Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Danskur ESB-sinni metur íslenskt heilbrigði

Stjórnvöld treysta ekki íslenskum sérfræðingum á sviði dýraheilbrigðis til að meta smitsjúkdómahættu af innflutningi dýra og dýraafurða. Á Vinstrivaktinni er vakin athygli á undirferli Jóhönnustjórnarinnar í aðlögunarferlinu að Evrópusambandinu.

Fyrr á kjörtímabilinu stóð innan ríkisstjórnar nokkur styr um það hvort rétt væri að fela íslenskum dýralæknum að meta hættuna af innflutningi á hráu kjöti og lifandi dýrum. Þá strax vildu forsætis- og utanríkisráðuneyti setja málið í hendur dönskum fyrrum embættismanni sem ESB samningamenn hafa valið til verksins.
Nú er uppvíst að hinn danski sérfræðingur hefur verið fenginn til verksins og settur undir hatt utanríkisráðuneytis. Það er ljóst að viðhorf meginlandsbúa sem lengi hafa starfað innan kerfis ESB eru talsvert önnur í þessum málum heldur en þeirra sem hér á landi hafa glímt við hrossapestir og þekkja hörmungarsögu Íslendinga í búfjárinnflutningi.


Evran klýfur ESB í tvo hluta

Aðeins 17 ríki af 27 ESB-ríkjum nota evru fyrir gjaldmiðil. Evru-ríkin róa lífróður til að bjarga gjaldmiðlinum. Ástæðan fyrir því að evran er í hættu er ójafnvægi innan myntsvæðisins.

Í grófum dráttum er staðan þannig að suðuhlutinn, Portúgal, Spánn, Ítalía og Grikkland, glímir við fjárlagahalla, mikið atvinnuleysi og lítinn hagvöxt. Norðurhlutinn, Þýskaland, Holland, Austurríki og Finnland, býr við mun betri efnahagsaðstæður.

Til að leysa vanda evrunnar er aðeins ein leið, þótt útfærslan geti verið með ýmsu móti. Hún er sú að Norður-Evrópa fjármagni Suður-Evrópu á líkan hátt og ríkari hluti Bandaríkjanna fjármagnar fátæka bræður og systur í efnaminni fylkjum.

Ef það tekst að finna leið til að flytja fjármagn frá Þjóðverjum og öðrum efnameiri ríkjum evrunnar í norðri til fátækari ríkja í suðri án þess að evru-samstarfið springi þá er kominn vísir að Stór-Evrópu.

Jafnframt er deginum ljósara að ríki eins og Bretland, Svíþjóð, Danmörk og Pólland munu ekki taka þátt í tilrauninni að búa til Stór-Evrópu til að bjarga evrunni.

Hvernig sem allt veltur mun evran splundra Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag. Af því leiðir, vitanlega, að Ísland á að draga tilbaka vanhugsuðu umsóknina frá 16. júlí 2009.


mbl.is Illugi Gunnarsson: Breyttar forsendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Monti: evran fari til helvítis

Orðvar forsætisráðherra Ítalíu, Mario Monti, segir að ef Evrópusambandið finni ekki frambúðarlausn á evru-kreppunni um helgina standi álfan frammi fyrir katastrófu. Stjórnmálaöfl munu leysast úr læðingi sem segja evrunni að fara til helvítis og evrópskri samstöðu þar með.

Æ betur kemur í á daginn að gjaldmiðill getur ekki orðið að pólitísku verkfæri fyrir samrunaþróun Evrópu.

Eina sem evran gerir er að læsa Suður-Evrópu inn í skuldafangelsi. Og það verður vítisvist. Betra er að taka út sársaukann strax og kannast við að evran er dæmd til að mistakast.


mbl.is Engar „töfralausnir“ til, segir Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisfjármál, ábyrgð og lýðræði

Evran gerir þjóðir gjaldþrota vegna þess að efnahagsleg mistök fá ekki leiðréttingu í gengi gjaldmiðilsins. Spánn getur ekki af eigin rammleik komið sér út kreppunni þar sem eina raunhæfa útgönguleiðin, gengisfelling, er lokuð.

Innri gengisfelling, þ.e. niðurfærsla launa og verðlags, tekur mörg ár að framkvæma. Forsenda innri gengisfellingar er að samstaða sé um það að þjóðin lifi um efni fram. Slík samstaða er nær ómöguleg því ólíkir þjóðfélagshópar ná ekki saman um slíka greiningu. Lýðræðislegar kosningar eru ekki til þess fallnar að leiða fram sameiginlega niðurstöðu.

Til að verja evruna verður að kippa lýðræðinu úr sambandi, líkt og gert var í Grikklandi - eins og Gavin Hewitt hjá BBC bendir á.


mbl.is Hár lántökukostnaður að sliga Spán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-sáttmáli í uppnámi

Jens Weidmann forseti þýska seðlabankans segir að nýjasta útspil Evrópusambandsins, bankabandalag, sé ekki raunhæfur kostur nema að undangengnum breytingum á grunnlögum sambandsins - Lissabonsáttmálanum.

Breytingar á Lissabonsáttmálanum taka langan tíma þar sem öll 27 ríki sambandsins verða að staðfesta breytingarnar - en ekki aðeins þau 17 sem eiga samstarf um evruna.

Weidmann efast um að vilji sé til þess í aðildarríkjum að afsala fjármálalegu fullveldi til Brussel til að koma á fót bankabandalagi.

Umræðan í Evrópu sýnir svart á hvítu að það Evrópusamband sem Ísland sótti um aðild að 16. júlí 2009 fyrirfinnst ekki nema að nafninu til.

 


mbl.is Fjármálaráðherrar funda í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innrætingarferðir til Brussel

Leynd hvílir yfir hvaða sveitarstjórnarmenn þágðu boð Evrópusambandsins að koma til Brussel og fá allt ókeypis gegn því að hlusta á fyrirlestra um ágæti ESB. Til að gera ferðirnar enn ábatasamari fyrir sveitarstjórnarmenn fá þeir dagpeningaí reiðufé í umslagi - svona eins til að undirstrika að hér eru aá ferðinni nótulaus viðskipti.

Björn Bjarnason gerir innrætingarferðirnar að umtalsefni á Evrópuvaktinni og segir

Séu sveitarstjórnarmenn utan vinnutíma þegar þeir þiggja boð í skemmtiflug til útlanda gildir það ekki þegar þeir ferðast í hinum alvarlega tilgangi að kynna sér áhrif hugsanlegrar ESB-aðildar á sveitarstjórnarstigið. Til ferðarinnar er stofnað til að móta skoðanir þeirra, ESB er að afla sér stuðningsmanna að fyrirmælum stækkunardeildar sambandsins.

Geri allar siðareglurnar sem samþykktar hafa verið undanfarið ekki ráð fyrir því að kjörnir fulltrúar upplýsi umbjóðendur sína um þátttöku í innrætingarferðum ESB er stærri glufa í þeim en ætla hefði mátt að óreyndu.


ESB-sóló Össurar andstætt þjóðarhagsmunum

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er stórhættulegur þjóðarhagsmunum Íslands. Össur er ekki með umboð íslenskra kjósenda til að semja við Evrópusambandið um eitt eða neitt og hann er meðvitundarlaus um þá upplausn sem evru-kreppan veldur í samstarfi ESB-ríkja.

Evrópusambandið er klofið í evru-ríkin 17 annars vegar og hins vegar þau tíu ríki sem standa utan evrunnar en eru í sambandinu. Evru-ríkin róa að því öllum árum að auka samrunan til að bjarga gjaldmiðlinum en hin tíu, sem utan standa, bíða átekta.

Óhugsandi er að hvorttveggja gerist að evrunni verði bjargað og Evrópusambandið haldi velli í núverandi mynd.

Allir sem fylgjast með umræðunni í Evrópu vita að Evrópusambandið sem samfylkingarhluti ríkisvaldsins sótti um aðild að 16. júlí 2009 fyrirfinnst ekki lengur nema að nafninu til.

Hagsmunir Íslands eru settir í hættu með því að utanríkisráðherra og Samfylking, einn stjórnmálaflokka, reynd að nudda Íslandi inn í ríkjasamband í upplausn.


mbl.is „Ég furða mig á þessari yfirlýsingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baktjaldamakk Össurar í Brussel

Össur utanríkis segir í Brussel að samningsafstaða Íslendinga í fiskveiðimálum liggi fyrir. Hér heima hefur engin slík samningsafstaða verið kynnt. Björn Bjarnason bendir á það á Evrópuvaktinni að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem viðurkenndar reglur um stefnumótun í utanríkismálum eru sniðgengnar af Össuri og embættismönnum hans.

Hér á landi hefur ekki verið skýrt frá því hver sé samningsafstaða Íslands í sjávarútvegsmálum. Stefán Haukur Jóhannesson, formaður viðræðunefndar Íslands, hefur sagt að það sé hlutverk sitt og nefndarinnar að móta þessa afstöðu sem síðan yrði kynnt á vettvangi ríkisstjórnar og alþingis.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fram kemur að íslenskir ráðamenn kynni fyrst hugmyndir um samningsafstöðu Íslands fyrir embættismönnum ESB í Brussel og taki þær síðan til umræðu hér á landi.

Frá því hefur verið skýrt að 2. apríl 2012 fréttu fulltrúar Bændasamtaka Íslands af tillögum sem lagðar höfðu verið fyrir embættismenn ESB um aðgerðaáætlun í landbúnaðarmálum sem var ekki kynnt í „samningshópi“ utanríkisráðuneytisins um þau mál fyrr en 7. maí 2012.

Þá sagði Stefán Haukur Jóhannesson frá því nýlega í samtali við blað ESB-aðildarsinna ætlað bændum að ESB mundi veita Íslendingum sérlausn í landbúnaðarmálum. Þetta kom forystumönnum bænda í opna skjöldu enda hafði þeim ekki verið skýrt frá samningsafstöðu Íslands. Rituðu þeir bréf til landbúnaðarráðherra og óskuðu skýringa á ummælum formanns viðræðunefndarinnar.

Trúnaður Össurar er ekki við íslenska kjösendur og fulltrúa þeirra á alþingi heldur við sértrúarsöfnuðinn sem hefur stýrt utanríkismálum Íslendinga í ógöngur.


Stór-Evrópa, skrýmsli við dyrastaf Breta

Annað tveggja gerist með evru-svæði 17 ríkja. Að samstarfið splundrist annars vegar og hins vegar að nýtt ríkisvald, Stór-Evrópa, verði smíðað utan um gjaldmiðlasamstarfið.

Bretar átta sig á því að ef tekst að bjarga evrunni með Stór-Evrópu stríðir það gegn hagsmunum Bretlands í þúsund ár - að ekki verði til á meginlandinu yfirþyrmandi stórríki, hvort heldur undir stjórn Napoleóns, Hitlers eða Barroso/Merkel/Hollande. Jeremy Warner spyr hvers vegna Bretar ættu að leggja peninga inn í Alþjóðgjaldeyrissjóðinn sem pumpar þeim beint inn í ESB-hítina.

Frá sjónarmiði Íslands er eftirtektarvert að hvort sem evran deyr eða lifir þá er Evrópusambandið búið að vera. Þau 17 ríki sem mynda evru-svæðið innan Evrópusambandsins munu ekki fá hin tíu ESB-ríkin í leiðangur með sér að búa til Stór-Evrópu.

 


mbl.is Óttast gríðarlegt tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran innleiðir heimskreppu

Einn gjaldmiðill 17 ríkja sem eiga fátt sameiginlegt er sjálfstæð orsök þess að efnahagskerfi heimsins er í varanlegu sjokkástandi. Hefðbundin verkfæri til að aðlaga þjóðhagkerfi efnahagslegum veruleika er gengisfelling.

Öll Suður-Evrópa þarf á gengisfellingu að halda, á bilinu 20-40 prósent.

Evran leyfir ekki gengisfellingu og sú staðreynd framlengir kreppuna á evru-svæðinu um mörg ár. Afturkippur í efnahagsbata Bandaríkjanna og samdráttur í Kína munu á næstu misserum bætast ofan á evru-kreppuna.


mbl.is Lækkun á flestum mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 93
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 1365
  • Frá upphafi: 1143429

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1166
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband