Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Er Evrópusambandið skriffinskubákn?
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar brezku hugveitunnar Open Europe frá því í marz 2007 taldi lagasafn Evrópusambandsins þá 170 þúsund blaðsíður. Fram kemur í niðurstöðunum að ef allar þessar blaðsíður væru lagðar hlið við hlið á langveginn myndu þær ná yfir rúmlega 50 kílómetra vegalengd. Ennfremur að þyngdin á þeim væri 286 kíló og væri þeim raðað í einn stafla myndu þær ná 11 metra hæð. Þessu til viðbótar sagði í niðurstöðum rannsóknarinnar að meira en 100.000 blaðsíður af lagagerðum hefðu þá verið framleiddar í Brussel undanfarinn áratug og að samtals hefði Evrópusambandið samþykkt 666.879 blaðsíður af lagagerðum síðan það var sett á laggirnar í marz 1957. Væri þeim raðað saman næðu þær yfir 193 kílómetra vegalengd. Heildarfjöldi lagagerða sambandsins í dag mun vera vel yfir 130.000. Samkvæmt niðurstöðum annarrar rannsóknar Open Europe eru starfsmenn Evrópusambandsins nú um 170.000 talsins sem er sambærilegt við það ef allir íbúar Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar störfuðu fyrir sambandið eða meira en helmingur allra íbúa Íslands.
Meira um skriffinsku Evrópusambandsins
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Hvaða nauður?
Þegar ekki er nauðsynlegt að breyta, er nauðsynlegt að breyta ekki, sagði breskur íhaldsmaður fyrir löngu. Umræðurnar um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sæta furðu. Hvaða nauður knýr okkur þangað inn? Ég skil vel Frakka, Þjóðverja og Ítali, þegar þeir stofnuðu ásamt nokkrum minni þjóðum vísi að þessu sambandi með Rómarsáttmálanum 1957. Þessar þjóðir þráðu að hætta því borgarastríði, sem staðið hafði í Evrópu öldum saman með misjafnlega löngum hléum. Ég skil líka vel þjóðir Mið- og Austur-Evrópu, sem flýttu sér í Evrópusambandið, þegar þær losnuðu undan sósíalismanum. Þær hafa augastað á mörkuðum í Vestur-Evrópu og sækja í það skjól, sem sambandið veitir vonandi fyrir rússneska birninum, en nú rymir hátt í honum.
Það var þó ekki Evrópusambandið, sem tryggði frið í Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari, heldur Bandaríkjamenn með sína mörg hundruð þúsund hermenn í álfunni og öflugt vopnabúr heima fyrir. Enn á Evrópusambandið í erfiðleikum með að marka stefnu og framfylgja í öryggismálum. Smáþjóðir utan Evrópu, sem óttast rússneska björninn eða kínverska drekann, setja frekar traust sitt á Bandaríkin en Evrópusambandið. Er það af ótta við Evrópusambandið, sem Rússar hafa enn ekki árætt að hernema Georgíu alla eða Kínverjar að leggja undir sig Taívan? Samt sem áður eru stjórnmálarökin fyrir Evrópusambandinu skiljanleg, eins langt og þau ná.
Engin sérstök viðskiptarök hníga hins vegar að Evrópusambandinu. Þjóðir heims græða vissulega allar á frjálsum viðskiptum og verkaskiptingu, eins og Adam Smith sýndi fram á. En þær geta stundað slík viðskipti án alþjóðastofnana eins og Evrópusambandsins. Við þurfum þess ekki með til að kaupa kaffi frá Brasilíu eða selja fisk til Japans. Það er líka áhyggjuefni, að Evrópusambandið hefur nokkra tilburði til að hlaða tollmúra í kringum Evrópu, þótt viðskipti innan múranna séu vissulega frjáls. Tollmúrarnir koma sér illa fyrir fátækar þjóðir í suðri, sem þurfa einmitt að selja Evrópubúum vöru og þjónustu til að geta brotist til bjargálna. Reynslan ein mun hins vegar skera úr um, hvort Evrópusambandið verði síðar meir lokað ríki eða opinn markaður.
Engin nauður knýr Íslendinga, Norðmenn eða Svisslendinga inn í Evrópusambandið. Þetta eru þrjár ríkustu þjóðir Evrópu, sem yrðu að leggja miklu meira í sjóði sambandsins en þær fengju úr þeim. Þær hafa allar tryggt aðgang að Evrópumarkaði, Íslendingar og Norðmenn með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, Svisslendingar með tvíhliða samningi, sem er í raun jafngildur EES-samningnum. Engin þessara þjóða telur sig af öryggisástæðum þurfa að ganga í Evrópusambandið. Tvær aðrar ástæður eru til þess, að Íslendingar ættu að vera enn tregari til aðildar en Norðmenn og Svisslendingar. Við yrðum í fyrsta lagi að afsala okkur yfirráðum yfir Íslandsmiðum, þótt við fengjum eflaust fyrir náð að veiða einir hér fyrsta kastið. Og í öðru lagi yrði sjálf aðildin okkur dýrkeypt. Við yrðum að ráða fjölda fólks í vinnu við að sækja ráðstefnur og fundi og þýða ræður og skýrslur.
Er hér ef til komin skýringin á hinum undarlega áhuga sumra á aðild að Evrópusambandinu? Sjá hinar talandi stéttir á Íslandi þar ný atvinnutækifæri? Fólkið, sem vill frekar sækja ráðstefnur um nýsköpun en skapa eitthvað nýtt?
Hannes H. Gissurarson,
prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands
(Birtist áður í Fréttablaðinu 22. ágúst 2008 og á bloggsíðu höfundar)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
FUNDUR: Hvert stefnir Evrópusambandið?
Hvert stefnir Evrópusambandið? Hvað verður um Lissabon-sáttmálann? Hvers vegna ættu Íslendingar ekki að sækja um aðild að sambandinu?
Í hádeginu nk. fimmtudag þann 21. ágúst mun einn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands Nigel Farage, sem hefur um árabil verið áberandi í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa Evrópusambandið, flytja opinn fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Hringbraut. Fyrirlesturinn er á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Nigel Farage hefur verið leiðtogi breska stjórnmálaflokksins UK Independence Party síðan 2006 og hefur setið á þingi Evrópusambandsins sem fulltrúi hans síðan 1999. Hann var áður virkur í starfi breska Íhaldsflokksins en sagði skilið við hann 1992 þegar John Major, þáverandi leiðtogi flokksins og forsætisráðherra Breta, undirritaði Maastrich-sáttmálann. Árið eftir tók hann þátt í stofnun UK Independence Party, en flokkurinn náði góðum árangri í kosningum til Evrópusambandsþingsins árið
2004 og kom næst á eftir Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum í fjölda fulltrúa.
Farage mun koma víða við í umfjöllun sinni um Evrópumálin og m.a. fjalla um það hvert Evrópusambandið stefnir, hvernig haldið er á málum innan þess, Lissabon-sáttmálann sem írskir kjósendur höfnuðu fyrr í sumar og evruna og efnahagsmálin svo eitthvað sé nefnt. Eftir erindi hans mun verða opnað á fyrirspurnir.
Heimssýn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Af hagkerfum
Reynt er að halda því að Íslendingum, að hagkerfi þeirra mundi styrkjast við að lýsa áhuga fyrir inngöngu í Evrópusambandið (ESB) og myntbandalag Evrópu (EMU). Þessi hugdetta er algerlega úr lausu lofti gripin og lýsir fullkomnum barnaskap. Íslenzka hagkerfið er öflugt og sveigjanlegt, en einkenni evrusvæðisins eru háir og íþyngjandi skattar ásamt reglugerðafargani. Innganga mundi að öllum líkindum drepa hér allt í dróma, því að útflutningsatvinnuvegirnir, sem velmegunin er reist á, mundu berjast í bökkum vegna meiri tilkostnaðarhækkana en annars staðar á evrusvæðinu. Dæmi um þetta eru að verða ískyggileg innan evrusvæðisins.
Núverandi efnahagsvandræði heimsins hófust með hruni húsnæðismarkaðarins í Bandaríkjunum árið 2007. Hundruðir milljarða bandaríkjadala töpuðust með svo nefndum lánavöndlum um allan heim. Hagvöxtur dróst saman í Bandaríkjunum og víðar. Ætla hefði mátt að óreyndu, að Bandaríkjamenn færu verst út úr þessari kreppu. Nú er annað að koma á daginn. Mjög sígur nú á ógæfuhlið helztu efnahagskerfa evrusvæðisins. Margt bendir nú til, að kreppan verði bæði dýpri og langvinnari í evrulandi en víðast hvar annars staðar. Bandaríska efnahagskerfið er hins vegar tekið að rétta úr kútnum á meðan hið evrópska sígur til botns. Gjaldeyriskaupmenn hafa áttað sig á þessu, eins og meðfylgjandi mynd er til vitnis um. Traust á dollarnum vex á kostnað evru. Gengi gjaldmiðla ræðst að lokum alltaf af styrk efnahagskerfanna, þ.e.a.s. af hagvextinum á viðkomandi myntsvæði. Heilbrigður hagvöxtur fæst aðeins með sköpun útflutningsverðmæta, sem eru verulega (a.m.k. 5%) meiri en nemur verðmætum innflutnings.
Hvers vegna halda menn, að þróun téðra risahagkerfa sé með þessum hætti? Ein skýringin er sú, að bandaríski seðlabankinn (Federal Reserve) brást skjótt við niðursveiflunni og lækkaði vextina. Þá lagðist bandaríska ríkisstjórnin á sömu sveifina og lækkaði tekjuskatt á almenning. Þetta eru mótvægisaðgerðir, sem skipta máli. Evrópski seðlabankinn (ECB) er aftur á móti nýbúinn að hækka stýrivexti í harðri baráttu sinni gegn verðbólgu á evrusvæðinu. Ekki bólar á neinum skattalækkunum í Evrópu til að létta undir með almenningi. Jaðarskatturinn er þó víða 50% og þar yfir innan ESB, og samkeppni landanna á skattasviði er eitur í beinum framkvæmdastjórnarinnar í Brussel. Evrópa er hávaxtasvæði og háskattasvæði, og efnahagskerfi hennar er niðurnjörvað af stjórnmálamönnum og verkalýðsfélögum. Hvaða erindi á Ísland inn í þetta stjórnkerfi? Heilbrigð skynsemi talar ekki fyrir því að hengja smáhagkerfi aftan í risahagkerfi með öllum þessum sjúkdómseinkennum. Íslenzka hagkerfið hlyti að draga dám af hinu evrópska við inngöngu. Slíkt mundi leiða til lítils hagvaxtar, ef nokkurs, og verulegs viðvarandi atvinnuleysis á okkar mælikvarða. Við mundum fljótlega lenda í stórvandræðum með viðskiptin við útlönd vegna stífs gengis, sem aldrei hefur gefizt vel hér.
Flóð ódýrra evrópskra matvæla hingað til lands er ekki tilhlökkunarefni, því að gæði þeirra ná ekki máli í samanburði við íslenzk matvæli. Þess er von, því að loftið er þar mengað og almennilegt vatn af skornum skammti. Vöxtur jurta og dýra er knúinn áfram með ónáttúrulegum hætti í samanburði við hefðina í okkar hreina landbúnaði, hvers afurðir taka öllu öðru fram að hollustu.
Ekki þarf að orðlengja, að fullveldisafsal til Brussel merkir t.d., að síðasta orðið um stjórnun á nýtingu auðlinda hafsins verður í Brussel, hvað sem óábyrgu tali um "staðbundna stjórnun" líður. Það er ómótmælanleg staðreynd, hvort sem aðlögunartíminn verður 5 eða 10 ár. Fiskveiðiflota ESB-landanna skortir verkefni um leið og ESB matvælamarkaðinn skortir tilfinnanlega ferskan fisk.
Eitt af því, sem Írar óttuðust, þegar þeir höfnuðu stjórnarskrá ESB í sumar, var herkvaðning í Evrópuherinn, en Írar eru sem kunnugt er hlutlausir. Við mundum væntanlega ekki þurfa að óttast slíkt, þar sem við erum herlausir, en gætum þurft að leggja til lögreglusveitir til friðargæzlu á vegum ESB. Kærum við okkur um slíkt? Heppilegra verður að telja, að Alþingi eigi lokaorðið um slíkt, sem og um öll önnur hagsmunamál Íslendinga.
Bjarni Jónsson,
verkfræðingur
(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Atvinnuleysi á meðal ungs fólks innan ESB allt að 24%
Fjöldaatvinnuleysi hefur lengi verið viðvarandi vandamál innan Evrópusambandsins og þá ekki síst í þeim ríkjum sem nota evruna sem gjaldmiðil sinn. Hefur atvinnuleysi gjarnan verið hátt í 10% að meðaltali á evrusvæðinu og á stundum verið jafnvel meira en það. Sá hópur sem hvað verst hefur komið út úr þessu er ungt fólk á aldrinum 15 til 24 ára.
Hér að neðan má berja augum nýjustu tölur Hagstofu Evrópusambandsins (þegar þetta er ritað) um atvinnuleysi í þessum aldursflokki í aðildarríkjum sambandsins. Athugið að hér er allajafna ekki á ferðinni tímabundið atvinnuleysi vegna þeirra efnahagsvandræða sem til staðar er í heiminum um þessar mundir heldur er um að ræða ástand sem hefur verið viðvarandi í þessum löndum um árabil og jafnvel áratugaskeið.
Líklegt er talið að atvinnuleysi í aðildarríkjum Evrópusambandsins, einkum þó þeim sem nota evru sem gjaldmiðil, eigi eftir að aukast verulega á næstu mánuðum vegna efnahagsástandsins í heiminum sem evrusvæðið hefur vitanlega ekki farið varhluta af frekar en ríki utan þess. Einnig er talið að það muni taka evrusvæðið mun lengri tíma að ná sér á strik aftur frekar en t.a.m. íslenska hagkerfið.
Evrusvæðið:
Austurríki 8,3%
Belgía 17,7%
Finnland 15,8%
Frakkland 17,7%
Grikkland 22,7%
Írland 10,8%
Ítalía 20,8%
Holland 5,1%
Kýpur 9,0%
Lúxemburg 15,5%
Malta 11,2%
Portúgal 15,4%
Slóvenia 9,7%
Spánn 24,1%
Þýskaland 9,8%
Önnur Evrópusambandsríki:
Bretland 13,9%
Búlgaría 14,2% (gengi gjaldmiðilsins tengt við evruna)
Danmörk 5,8% (gengi gjaldmiðilsins tengt við evruna)
Eistland 6,6% (gengi gjaldmiðilsins tengt við evruna)
Lettland 8,8% (gengi gjaldmiðilsins tengt við evruna)
Litháen 9,7% (gengi gjaldmiðilsins tengt við evruna)
Pólland 17,0%
Rúmenía 18,4%
Slóvakía 17,9% (gengi gjaldmiðilsins tengt við evruna)
Svíþjóð 15,5%
Tékkland 10,1%
Ungverjaland 19,8%
Heimildir:
Hagstofa Evrópusambandsins
Wikipedia
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. ágúst 2008
Þegar menn hugsa ekki
Höfnun Íra á Stjórnarskrá Evrópusambandsins (sem einnig er kölluð Lissabon-sáttmálinn) hefur komið illa við Evrópusambandssinna víða og þ.m.t. hér á Fróni. Brugðist hefur verið við með ýmsu móti eins og gengur og gerist. Ein viðgrögðin hafa verið á þá leið að segja höfnun Íranna í raun vera ómarktæka þar sem kosningaþátttakan hafi ekki verið nema 53% og undir 45% utan írska höfuðborgarsvæðisins! Það er nefnilega það.
Þessir sömu aðilar gleyma að í byrjun árs 2005 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Spáni um Stjórnarskrá Evrópusambandsins þar sem um 40% kjósenda tók þátt og samþykkti meirihluti þeirra plaggið. Ómarktæk kosning væntanlega samkvæmt sömu formúlu. Þó man ég nú ekki eftir því að íslenzkir Evrópusambandssinnar hafi haft nokkuð við þá atkvæðagreiðslu að athuga. Enda niðurstaðan þeim að skapi.
Þátttaka í kosningum til Evrópusambandsþingsins hefur stöðugt minnkað til þessa og hefur í síðustu kosningunum verið vel innan við 50%. Í síðustu kosningum til þingsins árið 2004 var þátttakan aðeins 45,6% og var hún því væntanlega alls ómarktæk samkvæmt kokkabókum Evrópusambandssinna. Þeir sem á þinginu sitja núna í krafti þessara kosninga hljóta því að hafa nákvæmlega ekkert umboð til þess. Ekki satt?
Hjörtur J. Guðmundsson
(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Herkvaðning Bjarna Jónssonar
- Margboðað morð
- Reikningur aldarinnar bíður
- Stolnu fjaðrirnar
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 109
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 1381
- Frá upphafi: 1143445
Annað
- Innlit í dag: 91
- Innlit sl. viku: 1178
- Gestir í dag: 89
- IP-tölur í dag: 89
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar