Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2011

Krónan betri en evran

Krónan ţjónar íslenskum hagsmunum betur en evran ţjónar írskum hagsmunum. Evran er pólitískt verkefni sem skortir efnahagslegar undirstöđur. Paul Krugman, nóbelsverđlaunađur hagfrćđingur, stađfestir ţađ sem alţjóđ veit, ađ íslenska krónan er ómissandi ţáttur í efnahagslegri endurreisn Íslands. Ennfremur ađ evran er dragbítur á efnahagslíf Írlands.

Hvenćr ćtlar Samfylkingin ađ biđjast afsökunar á ţví ađ hćlbíta krónuna?


mbl.is Krugman: Krónan sýnir gildi sitt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

EES-samningurinn 8,9 prósent af ESB-ađild

A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og ađrir löggjörningar. Ađeins rúmlega ţrjú ţúsund (3 119) af ţessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eđa 8,9 prósent, eins og kemur fram í međfylgjandi töflu.

 

Lög samţykkt í ESB

Lög tekin upp í EES-samning

2000

4193

216

2001

4091

401

2002

3654

324

2003

3559

298

2004

3536

309

2005

3482

314

2006

3544

340

2007

3032

416

2008

2952

218

2009

2690

283

Samtals

347336

3119

Heimild: Nei til EU: Faktaark 3/2010

 


Lissabonsáttmálinn og hernađarvćđing ESB

Spurning Eurobarometer um afstöđu Íslendinga til hers er liđur í ađ ađlaga okkur ađ ţeirri tilhugsun ađ vera hluti af hernađarveldi Evrópusambandsins, fari svo illa ađ Íslandi verđi ađili ađ Evrópusambandinu. Heimild er fyrir fyrirhuguđum Evrópuher í Lissabonsáttmálanum.

Hernađaráćtlanir Evrópusambandsins voru ásteytingarsteinn milli Írlands og Evrópusambandsins og ein ástćđa ţess ađ Írar höfnuđu Lissabonsáttmálanum (og voru svo látnir kjósa aftur ,,rétt"). Tom Clonan skrifađ skýrslu um heimildir í sáttmálanum til ađ byggja upp her og sagđi m.a. ţetta

A yes vote for the Treaty would not create a permanent standing EU army – but would enhance the EU’s ability to mount flexible, tailor made and credible responses to emerging humanitarian and security crises in the future.

Evrópusambandiđ sjálft viđurkennir ađ heimildir til ađ auka hernađarmátt ESB séu fyrir hendi í Lissabonsáttmálanum.

The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.

Bćđi Clonan og vefsetur ESB taka fram ađ ESB-ríkjum er í sjálfsvald sett ađ taka ţátt í hernađaruppbyggingunni og hafa neitunarvald í málinu. Írum var líka í sjálfsvald sett hvort ţeir tćkju viđ ,,björgunarstuđningi" frá Evrópusambandinu vegna bankakreppunnar. Írar vildu ekki stuđninginn en var sagt ađ hann vćri ţeim fyrir bestu og urđu ađ ganga ađ ţeirri ,,ráđgjöf". Brussel ákvađ sjálfsvald Íra. Ţannig starfar Evrópusambandiđ. 

Tekiđ héđan.


mbl.is Spurt almennt um heri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dýrt ađ kíkja í pakkann hjá ESB

Samfylkingin eyđir tveim milljörđum króna í umsókn um ađild ađ Evrópusambandinu, sem ţjóđin er á móti. Á sama tíma er sjúklingum úthýst, skólar eru vanmannađir og aldrađir fá ekki ţjónustu. Forgangsröđun samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar er ekki á ţágu ţjóđarinnar heldur eru gćluverkefni tekin fram yfir almannahag.

Til ađ bíta höfuđiđ af skömminni ćtlar ríkisstjórnin ađ taka skattfé frá landsbyggđinni til ađ fjármagna stjórnlagaóráđ sem Hćstiréttur hefur dćmt ógilt.

Fleiri bćjarstjórnir ćttu ađ fylgja fordćmi bćjarstjórnar Vestmannaeyja og vekja athygli á kolrangri forgangsröđun ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Gagnrýna forgangsröđum ríkisstjórnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Írland er hjálenda ESB

Evran er orsök hrunsins á Írlandi vegna ţess ađ hún skýldi landinu frá ađhaldi markađarins. Á ţessa leiđ er greining fyrrum seđlabankastjóra Írlands, Patrick Honohan. Viđskiptablađamađurinn Jeremy Warner segir Íra ekki eiga ţann valkost ađ hćtta međ evru ţar sem óđara yrđi gert áhlaup á írsku bankana um leiđ og hugmyndin fćri á flot.

Írar verđa ađ láta sér nćgja ađ senda stjórnmálamenn sína til Brussel međ bćnaskrá í hendi og biđja um lćgri vexti á lánum frá Evrópusambandinu.

Írski efnahagshryllingurinn er nefnilega sá ađ Írar voru knúđir til ađ taka lán svo ađ írskum evru-bönkum yrđi bjargađ en ţjóđin stendur ekki undir lánunum.

Vegna ţess ađ Írar eru í Evrópusambandinu geta ţeir ađeins valiđ um ţađ hvort ţeir verđa hengdir eđa skotnir Írskt fullveldi er međ heimilisfestu í Brussel.

(Tekiđ héđan).


Ísland: minna en 1% áhrif í ESB

Samkvćmt könnun Eurobarometer eru 76 prósent Íslendinga sammála fullyrđingunni ,,Á Íslandi skiptir rödd mín máli." Ađeins ţriđjungur landsmanna er sammála fullyrđingunni ţegar ,,Evrópusambandiđ" er sett inn fyrir Ísland. Almenningur veit ađ Ísland vćri dćmt til áhrifaleysis í Evrópusambandinu.

Á Evrópuţinginu fengi Ísland fimm fulltrúa af 736 eđa innan viđ 1 prósent áhrif.

Ísland yrđi áhrifalaus hreppur í vćntanlegum Bandaríkjum Evrópu.

(Tekiđ héđan.)

 

 


Önugir hrunkvöđlar vilja ESB-ađild

Sjálfstćđir atvinnurekendur eru hvađ gagnrýnastir á ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Ađeins 11 prósent sjálfstćđra atvinnurekenda telja ađ ađild yrđi til hagsbóta, en í öđrum starfsstéttum er hlutfalliđ 39 - 45 prósent. Könnun Eurobarometer sýnir ađ stjórnendur og háskólamenn eru hlynntari ađild en ţeir eldri og reyndar vilja ekki ađild.

Vinstrimenn eru jákvćđari til ađildar en hćgrimenn, íbúar í ţéttbýli jákvćđari en ţeir sem búa á landsbyggđinni.

Ţeir sem eru svartsýnir vilja frekar ađild ađ Evrópusambandinu en hinir sem eru bjartsýnir.

Dćmigerđur íslenskur ađildarsinni er skilgetiđ afkvćmi hrunsins; millistjórnandi í banka, býr í 101 Reykjavík, kýs Samfylkinguna og er önugur.

Í maí 2010 sögđu 27 prósent Íslendinga hlutina vera á rangri leiđ á Íslandi, samkvćmt könnun Eurobarometer, í nóvember sama ár var hlutfalliđ komiđ upp í 44 prósent. Svartsýni á stöđuna hér heima hćkkar hlutfall ţeirra sem telja ađild ađ Evrópusambandinu til hagsbóta, úr 19 prósentum í 28 prósent.

Ísland er í ađlögunarferli ađ Evrópusambandinu og samt sem áđur segja 48 prósent ţjóđarinnar ađ ađild yrđi ekki til hagsbóta, 14 prósent merkja viđ ,,veit ekki."

Líklega veit Samfylkingin ađ eina leiđin til ađ auka fylgiđ viđ ađild er ađ gera bölmóđinn sem mestan í ţjóđfélaginu. Enda keppist flokkurinn viđ ađ auka á eymdina og međ ţeim árangri ađ heil 84 prósent ţjóđarinnar treystir stjórnmálaflokkum ekki.

Samkvćmt könnun Eurobarometer eru stjórnmálaflokkar síđasta sort á Ísland, ekkert fyrirbćri nýtur minna trausts.

(Byggt á ţessu bloggi og ţessu hérna)

 


Já Ísland og vandađar viđrćđur

Ađildarsinnar skiptu um nafn um daginn og kallast núna Já Ísland sem gćti veriđ heiti á dótturfélagi Heimssýnar. Nú stofna óánćgđir ađildarsinnar í Framsóknarflokknum um 30 manna félag og međ ţá kröfu helst á lofi ađ ,,vandađar ađildarviđrćđur" fari fram viđ Evrópusambandiđ.

Evrópuumrćđa ađildarsinna á Íslandi stendur ţá svona: ađildarsinnar í Samfylkingu og Sjálfstćđisflokki vilja Já, Ísland og nefna helst ekki Evrópusambandiđ á nafn. Ađildarsinnar í Framsóknarflokki eru töluvert hugađri, ţeir vilja sko vandađar viđrćđur - en hafa ekki gert upp hug sinn til ađildar ađ Evrópusambandinu.

Annađ tveggja er ađ ađildarsinnar eru sannfćringasnauđar gungur upp til hópa eđa búa ađ kolsvörtum húmor sem fáir skilja. Eins og embćttismađur í Brussel gćti sagt: take your pick.


mbl.is Vilja vandađar ađildarviđrćđur viđ ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ísland og bankakerfi Evrópu

Bretar og Hollendingar töldu áhlaup yfirvofandi á bankakerfiđ ef innlán í Icesave-reikninga yrđu ekki bćtt. Evrópusambandiđ óttađist ađ bankakerfi álfunnar riđađi til falls vegna tortryggni í garđ fjármálakerfisins. Í stađ ţess ađ ganga úr skugga um hver bćri ábyrgđ á regluverkinu sem skilađi ónógri innistćđu fyrir lágmarksábyrgđ á innlánum ákváđu bresk og hollensk stjórnvöld ađ bćta eigendum innlánanna tapiđ.

Bretar og Hollendingar framvísuđu reikningi fyrir björgun bankakerfisins til íslenskra stjórnvalda. Evrópusambandiđ gerđi sambćrilega ráđstöfun gagnvart Írum.

Ţjóđin mun segja álit sitt á ţessum reikningi eftir tvo mánuđi. Ţjóđin mun segja nei, bankakerfi Evrópu er ekki á ábyrgđ íslensku ţjóđarinnar.


mbl.is Réttlćtir ekki herferđ Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svíţjóđ og evran, fundur í dag

Sćnski ţingmađurinn Jonas Sjöstedt heldur erindi á fundi Heimssýnar miđvikudaginn 23. febrúar í hádeginu í sal 131 í Öskju viđ Háskóla Íslands. Fundurinn hefst kl. 12:30.

Jonas situr núna á rikisdeginum en var áđur ţingmađur á Evrópuţinginu. Hann beitti sér í ţjóđaratkvćđagreiđslunni um ađild ađ Evrópusambandinu áriđ 1994 og aftur ţegar Svíar höfnuđu evru tćpum áratug síđar. Jonas er í utanríkisnefnd ríkisdagsins og Evrópunefndar ţingsins.


Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 285
  • Sl. viku: 505
  • Frá upphafi: 1116607

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband