Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Mælir ekki með evru né ESB - fréttnæmt?

"Í hnausþykku helgarblaði Viðskiptablaðsins er meðal annars ýtarlegt viðtal við Finn Sveinbjörnsson, bankastjóra Icebank og fyrrverandi forstjóra Kauphallarinnar, eða Verðbréfaþings Íslands. Í viðtalinu er töluvert rætt um íslenskt fjármálalíf og í lokin er Finnur spurður um hvort hann telji ástæðu til að Íslendingar taki upp evru. Og svarar skýrt:

Nei, hvorki einhliða né með því að ganga í Evrópusambandið á undan. Ég tel að við þurfum tvímælalaust að styrkja stjórntæki Seðlabankans á sviði peningamála og vil alls ekki fórna sjálfstæðri peningamálastjórn með því að taka upp evruna. Ég tel nefnilega að reynslan hafi sýnt að aðlögun að óhjákvæmilegum hagsveiflum með því að treysta eingöngu á fjármál hins opinbera og vinnumarkaðinn yrði sársaukameira en að hafa peningamálin einnig í vopnabúrinu. Þá finnst mér margt í þessari umræðu hafa verið afskaplega yfirborðskennt og lítt ígrundað.

Það er alkunna að ef úr viðskiptalífinu eða hinum háu háskólum heyrist af stuðningsmanni þess að evra verði tekin upp sem opinber gjaldmiðill Íslands, þá verður það undantekningarlítið að stórri frétt í helstu fjölmiðlum. Gaman verður að sjá hversu mikla athygli þessi eindregnu orð bankastjórans og fyrrum Kauphallarforstjórans munu vekja."

Tekið úr Vefþjóðviljanum.


Neita að undirrita reikninga ESB þrettánda árið í röð

Endurskoðendur Evrópusambandsins hafa, 13. árið í röð, neitað að skrifa undir reikninga sambandsins. Í nýrri skýrslu frá stofnuninni, sem endurskoðar reikningana, eru nánast öll svið ESB gagnrýnd fyrir lélegt eftirlit með útgjöldum. Það jákvæða er þó, að ástandið hefur heldur skánað í landbúnaðarkerfi sambandsins. Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC, að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi kennt aðildarríkjunum um en í skýrslu endurskoðendanna er framkvæmdastjórnin sögð eiga stærstu sökina.

Heimildir:
Endurskoðendur neita að skrifa undir reikninga ESB (Mbl.is 13/11/07)
Auditors reject EU budget book-keeping, again (Eubusiness.com 13/11/07)
EU auditors find errors in billions paid out by member states (Euobserver.com 13/11/07)


mbl.is Endurskoðendur neita að skrifa undir reikninga ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr flöggun

Evrópusambandið hefur í hyggju að opna nýjar skrifstofur í London fyrir framkvæmdastjórnina og Evrópusambandsþingið á sama stað, en eins og sakir standa eru skrifstofur þessara stofnana sambandsins á tveimur mismunandi stöðum í borginni. Fulltrúar Evrópusambandsins leita þessa dagana að álitlegu húsnæði, en algert skilyrði af hálfu þeirra er að hægt verði að flagga fána sambandsins utan á því. Einn þeirra staða sem koma helst til greina er bygging sem staðsett er í Victoria Street og hýsti eitt sinn höfuðstöðvar breska Íhaldsflokksins.

Húsnæðið sem um ræðir er samstals 4.400 fermetrar og leigan á því myndi kosta skattgreiðendur innan Evrópusambandins samtals 3,2 milljónir punda á ári (rúmlega 400 milljónir króna). Sambandið þarf þó aðeins um 2.200 fermetra húsnæði fyrir starfsemi sína, en er engu að síður að íhuga að taka allt húsnæðið á leigu til þess að geta flaggað Evrópusambandsfánanum utan á því. Nokkuð sem myndi kosta 1,3 milljónir punda (um 164 milljónir króna) aukalega fyrir skrifstofuhúsnæði sem engin þörf væri fyrir að sögn Martin Callanan, þingmanns breska Íhaldsflokksins á Evrópusambandsþinginu.

"Burtséð frá því hvort yfir höfuð sé einhver þörf fyrir þessa áróðursmaskínu í London þá er það hræðileg tilhugsun að milljónir punda á ári fari í súginn vegna þessa verkefnis. Þeir virðast vera helteknir af því að flagga fánanum, jafnvel þó það hafi í för með sér sóun á gríðarlegum fjárhæðum af peningum skattgreiðenda," bætti Callanan við.

Heimild:
EU flag may fly over Thatcher's Tory HQ (The Daily Telegraph 25/10/07)


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 37
  • Sl. sólarhring: 434
  • Sl. viku: 1894
  • Frá upphafi: 1109182

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1640
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband