Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2007

Styrkur okkar felst í krónunni

c_einarkr"Nýtt mat alţjóđlega matsfyrirtćkisins Moodys á láshćfi íslensku viđskiptabankanna ţriggja er afar jákvćtt. Ekki bara fyrir bankana sjálfa, ţó ţađ skipti vitaskuld miklu máli, heldur einnig fyrir ţjóđarbuiđ í heild. Ţetta mat gefur fćri á betri lánskjörum bankanna og eđlilegt ađ viđskiptavinir ţeirra njóti ţess í framtíđinni. Í umrćđunni um bankana er ástćđa til ţess ađ undirstrika ađ styrkur ţeirra rćđst međal annars af ţví efnahagsumhverfi sem ţeir starfa í. Ţví ţó bankarnir hafi eflst mjög á eigin forsendum međ útrás, nýbreytni og fleiri stođum undir reksturinn, er ljóst ađ eitt og sér dygđi ţađ ekki."

Grein Einars K. Guđfinnssonar, sjávarútvegsráđherra, má lesa í heild á bloggsíđu hans.


Krónan er ekki dauđ

c_brynja_bjorg"Sú skođun ađ íslenska krónan sé úrelt og ónýt verđur sífellt víđteknari í ţjóđfélaginu. Sífellt fleiri stórfyrirtćki og bankar hafa tekiđ upp eđa hyggjast taka upp evru hennar í stađ. Örfá fyrirtćki hafa tekiđ upp bandaríska dollara. Eins og flestir vita er verđbólga á Íslandi er nú 7% og stýrivextir 14,25% en sagan sýnir okkar ađ ţeir hafa frekar takmörkuđ áhrif á ţróun verđbólgunnar. Viđskiptahallinn mćlist nú 20% af vergri landsframleiđslu."

Grein Brynju Halldórsdóttur má lesa í heild á vefriti Ungra vinstri-grćnna.


Moody's segir krónuna auka styrk íslensku bankanna

Eins og greint hefur veriđ frá í fjölmiđlum hefur alţjóđlega matsfyrirtćkiđ Moody's hćkkađ langtímalánshćfiseinkunn allra íslensku viđskiptabankanna úr A1 eđa A2 í Aaa sem er hćsta einkunn Moody's fyrir langtímaskuldbindingar. Sérstaka athygli vekur ađ í matinu er ţađ reiknađ bönkunum til tekna hversu mikilvćgir ţeir eru í íslensku efnahagskerfi í heild sinni og hvađa ţýđingu ţeir hafa í greiđslumiđlunarkerfi landsins. Moody's lítur međal annars á ţađ sem styrk fyrir íslensku bankana ađ ţeir skuli vera stađsettir í ríki ţar sem seđlabanki fari međ prentunarvald, ţ.e. ţar sem haldiđ er úti sjálfstćđum gjaldmiđli.


Hvađ skyldi Árni hafa sagt fleira?

hjortur_101493"Fyrr í dag fór fram fundur á Akureyri ţar sem umfjöllunarefniđ var evran og landsbyggđin. Helzt mćtti skilja af frétt Vísi.is af fundinum ađ ţađ eina sem Árni Matthiesen, fjármálaráđherra, hafi sagt á honum vćri ađ peningamálastefna Seđlabankans hefđi ekki virkađ sem skyldi undanfariđ. Einhvern veginn tel ég nćsta víst ađ Árni hafi sagt ýmislegt fleira ţar sem hann mun hafa veriđ einn af framsögumönnum fundarins. En blađamanni Vísis.is hefur greinilega ţótt ţađ eina fréttnćma í máli hans ađ hann skyldi gagnrýna ţađ hvernig Seđlabankinn hefur haldiđ á málum."

Grein Hjartar J. Guđmundssonar má lesa í heild á bloggsíđu hans.


Hvađ hefur ekki breytzt í Evrópumálunum sl. 17 ár?

hjortur_101493"Pétur Gunnarsson rifjađi í gćr [í fyrradag] upp skýrslu sem lögđ var fyrir landsfund Sjálfstćđisflokksins haustiđ 1989 og samin var af svonefndri aldamótanefnd undir formennsku Davíđs Oddssonar sem ţá var borgarstjóri Reykjavíkur. Međ honum í nefndinni sat m.a. Einar Oddur Kristjánsson, alţingismađur. Niđurstöđur skýrslunnar eru vissulega talsvert jákvćđari gagnvart ađild ađ Evrópusambandinu (sem ţá kallađist Evrópubandalagiđ) en stefna flokksins hefur veriđ á undanförnum áratug eđa svo. Pétur veltir ţví fyrir sér hvađ hafi breytzt síđan ţá. Verđur ađ segjast eins og er ađ sá sem telur ađ ekkert hafi breytzt í Evrópumálunum sl. 17-18 árin geti varla hafa sett sig mikiđ inn í ţau mál. Mikiđ nćr vćri ađ spyrja hvađ hefđi ekki breytzt á ţeim tíma. Ég veit eiginlega ekki hvar á ađ byrja í ţeirri upptalningu."

Grein Hjartar J. Guđmundssonar má lesa í heild á bloggsíđu hans.


Sátt um framtíđ EES í augsýn

Valgerđur Sverrisdóttir, utanríkisráđherra, segir allt benda til ađ sátt náist innan skamms á milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins um stćkkun Evrópska efnahagssvćđisins (EES) samkvćmt fréttum Ríkisútvarpsins. Deilt hefur veriđ um framlög í Ţróunarsjóđ Evrópusambandsins eftir inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandiđ og um ađgang EFTA-ríkjanna ađ mörkuđum í ţessum nýju sambandsríkjum. Evrópusambandiđ hefur krafist aukinna framlaga í Ţróunarsjóđ sambandsins sem einkum er ćtlađur til ađstođar viđ uppbyggingu í nýjum ríkjum sambandsins, fyrrum Austantjaldslöndum, í skiptum fyrir ađgang ađ mörkuđum í Búlgaríu og Rúmeníu sem gengu í Evrópusambandiđ í fyrra.

Krafan hefur ađallega stađiđ upp á Norđmenn sem bera meginţungann af ţessum greiđslum en Ísland og Lichtenstein ţurfa einnig ađ auka sínar greiđslur. Valgerđur segir ađ fyrir helgina hafi veriđ haldinn fundur um máliđ, niđurstöđur hans hafi veriđ jákvćđar.

Frá Noregi bárust ţćr fréttir í vikunni ađ deilan hefđi stađiđ um hvort Norđmenn ćttu ađ greiđa ţá rúmlega 5 miljarđa króna sem Evrópusambandiđ hefur krafist. Ţeir hafa samţykkt nćr alla upphćđina en óánćgja er í Noregi međ hvađ Ísland og Lichtenstein sleppi međ lágar upphćđir í viđbótargreiđslur, 150 miljónir fyrir Ísland. Undanfarin ár hafa Íslendingar greitt um 550 miljónir króna á ári í Ţróunarsjóđinn. Valgerđur segir rétt ađ krafan standi um meiri greiđslur. og ekki sé útilokađ ađ verđa viđ ţeim kröfum í skiptum viđ aukna tollkvóta á sjávarafurđir.

Valgerđur segir ađ ekki ćtti ađ verđa skađi af ţeirri töf sem orđiđ hefur ađ ţví gefnu ađ samkomulag náist um miđjan mars eins og ađ er stefnt.


Íslendingar yrđu bundnir af sjávarútvegsstefnu ESB viđ ađild

Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti viđ Háskóla Íslands, sagđi í samtali viđ Morgunblađiđ í gćr ađ ef Ísland gengi í Evrópusambandiđ yrđi ţađ bundiđ af lagareglum ţess hvađ varđar stjórnun fiskveiđa nema um yrđi ađ rćđa beinar undanţágur sem Ísland fengi í ađildarsamningum. Ţá kynni einnig í ađildarviđrćđum ađ koma fram kröfur um skađabćtur vegna tapađra veiđa frá ţeim ríkjum sem stunduđu veiđar innan íslensku lögsögunnar fyrir útfćrslu hennar á sínum tíma.

Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins fyrir skömmu ađ ráđgjafi sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segđi ađ reglan um hlutfallslegan stöđugleika ćtti ađ tryggja ađ Íslendingar myndu sjálfir ákveđa hverjir veiddu í lögsögunni ef Ísland gengi í Evrópusambandiđ. "Ef viđ göngum inn í Evrópusambandiđ og ef viđ fáum ekki beinar undanţágur í ađildarsamningum erum viđ bundin af lagareglum ţess og getum engu breytt um ţađ."

Stefán Már sagđi ađ ţađ vćri út af fyrir sig rétt ađ ţađ vćru teknar meirihlutaákvarđanir í ráđherraráđinu um hvađ mćtti veiđa mikiđ og ţví vćri síđan úthlutađ til ađildarríkjanna. Ţađ vćri gert á grundvelli reglunnar um hlutfallslegar stöđugar veiđar. Hins vegar hefđi ekki komiđ fram hjá ađstođarmanninum ađ reglan um hlutfallslegar stöđugar veiđar vćri mjög laus í reipunum og ađ stofnanir bandslagsins hefđu mjög víđtćkt mat um ţađ hvađ teldist hlutfallslegar stöđugar veiđar og gćtu hvernćr sem er breytt ţví međ lögjöf. Auk ţess hefđi framkvćmdastjórnin gefiđ til kynna í svonefndri Grćnbók um fiskveiđar frá árinu 2001 ađ tekiđ yrđi hugsanlega upp allt annađ kerfi í framtíđinni.

"Ađalatriđiđ er ađ ef viđ göngum inn í Evrópusambandiđ og fáum ekki beinar undanţágur í ađildarsamningum ţá erum viđ bundnir af ţessu regluverki, sem er háđ meirihlutaákvörđunum," sagđi Stefán Már. Hann sagđi ađspurđur ađ reglan um hlutfallslegar stöđugar veiđar kćmi fram í reglugerđ frá árinu 2003 og hefđi veriđ međ einum eđa öđrum hćtti í eldri reglugerđum. Reglugerđum mćtti hins vegar breyta međ meirihlutaákvörđunum og ţví ekki á vísan ađ róa í ţeim efnum. Viđ yrđum ađ hlíta slíkum ákvörđunum nema viđ fengjum beinar undanţágur í ađildarviđrćđum.

Stefán Már sagđi ađ einnig vćri vert ađ hafa í huga ađ ef til ađildarviđrćđna kćmi gćtu komiđ fram kröfur um fiskveiđikvóta frá öđrum ţjóđum, ţar á međal ţeim ţjóđum sem töpuđu rétti til fiskveiđa á sínum tíma ţegar fiskveiđilögsagan var fćrđ út í ţorskastríđunum.


Seđlabankastjóri segir krónuna sterka

Davíđ Oddsson seđlabankastjóri segir ađ Íslendingar hefđu ekki komist klakklaust út úr miklum sviptingum í efnahagslífinu undanfariđ án ţess ađ hafa krónuna. Hagvöxtur hér sé meiri en á evrusvćđum og framtíđ krónunnar sterk. Hún verđi gjaldmiđill Íslendinga nćsta áratuginn hiđ minnsta. Krónan sé sterk ţó hún sé lítill gjaldmiđill og gengi annarra gjaldmiđla sveiflist á stundum jafnvel meira en krónunnar.

Enginn stjórnmálaflokkanna hefur ađild ađ ESB á stefnuskrá sinni

c_vth"Ţađ er kunnara en frá ţurfi ađ segja ađ fátt er eins keimlíkt og stefnuskrár stjórnmálaflokka. Alls kyns orđskrúđ um félagslegt réttlćti, frelsi, menntun, umhverfi og heilbrigđisţjónustu fyrir alla er međal ţess sem má finna hjá ţeim flestum. Nú líđur senn ađ kosningum til alţingis og greinilega kominn nokkur skjálfti í ýmsa stjórnmálamenn. Ţeir rembast eins og rjúpan viđ staurinn ađ skapa sér sérstöđu og virđist ţá litlu skipta fyrir suma hvort ţeir eru í stjórn eđa stjórnarandstöđu. Eitt er ţađ mál sem nokkrir ţingmenn virđast hafa tekiđ upp á sína arma, enda flestir svokallađir álitsgjafar sammála um ađ ţađ verđi eitt af ađalmálum kosningabaráttunnar, en ţađ eru Evrópumálin."

Greinina má lesa í heild á Vefţjóđviljanum.


Íslendingar gćtu ţurft ađ greiđa skađabćtur vegna ţorskastríđanna

c_aegirÍslendingar fengu litlu ráđiđ um ţróun fiskveiđimála í framtíđinni gengju ţeir í Evrópusambandiđ. Prófessor í Evrópurétti segir ađ svo gćti jafnvel fariđ ađ ađrar Evrópuţjóđir krefđust skađabóta vegna veiđa sem ţćr töpuđu viđ landiđ ţegar landhelgin var fćrđ út. Frá ţessu var greint í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.

Ráđgjafi sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins telur ađ alţjóđlegar veiđiheimildir Íslendinga yrđu tryggari til lengri tíma litiđ ef Ísland gengi í Evrópusambandiđ. Haft var eftir honum í fréttum í gćr, ađ reglan um hlutfallslegan stöđugleika ćtti ađ tryggja ađ Íslendingar myndu sjálfir ákveđa hverjir veiddu í lögsögunni ef Ísland gengi í Evrópusambandiđ. Reglan gerir ríkjum kleift ađ setja skilyrđi um hver fái ađ nýta kvótann sem ţeim er úthlutađ.

Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti viđ Háskóla Íslands, segir máliđ ekki svo einfalt. Hann segir, ađ ţar sem reglan um hlutfallslegan stöđugleika sé ekki hluti af lagalegum grundvelli Evrópusambandsins, heldur afleiddri löggjöf, ţá megi taka hana upp og breyta henni hvenćr sem er. Sú ákvörđun yrđi alfariđ í höndum Evrópusambandsins, ekki Íslendinga einna.

Reglan um hlutfallslegan stöđugleika fjallar um fiskveiđiréttindi miđađ viđ veiđireynslu ţjóđa en einnig um skađabćtur vegna tapađra veiđa. Stefán segir hugsanlegt ađ gangi Íslendingar í Evrópusambandiđ krefjist ađrar fiskveiđiţjóđir skađabóta vegna tapađra veiđa ţegar Íslendingar fćrđu út fiskveiđilögsögu sína.


Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 505
  • Frá upphafi: 1116607

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband