Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013
Miðvikudagur, 31. júlí 2013
ESB ræðst gegn Færeyingum
ESB ræðst nú gegn einni fámennustu þjóðinni í Evrópu eins og meðfylgjandi frétt ber með sér.
Í fréttinni segir að mikil reiði sé í Færeyjum með ákvörðun Evrópusambandsins að beita Færeyinga refsiaðgerðum vegna veiða þeirra á síld. Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir að Færeyingar muni selja síldina til Rússlands, Asíu og Afríku ef Evrópusambandið loki sínum mörkuðum.
Færeyingar hafa ákveðið að auka hlutdeild sína í síldarkvótanum úr 5% í 17%. Framkvæmdastjórn ESB hefur mótmælt þessari ákvörðun og í dag var tilkynnt að ESB myndi beita Færinga refsiaðgerðum vegna síldveiðanna. Færeyingum verður bannað að landa síld í höfnum ESB-landa, hvort sem henni er ætlað að fara á markað í ESB eða til annarra landa.
Í frétt mbl.is segir að Jacob Vestergaard segi í samtali við bt.dk að þessi ákvörðun sé furðuleg og ekki í samræmi við samskipti siðaðra þjóða. Hún sé ekki fallin til að stuðla að samkomulagi um skiptingu síldarkvótans. Hann segir að þó að Evrópumarkaður lokist þá hafi Færeyingar viðskiptasambönd við aðra markaði sem þeir muni nýta sér. Hann nefnir í því sambandi Rússland, Asíu og Afríku. Hann viðurkennir hins vegar að ESB-löndin hafi borgað hæsta verðið fyrir síldina. Ákvörðun ESB hafi því efnahagsleg áhrif í Færeyjum.
Meinað að selja síld til ESB-landa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 31. júlí 2013
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir engan vilja til frekari viðræðna við ESB
Það verður ekki ráðið annað af nýlegu viðtali Eyjunnar við utanríkisráðherra en að allar viðræður við ESB hafi verið stöðvarðar og að enginn vilji sé til frekari viðræðna. Óljóst sé við slíkar aðstæður hvað möguleg þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að vera um.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki skilja úlfaþytinn hjá aðildarsinnum um að efna eigi til atkvæðagreiðslu um mögulegt áframhald viðræðna nú. Ríkisstjórnin hafi stöðvað viðræðurnar og ef kjósa ætti um eitthvað væri nærtækast að spyrja fólk beint um afstöðuna til aðildar að ESB. Eðlilegast sé að Alþingi ljúki þessu ferli formlega fyrst það hóf það án þess að spyrja þjóðina.
Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að láta taka saman vandaðar upplýsingar um stöðu mála - og ekki hvað síst um stöðu mála í Evrópusambandinu þar sem evrusamstarfið heldur jaðarríkjunum og reyndar öllu Evrópusambandinu í skrúfstykki.
Sjá nánar: Eyjan.
Þriðjudagur, 30. júlí 2013
Seðlabanki Evrópu er ríki í sambandinu
Seðlabanki Evrópu er líklega sjálfstæðasti og valdamesti seðlabanki í heiminum. Samt er lítið vitað hvernig veigamestu ákvarðanir eru teknar þar á bæ og fundargerðir um vaxtaákvarðanir hafa ekki verið birtar. Nú vilja tveir fulltrúar í stjórn Seðlabanka Evrópu breyta þessu og birta fundargerðir um vaxtaákvarðanir.
Seðlabanki Evrópu á að stuðla að stöðugleika í verðlagi og vera sjálfstæður, en það er skrifað í sáttmála sambandsins. Stjórnendur bankans hafa síðan sjálfir útfært þetta þannig að bankinn eigi að fylgja verðbólgumarkmiði sem felur í sér að verðbólgan verði minni en samt sem næst 2%. Þar sem þessir hlutir eru skrifaðir í sáttmála Evrópusambandsins verður þeim málum ekki breytt með neinum lögum. Reyndar er bankastjóri Seðlabanka Austurríkis þeirrar skoðunar að lagagrundvelli Seðlabanka Evrópu sé varla hægt að breyta (sjá hér). Hann bætir því við að fræðilegur grundvöllur Seðlabanka Evrópu byggi á sömu hagfræðikenningum og réðu ferðinni í fjármálaheiminum í aðdraganda bankahrunsins en þá trúðu ríkjandi stefnumótendur staðfastlega á frjálsa og nánast óhefta markaði sem áttu að virka fullkomlega. Við vitum hvert það leiddi okkur árið 2008, en Evrópa er enn að súpa seyðið af þeim ógöngum.
Ósk tveggja stjórnenda evrópska seðlabankans byggir á því að aukið gagnsæi muni bæði auka virkni og trúverðugleika peningastefnu bankans. Þeir eiga þó við ramman reip að draga þar sem þessi lokaða hefð sem umvafið hefur Seðlabanka Evrópu á djúpar rætur í þýska seðlabankanum, en vinnubrögð þar hafa að ýmsu leyti verið fyrirmynd í þeim evrópska. Þeir sem aðhyllast þýsku viðhorfin vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir að fundargerðir um vaxtaákvarðanir verði birtar, því þeir óttast að þá muni skapast sú hætta að hægt verði með hagsmunapoti að hafa áhrif á fulltrúa einstakra landa í stjórn bankans.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu.
Evrópuvaktin skrifaði nýlega um þetta, en auk þess má sjá umfjöllun um þetta í Europaportalen.
Sjá einnig síðu Seðlabanka Evrópu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. júlí 2013
Fjármálasundrungin á evrusvæðinu mun vara um langa framtíð
Vaxtakostnaður ríkja og fyrirtækja á evrusvæðinu mun verða mjög ólíkur um langa framtíð. Mestur verður munurinn í Þýskalandi annars vegar, þar sem fjármagnskostnaður verður minnstur, og hins vegar í ýmsum jaðarlöndum á evrusvæðinu sem munu áfram búa við mikinn fjármagnskostnað ofan á skuldabaslið.
Þetta kemur fram í Financial Times nýlega.
Viss teikn hafa veirð á lofti um að ástandið sé að batna svo sem á Spáni, þar sem atvinnuleysið virðist vera hætt að minnka, en það mátti búast við því þegar túristatímabilið er að ná hámarki. Reyndar virðist húsnæðisverð einnig hafa náð botninum á Írlandi. Þetta eru góðar fréttir fyrir þessi evrulönd.
Hins vegar benda ýmsir á, meðal annars Jonathan Loyens, aðalhagfærðingur Capital Economics fyrir evrusvæðið, að þrátt fyrir að evrusvæðið virðist hafa hegðað sér eins og hagkvæmt gjaldmiðilssvæði í upphafi þegar ýmsar hagstærðir, þar með taldir vextir og fjármagnskostnaður, leituðu saman og varð álíka í mörgum evrulöndunum, þá er sú þróun nú að baki.
Framundan er sundurleitini í hagþróun evruríkjanna, hvort sem litið er til vaxta, skulda eða hagvaxtar. Fjármagnskostnaður mun áfram verða tiltölulega lítill í Þýskalandi en mikill víða annars staðar. Út frá þessu séð megi efast um að evrusvæðið sé hagkvæmt gjaldmiðilssvæði.
Hér skal á það minnt að á þessu bloggsvæði hefur oftsinnis verið fjallað um það hverngi ágallar evrusvæðisins, þ.e. evrusamstarfsins sjálfs, hafa leitt til þess að vegna mismunandi verðþróunar í Þýskalandi aðallega annars vegar og á jaðarsvæðunum hins vegar þá hafa gífurlegar eignir safnast upp í Þýskalandi vegna viðskiptaafgangs sem hagstæð verð á útflutningi þeirra hefur skapað á sama tíma og óhagstæð verð á útflutningi jaðarríkjanna hafa leitt til viðskiptahalla, skuldasöfnunar og atvinnuleysis þar.
Það mun taka langan tíma að leiðrétta þetta misvægi - ef það tekst þá nokkurn tímann með evrunni.
Laugardagur, 27. júlí 2013
Húsnæðisverð á evrusvæðinu hið lægsta í sjö ár
Húsnæðisverð á evrusvæðinu hefur aldrei verið lægra síðustu sjö árin að meðaltali, en mest hefur lækkunin verið á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í evrukreppunni. Það eru helst Þýskaland og Austurríki sem hafa komist hjá verðlækkunum. Það sem verra er, þau lönd þar sem eignir heimila eru helst bundnar í fasteignum hafa orðið verst úti.
Þetta kemur fram í Financial Times nýverið.
Spánn er meðal þeirra landa sem hafa orðið verst úti hvað þetta varðar, en þar mistu þúsundir fjölskyldna húseignir sínar eftir að evrukreppan hófst. En í Þýskalandi, þar sem færri búa í eigin húsnæði, hefur húsnæðisverð heldur hækkað. Allra verst hafa þó Írar orðið úti í þessum hamförum.
Þessi þróun helst meðal annars í hendur við þá sundurleitni í hagþróun á evrusvæðinu sem hér hefur áður verið fjallað um og verður væntanlega fjallað nánar um hér á næstunni. Sú sundurleitni er einmitt tilkomin vegna þeirrar spennitreyju sem evran setur ríkin í.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. júlí 2013
Enn efnahagslægð á Spáni
Enginn hagvöxtur var á Spáni á öðrum ársfjórðungi. Í frétt sem seðlabankinn í Madríd sendi frá sér í dag kemur fram að þjóðarframleiðslan hafi dregist saman um 0,1 prósent í apríl, maí og júní.
Þetta kemur frá hjá Ríkisútvarpinu.
Þar segir ennfremur:
Það samsvarar 1,8 prósenta samdrætti á einu ári. Í frétt bankans segir að dregið hafi úr efnahagssamdrættinum, einkum vegna aukinnar eftirspurnar eftir spænskum útflutningsvörum. Efnahagslægð hefur verið á Spáni frá því um mitt ár 2011. Spænska ríkisstjórnin hefur hamrað á því síðustu vikur að ríkisreksturinn sé á réttri leið, einkum vegna aukins útflutnings. Þá tilkynntu stjórnvöld í síðustu viku að umtalsvert hefði dregið úr viðskiptahallanum í maí. 27 prósenta atvinnuleysi er á Spáni um þessar mundir. Verst er ástandið hjá ungu fólki á vinnumarkaði.
Miðvikudagur, 24. júlí 2013
Franskur fjárfestingarbanki: Portúgal og Kýpur eru gjaldþrota
Franskur fjárfestingarbanki, Natixis, segir í nýrri skýrslu að Portúgal og Kýpur séu gjaldþrota en að forráðamenn Evrópusambandsins vilji ekki viðurkenna það opinberlega af ótta við smitunaráhrif.
Þetta kemur fram á Evrópuvaktinni í dag.
Þar segir einnig: Í skýrslu bankans segir að aðgerðir til að skapa stöðugleika á evrusvæðinu hafi ekki skilað árangri. Frá þessu segir euobserver
Mánudagur, 22. júlí 2013
Eru Bretar á leið út úr ESB og inn í EFTA og EES?
Yfirgnæfandi meirihluti breskra kjósenda vill að Bretar gangi úr ESB og skipi sér við hlið Norðmanna, Svisslendinga og Íslendinga með inngöngu í EFTA, en jafnframt með þátttöku í EES. Hugmyndin um inngöngu Íslands í ESB verður æ úreltari og ekki í nokkrum takti við tímann.
Svo segir Vinstrivaktin nýlega. Þar segir ennfremur:
Í splunkunýrri könnun sem gerð var fyrir Bruges Group í Bretlandi töldu 71% þeirra sem afstöðu tóku að best væri fyrir Breta að segja sig úr ESB og ganga frekar í EFTA en 29% töldu að Bretar ættu að vera áfram í ESB. Meirihluti var fyrir úrsögn úr ESB meðal kjósenda allra flokka, m.a. 81% meðal kjósenda Íhaldsflokksins, 54% meðal verkamannaflokksmanna, 50% meðal frjálslyndra, 95% meðal stuðningsmanna UKIP og 62% meðal stuðningsmanna annarra flokka.
Þetta eru stórmerkileg pólitísk tíðindi þegar haft er í huga að eftir nokkur ár verður efnt til þjóðaratkvæðis í Bretlandi um úrsögn úr ESB þótt atkvæðagreiðslan hafi enn ekki verið dagsett, en rætt er um árið 2018 í því sambandi. Ekki er vafi á að úrsögn Breta myndi hafa víðtæk áhrif í mörgum aðildarríkjum ESB og kemur þá Danmörk fyrst upp í hugann, en bæði Danir og Svíar hafa hafnað því eins og Bretar að taka upp evru.
Þeir sem helst tala fyrir úrsögn Breta úr ESB benda á að sérhvert EFTA-ríki hafi eigin fulltrúa í alþjóðlegum samtökum og fái þannig meiri áhrif á alþjóðavettvangi en ESB-ríkin, sem séu tilneydd að láta ESB koma fram fyrir sína hönd. EES-samningurinn veiti jafnframt neitunarvald gagnvart löggjöf ESB. Þá benda þeir á að meðaltals atvinnuleysi í EFTA-ríkjunum er aðeins 4%, í Bretlandi séu 7,5% án vinnu en meðaltals atvinnuleysi í ESB nálgist nú 13%.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. júlí 2013
Uppnám meðal danskra stjórnmálamanna vegna íhlutunar ESB-dómstólsins í velferðarmál
Miklar umræður eru meðal danskra stjórnmálamanna um stöðuna gagnvart ESB eftir að ESB-dómstóllinn hafnaði fimmtudaginn 18. júlí kröfu þýska ríkisins um að tveir námsmenn skyldu hafa búið þrjú ár samfleytt í Þýskalandi til að hljóta þýskan styrk til náms í öðru ESB-landi.
Þetta kemur fram á Evrópuvaktinni í gær.
Þar kemur einnig fram þetta:
Danskir stjórnmálamenn telja að í dóminum felist afskipti af velferðarkerfinu og þar með óviðunandi virðingarleysi fyrir fullveldi einstakra ríkja.
Alls verja Danir 12 milljörðum danskra króna (240 milljörðum ISK) til SU (Statens Uddannelsesstøtte), opinberrar fjárhagsaðstoðar til að stunda nám. Þeir sem óttast íhlutun ESB-dómstólsins minna á að í febrúar 2013 komst hann að þeirri niðurstöðu að danska ríkinu bæri að greiða SU til borgara frá öðru ESB-landi sem mætti skilgreina sem launþega. Talið er að sú niðurstaða kosti danska ríkið 200 milljónir króna (4 milljarða ISK). Þá hefur danska ríkið einnig verið dæmt til að greiða barnabætur með vísan til reglna ESB um frjálsa för. Leggur ESB-dómstóllinn höfuðáherslu á að verja þann rétt og að tryggja að unnt sé að nýta hann án hindrana, þótt viðurkennt sé eitthvert, óskilgreint, svigrúm þjóðþinga til að setja sérreglur innan eigin landamæra.
Brian Mikkelsen, þingflokksformaður danskra íhaldsmanna, hefur lagt til að gerð verði þjóðarsátt til að vernda danska velferðarkerfið gegn íhlutun af hálfu ESB. Hann hefur ekki lagt fram fastmótaða tillögu en hreyft því að ef til vill megi lækka skatta en þess í stað borgi menn iðgjald vegna SU og heilbrigðisþjónustu.
Í leiðara Berlingske Tidende sem birtist 15. júlí áður en þessi nýi ESB-dómur féll kemur fram að Danir séu sérstaklega viðkvæmir fyrir íhlutun af hálfu ESB á þessu sviði vegna þess að skipan velferðarmála sé önnur hjá þeim en almennt innan ESB. Í flestum Evrópulöndum greiði vinnuveitendur og launþegar gjald í tryggingarsjóð. Þar leggi því farandverkafólk sitt af mörkum til gagnkvæms sjóðs. Í Danmörku sé þess ekki krafist að menn inni neitt slíkt gjald af hendi. Í Danmörku sé nóg að menn séu í landinu og þarfnist aðstoðar. Vandinn komi til sögunnar þegar sífellt fleiri frá Austur-Evrópu setjist að í Danmörku. Blaðið minnir á að Austur-Evrópubúar séu gott vinnuafl sem sætti sig við að vinna fyrir samningsbundin laun en það eigi ekki endilega við um Dani.
Í viðbrögðum lesenda við leiðara blaðsins á netinu kemur fram að í Danmörku fylgist menn náið með umræðum um ESB í Bretlandi, Danir hafi farið með Bretum inn í ESB og íhugi Bretar brottför kunni að vera rökrétt fyrir Dani að huga að eigin framtíð í ESB. Húsið brennur og kannski er skynsamlegast að leita að útgönguleið, segir lesandi Berlingske Tidende.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 18. júlí 2013
Aðlögunferlið felur í sér aðlögun að ESB áður en samningur er undirritaður
Þegar lesin er lýsing ESB á því hvað umsókn að ESB felur í sér verður varla dregin önnur ályktun en sú að umsóknarferli feli í sér aðlögun að regluverki ESB og að umsóknarríkið eigi að uppfylla aðildarsamninginn fyrir undirritun.
Þetta sést þegar skoðuð er vefsíða á vegum ESB. Í tilviki Íslands var því með aðlögunarferlinu verið að þvinga Ísland inn í ESB án þess að þjóðin hefði verið spurð að slíku.
Umrædd vefsíða ESB er hér:
http://ec.europa.eu/enlargement/policy/steps-towards-joining/index_en.htm
Brot af þessu hefur verið birt áður, en hér er lausleg þýðing á öllum textanum, að öðru leyti en því sem fjallar um löndin á Balkanskaga.
Það væri kannski ráð fyrir fréttamenn Ríkisútvarpsins og yfirmenn þeirrar stofnunar að kynna sér þessa síðu.
Skref í átt að aðild
Ferli aðildar að ESB (aðlögun) felst í stórum dráttum í þremur skeiðum:
1. Þegar land er reiðubúið verður það opinber umsækjandi (e. candidate) að aðild en þetta felur samt ekki nauðsynlega í sér að formlegar samningaviðræður hafa verið opnaðar. (Athugasemd þýðanda: Hér er áhersla á að land sé reiðubúið.)
2. Umsækjandinn fer í formlegar aðildarsamningaviðræður, sem er ferli sem felur í sér upptöku þeirra laga sem eru í gildi í ESB, undirbúning þess að vera í almennilegri aðstöðu til að nota lögin og beita þeim, og auk þess að innleiða lögfræðilegar, stjórnsýslulegar og efnahagslegar umbætur sem landið verður að innleiða til þess að geta uppfyllt skilyrði um aðild, en þetta er þekkt sem aðlögunarskilyrði.
3. Þegar samningaviðræðum og meðfylgjandi umbótum er lokið að mati beggja aðila getur landið orðið aðili að ESB.
Aðildarsamingaviðræður í smáatriðum
Samningaviðræður fyrir hvern kafla byggjast á eftirfarandi atriðum:
1. Skimun framkvæmdastjórnin framkvæmdir nákvæma skoðun, ásamt umsóknarlandinu, á hverju málefnasviði (kafla), til þess að ákvarða hve vel landið er undirbúið. Niðurstöður úr skimun undir hverjum kafla birtir framkvæmdastjórnin hverju aðildarlandi í formi skimunarskýrslu. Niðurstaða þessarar skýrslu eru síðan meðmæli framkvæmdastjórnarinnar um að annað hvort hefja samningaviðræður beint eða meðmæli um að krefjast þess að sérstök skilyrði opnunarviðmið verði uppfyllt.
2. Samningastaða áður en samningaviðræður geta hafist verður umsóknarlandið að greina frá stöðu sinni og ESB verður að fallast á sameiginlega stöðu. ESB setur lokunarviðmið fyrir flesta kafla sem umsóknarlandið verður að uppfylla áður en samningaviðræðum á viðkomandi málefnasviði er hægt að loka. Fyrir kafla 23 og 24 leggur framkvæmdastjórnin til að í framtíðinni verði þessir kaflar opnaðir á grunni aðgerðaáætlana, með tímabundin viðmið sem verður að uppfylla á grunni innleiðingar áður en lokunarviðmið eru sett.
Hraði samningaviðræða ræðst síðan af hraða umbóta og því hve fljótt ríki aðlagast lögum ESB. Lengd samningaviðræðna getur verið breytileg það að ríki byrji á sama tíma er engin trygging fyrir því að þau ljúki samningaviðræðum á sama tíma.
Að ljúka samningaviðræðum
1. Einstökum köflum lokað
Samningaviðræðum um einstaka kafla er ekki hægt að loka fyrr en allar ríkisstjórnir í ESB eru sáttar við framför umsóknarríkis á því málasviði sem kaflinn fjallar um, eins og slíkt kemur fram í greiningu af hálfu framkvæmdastjórnarinnar. Samningaferlinu í heild sinni er svo ekki lokið fyrr en öllum köflum hefur verið lokað. 2. Aðlögunarsamningur
Aðlögunar(accession)samningurinn er það sem límir saman aðild landsins að ESB. Hann felur í sér sundurliðuð ákvæði og skilyrði fyrir aðild, öll bráðabirgðaákvæði og fresti, og auk þess nákvæma lýsingu á fjárhagslegum skuldbindingum og fyrirvörum.
Samningurinn er ekki endanlegur og bindandi fyrr en hann:
o hlýtur stuðning ESB-ráðsins, framkvæmdastjórnarinnar og Evrópuþingsins
o er undirritaður af umsóknarlandinu og fulltrúum allra ESB-landa
o er fullgiltur af umsóknarlandinu og hverju einstöku ESB-landi, samkvæmt þeirra eigin stjórnarskrárreglum (afgreiðslu þings, þjóðaratkvæðagreiðslu, o.s.frv.) 3. Land í samþykktarferli
Þegar samningur hefur verið undirritaður, gerist umsóknarland land í samþykktarferli. Þetta felur í sér að gert er ráð fyrir að það verði fullgildur aðili að ESB á þeim degi sem tilgreindur er í samningi, að því gefnu að samningurinn hafi verið fullgildur. Í millitíðinni nýtur umsóknarlandið kosta sérstaks fyrirkomulags, svo sem þess að geta gert athugasemdir við drög að tillögum ESB, samskipti, tilmæli eða frumkvæði, og vera í virkri áheyrnarstöðu í stofnunum ESB og stjórnsýslueiningum (aðildarlandið hefur leyfi til að tjá sig en ekki greiða atkvæði). Svo er í lokin fjallað um atriði sem snerta löndin á Balkanskaga, en því er sleppt hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 1
- Sl. sólarhring: 174
- Sl. viku: 1693
- Frá upphafi: 1142065
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1492
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar