Leita í fréttum mbl.is

Uppnám međal danskra stjórnmálamanna vegna íhlutunar ESB-dómstólsins í velferđarmál

Miklar umrćđur eru međal danskra stjórnmálamanna um stöđuna gagnvart ESB eftir ađ ESB-dómstóllinn hafnađi fimmtudaginn 18. júlí kröfu ţýska ríkisins um ađ tveir námsmenn skyldu hafa búiđ ţrjú ár samfleytt í Ţýskalandi til ađ hljóta ţýskan styrk til náms í öđru ESB-landi.

Ţetta kemur fram á Evrópuvaktinni í gćr.

Ţar kemur einnig fram ţetta:

Danskir stjórnmálamenn telja ađ í dóminum felist afskipti af velferđarkerfinu og ţar međ óviđunandi virđingarleysi fyrir fullveldi einstakra ríkja.

Alls verja Danir 12 milljörđum danskra króna (240 milljörđum ISK) til SU (Statens Uddannelsesstřtte), opinberrar fjárhagsađstođar til ađ stunda nám. Ţeir sem óttast íhlutun ESB-dómstólsins minna á ađ í febrúar 2013 komst hann ađ ţeirri niđurstöđu ađ danska ríkinu bćri ađ greiđa SU til borgara frá öđru ESB-landi sem mćtti skilgreina sem launţega. Taliđ er ađ sú niđurstađa kosti danska ríkiđ 200 milljónir króna (4 milljarđa ISK). Ţá hefur danska ríkiđ einnig veriđ dćmt til ađ greiđa barnabćtur međ vísan til reglna ESB um frjálsa för. Leggur ESB-dómstóllinn höfuđáherslu á ađ verja ţann rétt og ađ tryggja ađ unnt sé ađ nýta hann án hindrana, ţótt viđurkennt sé eitthvert, óskilgreint, svigrúm ţjóđţinga til ađ setja sérreglur innan eigin landamćra.

Brian Mikkelsen, ţingflokksformađur danskra íhaldsmanna, hefur lagt til ađ gerđ verđi „ţjóđarsátt“ til ađ „vernda“ danska velferđarkerfiđ gegn íhlutun af hálfu ESB. Hann hefur ekki lagt fram fastmótađa tillögu en hreyft ţví ađ ef til vill megi lćkka skatta en ţess í stađ borgi menn iđgjald vegna SU og heilbrigđisţjónustu.

Í leiđara Berlingske Tidende sem birtist 15. júlí áđur en ţessi nýi ESB-dómur féll kemur fram ađ Danir séu sérstaklega viđkvćmir fyrir íhlutun af hálfu ESB á ţessu sviđi vegna ţess ađ skipan velferđarmála sé önnur hjá ţeim en almennt innan ESB. Í flestum Evrópulöndum greiđi vinnuveitendur og launţegar gjald í tryggingarsjóđ. Ţar leggi ţví farandverkafólk sitt af mörkum til gagnkvćms sjóđs. Í Danmörku sé ţess ekki krafist ađ menn inni neitt slíkt gjald af hendi. Í Danmörku sé nóg ađ menn séu í landinu og ţarfnist ađstođar. Vandinn komi til sögunnar ţegar sífellt fleiri frá Austur-Evrópu setjist ađ í Danmörku. Blađiđ minnir á ađ Austur-Evrópubúar séu gott vinnuafl sem sćtti sig viđ ađ vinna fyrir samningsbundin laun en ţađ eigi ekki endilega viđ um Dani.

Í viđbrögđum lesenda viđ leiđara blađsins á netinu kemur fram ađ í Danmörku fylgist menn náiđ međ umrćđum um ESB í Bretlandi, Danir hafi fariđ međ Bretum inn í ESB og íhugi Bretar brottför kunni ađ vera rökrétt fyrir Dani ađ huga ađ eigin framtíđ í ESB. „Húsiđ brennur og kannski er skynsamlegast ađ leita ađ útgönguleiđ,“ segir lesandi Berlingske Tidende.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Hvers vegna ćttu ríki ekki ađ bera sjálf ábyrgđ á sinni ţjóđ?

Geta ríki Evrópu ekki haft frelsi til ađ vinna og búa innan Evrópu, ţótt ekki sé eitthvert ESB-faliđ-vald, sem drottnar og stýrir međ reglugerđarkerfi (sem ESB skilur ekki einu sinni sjálft)?

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 20.7.2013 kl. 00:25

2 identicon

Frjals flutningur folks milli rikja, krefst ţess ađ menn deili međ ser abyrgđum og skyldum sem eru ţar ađ lutandi. Og danir eru litiđ annađ en hrćsnarar i ţessu mali. Danir gefa ekki skylding till ţessara ađflutta utlendinga, fyrr en eftir akveđiđ timabil. Alveg eins og ţjođverjar vildu ađ myndi gilda. Og ţađ er mklu meira i hufi her, ţar sem domur domstolsins mun leida af ser ađ sameiginlegur sjođur innan evropu verđi settur a fot. Og danir eru duglegir viđ ađ taka sinn skerv af sjođum og ađstođum sem ađ mestu rennur fra ţyskum skattborgurum ... Ţannig ađ umsögn ţeirra um eigin velferđ a engan vegin viđ. Ţađ er svona svipađ eins og ađ heira kjćrsgaard tala um slćđur ... Kjaftćđi sem rennur ur halfvita.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráđ) 20.7.2013 kl. 08:28

3 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Takk fyrir ţessar upplýsingar Bjarne Örn. Geta ríki ekki sjálf sett lög og reglur, sem taka á ţessum málum fólks, sem flytur og vinnur ţvert á landamćri?

Ţađ hefur virkađ milli norđurlandanna, án ESB-yfirvalds?

Ekki ţekki ég innanlandsmál í Danmörku vel. En er ţađ ekki rétt, ađ skattar eru mjög háir í Danmörku, nettó-laun eftir skatta og gjöld mannsćmandi, og opinber ţjónusta virkar í samrćmi viđ verferđar-mannréttindakröfur?

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 20.7.2013 kl. 17:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 619
  • Frá upphafi: 969447

Annađ

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 532
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband