Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018

Fullveldishátíð Heimssýnar á laugardag kl. 20:00 í Ármúla 4-6

Fullveldishátíð Heimssýnar í tilefni af fullveldi Íslands í heila öld verður haldin í húsakynnuum Heimssýnar, Ármúla 4-6, klukkan 20:00 til 22:00 á fullveldisdaginn, laugardaginn fyrsta desember næstkomandi.

Dagskrá:

Hátíðarræða: Bjarni Harðarsson bóksali og fyrrverandi þingmaður.

Heiðursgestur: Eirik Faret Sakariassen, borgarfulltrúi í Stavanger.

Tónlist og léttar veitingar.

 

Allir velkomnir.

 

Heimssýn


Jón Baldvin jarðar ESB: Evran hefur algjörlega brugðist

Ofanrituð fyrirsögn er á vefnum Viljinn.is, sem aftur vitnar í Silfrið í Ríkissjónvarpinu. Þar er haft eftir Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins:

Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðherra, segir að hagsmunir fjármagnseigenda og þýskra fjármálastofnana, hafi verið hafðir í algerum forgrunni hjá Evrópusambandinu og Seðlabanka Evrópu og fyrir vikið hafi mörg ríki komið mjög illa út fjárhagslega, miklu verra en Íslendingar sem hafi þó lent í sögulegu bankahruni.

Evran hafi algjörlega bruðist og Evrópusambandið hafi sýnt einstökum aðildarríkjum í vanda algera skítaframkomu, eins og hann orðaði það.

Jón Baldvin fór mikinn í Silfri Egils í dag þar sem hann ræddi við Egil Helgason um ESB, Evruna, stöðuna í alþjóðastjórnmálum og hinn umtalaða þriðja orkupakka sem ætlunin er að leiða inn í íslensk lög á vorþingi.

„Það er ekki hægt að svipta öll aðildarríki ESB öllum hagsstjórnartækjum til að laga sig að breyttum aðstæðum,“ segir Jón Baldvin og bendir á framkomu ESB gagnvart Ítalíu nú og Grikklandi fyrir fáeinum árum, þar sem stjórnvöld voru neydd til að selja eigur almennings fyrir slikk að kröfu þýskra fjármálastofnana. 

Á sama tíma hafi aðrar þjóðir getað beitt víðkunnum hagfræðikenninum til að auka peningamagn í umferð og örva þannig hagkerfið, til dæmis Bandaríkin. Evrópusambandið hafi farið aðra leið, hvatt til niðurskurðar og einkavæðingar af því að ekki mátt afskrifa það sem þýskir bankar höfðu lánað út og suður, enda þótt öll rök stæðu til þess.

Hann segist enn vera Evrópusinni, en hann gagnrýni mjög að fjármagnseigendur ráði alveg för og forystuleysi Evrópusambandsins sé mjög áberandi. Það valdi miklum óvinsældum ESB innan einstakra landa.

Varðandi orkupakkann, sagði Jón Baldvin ekkert vandamál fyrir okkur Íslendinga að segja nei við innleiðingu hans. Það þýði ekki endalok EES-samstarfsins, það séu mjög mörg fordæmi um slíkar undanþágur.

Það er vel hægt að segja nei, án þess að það hafi miklar afleiðingar, segir hann.

Sjá viðtal Egils Helgasonar við Jón Baldvin.


Jón Steindór spáir endalokum EES-samningsins

Ummæli Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, í Sprengisandsþætti Bylgjunnar í morgun um möguleg endalok EES-samningsins vekja athygli, en Vísir endurbirtir hluta þeirra. Önnur ummæli hans í þættinum hljóta hins vegar að teljast verulega furðuleg. Hann kvartar yfir því að ákveðin umræða sé leyfð í Sjálfstæðisflokknum. Það þurfi að þagga niður í öllum gagnrýnisröddum um ESB.

Hvað er maðurinn eiginlega að fara með þessum ummælum sem Vísir endurbirtir:

Jón nefnir að frjálslynt fólk innan Sjálfstæðisflokksins hafi leyft íhaldsröddum að taka sterkar á flokknum. Mynstrið sé það sama og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var jákvæður fyrir Evrópusambandinu.

„Svo leyfðu þeir þessum röddum að vera í friði, áður en þeir vissu af fór stuðningur við inngöngu úr því að vera meirihlutaálit í það að vera algjört minnihlutaálit án þess að flokkurinn hafi fjallað um það,“ segir Jón Steindór.


Ísland tapast með samþykkt Orkupakka 3 - segir Jón Baldvin

jonbaldvinErlendir auðjöfrar eignast Ísland með samþykkt Orkupakka3, segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra í samtali við Viljann.is. Jón segir: „Með sæstrengnum tengjumst við orkumarkaði Evrópu og lútum hans regluverki og stjórnsýslu. Þá er hætt við, að eftirleikurinn sé tapaður. Þá snýst málið um orkufyrirtæki  í framleiðslu og dreifingu í ríkisrekstri með ráðandi markaðshlutdeild –  gegn kröfunni um einkavæðingu. Í einkavæðingunni felst gróðavon fjárfestanna. Það væri algerlega andstætt íslenskum þjóðarhagsmunum og hagsmunum almennings. Þar liggur hundurinn grafinn.“

Sjá nánar: Viljinn.is


Orkuboltar hræddir og á flótta

Það er greinilegt að það er verulegur flótti brostinn á í orkuboltaliðinu sem ætlaði að keyra Orkupakka 3 í gegnum Alþingi. Nú virðist allt útlit fyrir að málið verði bara ekkert tekið fyrir á Alþingi - og er það vel.

Eins og meðfylgjandi frétt mbl.is ber með sér virðist sem málið fjari út smám saman.


mbl.is Útilokar ekki frekari frestun orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófessor svarar lögmanni ráðuneytis um orkupakkann

Peter Örebeck, lagaprófessor frá Noregi, hefur tekist á við lögfræðinga atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um túlkun á lagaákvæðum er varða svokallaðan orkupakka 3. Prófessorinn hefur verið fenginn til að fara yfir síðustu athugasemdir lögmanns ráðuneytisins, Ólafs Jóhannesar Einarssonar, og svara þeim. Eins og sést ber talsvert á milli í lagatúlkunum. Svo virðist sem ráðuneytið og ýmsir fulltrúar stjórnvalda hér á landi leggi sig fram um að túlka lög og reglur sem framast þau geta til að hægt verði að koma Íslandi undir orkupakkann. Norskir lögfræðingar hafa hins vegar varað við því að um óeðlilegt valdaafsal sé að ræða og hið sama hafa lagaprófessorar hér á landi gert. Það væri óskandi að fólk kynnti sér þessi lagarök því þau eru í raun ekkert flókin þegar þau hafa verið skoðuð af eilítilli gaumgæfni en ekki þeirri yfirborðsmennsku sem stundum einkennir umræðuna. 

Hér að neðan má sjá síðustu samantekt um málið.

 

Samantekt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) á minnisblaði Ólafs Jóhannesar Einarssonar, lögmanns, til ANR um Þriðja orkumarkaðslagabálk ESB, dags. 12.04.2018, með athugasemdum prófessors Peters Örebech, dags. 06.11.2018.  Þýtt hafa Bjarni Jónsson (BJo) og Haraldur Ólafsson (HÓ).

 

ÓJE 1:  Þriðji orkupakkinn haggar í engu heimildum íslenzkra stjórnvalda til að banna framsal á eignarrétti að orkuauðlindum, sem eru í opinberri eigu, eins og nú þegar er gert í íslenzkum lögum.

 

PÖ 1 ATHS:  Sammála.  Ísland getur viðhaldið ríkiseignarhaldi á orkulindum, ef það verður altækt – með fullri ríkiseign: þ.e.a.s. það verði samþykkt, að auðlindir í eigu ríkisins verði ekki einkavæddar.  Þetta leiðir af EES-grein 125 í samhengi við dóm EFTA-dómstólsins í „Heimkvaðningarmálinu“ (Hjemfallssaken 2007 (JUDGEMENT OF THE EFTA COURT, 26. júní 2007, Case E-2/06)).

 

ÓJE 2:  Þriðji orkupakkinn haggar í engu rétti Íslands til að ákveða með hvaða skilyrðum orkuauðlindir landsins eru nýttar, og hvaða orkugjafar eru nýttir hér á landi.

 

PÖ 2 ATHS:  Þetta er ekki rétt.  Ef Þriðji orkupakkinn verður samþykktur, verður orkuvinnsla og samkeyrsla, þ.e.a.s. orkuflutningur á milli landa, hluti af EES-samninginum.  Orka er vara, sbr grein 24 og Viðauka IV.  Samkvæmt grein 11 og 12 er í gildi bann við  útflutningshindrunum.  Ef Ísland setur upp „þröskulda“, sem takmarka framleiðslu, getur það brotið gegn „frjálsu vöruflæði“; sjá ESB drög að orkupakka 3; COM (2017) 110  „Final“ 2017/10046: „ „These efforts cover all policies in the area of the free movement of goods, persons, services and capital, as well as flanking and horizontal policies specified in the EEA Agreement“ (p.2).“  Hér verður einnig að hafa í huga, að það er virknitúlkun, sem gildir í ESB og í EES:  Útflutningshindranir med „samsvarandi virkni“ eru bannaðar. 

 

ÓJE 3:  Samstarfsstofnun evrópskra orkueftirlitsaðila, ACER, myndi þrátt fyrir aðild Íslands að stofnuninni [án atkvæðisréttar-innsk. þýð.] ekki hafa neitt að segja um atriði á borð við fyrirkomulag leyfisveitinga og stjórnsýslu hér á landi, og upptaka þriðja orkupakkans hefði í för með sér óverulegar breytingar í því sambandi.

 

PÖ 3 ATHS:  Sama svar og í lið 2:  Leyfisveitingakerfi virka hamlandi á frjálst flæði og á aðgang til stofnunar og rekstrar fyrirtækja.  EES-grein 12 spannar líka áhrif þessara stjórnvaldsaðgerða.  Þar að auki gildir, að Ísland getur ekki skipulagt leyfisveitingakerfið þannig, að það stríði gegn grein 124: „The Contracting Parties shall accord nationals of EC Member States and EFTA States the same treatment as their own nationals as regards participation in the capital of companies or firms within the meaning of Article 34, without prejudice to the application of the other provisions of this Agreement.“.

ÓJE 4:  ACER hefur engar valdheimildir gagnvart einkaaðilum, heldur eingöngu opinberum eftirlitsaðilum.

 

PÖ 4 ATHS:  Heimildir ACER eru (einkum) skráðar í gerðum nr 713/2009 og nr 714/2009 með breytingum, sem fram koma í gerð nr 347/2013 og í tilskipun 2003/54/EC.  Samkvæmt regluverkinu skal koma embætti á fót í hverju landi – sem hinum framlengda armi ACER í aðildarlöndunum, þ.m.t. Íslandi – s.k. Landsreglara, sem aðilar á Íslandi geta ekki gefið fyrirmæli af neinu tagi.  Þetta embætti er framlengdur armur ESB á Íslandi.  Landsreglarinn sér um þá stjórnun orkumála, sem honum eða ACER er falin í hverju landi.  Reglurnar, sem gilda fyrir Landsreglarann, eru samræmdar reglur ESB fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri.  Völd ACER eru skráð í framangreindum gerðum og tilskipunum, en þessi skjöl gefa mynd af völdunum m.v. ákveðinn tíma.  ESB hefur lagasetningarvaldið og getur fyrirvaralítið breytt

 hinum mörgu verkefnum/heimildum ACER.  ACER hefur ákvörðunarvald í einstökum málum.  Þau geta t.d. varðað millilandastrengi, sjá gerð nr 713/2009, grein 8 (1).  Í grein 8 (4) stendur t.d.: „Framkvæmdastjórnin getur samþykkt leiðbeiningar í þeirri stöðu, þar sem ACER fær völd til ákvarðanatöku um skilmála og skilyrði fyrir aðgangi að og rekstraröryggi fyrir innviði á milli landa.  Þessar aðgerðir, sem eru til að breyta minna mikilvægum ákvæðum í þessari gerð með því að bæta við hana, eru samþykktar eftir forskriftarreglunni með vísun til greinar 32, hluta 2, í þessari gerð.“.

 

ÓJE 5:  Við upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn var um það samið, að valdheimildir gagnvart eftirlitsstjórnvöldum í EFTA-ríkjunum yrðu ekki hjá ACER, heldur hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).

 

PÖ 5 ATHS:  Já, það er rétt, að ACER á að taka ákvarðanir og að ESA á að taka sams konar ákvarðanir (með þýðingu á ákvörðun ACER á íslenzku, norsku o.s.frv.).  Þeim er síðan beint að Landsreglaranum, sem framkvæmir ákvarðanir ACER á Íslandi og í Noregi, en þar sem þetta eru afritaðar ákvarðanir, og þar eð Ísland eða Noregur geta ekki sagt Landsreglaranum fyrir verkum – samtímis sem Landsreglaranum ber skylda til að fylgja reglum EES-réttarins, sbr. grein 7 í EES-samninginum, þá er þetta fyrirkomulag hrein sýndarmennska til að komast hjá stjórnarskrárhindrunum, sem varða breytinguna frá tveggja stoða kerfi til einnar stoðar kerfis sem stríðir gegn stjórnarskrá.

 

ÓJE 6:  Heimildir ACER til að taka bindandi ákvarðanir eru að meginstefnu bundnar við ákvæði, sem gilda um orkumannvirki, sem ná yfir landamæri (t.d. sæstrengi); eðli málsins samkvæmt eiga slíkar valdheimildir ekki við á Íslandi, svo lengi sem hér eru engin slík orkumannvirki.

 

PÖ 6 ATHS:  Af þeirri ástæðu,  að mikilvægasta réttarheimildin, orðanna hljóðan, í samninginum, hér grein 12, er skýr og þess vegna ákvarðandi, leiðir, að sú léttvægasta, „eðli máls“, er þýðingarlaus.  EES-samningurinn, grein 12, túlkaður samkvæmt almennri málnotkun, er hér skýr og þess vegna ákvarðandi. 

Ef einhver í Noregi vill leggja rafstreng á milli Noregs og Íslands, og Ísland hafnar slíkum sæstreng, verður um að ræða „magntakmörkun á útflutningi“, sem stríðir gegn grein 12.  Ágreiningur á milli t.d. Landsreglarans (RME) í Noregi fyrir hönd einkafyrirtækis, t.d. Elkem, og Landsreglarans á Íslandi um lagningu sæstrengja frá Íslandi og til vesturstrandar Noregs (u.þ.b. 1500 km), verður útkljáður hjá ACER samkvæmt gerð nr 713/2009, grein 8 (1) a. 

 

ÓJE 7:  Þriðji orkupakkinn haggar því ekki, að það er á forræði Íslands að ákveða, hvaða stjórnvald myndi veita leyfi fyrir lagningu sæstrengs, og eins hvort íslenzka ríkið ætti að vera eigandi að honum.

 

PÖ 7 ATHS:  Ekki myndi ég reiða mig á þetta.  Ísland nýtur fullveldisréttar síns m.t.t. áframhaldandi eignarréttar ríkisins á orkunni (EES-samningur, grein 125), en stýring orkuvinnslunnar, þ.e. samþykkt, sem ekki er gerð á grundvelli eignarréttarins, heldur á grundvelli stjórnunarréttar – þ.e.a.s. stýring atvinnugreinarinnar – verður að vera í samræmi við EES.  Einkaaðilar eru ekki útilokaðir frá því að setja á laggirnar og reka raforkusölu, heldur þvert á móti.  Það myndi þýða tvísýna baráttu fyrir Ísland að veita því mótspyrnu, að E´on, Vattenfall, Statkraft eða einkafyrirtæki – með vísun til áætlana samþykktra í ACER um streng frá Íslandi og til Noregs tengdum með mörgum strengjum við ESB-markaðinn – legði og tengdi slíkan sæstreng.   Sjá gerð nr 714/2009, Viðauka I (Leiðbeiningar um stjórnun og úthlutun á flutningsgetu til ráðstöfunar í flutningslínum á milli landskerfa), þar sem stendur í lið 1.1: „Flutningskerfisstjórar (TSO-hérlendis Landsnet) skulu leggja sig fram um að samþykkja öll viðskipti,  þ.m.t. þau, sem eiga sér stað á milli landa.“  Ennfremur stendur í lið 2.1:  „Aðferðirnar við framkvæmd flutningstakmarkana skulu vera markaðstengdar til að létta undir skilvirkum viðskiptum á milli landa.“  Þetta ákvæði þarf að lesa í samhengi við gerð ESB nr 347/2013 frá 17. apríl 2013 um leiðbeiningar fyrir evrópska orkuinnviði á milli landa og um afnám ákvörðunar nr 1364/2006/EB og breytingu á gerð (EB) nr 713/2009, (EB) nr 714/2009 og (EB) nr 715/2009, sjá Viðauka I (forgangsorkuinnviðaleiðir og – svæði). 

Ísland er hluti af því, sem kallað er norður-suður rafsamtengingar í Vestur-Evrópu („NSI vesturrafmagn“): „samtengingar á milli landanna á svæðinu og við Miðjarðarhafslöndin, þ.m.t. Pýreneaskagann, nefnilega til að nýta rafmagn frá stöðugum orkulindum og styrkja svæðisinnviði til að styrkja markaðssamþættingu á svæðinu“. 

Þegar rafstrengur frá Austurlandi  til Vestur-Noregs er tekinn með í hóp „forgangsrafmagnsleiða“ og á „Svæðisbundnar skrár um verkefni sameiginlegra hagsmuna“ (Viðhengi III) er framhaldið undirbúið.

 ESB og Noregur þrýsta á um lagningu sæstrengsins samkvæmt skránum, og þau styðjast við, að þessi rafstrengur er með í áætlun um norður-suður rafleiðina í ESB.  Að sjálfsögðu mun þá ACER gefa grænt ljós á, að t.d. Elkem leggi strenginn til að vega upp á móti öllum þeim TWh, sem Noregur er búinn að selja til ESB-landanna og Bretlands (núverandi sæstrengir frá Noregi ásamt strengjum á verkefnisstigi geta flutt út u.þ.b. 40-50 % af raforkuvinnslu Noregs).  Staða Noregs, sem mun vega þungt í röksemdafærslu ACER fyrir lagningu sæstrengs Ísland-Noregur, þ.e. að Noregur sé þjakaður af orkuskorti og þarfnist orkuaðdrátta til að halda góðum stöðugleika í orkuafhendingu fyrir upphitun og lýsingu í húsnæði.  Eins og formáli gerðarinnar sýnir, er afhendingaröryggi á Innri markaðinum mikilvægt stefnumið, sem er veittur hár forgangur (sjá lið 3).

 


Höfða mál gegn stjórnvöldum vegna Orkupakka 3

tkrgNorsku samtökin, Nei til EU, hafa höfðað mál gegn stjórnvöldum í Noregi vegna samþykktar á þriðju orkutilskipun Evrópusambandsins fyrr á þessu ári. Samtökin telj að samþykktin hafi brotið í bága við stjórnarskrá Noregs.

Sjá nánar á vef samtakanna Nei til EU

Þriðja orkutilskipunin hefur ekki enn verið samþykkt hér á landi en iðnaðarráðherra hyggst leggja fram þingmál um samþykkt hennar í febrúar á næsta ári.

Sjá einnig:

Höfðar dómsmál gegn Ernu Solberg

 


mbl.is Höfðar mál gegn Ernu Solberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld og stjórnmálamenn sem asnar, segir Bændablaðið

Í leiðara Bændablaðsins er látið að því liggja að Íslendingar séu asnar þegar kemur að samskiptum við mjúkmála embættismenn í Brussel. Er þá vísað til viðbragða stjórnvalda og Alþingismanna við beiðnum og tilskipunum frá Brussel. Þetta er sagt í tilefni af þeim áformum núverandi iðnaðarráðherra um að keyra í gegnum Alþingi svokallaðan orkupakka númer þrjú frá Brussel.

Sjá hér nánar um þetta í nýlegum leiðara Bændablaðsins.


Orkupakki 3 mun kollvarpa garðyrkju hér á landi

GunnarThorgeirssonGunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir í nýlegu Bændablaði að garðyrkja hér á landi muni leggjast af í þerri mynd sem við þekkjum nú. Raforka sé 30% af rekstrarkostnaði garðyrkjustöðva og innleiðing á orkupakka 3 muni leiða til lagningar á sæstreng og hækkunar á raforkuverði. 

Gunnar gagnrýnir íslensk stjórnvöld harðlega fyrir innleiðingu á reglum ESB og segir jafnframt að það yrði undarleg umhverfisstefna að innleiða orkupakkann sem myndi ganga af framleiðslu á hreinum innlendum afurðum dauðri. Slíkt myndi enn fremur hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustu.

Sjá nánar hér: Bændablaðið, 1. nóvember 2018.


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 179
  • Sl. sólarhring: 184
  • Sl. viku: 1961
  • Frá upphafi: 1142064

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1739
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband