Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2007

Mćlir ekki međ evru né ESB - fréttnćmt?

"Í hnausţykku helgarblađi Viđskiptablađsins er međal annars ýtarlegt viđtal viđ Finn Sveinbjörnsson, bankastjóra Icebank og fyrrverandi forstjóra Kauphallarinnar, eđa Verđbréfaţings Íslands. Í viđtalinu er töluvert rćtt um íslenskt fjármálalíf og í lokin er Finnur spurđur um hvort hann telji ástćđu til ađ Íslendingar taki upp evru. Og svarar skýrt:

Nei, hvorki einhliđa né međ ţví ađ ganga í Evrópusambandiđ á undan. Ég tel ađ viđ ţurfum tvímćlalaust ađ styrkja stjórntćki Seđlabankans á sviđi peningamála og vil alls ekki fórna sjálfstćđri peningamálastjórn međ ţví ađ taka upp evruna. Ég tel nefnilega ađ reynslan hafi sýnt ađ ađlögun ađ óhjákvćmilegum hagsveiflum međ ţví ađ treysta eingöngu á fjármál hins opinbera og vinnumarkađinn yrđi sársaukameira en ađ hafa peningamálin einnig í vopnabúrinu. Ţá finnst mér margt í ţessari umrćđu hafa veriđ afskaplega yfirborđskennt og lítt ígrundađ.

Ţađ er alkunna ađ ef úr viđskiptalífinu eđa hinum háu háskólum heyrist af stuđningsmanni ţess ađ evra verđi tekin upp sem opinber gjaldmiđill Íslands, ţá verđur ţađ undantekningarlítiđ ađ stórri frétt í helstu fjölmiđlum. Gaman verđur ađ sjá hversu mikla athygli ţessi eindregnu orđ bankastjórans og fyrrum Kauphallarforstjórans munu vekja."

Tekiđ úr Vefţjóđviljanum.


Neita ađ undirrita reikninga ESB ţrettánda áriđ í röđ

Endurskođendur Evrópusambandsins hafa, 13. áriđ í röđ, neitađ ađ skrifa undir reikninga sambandsins. Í nýrri skýrslu frá stofnuninni, sem endurskođar reikningana, eru nánast öll sviđ ESB gagnrýnd fyrir lélegt eftirlit međ útgjöldum. Ţađ jákvćđa er ţó, ađ ástandiđ hefur heldur skánađ í landbúnađarkerfi sambandsins. Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC, ađ framkvćmdastjórn Evrópusambandsins hafi kennt ađildarríkjunum um en í skýrslu endurskođendanna er framkvćmdastjórnin sögđ eiga stćrstu sökina.

Heimildir:
Endurskođendur neita ađ skrifa undir reikninga ESB (Mbl.is 13/11/07)
Auditors reject EU budget book-keeping, again (Eubusiness.com 13/11/07)
EU auditors find errors in billions paid out by member states (Euobserver.com 13/11/07)


mbl.is Endurskođendur neita ađ skrifa undir reikninga ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dýr flöggun

Evrópusambandiđ hefur í hyggju ađ opna nýjar skrifstofur í London fyrir framkvćmdastjórnina og Evrópusambandsţingiđ á sama stađ, en eins og sakir standa eru skrifstofur ţessara stofnana sambandsins á tveimur mismunandi stöđum í borginni. Fulltrúar Evrópusambandsins leita ţessa dagana ađ álitlegu húsnćđi, en algert skilyrđi af hálfu ţeirra er ađ hćgt verđi ađ flagga fána sambandsins utan á ţví. Einn ţeirra stađa sem koma helst til greina er bygging sem stađsett er í Victoria Street og hýsti eitt sinn höfuđstöđvar breska Íhaldsflokksins.

Húsnćđiđ sem um rćđir er samstals 4.400 fermetrar og leigan á ţví myndi kosta skattgreiđendur innan Evrópusambandins samtals 3,2 milljónir punda á ári (rúmlega 400 milljónir króna). Sambandiđ ţarf ţó ađeins um 2.200 fermetra húsnćđi fyrir starfsemi sína, en er engu ađ síđur ađ íhuga ađ taka allt húsnćđiđ á leigu til ţess ađ geta flaggađ Evrópusambandsfánanum utan á ţví. Nokkuđ sem myndi kosta 1,3 milljónir punda (um 164 milljónir króna) aukalega fyrir skrifstofuhúsnćđi sem engin ţörf vćri fyrir ađ sögn Martin Callanan, ţingmanns breska Íhaldsflokksins á Evrópusambandsţinginu.

"Burtséđ frá ţví hvort yfir höfuđ sé einhver ţörf fyrir ţessa áróđursmaskínu í London ţá er ţađ hrćđileg tilhugsun ađ milljónir punda á ári fari í súginn vegna ţessa verkefnis. Ţeir virđast vera helteknir af ţví ađ flagga fánanum, jafnvel ţó ţađ hafi í för međ sér sóun á gríđarlegum fjárhćđum af peningum skattgreiđenda," bćtti Callanan viđ.

Heimild:
EU flag may fly over Thatcher's Tory HQ (The Daily Telegraph 25/10/07)


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 510
  • Frá upphafi: 1116612

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband