Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Mánudagur, 30. apríl 2012
Krónan, ESB-umsóknin og sjálfstraust þjóðar
ESB-sinnar herjuðu í tíma og ótíma á krónuna og fundu henni allt til foráttu. Íslendingar geta ekki haldið úti eigin gjaldmiðli hét það í áróðrinum. Samanlagðar hagfræðibókmenntir geyma hvergi upplýsingar um hve stórt eða lítið gjaldmiðlasvæði þarf að vera til að lukkast.
Árásir á krónuna dugðu vel til að skapa ótta og draga úr sjálfstrausti þjóðarinnar. Krónan tók dýfu þegar efnahagsaðstæður gjörbreyttust við hrunið. Til samanburðar stóð evran keik. En þegar rann upp fyrir alþjóð að evran hélst stöðug en velferð jaðarríkja evrulands hrundi dró heldur úr ljóma evrunnar.
Íslendingar eru óðum að öðlast sjálfstraust á ný, krónan að eignast nýja bandamenn og þeim fækkar sem vilja Ísland í Evrópusambandi. Allt hangir þetta saman.
Einhliða upptaka veikasti kosturinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 29. apríl 2012
Evran og lýðræðið eru andstæður
Sósíalistinn Francois Hollande, sem líklega mun sigra Sarkozy Frakklandsforseta eftir viku, segist ætla að rífa upp sáttmálann um fjármálabandalag 25 ESB-ríkja. Merkel kanslari Þýskalands og Sarkozy sömdu fyrir nokkrum vikum um fjármálabandalagið, er kveður t.d. á um hámarksfjárlagahalla evru-ríkja.
Merkel kanslari hefur ítrekað í vikunni að ekki komi til greina að endurskoða sáttmálann. Til að bjarga evrunni verður að beita niðurskurði hjá þeim ríkjum sem söfnuðu skuldum í góðæri lágra vaxta, segir Merkel.
Telegraph segir Hollande eiga bandamenn meðal ráðamanna á Ítalíu og Spáni, sem vilja ekki þýskan niðurskurð. Taki Suður-Evrópuþjóðir höndum saman um að breyta fjármálasáttmálasáttmálanum, sem Þjóðverjar telja nauðsynlegan, neyðist Merkel til að þóknast þýskum þjóðarvilja og draga Þýskaland úr evru-samstarfinu.
Lýðræðisvilji Evrópuþjóða birtist í kjöri til þjóðþinga. Evran er ekki með neitt þjóðþing á bakvið sig og mun víkja. Spurningin er aðeins hvenær.
Hollande með gott forskot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 28. apríl 2012
Þjóðin afþakkar ferð með Titanic
Afgerandi meirihluti þjóðarinnar afþakka boðsferð Samfylkingar með ESB-Titanic sem steytir á ísjaka á hverri stundu, samkvæmt orðum spænska utanríkisráðherrans. Ný skoðanakönnun staðfestir að fullveldissinnar eru harðari í afstöðu sinni til ESB-aðildar en fylgjendur, sem eru hálfvolgir í trúnni.
Aularök Össurar og samfylkingarfólks um að ,,kíkja í pakkann" er gersneydd sannfæringu og virkar ekki á aðra en þá sem vita sama og ekkert um hvað málið snýst.
Þjóðin veit sínu viti og hafnar aðild að Evrópusambandinu. Næstu vikur og mánuði mun þess afstaða harðna og ESB-leiðangur samfylkingarhluta ríkisvaldsins steytir á skeri. Það verður fleira sem sekkur en ESB-umsóknin.
Mikill meirihluti vill ekki í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. apríl 2012
Krónan og fullveldi til framtíðar
Æ fleiri sannfærast um að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar er best borgið með fullveldinu óskertu og krónunni sem gjaldmiðli. Bæði hafa aðstæður innanlands þróast á þann veg að rökin fyrir sjálfstæðum gjaldmiðli eru sterkari en áður og svo er hitt að tilraun 17 evru-ríkja með einn gjaldmiðil er að renna út í sandinn.
Vegna krónunnar tókst Íslendingum betur að vinna sig úr kreppunni en til dæmis Írum, sem enn eru í verulegum vanda með ríkisfjármálin og sitja uppi með tvöfalt meira atvinnuleysi á við.
Framsóknarflokkurinn hefur tekið afgerandi afstöðu með fullveldinu og krónunni. Flokkurinn mun njóta þess í næstu þingkosningum.
Vill halda í íslensku krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 26. apríl 2012
Sarkozy tilbúinn að fórna evrunni
Þverrandi pólitískur stuðningur við evruna einmitt þegar gjaldmiðillinn er hvað veikastur fyrir mun óhjákvæmilega leiða til upplausnar evru-samstarfsins. Þjóðverjar, sem segja má að haldi evrunni á floti, hafa gert kröfu um ríkisfjármálabandalag með banni við fjármálahalla upp á meira en 3 prósent.
Hollenska ríkisstjórnin féll vegna aðhaldskröfu nýja ríkisfjármálabandalagsins innan evrulands. Sarkozy Frakklandsforseti, sem nú berst fyrir endurkjöri, segist tilbúinn að setja ríkisfjármálabandalagið í þjóðaratkvæði. Þar með hefur Sarkozy sagt sig úr bandalaginu við Þjóðverja - en það bandalag hefur haldið evrusamstarfinu gangandi í skuldakreppu síðustu 4 ára.
Endatafl evrunnar er að hefjast.
Sarkozy lofar þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. apríl 2012
Noregur: ESB gerir árás á Ísland
Æðsta vald Evrópusambandsins gerir árás á Ísland vegna makríldeilunnar, segir í frétt ABC-fréttastofunnar í Noregi. Ráðherraráð ESB mun samþykkja víðtækar heimildir til að kúga Íslendinga til hlýðni í makríldeilunni: löndunarbann á íslensk skip, bann á kaupum og sölu skipa til og frá Íslandi, hafnbann á íslensk skip í höfnum ESB-ríkja og viðskiptabann á útgerðavörur til Íslands.
Norðmenn eru undrandi á hörkunni sem Evrópusambandið sýnir Íslandi. En á meðan íslensk stjórnvöld sýna engin viðbrögð önnur en auðmýkt gagnvart Brussel fær málstaður Íslendinga engan stuðning í Noregi.
Ríkisstjórn Samfylkingar og VG lætur yfir Ísland ganga ofbeldi frá æðstu valdastofnunum Evrópusambandi vegna þess að þröngir flokkshagsmunir eru teknir fram yfir þjóðarhag.
Ekki í höndum Samfylkingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 24. apríl 2012
Evran hótar heimskreppu
Hvorki Bandaríkin né Kanada samþykktu aukin framlög til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á nýafstöðnum vorfundi sjóðsins. Smærri þjóðir, Bretland til dæmis, voru knúnar til að gefa loforð um aukin framlög.
Allir vita að evru-kreppan er ástæðan fyrir því að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hamstrar fé til að byggja upp varajóði. ´
Pólitískt uppreisn í evrulandi gegn þýskum fjármálaaga fékk útrás í frönsku forsetakosningunum þar sem fimmtungur kjósenda studdi Le Pen sem vill Frakkland út úr evrunni. Í Holland féll ríkisstjórnin vegna þess að hún gat ekki mætt aðhaldskröfum Evrópusambandsins.
Evran ógnar alþjóðahagkerfinu og gæti leitt yfir okkur heimskreppu.
Pólitíkin hefur áhrif á hlutabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. apríl 2012
ESB og lýðræðið
Þjóðir Suður-Evrópu mega sitja undir afskiptum Evrópusambandsins af innanlandsmálum sínum vegna þess að þær eru staurblankar og orðnar vanar því að fá peningasekki frá norðri. Þjóðir Norður-Evrópu, aftur á móti, eru ekki á hnjánum þótt halli á ríkissjóði sé meiri en samþykktir ESB leyfa.
Hollendingar munu ekki láta yfir sig ganga miðstýrð fjárlög frá Brussel þegar það rennur upp fyrir þeim að lýðræðislegt vald yfir menntamálum, heilbrigðismálum og almannatryggingum er komið yfir landamærin til Belgíu.
Í umræðunni um skuldakreppu evrulands fer lítið fyrir lýðræðishallanum sem stóraukist hefur með viðbótum við stofnsáttmála ESB, t.d. fjárhagsbandalaginu. Lýðræðishallinn verður brátt meira áberandi með þeim afleiðingum að lögmæti ESB-samvinnunnar verður dregið í meiri efa en hingað til.
Hvetur hollensk stjórnvöld að reyna niðurskurð áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. apríl 2012
Kvak gærdagsins og staða Íslands
Evruland 17 ESB ríkja deyr á næstu misserum eða árum. Aðeins kjánar láta sig dreyma um að Ísland verði aðili að evrulandi. Krónan er og verður okkar gjaldmiðill næstu árin. Eftir að evruland liðast í sundur verða til ný viðmið í gjaldmiðlamálum heimsins þar sem dollarinn mun eiga fullt í fangi með að halda sínu.
Evru-umræðan er kvak gærdagsins. ESB-umsóknin er óðum að fara í sama flokk, - tilgangslaus umræða þar sem staðfesta þjóðarinnar gegn aðild fer vaxandi samtímis sem staða ESB versnar vegna evru-kreppunnar.
Ísland á ekki heima í Evrópusambandinu. Þegar það hefur verið stðafest þarf að staðsetja okkur upp á nýtt - og það verður aðeins gert með virkri samvinnu við önnur strandríki í okkar heimshluta: Grænlandi, Færeyjum og Noregi.
Evran engin lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 21. apríl 2012
Jóhanna og ESB-umsóknin eru eitrið
Ofuráhersla Samfylkingarinnar, einkum Jóhönnu, á Evrópusambandið eitraði tilveru ríkisstjórnarinnar frá upphafi. Vinstri græn eru í bóndabeygju út af Evrópuferðinni og geta ekki á heilum sér tekið. Því hefur kvarnast svo úr fylgi stjórnarinnar, að hún hefur tæpan meirihluta, sem dugar alls ekki til afgreiðslu allra mála. Sjálfur styð ég aðildina, en hafna offorsi Jóhönnu. Hún getur ekki troðið aðild upp á þjóð, sem er í vaxandi andstöðu við aðild. En Jóhanna er svo einþykk, að hún skilur þetta ekki. Jóhanna og Evrópa eru eitrið í stjórnarsamstarfinu, sem hindrar hvert stjórnarmálið á fætur öðru.
Tekið af Jónasi
http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=16533
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 185
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar