Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011

Evran eyđileggur samheldni Evrópu

Evran eykur sundrungu í Evrópu. Grikkir, Spánverjar og Portúgalar mótmćla ekki ađeins stjórnvöldum í heimalöndum sínum heldur einnig Angelu Merkel kanslara Ţýskalands. Ríki eins og Svíţjóđ og Bretland, sem standa utan evru-samstarfsins, láta sér ekki til hugar koma ađ ganga inn í gjaldmiđlasamstarfiđ. Rúmenía er á hinn bóginn vís međ ađ vilja inngöngu enda landlćgur áhugi ţar ađ komast undan ábyrgđ á skuldbindingum. Evran er einmitt slíkt verkfćri; ţar sem allir bera ábyrgđ á skuldum allra ber í reynd enginn ábyrgđ.

Á ţessa leiđ skrifar Hans-Olaf Henkel fyrrum forseti Samtaka iđnađarins í Ţýskalandi í Financial Times. Hann segir ţađ mestu mistökin á sínum ferli ađ hafa stutt gjaldmiđlasamstarfiđ um evruna.

Úr ţessu verđur evrunni ekki bjargađ, skrifar Henkel. Tillaga hans er ađ Ţýskaland ásamt Finnlandi, Austurríki og Hollandi kljúfi sig úr evru-samstarfinu og myndi nýjan gjaldmiđil. Suđur-Evrópuríkin sćtu uppi međ evruna sem myndi gjaldfalla og skapa forsendur fyrir betri samkeppnishćfni.

Umrćđan í Ţýskalandi grefur jafnt og ţétt undan tiltrú á evrunni. Ţjóđverjar eru óđum ađ gera upp viđ sig ađ hvort vilja ţeir né geta boriđ ábyrgđ á skuldum evru-ríkjanna.

 


Össur: björt framtíđ án ESB-ađildar

Ísland á sér bjarta framtíđ, segir Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra í ítarlegri grein í Fréttablađinu. Hvergi í greininni er ađildarumsókn Íslands til Evrópusambandsins nefnd á nafn. Ţvert á móti viđurkennir utanríkisráđherra ađ mistök hafi veriđ gerđ og er ţađ óbein vísun í dauđvona umsókn.

Málflutningur Össurar og Samfylkingar er ađ jafnađi sá ađ Íslendingar kunni ekki fótum sínum forráđ og séu ţví tilneyddir ađ sćkja um ađild ađ Evrópusambandinu.

Nýfengin trú á getu ţjóđarinnar ađ fara međ sín mál sjálf er lofsverđ. Össur ćtti ađ sýna hug sinn í verki međ ţví ađ grćja ţetta lítilrćđi sem útaf stendur og kippa umsókninni tilbaka.


Greiđsluţreyta Ţjóđverja

Björgun evrunnar stendur og fellur međ Ţjóđverjum. Ţýski ríkissjóđurinn er í bakábyrgđ fyrir lánum til Grikkja, Portúgala og Íra. Sami ríkissjóđur er óbeinn ađili ađ kaupum Evrópska seđlabankans ađ skuldabréfum Spánverja og Ítala til ađ halda ávöxtunarkröfunni í kringum fimm prósent.

Ambrose Evans-Pritchard í Telegraph hefur eftir ţýskum yfirmanni björgunarsjóđs evru-ríkjanna ađ ţýsk móđursýki hamli framgangi björgunaráćtlunarinnar.

Á síđustu dögum hafa mikilvćgar stofnanir í Ţýskalandi, forsetaembćtti og seđlabanki landsins, varađ viđ yfirtöku skulda óreiđuríkja í Suđur-Evrópu (vitanlega eru varnađarorđin háttvís).

Ţann 7. september bođar ţýski stjórnlagadómstóllinn úrskurđ í kćru vegna björgunarpakkans til Grikklands. Merkel kanslari var búinn ađ ákveđa ferđlag til Rússlands um sama leyti. Ferđalaginu hefur veriđ frestađ. 


Kindarleg ţögn Vg um Evrópumál

Flokksráđ Vinstri grćnna hittist um helgina og samkvćmt venju var ályktađ um stórt og smátt er lýtur ađ stjórnmálmálum t.d. velferđarmál, átökin í Líbíu og nauđsyn dýralćkninga. Eitt mál var ţó ekki nefnt stöku orđi í ályktun flokksráđsins og skyldi ţó ćtla ađ skylt vćri skeggiđ hökunni; Evrópumál, sem hafa veriđ í stefnuyfirlýsingu Vg frá stofnun 1999 fengu enga umfjöllun.

Í stefnuyfirlýsingunni frá 1999 segir

Hugsanlegur ávinningur af ađild Íslands ađ Evrópusambandinu réttlćtir ekki frekara framsal á ákvörđunarrétti um málefni íslensku ţjóđarinnar og er ađild ađ Evrópusambandinu ţví hafnađ. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtćkja eru í alltof ríkum mćli drifkraftar Evrópusamrunans, miđstýring, skrifrćđi og skortur á lýđrćđi einkennir stofnanir ţess um of.

Flokksforysta Vinstri grćnna vanvirti ţessa stefnu ţegar samiđ var viđ Samfylkinguna um ađ styđja ţingsályktun um ađ veita heimild til ađildarumsóknar ađ ESB. Tveir ţingmenn Vinstri grćnna hafa kvatt ţingflokkinn gagnvart vegna Evrópumála.

Oft hefur veriđ ályktađ af minna tilefni.

 


Breidd og dýpt; greinaflokkur Tómasar I. Olrich

Í sumar birti Morgunblađiđ greinaflokk eftir Tómas I. Olrich, fyrrverandi menntamálaráđherra, um Evrópusambandiđ og Ísland. Tómas fjallar ţar um tilurđ sambandsins í ljósi evrópskrar sögu og alţjóđlegrar ţróunar.

Tómas er ţaulkunnur ađstćđum í Frakklandi og víđa í Evrópu og miđlar af ţekkingu sinni og reynslu í greinunum sem höfundur veitt góđfúslegt leyfi ađ yrđu birtar á heimasíđu Heimssýnar.

Greinaflokkur Tómasar veitir innsýn í ţá pólitísku krafta sem móta Evrópusambandiđ og hver stađa Íslands er gagnvart ţeim reginöflum.

 


Evran stendur ekki undir Evrópusambandinu

Evran var pólitískt verkfćri sem átti ađ auka hrađann á samrunaferli Evrópusambandsins. Flest bendir til ađ evran valdi ekki ţessu hlutverki og samstarf ţeirra 17 ríkja sem hafa evru fyrir lögeyri mun ljúka međ einum eđa öđrum hćtti.

Evran átti ađ vera tćknileg lausn á pólitísku álitaefni; hve langt á ađ ganga í samruna aldagamalla ţjóđríkja. Rétti vettvangurinn fyrir úrlausn á ţessu álitaefni er ţjóđmálaumrćđan. Evran átti ađ stytta leiđina ađ Stór-Evrópu.

Evran mun ekki fćđa af sér Stór-Evrópu. Líkur eru til ađ kreppa gjaldmiđilsins mun fćra samrunaţróun Evrópusambandins aftur um tvo til ţrjá áratugi.


mbl.is Veđja á hrun evrunnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lýđskrumiđ um ónýtu krónuna

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar bloggar um krónu og hagstjórn

Guđmundur Steingrímsson sem í gćr sagđi sig úr Framsóknarflokknum nefnir ađ ónýtur gjaldmiđill sé m.a. ástćđa úrsagnar hans úr flokknum í merkingunni ađ forsystumenn flokksins styđja ekki ađ Ísland taki upp evru.

Gjaldmiđill getur ekki veriđ ónýtur en aftur á móti getur hagstjórnin veriđ ţađ léleg ađ ţađ endurspeglast í gjaldmiđlinum. Ástand gjaldmiđils er tákn um ástand hagkerfisins.

Ţađ er ţví einhverskonar bull ţegar menn kasta fram lýđskrumsfrasanum "ónýt króna". Ekki er hćgt ađ taka mark á ţeim sem svona tala og horfa til töfralausna eins og ESB og evru.

Ţađ er algerlega á kristaltćru ađ nákvćmlega sömu međulum ţarf ađ beita viđ hagstjórnina hvort sem menn eru međ krónu eđa evru sem er einmitt m.a. ástćđa ţess ađ evrusamstarfiđ gerir kröfu um svokölluđ Maastrict hagstjórnarskilyrđi.

Ţađ er af ţeirri nákvćmlega sömu ástćđu ađ Grikkland er í vondum málum ásamt fleiri evruríkum og Ísland vegna ţess ađ ţau fylgdu ekki leiđbeiningum Maastricht. Ásamt auđvitađ fleiri atriđum ţví ţótt Maastrict skilyrđin séu nauđsynleg ţá eru ţau ekki nćgjanleg.

Ţađ er ţví ekki mark takandi á neinum stjórnmálamanni sem vill "bíđa eftir inngöngu í ESB og upptöku evru" til ađ taka á hagstjórninni í stađ ţess ađ einhenda sér í verkiđ strax. Ţađ ţarf nefnilega hvort sem er ađ taka á hagstjórnni hvort sem evra verđur tekin upp eđa ekki. ESB leyfir ekki annađ.


Eistneskt fullveldi og íslenskur kjánaskapur

Eistneskir ţingmenn heimsóttu Heimssýn fyrir tveim árum og gerđu grein fyrir ástćđum ţess ađ Eistar gegnu í Evrópusambandiđ. Ástćđurnar voru tvíţćttar. Í fyrsta lagi efnahagslegar, ţar sem sjötti hver eistnesk króna kom frá Brussel, og í öđru lagi öryggishagsmunir gagnvart Rússlandi.

Ţingmennirnir útskýrđu ađ Eistland vćri á ,,áhrifasvćđi" Rússa og löngum veriđ hernumiđ af grönnum sínum. Međ ţví ađ tengjast Vestur-Evrópuríkjum nánari böndum í gegnum Evrópusambandiđ vćru varnir efldar gegn rússnesku ofríki.

Ađildarsinnar á Íslandi, trúir söguleysi sínu og einfeldningshćtti, setja jafnađarmerki milli fullveldis Eista og Íslands. Ţađ er eins og ađ bera saman sjávarútveg á Íslandi og í Sviss. 


Ţingmađurinn og evrópska Brussan

Haraldur Hansson bloggar um ađildarsinnađa ţingmenn og fer á kostum. 

Svo blindir geta menn orđiđ í trúnni á draum sinn, ađ hvítt verđur svart og vont verđur gott. Ţingmađur skrifađi grein í Fréttablađiđ og er engu líkara en ađ Birtíngur hafi stýrt pennanum.

Birtíngur trúđi af sakleysi öllu sem Altúnga, lćrifađir hans, kenndi honum, enda „mikiđ einfaldur ađ hjartalagi". Altúnga kenndi ađ ţeir lifđu í hinum allra besta heimi og ađ allt sem ţar gerist miđi til góđs.

Ţeir sem segja ađ alt sé í lagi eru hálfvitar; mađur á ađ segja ađ alt sé í allrabesta lagi.

Magnús Orri Schram ritar í Fréttablađiđ og tekst, eins og Birtíngi, ađ lesa vondar fréttir sem gleđitíđindi. Evrópskir stjórnmálamenn óttast aukna miđstýringu en Magnús Orri kallar ţađ „nánara samstarf".  Ytra telja menn ađ aldrei verđi hćgt ađ ná sátt um slíkt fullveldisafsal, en okkar mađur telur ţađ „jákvćđar breytingar".

Ţannig trúir hann ađ allt sem gerist í Evrópusambandinu miđi til góđs, sama hversu slćmt ţađ er. Hann trúir bábiljunum öllum og getur varla beđiđ eftir evrunni, sem sligar nú hvert jađarríkiđ á fćtur öđru.

Magnús Orri bregđur sér í hlutverki Birtíngs, Evrópusambandiđ er hans Kúnígúnd og Össur er lćrifađirinn Altúnga. Ţingmađurinn er jafn blindađur af hrifningu sinni á Brussel og Birtíngur var af ást sinni á Kúnígúnd.
 

Vinstrihandargiftíng

Birtíngur eyddi aumri ćvinni í ađ leita ađ ćskuástinni Kúnígúnd. Ţrátt fyrir samfelldar hrakningar og ţjáningar trúđi hann ţví ađ hlutirnir geti ekki veriđ öđru vísi en ţeir eru og hljóti ađ fá hinn allra besta endi.

Ţegar hann loks fann Kúnígúnd hafđi hún ljókkađ svo mjög ađ hann hrökk skelfdur ţrjú skref afturábak. Hann bar enga löngun til ađ giftast henni en hún gekk svo freklega eftir honum ađ hann komst ekki undan ţví.

Lćrifađirinn Altúnga tók saman ritgerđ og sannađi ađ hin eđalborna Kúnígúnd gćti gifst Britíngi vinstrihandargiftíngu. Jafnvel ţegar allir draumar Birtíngs höfđu molnađ sannađi Altúnga ađ ţeir byggju í hinum besta allra heima.

Birtíngur tók ađ efast í mesta mótlćtinu og taldi „brjálsemi ađ halda ţví fram ađ allt sé í lagi ţegar allt er í ólagi". Ţingmađurinn á eftir ađ ná ţeim ţroska. Og ađ skilja ađ hamingjan fćst ekki međ ţví ađ giftast óhrjálegri evrópskri Brussu vinstrihandargiftíngu.


Hrađferđ inn í brennandi hús

William Hague breski utanríkisráđherrann er höfundur ţeirrar myndlíkingar ađ evran vćri eins og brennandi hús ţar sem allar útgönguleiđir eru lokađar. Hague notađi líkinguna fyrir áratug ţegar umrćđa var í Bretlandi um ađ gerast ađili ađ Evrulandi.  Sumir vildu ţađ á sínum tíma en ţćr raddir eru löngu ţagnađar. En ţegar eldar loga í evruhúsi berast skringilegar fréttir af eyju í norđri.

Á Íslandi er utanríkisráđherra sem biđur stćkkunarstjóra Evrópusambandsins ađ taka Ísland í hrađferđ inn í brennandi evruhúsiđ.

Er Össur orđinn háđur ţví ađ hlegiđ sé ađ honum í útlöndum?


mbl.is Segir ESB-umsóknina tilgangslausa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 1116606

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband