Leita í fréttum mbl.is

Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Fréttir frá Noregi bera það með sér að Norðmenn séu í vaxandi mæli farnir að efast um ágæti EES-samningsins. Nýleg skoðanakönnun gefur til kynna að ríf­lega fjór­ir af hverj­um tíu Norðmönn­um vilji annað hvort segja upp aðild Nor­egs að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) eða end­ur­semja um hann. Rúm­ur þriðjung­ur vilji hins veg­ar halda í samn­ing­inn eins og hann er í dag eða 35%.

Þetta kemur fram í viðfestri frétt mbl.is.

Þar kemur enn fremur þetta fram:

Frétt mbl.is: Vilja þjóðar­at­kvæði um EES-samn­ing­inn

Fram kem­ur í frétt norska dag­blaðsins Nati­on­en að af þeim sem vilja annað hvort segja samn­ingn­um upp eða end­ur­semja um hann séu 15% í fyrri hópn­um en 27% í hinum. Fram kem­ur að íbú­ar í þétt­býli séu já­kvæðari fyr­ir því að halda í EES-samn­ing­inn en þeir sem búa í dreif­býli. Tæp­lega tveir þriðju hlutar stuðnings­manna Miðflokks­ins og Fram­fara­flokks­ins vilja annað hvort segja samn­ingn­um upp eða end­ur­semja um hann.

Frétt mbl.is: Hafn­ar inn­göngu í ESB

Sam­kvæmt niður­stöðum annarr­ar skoðana­könn­un­ar í Nor­egi á dög­un­um sýndi 23% hlynnt EES-samn­ingn­um en 35% á því að segja skipta hon­um út fyr­ir hefðbund­inn fríversl­un­ar­sam­ing. Í sömu könn­un vildu 47% þjóðar­at­kvæði um EES-samn­ing­inn en 20% voru því and­víg. Tölu­verð umræða er í Nor­egi um framtíð samn­ings­ins.


mbl.is Skiptar skoðanir um EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 969412

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband