Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2019

Ráðherra misskilur

 

Þórdís Kolbrún orkumálaráðherra lýsir andstæðingum orkulagabálks Evrópusambandsins sem andstæðingum markaðar og einkaeignaréttar.  

Ráðherra misskilur. 

Þeir sem vilja ekki gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins hafa ýmsar skoðanir á markaðsmálum, en þeir eru sammála um að það sé rangt að afhenda erlendu ríkjasambandi völd í orkumálum á Íslandi.  

Það má gera tilraunir í markaðs- og eignaréttarmálum.  Þær eru afturkræfar.   Framsal á ríkisvaldi til stórvelda getur tekið árhundruð að endurheimta.

 

http://www.visir.is/g/2019190228790


Þórdís: Vinstri grænir eru markaðsflokkur

Þórdís Kolbrún iðnaðarráðherra segir þriðja orkupakkann frá ESB vera ,,markaðspakka" sem henni hafi tekist að selja Vinstri grænum í ríkisstjórn. Næsta skrefið er að kaupa Landsnet til að uppfylla skilyrði þriðja orkupakkans.

Evrópusambandið krefst þess að framleiðsla og flutningur raforku sé aðskilinn. Þess vegna ætlar Þórdís að kaupa Landsnet.

Merkilegast þó í ræðu Þórdísar er markaðsvæðing Vinstri grænna. Einu sinni báru Vinstri grænir þjóðarhag fyrir brjósti. Nú eru það markaðsöflin sem eiga að leika lausum hala um leið og fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum er fórnað.


mbl.is Hefja viðræður um kaup á Landsneti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið leggur á Íslandsskatt

 

Evrópusambandið hefur í hyggju að krefjast forskoðunar vegabréfa fyrir þegna rúmlega 60 ríkja sem standa utan Schengensvæðisins.  Ekki er það ókeypis, því ferðaheimildin mun kosta 7 evrur og leggur vitaskuld vinnu og umstang á ferðamenn.  Yfir milljón Bretar, Bandaríkjamenn og Kanadabúar koma til Íslands árlega. Þeir verða rukkaðir sem og margir fleiri. 

Einhver mundi segja að ef svigrúm væri til að leggja sérstakan skatt á um helming ferðamanna á Íslandi mætti gera það og nýta til þarfra verkefna á Íslandi frekar en að borga fyrir verkefni sem Evrópusambandið hefur áhuga á og Íslendingum hafa þótt óþörf hingað til.       

Með því að deila með íbúafjölda í fjölda ferðamanna frá fjarlægum löndum má komast að því að ferðamannaskatturinn leggst um 50 sinnum þyngra á Ísland en Þýskaland, svo dæmi sé tekið.  Íslandsskattur er því réttnefni á þetta nýja gjald.

 

https://www.schengenvisainfo.com/etias/

 


Ísland fer fram á að gangast undir tilkynningaskyldu

Íslensk stjórnvöld hafa ásamt yfirvöldum í Noregi og Liechtenstein lýst því yfir með hjálögðu blaði frá 15. febrúar 2019 að þörf sé á hertri tilkynningaskyldu um fyrirhugaða löggjöf á Íslandi. 

Hverjum skyldi hafa dottið í hug að Íslendingar ættu að tilkynna erlendu ríkjasambandi fyrirfram hvaða lög menn vildu setja sér á Íslandi? 

Hver fer fram á svona lagað og í hvaða umboði er það gert? 

Vita Alþingismenn og ráðherrar af þessu?  Getur verið að þeir frétti af gjörðinni með haustinu og þá með þeim skilaboðum að það sé barasta búið að ákveða þetta allt saman og að þeir hefðu átt að gera athugasemdir fyrir löngu síðan?   

 

https://www.efta.int/sites/default/files/documents/eea/eea-efta-comments/2019/eea-efta-comment-proposed-notification-procedure-for-draft-national-legislation-services.pdf

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 179
  • Sl. viku: 1692
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband