Leita í fréttum mbl.is

Ráðherra misskilur

 

Þórdís Kolbrún orkumálaráðherra lýsir andstæðingum orkulagabálks Evrópusambandsins sem andstæðingum markaðar og einkaeignaréttar.  

Ráðherra misskilur. 

Þeir sem vilja ekki gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins hafa ýmsar skoðanir á markaðsmálum, en þeir eru sammála um að það sé rangt að afhenda erlendu ríkjasambandi völd í orkumálum á Íslandi.  

Það má gera tilraunir í markaðs- og eignaréttarmálum.  Þær eru afturkræfar.   Framsal á ríkisvaldi til stórvelda getur tekið árhundruð að endurheimta.

 

http://www.visir.is/g/2019190228790


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er með eindæmum sem kemur frá Þórdísi Kolbrúnu sem aldrei hefur gert annað en að starfa við pappíra ríkis og bæjar ef marka má það sem um hana stendur á vef Alþingis.

Það er nú ekki eins og að það hafi verið einkaaðilar, að minnsta kosti ekki hún Þórdís sjálf, sem byggðu upp íslenska raforkuframleiðslu. Það var íslenska þjóðin sem gerði það. Hún á þetta allt eins og það leggur sig. Því annars hefðum við EKKERT!

Á vakt Þórdísar er pilsfaldakapítalismi viðhafður í netveitumálum; sveitafélög fá styrk til að leggja ljósleiðara sem svo enda í vösum símafyrirtækjanna sem á sínum tíma voru einkavædd til þess að einkaframtakið myndi geta blómstrað og lagt fjarskiptainnviði um allt land. Það gátu þau ekki og gerðu ekki, nema í þéttustu hlutum höfuðbunkasvæðisins.

Svo nú eru sveitafélögin á ríkisjötunni að leggja ljósleiðara svo að pilsfalda-einkavædd símafélögin geti rakað inn áskriftum og haldið áfram að slefa ofan í hinn opinbera smekk sinn. Allt í sambandi við rafmagn yrði eins. Ein stór gjöf til fárra á kostnað þjóðarinnar.

Hefði þetta fólk á sínum tíma haft vit á því að setja veituskyldur á símafélögin þegar þau voru einkavædd þá væri þetta ekki svona ömurlegur pilsfaldakapítalismi eins og hann er. Aðeins fílf óska sér það öngþveiti sem ríkir í neytendamálum á raforkumarkaði í ESB, sem er að sökkva eins og Kolds-major steinn.

Eitthvað held ég að vanti verulega uppá skilningarvit þessarar galtómu manneskju. Hún er að reynast Sjálfstæðisflokknum verri en Humarinn í Metoo nýnasistahreyfingu góða fólksins. Hvað með smá jarðsamband þarna inni kratakompum hins allsjerarpartýs Reykjavíkur. Hvað með þriggja fasa rafmagn beint að býli? NÚNA!

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2019 kl. 22:32

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ráðherrann gerir andstæðingum sínum í orkupakkamálinu upp skoðanir, ef hún heldur því fram, að þeir séu allir á móti því, að markaðslögmálin gildi fyrir raforkuna.  Þau gera það núna.  Það, sem hefur verið gagnrýnt við núverandi kerfi, er, að enginn er ábyrgur fyrir því að forða landsmönnum frá orkuskorti.  Það vandamál verður enn þá stærra við stofnun uppboðsmarkaðar í orkukauphöll og spákaupmennsku með orkuna, sem í slikum kauphöllum tíðkast, því að þá munu virkjanafyrirtækin beinlínis hagnast á því, að verulega lækki í miðlunarlónum, því að þá mun orkuverðið hækka í orkukauphöllinni.  Hætt er við, að tekin verði of mikil áhætta með því að draga of lengi að hefja nýframkvæmdir, svo að af hljótist orkuskortur.  Þá mun verða hrópað á sæstreng frá útlöndum sem lausn, en þegar hann kemur, hækkar verðið upp úr öllu valdi og verður "evrópskt".  

Þessa atburðarás þarf að hindra.

Bjarni Jónsson, 1.3.2019 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 1121213

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband