Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

ESB-atvinnuleysi í hćstu hćđum

Á Íslandi er um fimm prósent atvinnuleysi. Ţađ er helmingurinn af ţví atvinnuleysi sem jafnt og stöđugt er ađ finna í Evrópusambandinu.

Evran festir atvinnuleysiđ í sessi og ţau lönd sem búa viđ ţýska fastgengisstefnu geta sér enga björg veitt lendi ţau í efnahagsvanda.

Evran og viđvarandi atvinnuleysi haldast í hendur. Hvers vegna ćttum viđ ađ flytja slíka ósvinnu inn í landiđ?


mbl.is Mesta atvinnuleysi frá upphafi mćlinga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á Ísland ađ verja evrópskan bílaiđnađ?

Evrópusambandiđ gerir fríverslunarsamninga fyrir hönd allra ađildarríkja sinna. Ekkert í ríki í Evrópusambandinu hefur leyfi til ađ vera međ sérstaka fríverslunarsamninga viđ ríki utan sambandsins.

 Núna er rćtt um í Brussel ađ gera fríverslunarsamning viđ Japan. Helst er taliđ stranda á hagsmunum evrópska bílaiđnađarins sem vill ekki ađ ódýrari bílar frá Japan grafi undan stöđu ţeirra á heimamarkađi.

Ísland hefur nákvćmlega enga hagsmuni af ţví ađ bílaiđnađurinn í Evrópu sé sterkari eđa veikari en sá japanski.

Okkar hagsmunir eru ađ fá ódýra bíla. Og ţađ getum viđ tryggt međ ţví ađ standa utan Evrópusambandsins.


mbl.is Rćtt um fríverslunarviđrćđur viđ Japan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svona hrynja stórveldi

Ekkert stórveldi í sögunni hefur hruniđ af einni ástćđu. Stórveldi styđjast viđ margar undirstöđur. Af ţví leiđir hrynja stórveldi ekki af ţví ađ ein eđa tvćr stođir gefa sig - meira ţarf til.

Yfirbygging Evrópusambandsins er ţung; lýđrćđishallinn yfirţyrmandi og peningapólitíkin dómgreindarlaus.

Af 27 ţjóđum Evrópusambandsins eru tíu ekki međ evru. Ţessi tíu ríki munu á nćstu árum finna leiđir til ađ forđa sér frá yfirvofandi hruni. Sá flótti, ţótt hćgur verđi, mun flýta hruninu.

Enginn af frammámönnum Evrópusambandsins mun nokkru sinni tala um hruniđ. Ţađ vćri eins og ađ nefna snöru í hengds manns húsi.


mbl.is Bretar kjósi um veruna í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Steingrímur J. talar fyrir ESB-ađild

Formađur VG, Steingrímur J. Sigfússon, talar eins og samfylkingarmađur sem er leiđur vegna ţess hversu illa gengur ađ mjaka Íslandi inn í Evrópusambandiđ.

Steingrímur J. verđur ,,persónulega fyrir vonbrigđum" međ ţađ hve ađlögunarferliđ gengur hćgt fyrir sig.

Í stefnuskrá VG stendur eftirfarandi

 Hugsanlegur ávinningur af ađild Íslands ađ Evrópusambandinu réttlćtir ekki frekara framsal á ákvörđunarrétti um málefni íslensku ţjóđarinnar og er ađild ađ Evrópusambandinu ţví hafnađ. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtćkja eru í alltof ríkum mćli drifkraftar Evrópusamrunans, miđstýring, skrifrćđi og skortur á lýđrćđi einkennir stofnanir ţess um of.

Er ekki rétt af Steingrími J. ađ skipta um flokk núna ţegar ţađ liggur fyrir ađ hann er orđinn talsmađur ţess ađ Ísland verđi tekiđ upp í Evrópusambandiđ?


mbl.is „Nú rćđur hrćđslan viđ Evrópu ríkjum“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Grikkland í skuldfeni ESB um ókomna tíđ

Grikkland getur ekki og mun ekki borga skuldir sínar. Síđustu áćtlanir gerđu ráđ fyrir ađ eftir tíu ár myndi Grikkland skulda 170 prósent af landsframleiđslunni. Almennt er viđurkennt ađ skuldir verulega umfram 100 prósent af landsframleiđslu séu ósjálfbćrar. 

Grikkir eru enn inn í evru-samstarfinu af tveim ástćđum. Í fyrsta lagi ţora ţeir ekki ađ standa á eigin fótum og telja betra ađ vera á framfćrslu Evrópusambandsins um ófyrirsjáanlega framtíđ. Í öđru lagi vegna ţess ađ Evrópusambandiđ ţorir ekki ađ láta Grikkland róa.

Grikkir gćtu bjargađ sér međ ţví ađ fá samkeppnishćfan gjaldmiđil og ţađ gćtti ţýtt endalok evru-samstarfsins. Ef Portúgalar, Spánverjar og Ítalir myndu sjá Grikkland blómstra hálft eđa eitt ár eftir útgöngu úr evru-samstarfinu vćri sjálfhćtt fyrir ţessar ţjóđir í téđu samstarfi.

Tilraunir Evrópusambandsins til ađ halda Grikklandi í spennitreyju evrunnar um ókomna tíđ eru dćmdar til ađ mistakast.


mbl.is Funda í dag um björgun Grikklands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB-sinnar í felulitum í VG trekkja ekki

Ađeins 639 flokksmenn VG í Reykjavík nenntu ađ mćta á kjörstađ til ađ velja frambjóđendur vegna nćstu ţingkosninga. Skráđir flokksmenn eru 2600. Ţessi stórflótti kjósendahópsins sem hingađ til hefur verđi talinn sá tryggasti í íslenskum stjórnmálum verđur ađeins skýrđur á einn veg.

Frambjóđendur VG í Reykjavík tóku höndum saman um ađ ţykjast ekki vita um andstöđu almennra flokksmanna viđ ESB-leiđangur ríkisstjórnarinnar. Í augum flokksmanna eru allir frambjóđendur VG í Reykjavík ESB-sinnar í felulitum.

ESB-sinnar í felulitum eru hálfu aumkunarverđari en ţeir sem gangast viđ afstöđu sinni. 


mbl.is Katrín efst en Birni Val hafnađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frásögnin af falli evru tekur á sig mynd

Ţýsk stjórnvöld búa sig undir uppgjör á evru-svćđinu. Í Berlín er tilbúin áćtlun og varaáćtlun vegna uppgjörsins. Ađaláćtlunin byggir líklegast á uppstokkun evru-samstarfs ţar sem ríki eins og Grikkland, Portúgal og e.t.v. Spánn fara úr samstarfinu. Varaáćtlun er án efa í tveim til ţrem útgáfum og ein gerir ráđ fyrir upptöku ţýska marksins.

Í stórpólitík Evrópusambandsins eru tímasetningar höfuđatriđi, sem og leiktjöldin. Ţýskaland getur hvorki sagt ađ evru-tilraunin sé misheppnuđ né rekiđ óreiđuríki úr evru-samstarfinu.

Til ađ undirbyggja uppgjöriđ verđur ađ búa til trúverđuga frásögn. Einn liđur í ţeirri frásögn er ađ Evrópusambandiđ virki ekki lengur sem vettvangur til ađ taka sameiginlegar ákvarđanir. Međ ţví ađ fresta afgreiđslu fjárlaga ESB fram yfir áramót er frásagnarminniđ um ónýti ESB undirstrikađ.

Önnur frásagnarminni, eins og varanleg vangeta Suđur-Evrópu ađ ná tökum á efnahagsmálum sínum, eru óđum ađ breytast í fastar stćrđir sem hćgt er ađ gera pólitík úr.

Ţjóđverjar gera upp viđ sig eftir nćstu kosningar, ţćr verđa eftir ár, til hvađa áćtlunar um endalok evru-samstarfsins verđur gripiđ.


mbl.is Leiđtogar ESB náđu ekki saman
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB-andstađan á Íslandi verđur frétt í Kína

Einn útbreiddasti fjölmiđill í heimi, China Daily, segir frá vaxandi andstöđu almennings á Íslandi viđ inngöngu í Evrópusambandiđ.

Össur Skarphéđinsson utaríkisráđherra er ađ semja viđ Kína um fríverslun. Undirbúningur ađ samningnum hófst áriđ 2006 en heldur dró úr samningafundum eftir ađ Ísland, ţ.e. Össur, sótti um ađild ađ Evrópusambandinu sumariđ 2009.

En núna er skriđur kominn á samningana og Össur segir ađ fríverslunarsamningur viđ Kína verđi tilbúinn á nćsta ári.

Talsmađur Evrópusambandsins segir ađ ađildarríki ESB geti ekki ein og sér haft fríverslunarsamning viđ önnur ríki. Í frétt Mbl.is segir

„Evrópusambandiđ hefur međ viđskiptatengsl ađ gera [fyrir ríki sambandsins], ţar međ taliđ gerđ fríverslunarsamninga, viđ önnur ríki. Almennt séđ, sem ađildarríki Evrópusambandsins, yrđi Ísland ađ segja upp öllum fríverslunarsamningum sínum og fríverslunarsamningar Íslands innihalda ákvćđi um uppsögn,“ sagđi Ulrike Pisiotis hjá skrifstofu stćkkunarmála í framkvćmdastjórn Evrópusambandsins í svari viđ fyrirspurn frá mbl.is

Ţađ er sem sagt ekki hćgt ađ vera ađildarríki ESB og hafa sjálfstćđan fríverslunarsamning viđ önnur ríki. En Össur ćtlar ađ gera hvorttveggja. 

Kannski ađ fréttir um vaxandi andstöđu viđ ESB-umsóknina geri Kínverja rólegri. Ţeim finnst líklega ekkert gaman af ţví ađ vera hafđir ađ fíflum af síkátum utanríkisráđherra smáríkis.  


Engar undanţágur og algert áhrifaleysi

Áhrif Íslands í Evrópusambandinu myndu mćlast frá 0,8 prósent í Evrópuţinginu niđur í 0,06 í leiđtogaráđinu - ţar sem allar helstu ákvarđanir eru teknar. Núna hefur veriđ stađfest í 27-sinn ađ viđ fáum ekki undanţágu frá meginreglum ESB um algert áhrifaleysi í öllum ţeim málum sem falla undir sambandiđ.

Kjánaprikin sem kalla sig ekki lengur ESB-sinna heldur ,,viđrćđusinna" ćttu nú ađ finna sér annađ áhugamál sem ekki er jafn langsótt og ađ Ísland verđi ađili ađ Evrópusambandinu. Hvađ međ ađ Ísland verđi hluti af Eyjaálfu?

Umsóknarsirkus Össurar og Samfylkingar er löngu hćttur ađ vera áhugavert viđfangsefni. Okkur andstćđingum finnst eins og viđ séum ađ sparka í lík ţegar viđ andćfum viđrćđusinnum.


mbl.is Engar varanlegar undanţágur í bođi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Líkvaka í Strassborg

ESB-umsókn Íslands er dauđ. Í samfélaginu talar enginn fyrir umsókninni og meirihluti ţjóđarinnar vill afturkalla hana.  í Evrópu er eymd og volćđi um fyrirsjáanlega framtíđ og enga björg ţar ađ fá.

Til ađ bjarga Evrópusambandinu verđur ađ kljúfa ţađ í evru-svćđi međ miđstýringu og engu fullveldi ađildarţjóđa annars vegar og hins vegar jađarríki sem munu líta á ESB sem fríverslunarsvćđi í framtíđinni.

ESB-flokkur Íslands, Samfylkingin, mćlist međ 20 prósent fylgi og flokkurinn sem sveik stórt í málinu, VG, er tíu prósent flokkur.

Líkvaka ţingmannanefnda í Strassborg yfir ESB-umsókn Íslands er ábyggilega skemmtilegasti fundur.


mbl.is Funda um ESB-umsóknina í Strassburg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 1116252

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 623
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband