Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015
Mánudagur, 30. nóvember 2015
Sænskur iðnaður býst við ESB-klandri
Sænska efnahagsmálafréttablaðið Dagens Industri endurspeglar fyrir helgina ótta margra Svía um að Evrópusambandið standi nú andspænis það miklum erfiðleikum að eitthvað muni undan láta. Blaðið segir að flóttamannastraumurinn til Evrópu hafi valdið stærstu kreppu sem ESB hafi lent í til þessa. Forystumenn í stjórnmálum, atvinnulífi og vísindamenn vari nú við því að öll vegferð ESB sé í hættu.
Blaðið segir að fjölmargir leiðtogafundir hafi verið haldnir í Brussel í haust um vandann en það sé augljóst að leiðtogarnir séu ekki færir um að komast að niðurstöðu um neinar lausnir sem hald er í. Þá hafi hryðjuverkin í París og hin alvarlega hryðjuverkaógn sem yfir vofir gert það að verkum að enn erfiðara hefur reynst að takast á við vandamálin.
Minnt er á að í september hafi ESB ákveðið að dreifa 160 þúsund flóttamönnum sem safnast höfðu saman á Ítalíu og Grikklandi til annarra aðildarríkja. Aðeins hafi tekist að finna pláss fyrir 159 í samtals sex löndum. Svíar telja sig bera hlutfallslega allt of stóran hluta af þeirri byrði sem flóttamannastraumurinn veldur og nú er greinilega komið að sársaukamörkum. Nú vilja Svíar losa sig við flóttamenn í stað þess að þeir buðu þá áður velkomna.
Marlene Wind, prófessor í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla segir við blaðið að það geti auðveldlega gerst að Schengen brotni saman og ESB-ríkin taki sjálf upp landamæraeftirlit. Göran von Sydow, stjórnmálafræðingur við Sænsku stofnunina fyrir rannsóknir í stjórnmálum í Evrópu segir að haldi erfiðleikarnir áfram með Schengen, gæti slíkt haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir ESB-samvinnuna á fleiri sviðum. Það gæti leitt til aukinna átaka og þess að samrunaþróunin í ESB stöðvist og gangi til baka.
Einn af leiðtogum í sænsku atvinnulífi, Gunter Marder, óttast að Schengen-vandræðin muni leiða til þess að viðskipti verði torveldari á milli landa á svæðinu.
Dagens Industri rekur síðan fjögur atriði sem gætu grafið enn frekar undan ESB. Blaðið segir:
- Flóttamannavandinn veldur sundrungu og gerir það að verkum að trúin á ESB sem tæki til friðar minnkar.
- Schengen gliðnar í sundur. Straumur flóttamanna og hryðjuverkaógnin mun leiða til þess að tímabundnar landamærastöðvar verða starfræktar til frambúðar.
- Bretar yfirgefa ESB. Andstæðingar aðildar meðal bresku þjóðarinnar hafa yfirhöndina fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem áformuð er. Þjóðernissinnuðum flokkum í öðrum löndum vex ásmegin.
- Evrukreppunni er ekki lokið. Gjaldmiðilssamstarfinu stafar nú hætta af því að samstarf innan ESB er að flosna upp á ýmsum sviðum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. nóvember 2015
ESB vill senda rjúpnaveiðimenn í geðrannsókn!
ESB vill nú að allir veiðimenn í álfunni verði sendir í geðrannsókn. Þetta eru viðbrögð við hryðjuverkaókninni sem nú vofir yfir álfunni. Fregnir af tillögum í þessa veru hafa fengið veiðimenn til að skipta skapi, sérstaklega í Svíþjóð, þar sem frægir stórveiðimenn eru alveg öskuillir yfir þessu uppátæki.
Einn þeirra er Leif GW Persson, prófessor í lögreglufræðum, spennusagnahöfundur, álitsgjafi og stórveiðimaður (skýtur elg og stærri dýr). Hann segir þessar tillögur ógna friðhelgi einkalífs, sé brot gegn stjórnarskrárvörðum réttindum og algjörlega óraunhæft að senda hópa af fólki með þessum hætti í geðrannsókn. Ýmsir stjórnmálamenn hafa tekið undir með Persson í þessum efnum.
Nái þessar tillögur fram að ganga er það spurningin hvort íslensk stjórnvöld neyðist ekki til að senda alla rjúpna-, gæsa- og hreindýraveiðimenn hér á landi í geðrannsókn. Svona til að sýna lit!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 28. nóvember 2015
ESB þolir engin áföll: það hrynur
Orð forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, eru enn ein staðfesting þess að Evrópusambandið þolir engin áföll. Fjármálakreppan sýnir að evrusamstarfið gengur ekki upp. Straumur flóttamana sýnir að Schengen-samstarfið virkar ekki. Þar með er búið að kippa tveimur af fjórum hornsteinum undan ESB-samstarfinu.
Pólitísk græðgi sjálfskipaðra leiðtoga ESB er að verða þeim að falli. Þeim nægði ekki að stuðla að frelsi í vöru- og þjónustuviðskiptum á svæðinu. Um þau markmið var tiltölulega góð sátt miðað við annað.
Trúarkenningar þeirra boðuðu að það þyrfti líka að tryggja frjálst flæði fjármagns innan svæðisins og þeir bjuggu til Seðlabanka Evrópu og evruna. Sá seðlabanki er einn sá ógegnsæjasti í veröldinni þar sem sérhagsmunir virðast fá betri aðgang en almannahagsmunir. Evran var góð fyrir þau lönd sem gátu náð efnahagslegu forskoti en hún varð martröð annarra ríkja.
Og nú verður fjórða frelsið, ferðafrelsið, skert af því að Schengen virðist hafa verið hrákasmíð. Því eru stjórnmál í mörgum löndum í uppnámi. Fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, íhaldsmaðurinn Fredrik Reinfeldt, boðaði að innflytjendur skyldu teknir opnum örmum, líklega í örvæntingarfulltri tilraun hans til að bregðast við innflytjenda-fjandsamlegri stefnu Svíþjóðardemókrata. Nú viðurkennir núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, jafnaðarmaðurinn Stefan Löfven, að Svíar hafi verið of barnalegir í trúnni á að hryðjuverkamenn kunni ekki að hafa náð fótfestu í landinu og svo dró hann forystu umhverfissinna, samstarfsflokksins í ríkisstjórn, grátandi til að hefta innflytjendastrauminn til landsins, en hann var farinn að ógna stofnunum samfélagsins. Jafnaðarmenn viðurkenndu samt ekki þann vanda fyrr en sérfræðistofnanir á borð við Innflytjendastofnun sendi skýr og endurtekin boð um að ástandið væri orðið algjörlega óviðunandi.
Þannig hafa tveir af fjórum hornsteinum ESB reynst vera fúasmíð sem ekki þolir álag. Reyndir smiðir vita að ef tveir af fjórum hornsteinum húss gefa sig þá hrynur húsið.
Forsætisráðherra Hollands er kannski afkomandi smiða eða hefur sveinspróf í húsasmíði. Hann virðist alltént vita hvað hann syngur.
Óttast að ESB falli eins og Rómarveldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2015
Fjarar undan stuðningi við EES í Noregi
Nýlokið er landsfundi norsku fullveldissamtakanna Nei til EU, en hann var haldinn í Svalveri í Lófæti 13. 15. nóvember sl. Sem von var glöddust fundarmenn yfir því að yfirgnæfandi meirihluti Norðmanna aðhyllist fullveldi og að ríkinu sé ekki stjórnað frá Brussel, heldur með lögum frá norska Stórþinginu.
Á það skyggir þó að allmörg lög koma nánast frá Evrópusambandinu til afgreiðslu heima fyrir og að neitunarvaldi hefur aldrei verið framfylgt að fullu þó það sé til staðar. Þótt þessi lög sem koma í gegnum EES séu miklu færri og í veigaminni málum en öll þau lög og reglur sem aðildarríki Evrópusambandins fá yfir sig þykir mörgum í Noregi að nóg sé komið af svo góðu. Norsku fullveldissamtökin hafa því hafið baráttu fyrir uppsögn EES-samningins. Í stað þess samnings leggja samtökin áherslu á samninga um frjálsa verslun í stíl við forvera EES, EFTA.
En hvers vegna skyldi EES-samningurinn standa í mörgum Norðmönnum? Í fyrsta lagi telja sífellt fleiri óframkvæmanlegt að tryggja að erlent vinnuafl njóti sambærilegra kjara og heimamenn. Nú þegar hafa verkalýðsfélög rafiðnaðarmanna, bílstjóra og launþega í ýmsum umönnunarstörfum gefist upp á því að eiga við það mál og hafið baráttu fyrir uppsögn samningsins. Í öðru lagi er samningurinn íþyngjandi fyrir margs konar framkvæmdir þar sem opinberir aðilar eiga í samvinnu við einkafyrirtæki og fjölmörg dæmi eru um þróunar- og nýsköpunarverkefni sem hafa ekki orðið að veruleika af þeim ástæðum. Skylt því má segja að almennt sé komin þreyta gagnvart því álagi og kostnaði sem fylgir því að taka við að jafnaði 5 nýjum reglubálkum á dag sem flestir ef ekki allir eiga sameiginlegt að vera samdir með hliðsjón af öðrum en norskum aðstæðum.
Þessi afstaða norsku fullveldishreyfingarinnar er athyglisverð, ekki síst í ljósi þess að hremmingar Norðmanna af EES eru smámunir miðað við Icesavefárið á Íslandi og þann skaða sem af því hefði getað hlotist. Hugsanlegt er að vegferðin út úr EES verði grýtt, en eins og hér á Íslandi er sú skoðun útbreidd að mikið velti á því að sá samningur haldi. Þegar spurt er hvað það er sem er svo mikilvægt og ekki fæst með fríverslunarsamningi eða einföldum tvíhliða gjörningum verður þó jafnan fátt um svör.
Fimmtudagur, 26. nóvember 2015
Juncker segir evruna standa tæpt
Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir vandræði Schengen-samstarfsins grafa undan evrunni. Þetta er enn eitt reiðarslagið fyrir þessa tilraunamynt. Evrusamstarfið hefur skilið jaðasvæðin í ESB eftir í mikilli skuldakreppu og atvinnuleysi. Flóttamannavandamálið grefur undan landamærasamstarfinu sem kippir síðustu stoðum undan evrunni ef marka má Juncker. Hvenær fær þessi misheppnaði gjaldmiðill náðarhöggið?
Schengen að hluta í dauðadái | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2015
Lævís áróður í boði Evrópusambandsins í Ríkissjónvarpinu
Evrópusambandið reynir með lævísum hætti að lauma jákvæðri mynd af sjáfu sér að fólki við ýmis tækifæri. Það veitir einhverja málamyndastyrki til ýmissa verkefna á sviði menningar og umhverfismála og lætur svo viðtakendur setja upp áberandi stálskilti, borða eða fána með merki Evrópusambandsins. Eitt dæmið af þessu sást í Ríkissjónvarpinu nú í kvöld þar sem sýndir voru tónleikar í Hörpu sem kostaður voru að verulegu leyti af áróðurspeningum ESB. Að sjálfsögðu var skilyrðið það að Evrópufánin skyldi blakta miðsvæðis að baki tónlistarmönnunum.
Fánaumgjörðin minnti reyndar á áróðurssýningar í boði kínverska kommúnistaflokksins eða Sovétsins sáluga, þannig að væntanlega sjá sumir í gegnum svona hegðun. Þó má ætla að ESB eyddi ekki milljörðum ár hvert í svona áróður ef ekki væri talið að hann hefði áhrif.
Það hafa áður komið fram upplýsingar um stuðning ESB við tónleika af þessu tagi. Nú ættu rannsóknarblaðamenn að taka sig til og kanna hvernig fjármálin eru í kringum þessa útsendingu Ríkissjónvarpsins - og fá heildardæmið um það hvernig áróðurspeningum ESB hefur verið varið á Íslandi gert upp.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. nóvember 2015
Ef ESB kemst með tærnar inn fyrir treður það allri löppinni og meiru til
Þessi frétt er enn ein birtingarmynd þess að ESB gleypir vænleg ríki í smábitum. Aðferðin hefur verið kennd við koníaksdrykkju, át á spægipylsuaðferðin eða tannhjólshaksaðferðin. Eitt skref í einu, einn bita í einu eða einn sopa í einu þar til ekki verður aftur snúið. Það verður fróðlegt að sjá hvort ESB og áhangendur þess komist upp með þetta.
Hér er áhugavert sjónarmið í málinu: Of mikið gert úr málinu?
ESB-umsóknin mögulega enn í gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. nóvember 2015
Verðmiði á fullveldið
Þegar samið var um EES-samninginn fyrir um aldarfjórðungi var ein forsenda þess af hálfu Íslands að hann stæðist stjórnarskrána. Lögspekingar komust að þeirri niðurstöðu á þeim tíma að samningurinn færi ekki gegn fullveldi landsins og á þeim forsendum gerðist Ísland aðili að honum. Svo segir Hjörtur J. Guðmundsson blaðamaður í grein í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag. Grein hans er afar athyglisverð og er birt hér í heild.
Fram til þessa dags höfum við Íslendingar getað tekið þátt í öllu hefðbundnu alþjóða- og milliríkjasamstarfi án þess að sett væri sérstakt ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins sem gerði stjórnvöldum á hverjum tíma mögulegt að framselja fullveldi Íslands til yfirþjóðlegra stofnana. Það kemur heldur ekki á óvart í ljósi þess að hefðbundið alþjóða- og milliríkjasamstarf byggist allajafna á þátttöku ríkja á jafnréttisgrundvelli líkt og til að mynda í tilfelli fríverzlunarsamninga.
Þörfin fyrir lögformlega heimild til þess að framselja fullveldi landa er í raun eingöngu fyrir hendi þegar ætlunin er að gangast undir vald yfirþjóðlegra stofnana og/eða erlendra ríkja. Líkt og yrði til að mynda raunin ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Enda er slíkt ákvæði forsenda inngöngu í sambandið. Verðmiði er með öðrum orðum settur á fullveldið. Því hefur verið haldið fram að slíkt ákvæði sé einnig nauðsynlegt vegna aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem setji aukinn þrýsting á fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar.
Þegar samið var um EES-samninginn fyrir um aldarfjórðungi var ein forsenda þess af hálfu Íslands að hann stæðist stjórnarskrána. Lögspekingar komust að þeirri niðurstöðu á þeim tíma að samningurinn færi ekki gegn fullveldi landsins og á þeim forsendum gerðist Ísland aðili að honum. Einn helzti gallinn við EES-samninginn, sem gerður var á milli EFTA og Evrópusambandsins, er að hann þróast í grunninn með sama hætti og sambandið sjálft á því afmarkaða sviði sem samningurinn nær til. Það er í áttina að sífellt meiri samruna. Það sama á raunar við um Schengen-samstarfið. Telji menn að aðild Íslands að EES-samningnum sé komin á það stig að hún standist ekki lengur fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar er þannig um algeran forsendubrest að ræða miðað við þær forsendur sem settar voru fyrir aðildinni að honum.
Þó að ekkert bendi til þess að EES-samningurinn sé að líða undir lok er engu að síður kominn tími til þess að skoða aðra möguleika þegar kemur að tengslum Íslands við Evrópusambandið. Möguleika þar sem jafnræði ríkir í stað þess að annar aðilinn taki með einhliða hætti upp löggjöf hins aðilans líkt og raunin er í tilfelli EES-samningsins.
Þar hlýtur annarrar kynslóðar fríverzlunarsamningur helzt að koma til skoðunar en slíkir samningar voru ekki komnir til sögunnar þegar EES-samningurinn, sem er í raun barn síns tíma, var gerður. Samið er almennt um viðskipti á milli ríkja í dag á grundvelli slíkra samninga sem ólíkt hefðbundnum fríverzlunarsamningum taka ekki aðeins til vöruviðskipta heldur í raun allra þeirra málaflokka sem EES-samningurinn nær til. Slíkir samningar eru ennfremur gerðir á jafnræðisgrundvelli og kalla því ekki á sérstakt ákvæði í stjórnarskrár ríkja um framsal fullveldis.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. nóvember 2015
Finnland er sönnun þess að evran er rugl
Hagþróunin í Finnlandi er sönnun þess að gjaldmiðilssamstarf með evruna gengur ekki upp. Reyndar bendir þróunin á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og víðar til þess líka. ESB er ekki hagkvæmt gjaldmiðilssvæði. Finnar hafa staðið sig best í Evrópu þegar kemur að menntun, samkeppnishæfni og fleiru. Samt heldur evran landinu í skrúfstykki, framleiðslan fellur og atvinnuleysi vex - og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar nú sterklega við því að Finnland feti áfram sömu braut.
Eftirfarandi grein er skyldulesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á þessum efnum: Finland's depression is the final indictment of Europe's monetary union. Finland has lost a quarter of its industry since 2008 even though it is the poster-child of EMU competitiveness.
Það er kominn tími til þess að fólk geri sér grein fyrir að evran er ekkert annað en tæki tiltekinna valdaafla í Evrópu til þess að ná völdum frá þjóðkjörnum fulltrúum ríkjanna og frá almenningi í viðkomandi löndum. Evran er bara tæki til að þvinga fram samruna í átt til stórríkis Evrópu undir forystu tveggja ríkja í álfunni, fyrrum stórvelda.
Nytsamir sakleysingjar í stjórnmálum annarra landa hafa fallið í gryfjuna og draga áfram óvitandi almenning með sér í þann forarpytt sem evrusamstarfið er.
Mánudagur, 23. nóvember 2015
Meirihluti Breta vill yfirgefa ESB
Meirihluti Breta vill ganga úr Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun breska blaðsins Independent. Independent mælir stuðning við útgöngu úr ESB mánaðarlega og er þetta í fyrsta skipti sem meirihluti er fylgjandi útgöngu. 52 prósent eru hlynnt útgöngu á meðan 48 prósent vilja áframhaldandi veru. Í síðustu könnun í október vildu 53 prósent vera áfram í ESB og 47 prósent á móti.
Könnunin var gerð í síðustu viku, eftir hryðjuverkin í París og á vef Independent eru niðurstöðurnar sagðar litaðar af þeim.
Stuðningur við áframhaldandi veru er áberandi mestur á meðal yngstu kynslóðarinnar, en 69 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18 til 24 ára eru hlynnt ESB aðild. Stuðningur við aðild minnkar jafnt og stöðugt eftir aldurshópum og segjast 62 prósent þeirra sem eru 65 ára og eldri vilja yfirgefa sambandið.
Þeir sem eru menntaðir eru líklegri til að vera hlynntir aðild og þá er stuðningur við aðild mestur í Skotlandi, eða 60 prósent. 54 prósent kjósenda Íhaldsflokksins vilja yfirgefa sambandið og 93 prósent stuðningsmanna Ukip, en kjósendur Verkamannaflokksins, Frjálslyndra, Skoska þjóðarflokksins og græningja eru hlynntir aðild.
Stefnt er að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að ESB árið 2017.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 183
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar