Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Þriðjudagur, 23. ágúst 2011
Össur er saklaus - að eigin sögn
Um Össur Skarphéðinsson er sagt að hann tali aldrei illa um nokkurn mann - og svo kemur þögn - síðan þetta: sem er á eftir honum í stafrófinu. Maður með orðspor Össurar vill auðvitað leiðrétta þann misskilning að hann hafi staðið að stofnun nýs stjórnmálaflokks til að auðvelda framgang aðlögunarferlis Íslands að Evrópusambandinu. Maður eins og Össur stundar ekki slíka pólitík.
Saklausir af þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. ágúst 2011
Aðildarsinnar rugla saman margföldun og deilingu
Íslenskir aðildarsinnar stofna reglulega til nýrra félagasamtaka í þeirri von að fjölgun samtaka dylji fækkun félaga. Hans Haraldsson ræðir á bloggi sínu hverng þessar kenjar aðildarsinna smita út frá sér í stjórnmálin.
,,Margir hafa veitt eftirtekt þeirri hneigð ESB-sinna að stofna fleiri félög eftir því sem þeim fækkar.
Sömu tilhneigingar verður nú vart með stjórnmálaflokka. Guðmundur Steingrímsson ætlar að stofna "frjálslyndan miðjuflokk" en frjálslynd miðjustefna að hætti Guðmundar einkennist af ESB áhuga og...tja...náttúruvernd og svoleiðis. Í Keflavík er svo tenór nokkur að áforma stofnun frjálslynds demókrataflokks (eða var það norræns borgaraflokks?) sem hefur áhuga á ESB en síður á náttúruvernd.
Það segir nokkuð um stöðu ESB-sinna að þeir skuli reyna að sjá vonarglætu í þessari viðleitni Guðmundar og tenórsins (sbr. t.d hamaganginn í Samfylkingareyjunni og RÚV). Það er eins og þeir hafi ruglað saman deilingu og margföldun. 35% deilt á þrjá flokka gerir eftir sem áður 35% saman lagt.
Í rauninni er ekki einu sinni um það að ræða að 35% fylgi fáist út á ESB. Hvað sem líður fyrirferðinni í fjölmiðlum þá mældist áhugi á ESB málum lítill í áhugakönnunum Fréttablaðsins fyrir síðustu kosningar og í undirskriftasöfnuninni sem bar heitið Sammála söfnuðust ekki nema um 15.000 undirskriftir þrátt fyrir umfangsmestu auglýsingaherferð sem fylgt hefur undirskriftasöfnun á Íslandi.
Það er kannski helst von ESB-sinna að kjörþokki Guðmundar og tenórsins sé slíkur að hann dugi til að vega upp á móti málaefnalegri einangrun Samfylkingarinnar meðal rótgrónu flokkanna og nær óhjákvæmilegu fylgistapi í næstu kosningu."
Ekki líklegt til að veikja Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. ágúst 2011
ESB-trúboðið í hjálendunni
Nýlenduveldin gömlu nýttu sér kristni til að ljúga að innfæddum að siðir og trú reist á gömlum gildum vaxin úr aldagömlu samfélagi væri bábiljur einar. Samfélag sem meðtekur trúboðið verður heltekið uppdráttarsýki um langan aldur, eins og saga nýlendnanna sýnir.
Í skopmyndum er afstaða trúboðsins til innfæddra gjarnan sýnd þannig að rófan er skorin af hundi og honum fengin að japla á. Trúboðinn klappar rófulausa hundinum og segir hann duglegan að hafa sjálfan sig að snæðingi.
Í væntanlegri hjálendu Evrópusambandsins á Atlantshafi, á eyju sem heitir Ísland, er ESB-trúboðið stundað af Fréttablaðinu. Í frétt í dag segir frá væntanlegum styrjum Evrópusambandsins og að ,,heimamenn í héraði" séu best til þess fallnir að ráðstafa þeim fjármunum.
ESB-trúboðið segir ekki frá því að peningarnir sem koma til Íslands frá Brussel eru upphaflega sendir frá Íslandi til Evrópusambandsins - Ísland mun greiða með sér 15 milljarða króna til ESB.
Í Brussel verður ákveðið í hvaða verkefni á Íslandi peningarnir fara. Embættismenn í Brussel eru vitanlega mun betur til þess fallnir að ákveða hvernig Ísland skuli byggt heldur en íslenskir embættismenn.
Gömlu nýlenduveldin áttu orð yfir meðhjálpara sína meðal innfæddra. Þeir voru kallaðir ,,house niggers."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. ágúst 2011
Össur fær stuðning við ESB-umsókn - bara ekki á Íslandi
Um 64,5 prósent Íslendinga er á móti aðild að Evrópusambandinu og meirihluti þjóðarinn vill draga umsókn Íslands tilbaka. Finnar eru á hinn bóginn hlynntir inngöngu Íslendinga, segir í Vísi, sem dregur taum Össurar utanríkis og aðildarsinna.
Finnar eru þessa dagana að gera allt brjálað í Brussel vegna þess að þeir krefjast sérstakra trygginga fyrir neyðarlánum sínum til Grikklands.
Ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu myndu Íslendingar í fyrsta lagi borga með sér, 15 milljarða króna, og þar að auki yrðum við að greiða okkar skerf af björgunarpakkanum til Grikklands.
Allar þjóðir Evrópusambandsins bjóða okkur velkomin - vegna þess að við borgum með okkur og stækkum fiskveiðilandhelgi Evrópusambandsins.
Sunnudagur, 21. ágúst 2011
Evrópusambandið frá 2009 er búið að vera
Evrópusambandið sem Ísland sótti um aðild að sumarið 2009 er ekki lengur til. Kreppan í evru-samstarfinu hefur leitt til þess að þau 17 ríki sem deila með sér gjaldmiðli hafa tekið sig út úr samstarfi hinna 27 ríkja sem mynda Evrópusamstarfið.
Í síðustu viku tilkynntu leiðtogar Frakklands og Þýskalands, Merkel og Sarkozy, að Herman van Rompuy yrði leiðtogi evru-ríkja til viðbótar við hlutverk sitt sem leiðtogi ráðherraráðs Evrópusambandsins. Áður hafa evru-ríki samþykkt ríkara eftirlit með fjárlögum hvers annars með svokölluðum Euro plus pact.
Til að bjarga evrunni úr kreppunni þarf að meira til. Martin Blessing forstjóri annars stærsta banka Þýskalands, Commerzbank, segir að evru-ríkin þurfi sameiginlegt fjármálaráðuneyti til að lifa kreppuna af.
Fjármálaráðuneyti verður ekki til án ríkisvalds og það er í raun Stór-Evrópa sem þýski bankamaðurinn er að biðja um. Hvort fjármálamarkaðnum verði að ósk sinni er óljóst.
Hitt er fullkomlega skýrt að Evrópusambandið mun taka stakkaskiptum næstu misserin. Nágrannaríki okkar Íslendinga, Bretland, Danmörk og Svíþjóð eru ekki hluti af kreppu evru-svæðisins og eru ekki virkir þátttakendur í að móta nýjar reglur fyrri Evruland.
Ísland á ekkert með að láta aðildarumsókn liggja í Brussel þegar mikil óvissa er um hvers konar Evrópusamband vélar með umsóknina.
Laugardagur, 20. ágúst 2011
Brotin Belgía, ónýt evra og skilaboð út í tómið
Herman van Rompuy var einu sinni forseti Belgíu, sem er tilbúið land frá 19. öld og verið án ríkisstjórnar í tvö ár. Belgía er brotið land þar sem Flæmingjar í norðri telja sig ekki eiga heima í sama ríki og frönskumælandi Vallónar í suðri.
Evrópusambandið átti að hjálpa þjóðarbrotum að búa í friði með því að gera þjóðríki álfunnar úrelt smátt og smátt. Evran átti að samþætta efnahagskerfi Evrópusambandsins og skapa forsendur fyrir pólitískum samruna.
Evran stendur ekki undir þeim pólitísku markmiðum sem henni voru sett. Herman van Rompuy forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins ætlar að bæta úr því með samræmdum skilaboðum.
Skilaboðin fara út í tómið vegna þess að það er ekki til neinn evrópskur almenningur til að meðtaka og ræða boðskapinn frá Brussel.
Gera úlfalda úr mýflugu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 20. ágúst 2011
Evruland í tíu ára kreppu, svo er það búið
Grikkland og mögulega fleiri ríki í Evrulandi gefast upp á sameiginlegum gjaldmiðli, segir Paul Krugmann nóbelsverðlaunahafi í fréttum RÚV og boðar tíu ára kreppu, bæði í Evrulandi og Bandaríkjunum.
Munurinn á kreppu Evrulands og Bandaríkjanna er sá að engin hætta er á að Bandaríkin liðist í sundur.
Evruland er hins vegar samstarf 17 ríkja og stjórnskipun samstarfsins er í uppnámi vegna fjármálakreppunnar.
Bandaríkin lifa af kreppuna en ekki Evruland.
Föstudagur, 19. ágúst 2011
Aðildarsinnar í stóru málunum: kökubakstri
Hlutabréfavísitölur eru í frjálsu falli vegna ótta markað um upplausn evru-svæðisins; stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu fer hríðminnkandi; Delors segir Evrópusambandið standa á barmi hengiflugs.
Hvað gera aðildarsinnar á Íslandi?
Jú, þeir ræða kökubakstur.
Föstudagur, 19. ágúst 2011
Samtök iðnaðarins án sannfæringar
Samtök iðnaðarins virðast halda að það sé sitthvað að gera aðildarsamning við Evrópusambandið og að ganga í sambandið. Orðalagið yfirlýsingu samtakanna um stuðning við stefnu Samfylkingarinnar að ljúka aðlögunarferli að Evrópusambandinu er svona
Hagfelldur aðildarsamningur kann að vera fyrirtækjum og heimilum til mikilla hagsbóta.
Evrópusambandið er með 500 milljónir íbúa og 100 þúsund blaðsíður af lögum og reglugerðum. Enginn aðildarsamningur við Ísland mun breyta Evrópusambandinu.
Ef það er sannfæring Samtaka iðnaðarins að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins þá eiga samtökin að útskýra það með rökum.
Viðtengingarhátturinn í yfirlýsingunni, ,,kann að vera," afhjúpar skort á sannfæringu. Í stað þess að styðja málstað aðildarsinna undirstrikar máttlaus yfirlýsing Samtaka iðnaðarins þann veika grunn sem umsókn Íslands hvílir á.
Vilja halda viðræðum áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. ágúst 2011
Evru-bankar bíða eftir Stór-Evrópu
Evrópskir bankar eru í frjálsu falli á hlutabréfamörkuðum vegna þess að nokkur ríki evru-svæðisins eru nær gjaldþrota. Markaðurinn bíður eftir því að Sarkozy og Merkel taki af skarið um það hvort nýtt pólitískt af, Stór-Evrópa, verði mynduð til að verja evruna.
Jacques Delors var forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá 1985-1994 og skóp grundvöllinn fyrir evru-samstarfið. Delors segir að 17 ríki Evrulands verði að setja allt að 60 prósent þjóðarframleiðslunnar undir sameiginlega stjórn er hann í raun að segja tvennt.
Í fyrsta lagi að stofna þurfi Stór-Evrópu utanum evruna til að hún haldi velli.
Í öðru lagi að þau 10 ríki Evrópusambandsins sem ekki eru með evru verði að velja um þýsk-franska Stór-Evrópu eða standa utan við Evrópusambandið, kannski í Evrópska efnahagssvæðinu með Íslandi og Noregi.
Stór-Evrópa stútar Evrópusambandi 27 ríkja og þvingar þjóðríki sem standa utan evru-samstarfsins að velja á milli þess að halda fullveldinu eða ganga í Stór-Evrópu. Svo einfalt er það.
(Byggt á þessu bloggi.)
Evrópa tekur enn eina dýfuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Herkvaðning Bjarna Jónssonar
- Margboðað morð
- Reikningur aldarinnar bíður
- Stolnu fjaðrirnar
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 89
- Sl. sólarhring: 118
- Sl. viku: 1361
- Frá upphafi: 1143425
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 1162
- Gestir í dag: 74
- IP-tölur í dag: 74
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar