn­göngu í ESB

Sam­kvæmt niður­stöðum annarr­ar skoðana­könn­un­ar í Nor­egi á dög­un­um sýndi 23% hlynnt EES-samn­ingn­um en 35% á því að segja skipta hon­um út fyr­ir hefðbund­inn fríversl­un­ar­sam­ing. Í sömu könn­un vildu 47% þjóðar­at­kvæði um EES-samn­ing­inn en 20% voru því and­víg. Tölu­verð umræða er í Nor­egi um framtíð samn­ings­ins.


mbl.is Skiptar skoðanir um EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarflokkur í Noregi gegn ESB-aðild og vill endurskoðun á EES-samningi

Það er svo sem í samræmi við þróun mála þessa dagana að einn af stjórnarflokkunum í Noregi leggst nú eindregið gegn aðild landsins að ESB og vill jafnframt að hafin verði endurskoðun á framkvæmd EES-samningsins.

Sjá nánar í mbl.is.


mbl.is Hafnar inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 18
  • Sl. sólarhring: 428
  • Sl. viku: 1875
  • Frá upphafi: 1109163

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1625
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband