Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Myndband með sýn unga fólksins í Evrópu

nojobsforbrightgraduatesineuropeUnga fólkið í Evrópu er ekki bjartsýnt á framtíðarmöguleika sína. Þeim finnst yfirvöld í ESB löndunum hafa svikið sig og að atvinnumöguleikar þeirra muni verða verri en foreldranna. Sérfræðingar eru á sama máli.

Meðfylgjandi myndband sýnir frásögn unga fólksins frá ráðstefnu Evrópuráðsins og framkvæmdastjórnar ESB í Búdapest nýverið. Unga fólkið og sérfræðingar reyna að spá í hvað muni gerast til ársins 2020 og framtíðarsýnin er ekkert sérlega uppörvandi. Tengslin við vinnumarkaðinn vantar.

Sjá hér: No jobs for Europe's brightest graduates. (Engin vinna fyrir duglegstu útskriftarnemendurna í Evrópu).


Stórfrétt: Það mælist agnarlítill hagvöxtur á evrusvæðinu!

evrESB- og evrusinnar um víða veröld varpa nú öndinni léttar - um stund. Nýjar tölur um hagvöxt á þriðja ársfjórðungi þessa árs benda til þess að hagvöxtur hafi mælst að meðaltali á evrusvæðinu - alls 0,1 prósent. Þetta merkir að hagvöxturinn hefur minnkað um 0,2 prósentur frá öðrum ársfjórðungi.

Þetta merkir jafnframt að hagvöxtur er réttu megin við núllið í fáeinum löndum, svo sem í Þýskalandi, en hins vegar er nokkur samdráttur í Frakkalndi og á Ítalíu.

Nýjar upplýsingar um að verðbólgan sé að engu orðin að meðaltali og því verðlækkun í sumum geirum bendir til þess að erfitt muni reynast að hífa evrusvæðið upp úr þeim efnahagslega öldudal sem það hefur verið í undanfarin ár.

Viðskiptablaðið fjallar um þetta.


Bretar eru hundóánægðir með ESB

Skoðanakannanir sýna að Bretar eru mjög óánægðir með ESB. Þeir sætta sig ekki við núverandi ástand og vilja að völd verði flutt frá stofnunum ESB heim í héruð. Þróunin er hins vegar í hina áttina. ESB verður æ miðstýrðara.

Þetta er þversögnin varðandi ESB: Íbúar Evrópu vilja ekki aukið vald til Brussel og Frankfurt. ESB er orðið of fjarlægt. Hins vegar eru æ fleiri að verða þeirrar skoðunar að til að bjarga evrunni og þar með jafnvel ESB þá verður miðstýring að aukast og sambandið að færast í áttina til eins stórs ríkis.


mbl.is Myndu styðja breytta aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólga í Þýskalandi vegna vaxtaákvörðunar Seðlabanka Evrópu

merkel_lettaÞað eru ekki allir kátir með síðustu ákvörðun Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjar eru nú alveg sjóðbullandi vitlausir yfir því að hún muni stuðla að bólumyndun í Þýskalandi.

Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti (vextir á lánum seðlabankans til annarra banka) í fyrri viku um 0,25 prósentur og verða þá vextirnir í 0,25 prósentum. Þetta var önnur vaxtalækkun bankans í ár og Mario Draghi seðlabankastjóri í Evrópu gerir ráð fyrir að vextirnir munu haldast lágir á næstunni og jafnvel lækka enn frekar. Fyrir vikið féll evran á gjaldeyrismörkuðum.

Þetta segir okkur aðeins það að evrulöndin eru enn að basla í efnahagssamdrættinum og atvinnuleysi. Verðbólgan er líka allt of lítil. Mæld verðbólga er aðeins 0,7 prósent, sem segir okkur að undirliggjandi verðbólga - sú sem endurspeglar í raun verð á öllum keyptum vörum og þjónustu - er líklega undir 0% (en þessum tölum má fletta upp). Í öllu falli er efnahagslífið í Evrópu almennt í frosti.

Grikkir, Spánverjar og Ítalir fögnuðu þessari ákvörðun.

Þjóðverjar eru hins vegar verulega óhressir og einn af forsvarsmönnum Kristilegra demókrata, Michael Meister, segir að nú sé veruleg hætta á eignabólumyndun í Þýskalandi. Vextir séu það lágir að eftir spurn eftir eignum aukist og verð hækki. Þetta sé verulega hættulegt fyrir þýskan almenning því bólan gæti sprungið fyrr en varði.

En  - bíðið nú við? Var ekki einhver sem sagði að þetta væri sameiginlegt gjaldmiðilssvæði þar sem það hentaði að hafa sömu peningastefnu og vaxtastefnu?

Viðbrögðin við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu sýna að evrusvæðið er ekki hagkvæmt gjaldmiðilssvæði.

Það er bannað samkvæmt reglum ESB að greina frá því hvernig stjórnendur bankans greiddu atkvæði um þessa ákvörðun. Reuters telur sig þó vita að stjóri þýska seðlabankans, Jens Weidmann, hafi verið í hópi um fjórðungs af fulltrúum í stjórninni sem greiddi atkvæði gegn þessari vaxtaákvörðun.

Auðvitað mælir meðaltalsverðbólguþróun á evrusvæðinu með þessari vaxtaákvörðun. Málið er bara að meðaltalið hentar löndunum misvel. Í þetta sinn hentar ákvörðunin Þjóðverjum afskaplega illa - og getur stuðlað að óstöðugleika í fjármálum í Þýskalandi, en ákvörðunin hentar hins vegar skuldaþjáðum löndum á suðurjaðri evrusvæðisins ákaflega vel.

Hver er svo lærdómurinn af þessu fyrir Íslendinga?

Dæmi hver fyrir sig (en til upprifjunar skal minnt á að hagsveiflan á Íslandi hefur aldrei verið í takti við meðaltalið á evrusvæðinu).  

(Ofanritað er m.a. sótt í Europaportalen.se)

Sjá einnig meðfylgjandi skýringarmynd sem sýnir glögglega ójafnvægið í ESB - en hún sýnir vöruskiptahalla og vöruskiptaafgang í löndunum árið 1999, þegar verið er að taka evruna upp sem reiknieiningu og 2005 þegar evran hefur verið notuð í nokkur ár. Myndin sýnir að vandinn vex eftir því sem á líður:

 


Loksins hefur ESB vaknað til vitundar um að Þýskaland er vandinn

Hér á þessum vef hefur margsinnis verið bent á að einn helsti vandi ESB er efnahagsstefna Þýskalands sem hefur haldið verðhækkunum í skefjum, framleiðslukostnaði niðri, en útflutningstekjum háum, miklum viðskiptaafgangi og eignasöfnun á meðan ekkert gengur hjá samkeppnisríkjunum á jaðarsvæðum ESB. Þau sýna viðskiptahalla, skuldasöfnun og atvinnuleysi.

Nú hefur framkvæmdastjórn ESB loksins, eftir að hafa fengið ábendingar um það í hálfan áratug, tekið á sig rögg og vill ræða við þýsk yfirvöld um málið.

Evrópuvaktin bendir á þessi sögulegu tíðindi.


Mafían er öflugur þrýstihópur í ESB-stofnunum í Brussel

Mafíustarfsemin breiðist út með ESB. Ítalska mafían virðist hafa tengsl við aðila í öllum stofnunum ESB samkvæmt nýlegri skýrslu sem tekin hefur verið saman um skipulagða glæpastarfsemi í Evrópusambandinu. Evrópuþingmenn hafa talsverðar áhyggjur af þessu.

Samkvæmt skýrslunni hefur mafían komið sér vel fyrir í efnahagslífinu í Þýskalandi, Bretlandi og á Spáni án þess að ríkisstjórnir landanna upplýsi almenning um það. Kostnaður vegna þessarar starfsemi er metinn á 670 milljarða evra ár hvert.

Nánari upplýsingar um þetta má sjá hér: Europaportalen.se


Sænsk stjórnvöld hafa áhyggjur af ESB

Þjóðir Evrópu hafa of lítinn áhuga á ESB. Þær hafa ekki áhuga á aukinni samþættingu eða sameiningu. Þess vegna er hættulegt að halda áfram á þeirri sameiningarbraut sem ESB hefur verið á segir Birgitta Ohlsson Evrópumálaráðherra Svía.

Traust Svía í garð ESB hefur snarminnkað. Sama þróun á sér stað í flestum ESB-löndum. Ohlsson Evrópuráðherra segir að gjá hafi myndast á milli almennings og yfirvalda í þessum efnum. Fólk upplifir stofnanir ESB sem fjarlægar og illskiljanlegar.

Sænskir ESB-sinnar eru verulega áhyggjufullir yfir þessu.

Sjá grein Evrópuráðherra Svía hér.


Greenspan segir evruna ekki geta lifað af án sameiningar evruríkja

Nú eru umbrotatímar. Evrutilraunin hefur hafnað úti í mýri og æ fleiri svokallaðir málsmetandi menn halda því fram opinberlega sem menn sögðu aðeins á þröngum og lokuðum fundum áður: Evrunni verður ekki bjargað nema evruríkin sameinist í eitt stórt ríki.

Nú er það Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sem heldur því fram að til lengri tíma litið geti evran ekki lifað af nema evruríkin sameinist um að stofna eitt sameiginlegt ríki.

Greenspan segir: „Ég get ekki ímyndað mér að sameiginleg efnahags- og peningastefna 17 ríkja með 17 mismunandi félagsleg kerfi geti gengið upp til lengri tíma.“ Eina leiðin til að bjarga evrunni sé að eitt ríki verði sett á laggirnar. „Evrusvæðið þarf fullan pólitískan samruna með þátttöku annað hvort allra ríkjanna eða kjarnaríkja. Það er eina leiðin til þess hindra það að svæðið liðist ekki í sundur.“

Það eru ekki miklar líkur á því að ríkin á evrusvæðinu sameinist. Frakkar myndu aldrei sætta sig við að deila kjörum með Þjóðverjum og Þjóðverjar myndu aldrei sætta sig við að þurfa að deila kjörum með Ítalíu, Spáni og Grikklandi.

Væru Íslendingar tilbúnir til að taka við fyrirmælum í skattamálum, útgjaldamálum, félagsmálum og heilbrigðismálum frá Brussel?


mbl.is Evran lifir ekki af án eins ríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barroso viðurkennir að evran er hrákasmíð

winston_churchillÞegar farið var af stað með evruna átti fyrirkomulagið að duga til að halda henni gangandi. Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar vissu margir betur og jafnvel leiðtogar ESB-ríkjanna þótt þeir létu annað í veðri vaka. Nú viðurkenna þeir opinberlega að evran getur ekki lifað af við núverandi fyrirkomulag. Aðeins Stórríki Evrópu geti bjargað evrunni.

Nú er hver sótrafturinn á sjó dreginn til að mæla fyrir evrópska stórríkinu - og ummælum gamla Churchills meira að segja umturnað. Sá snýr sér nú aldeilis við í gröfinni ......


mbl.is Stefna verði að sameiningu Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrufræði - lexía númer fjögur

Allar meiriháttar skýrslur sem teknar hafa verið saman um efnið nýlega staðhæfa að hagsveiflur hér á landi séu mjög frábrugðnar því sem gerist almennt á evrusvæðinu. Þetta er ein veigamesta röksemdin gegn því að Íslendingar hafi sama gjaldmiðil og evrusvæðið.

Á síðustu áratugum segja margar skýrslur þetta sama. Ársgömul skýrsla Seðlabanka Íslands segir um þetta:

,,Tengslin við framboðs- og eftirspurnarskelli á evrusvæðinu eru hins vegar nánast engin. Þótt ætla megi að stór hluti sértækra eftirspurnarskella hverfi við inngöngu í myntbandalag, gæti kenningin um hagkvæm myntsvæði gefið til kynna að innlendar hagsveiflur myndu aukast við aðild að evrusvæðinu þar sem innlendir framboðsskellir virðast hafa lítil tengsl við sambærilega skelli á evrusvæðinu og reyndar á öðrum myntsvæðum líka. Aðlögun þjóðarbúsins án sveigjanlegs gengis gæti því orðið erfiðari en ella. "

 

Sjá hér, m.a. á blaðsíðu 265-266:

Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum

Sérrit 7 September 2012

http://www.sedlabanki.is/library/Skráarsafn/EMU-skýrsla/K10%20Hagsveiflur%20á%20Íslandi%20og%20samanburður%20við%20önnur%20ríki.pdf

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 34
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 859
  • Frá upphafi: 1117751

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 757
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband