Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
Laugardagur, 30. nóvember 2013
Fullveldishátíð á morgun 1. desember 2013
Tónlist, ljóð, ávörp og kaffi verður í boði á fullveldishátíð samtaka fullveldissinna sem haldin verður í nýju húsnæði Heimssýnar að Hafnarstræti 20 í Reykjavík (Lækjartorgi) á morgun kl. 14:00.
Sérstakir gestir verða Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona, Inga Backmann, söngkona, Sigurður Alfonsson, tónlistarmaður og Bjarki Karlsson, ljóðskáld. Það verður heitt á könnunni. Allir eru velkomnir. Að hátíðinni standa Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, Nei við ESB og Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissina í Evrópumálum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. nóvember 2013
ESB vildi að við tækjum á okkur skuldir bankanna, segir Geir
Geir Haarde staðfesti í gær á morgunfundi Seðlabankans að ESB vildi að Íslendingar ábyrgðust skuldir bankanna. Jafnframt staðfesti Már Guðmundsson seðlabankastjóri að regluverk ESB hefði átt stóran þátt hrikalegri útþenslu bankanna.
Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á fundi Seðlabankans í gær að í hruninu hefði Barroso aðalframkvæmdastjóri ESB hringt í sig og sagt að íslenska ríkisstjórnin yrði að gæta að hagsmunum þeirra sem veittu fjármagn. Þar átti Barroso við að þeir erlendu lánardrottnar sem lánað hefðu íslensku bönkunum yrðu að fá sitt. Geir fór ekki að þessum ráðum og það var mikil blessun að neyðarlögin voru samþykkt þannig að íslenska ríkið þyrfti ekki að ábyrgjast allar skuldir bankanna.
Það kom jafnframt fram hjá Geir að glapræði hefði verið að leita ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr, þ.e. áður en neyðarlögin hefðu verið samþykkt. Hefði það verið gert hefðu ESB-ríkin, sem réðu ferðinni í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í máli Íslendinga lengi vel, aldrei samþykkt að gömlu bankarnir hefðu verið látnir fara í þrot.
Það var því mikil mildi að ekki var farið að vilja ESB-ríkjanna og að neyðarlögin voru sett áður en samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hófst.
Það var einnig athyglisvert sem fram kom í ræðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í gær að meingallað regluverk ESB hafi gert útþenslu íslensku bankanna mögulega.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. nóvember 2013
Um 60% landsmanna á móti aðild að ESB
Traustur meirihluti landsmanna er á móti aðild að Evrópusambandinu. Það kemur fram í nýlegri könnun sem fjölmiðlar greina frá í dag. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er því á réttri leið með því að stöðva viðræðurnar um aðild að sambandinu. Nú er bara næsta skref að draga umsóknina til baka.
Æðstu samkundur ríkisstjórnarflokkanna eru sama sinnis. Þær vildu gera hlé á viðræðum, stefnuskrá flokkanna fyrir kosningar var þess efnis líka og svo stendur þetta skýrum stöfum í stjórnarsáttmálanum.
Eins og við er að búast hamast evru- og ESB-aðildarsinnar áfram sem mest þeir mega þrátt fyrir þetta. Haldreipi þeirra er að reyna að knýja í gegn að viðræðum verði haldið áfram, þrátt fyrir skýran vilja meirihluta þjóðarinnar um að hún vilji ekki að Ísland verði aðili að ESB.
ESB-aðildarsinnar vonast til þess að þjóðin og stjórnmálamenn hennar séu sljóir og illa læsir. Þeir vonast til að viðræðum verði eftir sem áður haldið áfram. Þeir eru samt búnir að átta sig á því að ekkert gerist í vetur. Beðið er eftir skýrslu Hagfræðistofnunar um viðræðurnar og stöðuna á evrusvæðinu. ESB- og evru-sinnar treysta ekki á að skýrsla Hagfræðistofnunar muni þjóna hagsmunum þeirra fremur en aðrar skýrslur sem unnar hafa verið, svo sem af Seðlabankanum fyrir rúmu ári síðan.
Þess vegna láta ESB-sinnar sitt fólk gera skýrslu, þ.e. ESB-fólkið í Alþjóðmálastofnun Háskólans. Sú skýrsla verður tilbúin í vor.
ESB-aðildarsinnar eru því að búa sig undir umræðu næsta sumar og næsta vetur.
Baráttunni er hvergi nærri lokið.
Rúm 58% á móti aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. nóvember 2013
Evrusinnar dásama land með 25% atvinnuleysi ungs fólks
Evrusinnar hér á landi dásama efnahagsþróun og aðstæður í Lettlandi. Þar er atvinnuleysi 15% og um 25% meðal ungs fólks. Þjóðartekjur á mann í Lettlandi eru aðeins um helmingur af því sem er hér á landi.
Fáar þjóðir fengu yfir sig jafn mikla holskeflu vegna evrukreppunnar og Lettar. Landsframleiðsla þeirra lækkaði um 20 prósent í kreppunni - og þá er rétt að hafa í huga að landsframleiðsla á mann er þar aðeins um 55% af því sem er hér á landi. Laun voru lækkuð og fólki var miskunnarlaust sagt upp.
Samt telur Benedikt Jóhannesson útgefandi, einn ötulasti talsmaður ESB-aðildar og upptöku evru hér á landi, að aðstæður og þróun mála í Lettlandi ættu að vera Íslandi alveg sérstök fyrirmynd. Þetta kom fram í þættinum Á Sprengisandi í morgun. Benedikt viðurkenndi reyndar að framleiðsla á mann hér á landi væri ágæt í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. nóvember 2013
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands rannsakar kreppuna á evrusvæðinu
Seðlabankastjóri evrunnar hefur verulegar áhyggjur af evrukreppunni. En nú hefur ASÍ, SA og fleiri samtök komið honum til bjargar því þau hafa fengið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands til að útskýra þá kreppu sem ríkt hefur á evrusvæðinu síðustu ár.
Mario Draghi hinn ítalski bankastjóri Seðlabanka evrusvæðisins hefur verulegar áhyggjur af allt of mikilli verðhjöðnun á svæðinu. Hann óttast greinilega að eins konar japönsk verðhjöðnun muni há evrusvæðið næstu árin og áratugina. Þess vegna eru stýrivextir á evrusvæðinu nálægt núlli. Það er gert til þess að reyna að koma hjólum atvinnulífsins í gang á nýjan leik og draga úr því gífurlega atvinnuleysi sem þar ríkir.
Hagfræðingar og hagstofnanir í Evrópu eru smám saman að viðurkenna að vandinn felst í evrunni sjálfri, þ.e. því hvernig evrusamstarfið hefur gert Þjóðverjum og fáeinum öðrum þjóðum kleift að ná forskoti í viðskiptum umfram aðrar þjóðir.
Hér á Íslandi eru augu hagfræðinga að opnast fyrir þessu líka. Það er hins vegar spurning hvað stjórnmálafræðingarnir, þ.e. Evrópufræðingarnir, í Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands segja við þessu. Þeim er hins vegar ætlað að gera skýrslu sem meðal annars útskýrir vandræðin í Evrópu.
Það verður spennandi að sjá hvaða skýringar Baldur Þórhallsson kemur með á vandræðum evrunnar þegar hann skilar skýrslu sinni í vor.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. nóvember 2013
Er Sigurður Ingi Jóhannsson að þreyta laxinn?
Eru fulltrúar ESB að linast eitthvað í afstöðunni gagnvart Íslendingum og Færeyingum? Skyldi Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra takast að þreyta ESB-laxinn?
Mogginn segir frá því að viðræður hafi hafist í morgun um mögulega lausn á makríldeilunni í Cork-sýslu á Írlandi en þær muni standa fram eftir vikunni.
Haft er eftir Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands, á írska fréttavefnum Afloat.ie í dag að þó hann hafi aldrei sætt sig við óábyrga hegðun Íslendinga og Færeyinga þá vilji hann eftir sem áður ná samkomulagi í deilunni í þessari viku. Þó ekki sama hvað það kosti.
Ætli Íslendingar séu nokkuð að selja sig ódýrt í þessum efnum?
Reynt að semja um makrílinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 17. nóvember 2013
Full einhliða umræða í Sprengisandsþætti Bylgjunnar
Kaupmáttur launa hefur aukist hér á landi um 10 prósent á síðustu þremur árum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Kaupmátturinn er orðinn jafnmikill og hann var um áramótin 2005/2006, þ.e. fyrir efnahagsbóluna á árunum 2006-2008 sem engin innistæða var fyrir. Krónan á þátt í því bæta hag okkar hvað þetta varðar.
Viðmælendur í Sprengisandsþætti Sigurjóns Egilssonar á Bylgjunni í morgun virtust aðeins sjá aðra hlið mála þegar gjaldmiðilsmál voru rædd. Þeir virtust ekki sjá hið gífurlega mikla atvinnuleysi sem fylgir evrunni og það skrúfstykki sem evruríkin hafa verið í síðustu árin. Peningastefna Seðlabanka Evrópu er orðin verulega umdeild. Atvinnuleysi á svæðinu er 12 prósent að meðaltali en allt upp undir 30% í fáeinum löndum og um 50% meðal ungs fólks. Bankar og ríkissjóðir eru víða í verulegum vanda.
Viðmælendur í þættinum í morgun voru þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þórður Snær Júlíusson og Katrín Ólafsdóttir. Sigríður þingmaður Samfylkingar og Þórður Snær blaðamaður hafa lengi talað fyrir upptöku evrunnar og því ekki að búast við því að þau sæju nema aðra hlið málanna. Katrín lektor og peningastefnunefndarfulltrúi viðurkenndi vissulega sérstöðu hagkerfis Íslands að hluta, en það var ekki mikið rúm í þættinum fyrir að ræða af yfirvegun um kosti og galla evrunnar og krónunnar.
Einhvern tíma voru það skráðar reglur í rekstri útvarps hér á landi að kynnt væru ólík sjónarmið í átakamálum. Ekki verður séð að slíkum reglum sé fylgt nú.
Allir eru sammála um að krónan hefur þrátt fyrir allt hjálpað okkur eftir þá kreppu sem varð hér eftir fjármagnshrunið. Margir eru hins vegar búnir að gleyma því að eftir að Íslendingar tóku öll helstu mál sín í eigin hendur og fóru að skrá gengi íslenskrar krónu þá fór íslensk þjóð úr því að vera ein sú fátækasta í Evrópu í að vera ein sú ríkasta og tekjuhæsta. Evrusinnar gleyma því líka að ef við hefðum verið með evru fyrir bankahrunið er vel líklegt að bankarnir hefðu þanist út álíka mikið eða jafnvel meira og íslenska ríkið hefði þá verið þvingað af ESB til þess að taka á sig skuldbindingar bankanna og skuldastaða ríkisins orðið margfalt verri fyrir vikið. Það var lán Íslendinga að ríkisstjórn landsins var búin að taka afdrifaríkustu ákvarðanirnar í hruninu, um neyðarlögin, áður en samstarfið við AGS, sem bundið var af skilyrðum ESB, hófst.
Krónan hefur sína kosti og galla. Evran líka. Það þarf að ræða þessi mál frá öllum hliðum. Það verður að gera þær kröfur til stærstu fjölmiðla landsins.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. nóvember 2013
Knattspyrna og stjórnmál í ESB - ESB-merkið á landsliðstreyjurnar!?
Því er oft haldið fram að ekki eigi að blanda íþróttum saman við stjórnmál. Þingmenn ESB hlusta þó ekki á slíkt. Þeir hafa mælst til þess að ESB-fáninn verði settur á keppnistreyjur íþróttafólks. Íþróttaunnendur eru þó ekki sama sinnis.
Það var fjallað nokkuð um þetta í fréttum á síðasta ári eftir að ESB-þingmenn samþykktu ályktun í þá veru að ESB-merkið ætti að vera á landsliðsbúningum í þróttafólks, sjá m.a. frétt BBC hér. ESB-stjórnsýslan er mjög ötul við að merkja sér ýmislegt. Það nægir að ganga um götur í Reykjavík til að sjá þetta. Hvort sem er um að ræða smástyrk til einhverra verkefna eða sendiráð þá skal merki ESB komið tryggilega fyrir.
En breskt íþróttafólk og áhugafólk um íþróttir var alls ekki sátt við þessi tilmæli þingmannanna sem samþykkt voru með 550 atkvæðum gegn 73. Í meðfylgjandi frétt BBC er rætt við talsmann breska íhaldsflokksins í íþróttamálum og kallar hann þetta að þröngva gervi-samsemd ESB yfir á Breta (á ensku: "The EU cannot impose an artificial European identity on us by forcing our athletes to wear its emblem.")
Ályktun þingmannanna fól þó ekki í sér skyldu til að merkja landsliðstreyjurnar með ESB-merkinu heldur aðeins tilmæli. Enda hafa fá íþróttalið áhuga á því.
Aftur um íþróttir og stjórnmál - eða kannski öllu heldur íþróttir og efnahagsmál. Í gær var hér settur inn sakleysislegur pistill um efnahagsástandið í Króatíu í tilefni af því að karlalandslið Íslands í knattspyrnu lék mjög mikilvægan leik við landslið Króatíu. Allir sem eitthvað fylgjast með íþróttum vita að Króatar hafa verið mjög framarlega í knattspyrnu að undanförnu og í ýmsum öðrum íþróttagreinum. Af þessu tilefni þótti pistlahöfundi tækifæri til að skoða aðeins efnahagsástandið í Króatíu og greina frá nokkrum lykilþáttum eins og þróun hagvaxtar, framleiðsluverðmætum á ári á vinnandi mann og atvinnuleysi.
Þegar Króatía sótti um aðild að ESB var því haldið fram að á meðan á aðlögunarferlinu stæði myndi landið taka efnahagslegt stökk fram á veginn. En ekkert slíkt gerðist. Ástandið hefur ekkert skánað og atvinnuleysið er skelfilegt. Samanburðurinn á landsframleiðslu á mann fór fyrir brjóstið á ýmsum og auðvitað er það löng saga sem skýrir að á þann mælikvarða er framleiðslan þrisvar sinnum meiri hér á landi. En ástandið í Króatíu er ekkert einsdæmi fyrir mörg lönd sem hafa verið lengur í ESB en Króatar. Efnahagslíf álfunnar er í spennitreyju evrunnar og atvinnuleysið er skelfilegt í mörgum löndum. Það er uppundir 30 prósent í Grikklandi og á Spáni og um 50% á stórum svæðum og meðal ungs fólks í nokkrum löndum. Það er eins og sumir ESB-sinnar vilji ekki sjá hvað er að gerast í þessum löndum. Fátæktin breiðist út. Ungt fólk sér ekki fram á það að fá vinnu, eins og ein frétt hér á síðunni ber með sér.
En aftur að gleðlegri málum. Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega gegn þessu geysisterka landsliði Króata og héldu hreinu þrátt fyrir það að vera einum færri nær allan síðari leikhlutann.
Við hljótum öll að geta glaðst yfir því að enn er möguleiki á því að HM-draumurinn rætist.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. nóvember 2013
Umdeild vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu
Vaxtalækkun Seðlabanka Evrópu nýverið er orðin afar umdeild. Þjóðverjar óttast nú að hún muni grafa undan sparnaði þeirra og segja að hún muni ekki hjálpa Portúgölum, Ítölum og Spánverjum. Þeir þurfi 30% gengisfellingu en ekki vaxtalækkun.
Evrópumenn óttast nú japönsku veikina. Þar hefur verð lækkað að jafnaði frá 1999 og mikill hægagangur verið í atvinnulífinu, þótt eitthvað virðist vera að rofa til nú. Þótt ýmsir hér á landi telji það kost verðbólga á evrusvæðinu sé ekki meiri en 0,7 prósent þá eru íbúar á svæðinu ekki sama sinnis - og alls ekki hagstjórnendur og ýmsir fræðingar. Hin litla verðbólga endurspeglar nefnilega að hagkerfið er að nálgast frostmark. Það er of lítil eftirspurn að jafnaði og framleiðsla á ári stendur í stað. Vaxtalækkun Seðlabanka Evrópu endurspeglar hræðsluna við verðhjöðnun - eins og kemur fram í nýlegri grein í Financial Times og víðar.
Hans-Werner Sinn forseti viðurkenndrar efnahagsrannsóknastofnunar (Institute for Economic Research) segir þó að verðhjöðnun á hluta evrusvæðisins kalli á önnur viðbrögð en ef verðhjöðnunin væri á öllu svæðinu. Til að bæta samkeppnisstöðu Grikklands, Spánar og Portúgals þyrfti að koma til raungengislækkun sem næmi 30 prósentum til þess að leiðrétta þá skekkju sem útlánabólan og meðfylgjandi verðbólga í löndunum skapaði fyrir bankakreppuna.
Hans-Werner segir að vaxtabreyting Seðlabanka Evrópu breyti litlu, en það sem sé verra sé að bankinn sé að kaupa upp skuldabréf jaðarsvæðana í vanda og sé því í reynd að flytja sparnað frá norðursvæðum evrunnar til suðurs. Auk þess sé Seðlabanki Evrópu að taka gild að veði alls konar ruslbréf (ástarbréf) frá illa stöddum bönkum á suðurjaðrinum. Þessar aðgerðir eru taldar hindra bætta samkeppnisstöðu jaðarlandanna í suðri - og viðhalda samkeppnisstöðu Þýskalands og gífurlegum viðskiptaafgangi landsins.
Fleiri fjölmiðlar fjalla um þetta, meðal annars Telegraph - sjá hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. nóvember 2013
Við erum betri en Króatía og ætlum að sigra í kvöld!
VIÐBÓT: Svo það fari ekkert á milli mála þá er það fótboltinn sem gildir í kvöld - og þar ætlum við að vinna!
Króatía gerðist aðili að ESB í sumar. Þrátt fyrir fyrirheit um efnahagsuppgang í aðlögunarferlinu að sambandinu hefur ástandið í landinu verið heldur dapurlegt. Tekjur á mann nema einungis þriðjungi af því sem við Íslendingar upplifum samkvæmt Alþjóðabankanum. Atvinnuleysi er um 20% en um helmingur ungs fólks er án atvinnu. Þess vegna er knattspyrnulandsliðið stolt Króata.
Ein af skýringunum á bágu efnahagsástandi í Króatíu er sú að 60% af útflutningi landsins fer til ESB-landanna sem eru enn að glíma við kreppu. Nýjustu tölur sýna að hagvöxtur er nánast enginn að meðaltali í ESB-löndunum, eða 0,1% síðasta ársfjórðunginn.
Ferðamannaiðnaður er það sem helst drífur efnahag Króatíu áfram, en landið skartar fallegum og vinsælum baðstrandarhéruðum. En útlitið er ekki bjart. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's segir líkindi á að Króatía verði lækkað í einkunn sem lántakandi á alþjóðlegum mörkuðum. Það er gert m.a. vegna skipulgsvandkvæða í starfsemi hins opinbera og mikilla skulda bæði einkaaðila og opinberra.
Gert er ráð fyrir því að landsframleiðsla dragist saman um eitt prósent í Króatíu í ár.
Efnahagslega höfum við Íslendingar vinninginn gagnvart Króötum.
En það skiptir engu máli í kvöld. Króatar hafa lengi átt frábæra knattspyrnumenn og landslið þeirra hefur lengi verið í fremstu röð í Evrópu - jafnvel þótt við munum ekki nöfnin á öllum þeirra mönnum.
En Gylfi, Kolbeinn, Aron, Eiður og allir hinir strákarnir okkar eru líka frábærir knattspyrnumenn.
Það getur allt gerst í kvöld.
ÁFRAM ÍSLAND!
VIÐBÓT: Visir.is segir frá því að einhverjir ESB-sinnar hafi farið af hjörunum út af ofangreindum pistli sem er ósköp meinlaus samantekt á stöðu efnahagsmála í Króatíu um leið og greint er frá því að Króatar séu mikil íþróttaþjóð og landslið þeirra í knattspyrnu meðal þeirra fremstu í heimi. Jafnframt er greint frá því að ferðamannaiðnaður sé mikill og í uppgangi í landinu, enda er það fagurt heim að sækja.
Þeirri útleggingu hjá Visir.is er algjörlega vísað á bug að litið sé á leikinn sem eitthvað annað en knattspyrnuleik landsliða tveggja þjóða. Eins og Jón Bjarnason varaformaður Heimssýnar segir í samtali við Visi.is þá vonum við öll að íslenska landsliðið, sem hefur staðið sig frábærlega, vinni þann leik um leið og við viðurkennum að Króatar hafa á að skipa feiknagóðu liði. Þetta verður því spennandi viðureign - og við tökum öll undir hvatninguna: ÁFRAM ÍSLAND!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 183
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar