Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Evru-kreppan versnar

Frakkland verđur nćsta fórnarlamb evru-kreppunnar. Fyrir eru Írland, Grikkland, Spánn, Ítalía, Kýpur, og Portúgal.

Vaxandi atvinnuleysi og samdráttur í efnahagskerfinu ásamt ósjálfbćrum skuldum er vítahringur evru-landanna sem lćst eru í myntsamstarfi međ Ţjóđverjum.

Á međan Frakkar standa í biđröđinni eftir ţví hvađ kreppan býđur ţeim upp á ţá hinkra Spánverjar og kalla ekki yfir sig björgunaráćtlun ESB. Von Spánverja er ađ sameiginlegt skipbrot međ Frökkum leiđi til mildari skilyrđa af hendi Ţjóđverja sem verđa ađ borga fyrir allt havaríiđ.


mbl.is Lćkka lánshćfi franska ríkisins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bretar hafna ESB, VG sćkist eftir ađild

Verkamannaflokkurinn í Bretlandi ćtlar ađ endurskođa afstöđu sína til Evrópusamsambandins enda ađ myndast stađfastur meirihluti Breta gegn ađild. Hér á Fróni heldur Samfylkingin fast í ESB-umsóknina í von um ađ geta verslađ međ hana í stjórnarmyndurnarviđrćđum eftir kosningar.

Vinstrihreyfingin grćnt frambođ er hins vegar á slíkum villigötum ađ jafnvel ţeir stađföstustu gefast upp. Hjörleifur Guttormsson skrifar í Smunguna

Andstađan viđ ESB-ađild og ný sýn til umhverfismála greindu skýrt á milli VG og Samfylkingar, sem hafđi Evrópusambandsađild sem meginbođskap. Á ţessum forsendum náđi VG umtalsverđu fylgi og lengi vel vaxandi  hljómgrunni um land allt. Lifandi starf var í flestum flokkseiningum og góđur hugmyndalegur grunnur lagđur međ virkri ţátttöku félags- og stuđningsmanna flokksins. Viđsnúningurinn frá ţeirri stöđu sem byggđ hafđi veriđ upp fyrir alţingiskosningarnar 2007 og 2009 er hvađ innviđi snertir hörmulegur. Flokksforystan taldi sér trú um ađ međ ţátttöku í ríkisstjórn vćri hún komin í skipsrúm til langs tíma. Hún hćtti ađ rćkta garđinn og trúnađ viđ umbjóđendur sína, fólkiđ sem boriđ hafđi hana til valda. Nú ţegar andstađan viđ ađild ađ ESB er orđin slíkt aukaatriđi ađ frambjóđendur VG nefna hana ekki á nafn ţegar ţeir gera grein fyrir sér, er fokiđ í flest skjól. Flokkurinn sem viđ stofnuđum um aldamótin er ţví miđur ađ verđa ósjálfbćrt rekald viđ hliđina á Samfylkingunni.

VG er flokkur á leiđ til sjálfstortímingar.


mbl.is Óskiljanlegt ađ íhuga inngöngu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Össur svindlar ekki

Landsmálafélagiđ Rósin var stofnađ til ađ vinna ađ kjöri Össurar Skarphéđinssonar ESB-fursta íslenskra stjórnmála. Lögmađur Rósarinnar, Sigurđur G. Guđjónsson, barđist um hćl og hnakka til ađ fá atkvćđarétt til ólögmćtar félagsmanna. Sigurđur G. er yfirlýstur stuđningsmađur Össurar.

Ţegar kemur á daginn ađ einhver ólögmćt atkvćđi Rósarinnar hafi jafnvel veriđ greidd áđur en svindliđ komst upp er von ađ spurt sé hvort ţau hafi riđiđ baggamuninn og tryggt Össuri fyrsta sćtiđ.

Ekki ţađ ađ Össur hafi komiđ ţar nćrri. Eins og allir vita ţá svindlar Össur ekki. A.m.k. ekki á ţeim sem eru fyrir aftan hann í stafrófinu.


mbl.is 68 atkvćđi skildu á milli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Economist: Frakkland er tímasprengja á evru-svćđinu

Grikkland er komiđ í ruslakörfuna en ţađ Frakkland fremur en Ítalía sem gćti gert útslagiđ og kollsteypt evru-samstarfinu. Tímaritiđ Economist segir Frakkland tímasprengju evru-svćđisins.

Telegraph segir frá uppnámi í sósíalistastjórn Frakklands vegna forsíđuuppsláttar breska tímaritsins.

Ómögulegt er ađ segja til um hvenćr og hvernig evru-samstarfiđ verđur stokkađ upp eđa hvort ţađ yfir höfuđ lifir af. Hitt er víst ađ ef ţađ springur ekki međ látum tekur áratug eđa meira ađ lappa upp á samstarfiđ.

Á međan eiga Íslendingar vitanlega ađ standa álengdar og koma ekki nćrri bálinu en nauđsyn krefur. Viđ eigum ţess vegna ađ afturkalla umsóknina.


mbl.is Ţörf á frekari endurskipulagningu skulda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fimm frćknu eftir Enid Blyton úthýst af ESB

Barnabćkur eftir Enid Blyton, Fimm frćknu, eru komnar í ónáđ hjá Evrópuţinginu. Sömuleiđis eru ótćkar bćkurnar um björninn Paddington og Pétur Pan. Evrópuţingiđ telur ađ ţessar bćkur ýti undir stađaímyndir um hlutverk kynjanna ţar sem konur eru sýndar gćta bús og barna en karlarnir eru útvinnandi.

Daily Mail segir frá skýrslu ţingnefndar Evrópuţingsins sem vill breyta uppeldisskilyrđum ungra íbúa Evrópusambandsríkjanna í ţágu jafnréttis kynjanna.

Ţýska útgáfan Welt spyr hvort Evrópusambandiđ hafi ekkert ţarfara ađ gera en ađ agnúast út í barnabćkur núna ţegar stórborgir álfunnar loga í óeirđum vegna evru-kreppunnar. Spyr sá sem ekki veit.


Ađlögunin, ESB-umsóknin og allsherjarklúđriđ

Heimssýnarblađiđ er nýkomiđ út. Ţađ er stútfullt af fróđleik um fullveldiđ og ónýtu ESB-umsóknina. Hér er blađiđ í rafrćnni útgáfu.


Málţing á mánudag um hćttur ESB-ađildar

Mánudaginn 19. nóvember efnir Íslenskt ţjóđráđ – IceWise til málţings á veitingastađnum Rúbín í Öskjuhlíđ viđ hliđ Keiluhallarinnar kl. 17:15. Sérstakur gestur verđur breski ţingmađurinn Kate Hoey, sem er ţingmađur Verkamannaflokksins í Vauxhall í Lundúnum. Kate er frá Norđur-Írlandi. Hún er skeleggur málssvari ţess, ađ efnt verđi til ţjóđaratkvćđagreiđslu í Bretlandi um ađild ađ Evrópusambandinu. Fyrirlestur Kate nefnist: Hćttur Evrópuađildar - The Dangers of Joining the EU.

Fullveldisákvćđi í nýrri stjórnarskrá

Fullveldinu er borgiđ í ţeirri stjórnarskrá sem viđ búum viđ í dag. Tilraunir ađ Samfylkingar ađ ţynna varnir fullveldisins í drögum ađ nýrri stjórnarskrá verđur ađ stöđva.

Lágmark er ađ setja nýtt ákvćđi um ađ aukinn meirihluta ţurfi á alţingi til ađ samţykkja lög og ţingsályktanir er varđa fullveldi landsins.

Tillagan sem liggur fyrir um stjórnarskrá Samfylkingar er međ öllu óbođleg ţegar kemur ađ fullveldisframsali. Ţar segir

111. gr. Framsal ríkisvalds

Heimilt er ađ gera ţjóđréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alţjóđlegra stofnana sem Ísland á ađild ađ í ţágu friđar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkrćft.

Međ lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvćmt ţjóđréttarsamningi felst.

Samţykki Alţingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörđunin borin undir ţjóđaratkvćđi til samţykktar eđa synjunar. Niđurstađa slíkrar ţjóđaratkvćđagreiđslu er bindandi.


mbl.is Tillögu stjórnlagaráđs breytt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tvöfaldur meirihluti á Íslandi gegn ESB

Afgerandi meirihluti ţjóđarinnar, yfir 57 prósent er mótfallin ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Jafnframt er stađfestur meirihluti ţjóđarinnar, yfir 53%, hlynntur ţví ađ afturkalla umsókn Íslands um ađild ađ Evrópusambandinu.

Ţessi tvöfaldi meirihluti gegn ESB-ferli ríkisstjórnar Samfylkingar og VG undirstrikar umbođsleysi Össurar og Brussel-strákana í utanríkisráđuneytinu.

Ísland hefur ekkert ađ gera í Evrópusambandiđ og andstađan viđ misheppnađan Brussel-leiđangur vinstriflokkanna eykst jafnt og ţétt.


mbl.is Fjölgar sem vilja afturkalla ESB-umsóknina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fundur um Evrópumál í hádeginu mánudag 12. nóv.

Evrópuvaktin stendur ađ fundi međ Alţjóđamálastofnun HÍ og RNH í stofu 201 í Odda, félagsvísindahúsi Háskóla Íslands, mánudaginn 12. nóvember klukkan 12-13 um samrunaţróun innan ESB og samkeppnishćfni Evrópu. Mats Persson, forstöđumađur hugveitunnar Open Europe, í London flytur fyrirlesturinn og svarar fyrirspurnum.

Mats Persson nefnir fyrirlestur sinn How Further Integration Could Hurt Europe’s Competitiveness Hvernig samrunaţróunin innan ESB getur torveldađ samkeppnishćfni Evrópu.

Open Europe er hugveita, sem starfar í tengslum viđ forystumenn í bresku atvinnulífi og hefur skrifstofur í London og Brussel. Einnig hefur ţýsk systurstofnun Open Europe opnađ skrifstofu í Berlín. Ađstandendur hugveitunnar eru hlynntir samstarfi Evrópuríkja, en telja, ađ samrunaţróunin innan Evrópusambandsins geti gengiđ of langt. Nauđsynlegt sé ađ örva hagvöxt og samkeppnishćfni í Evrópu og hverfa af leiđ miđstýringar. Stjórnarformađur Open Europe er Leach lávarđur af Fairford.

Mats Persson fćddist í Bankeryd í Svíţjóđ og hefur lokiđ meistaraprófi frá Hagfrćđiskólanum í London, LSE. Hann hefur veriđ forstöđumađur Open Europe frá 2010, en var áđur stjórnmálaráđgjafi í Washington-borg í Bandaríkjunum. Hann bloggar reglulega á heimasíđu Telegraph í London.

Áhugamenn um ţróun mála innan ESB og stjórnmála í Evrópu međ hliđsjón af umrćđum um ESB-málefni í einstökum löndum hafa ađgang ađ daglegu yfirliti á vefsíđu Open Europe. Ţar eru tekin saman höfuđatriđi í fréttum dagblađa í fjölmörgum löndum.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 631
  • Frá upphafi: 970365

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband