Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Frestum ESB-umsókninni, segir Sigmundur Davíð

,,Þegar málin hafa skýrst og við vitum hvort eða hvernig ESB lifir af er rétt að þjóðin taki afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort taka skuli viðræður upp að nýju. Þeir sem halda því fram að efnahagskrísan muni styrkja ESB og evruna telja sig væntanlega ekki þurfa að óttast þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir sem telja hins vegar að Íslendingar muni prísa sig sæla að hafa ekki klöngrast um borð í brennandi skip þurfa væntanlega ekki að óttast að þjóðin segi já."

Á þessa leið skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag og á heimasíðu Sigmundar Davíðs.

ESB-umsóknin heldur íslenskum stjórnmálum í heljargreipum. Mál er að linni. Afturköllum umsóknina.


Ísland uppfyllir ekki skilyrði ESB

Aðeins hluti af ríkisstjórn Íslands er aðili að umsókn landsins um aðild að Evrópusambandinu. Afgerandi hluti þjóðarinnar er andvígur aðild, 64,5 prósent í síðustu mælingu og engin hagsmunasamtök leggja lóð sitt á vogarskál umsóknarinnar.

Evrópusambandið telur að Ísland uppfylli ekki skilyrði fyrir inngöngu þar sem lítill sem enginn stuðningur sé fyrir aðild. Evrópusambandið tekur við umsóknarríki á forsendum aðlögunar þar sem umsóknarríkið jafnt og þétt innleiðir lög og reglur sambands. Varnagli af hálfu ESB er að stuðningur við aðild verði að vera í umsóknarríki, samanber þetta

The union's absorption (or integration) capacity must allow integration across institutions and policies to be intensified as new members are integrated during enlargement. These new members must be well prepared for their new status as Member States. The EU's integration capacity also requires enlargement to be supported by public opinion both in the Member States and the applicant states. 

Ísland uppfyllir ekki það skilyrði að breiður stuðningur sé á bakvið umsóknina. Þrír stjórnmálaflokkar af fjórum á þingi eru andvígir aðild og þjóðin er á móti.

Ekki er eftir neinu að bíða: afturköllum umsóknina.


mbl.is Spenna milli ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra, aðildarsinni tjáir sig

Aðildarsinnar á Íslandi stritast við að þegja nú um stundir enda heldur óbjörgulegt ástandið í Evrulandi. Þó stakk einn aðildarsinninn niður penna í Morgunblaðinu í dag til að andmæla greinum Tómasar Inga Olrich sem hefur undanfarið fjallað um ástæður þess að Íslandi ætti ekki að ganga í sambandið.

Pétur J. Eiríksson heitir aðildarsinninn í Mogganum í dag og er á blaðsíðu 18. Meginatriði Péturs er að krónan sé ónýt, landbúnaðarkerfið okkar lélegt, matarverð hátt, lítið frjálsræði sé á Íslandi og að skrifræði sé minna í Brussel en Reykjavík.

Krónurökin fyrir inngöngu í Evrópusambandið voru alltaf hæpin og endanlega ómarktæk núna þegar evran glímir við tilvistarvanda. Eins og aðrir aðildarsinnar fellur Pétur á dollaraprófinu; ef krónan er sannanlega ónýt er til muna einfaldara fyrir okkur að taka upp dollar sem lögeyri.

Landbúnaðarkerfið okkar er sniðið að okkar þörfum og skilar því sem ætlast er til af því; góðum afurðum á sanngjörnu veðri.

Um frjálsræði í Evrópusambandinu er ekki mikið að segja, það er huglæg upplifun Péturs. Og að skrifræði sé meira í Reykjavík en Brussel eru tíðindi sem Pétur þarf að rökstyðja en ekki slá fram sem fullyrðingu.

Perlan í texta Péturs er þessi:

Þeir sem segja að vilji til að auka aga í ríkisfjármálum evruríkjanna feli í sér aukna miðstýringu sambandsins eru annaðhvort illa lesnir eða vilja ekki vita betur.

Pétur er ekkert að hafa fyrir því að útskýra  hverjir eiga að fara með agavaldið til að koma skikki á Evruland. Hér er sami fullyrðingastíllinn á ferðinni. Pétur stendur einn gegn nærfellt öllum sem skrifa um stöðu evrunnar að aukin miðstýring á fjármálakerfum evru-ríkja sé forsenda fyrir því að gjaldmiðillinn haldi velli.

Við þökkum Pétri framlagið.


Viðræður við ESB eru leyndarmál

Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingar í utanríkisnefnd segist bundin trúnaði um skýrslu utanríkisráðherra um gang aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Hvernig Valgerði og Össuri utanríkis getur dottið í hug að stimpla viðræðurnar sem leyndarmál er óskiljanlegt.

Samfylkingin og utanríkisráðherra lofuðu ítrekað að umsóknarferlið yrði opið og gagnsætt.

Lokað og ógagnsætt umsóknarferli er komið til vegna þess að aðlögunarkröfur Evrópusambandsins þola ekki dagsljósið.

Þjóðin fékk ekki að greiða atkvæði um það hvort umsókn yrði send til Brussel. Mistökin eru alfarið alþingis. Til að bæta fyrir mistökin 16. júlí 2009 verður alþingi að afturkalla umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is „Það er þjóðin sem velur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon Brown: draumaland Samfylkingar er martröð

Jafnaðarmaðurinn Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Bretalands og formaður Verkamannaflokksins lýsir Evrulandinu Samfylkingarinnar sem martröð í grein í New York Timesí dag. Heiti greinarinnar er Björgun evrunnar. Greining Brown á stöðu evru-ríkjanna er þessi

The exigencies of domestic politics have locked the euro zone into an impossible set of economic constraints — no defaults, no deficits, no stimulus and, of course, no devaluations — which mean that there can also be no banking stability, no lasting growth, no sustained job creation and no boost to competitiveness from their currency.

Eina leiðin til að bjarga Evrulandi er að samhæfa fjármálakerfi meginlandsríkjanna og búa til Stór-Evrópu, segir Brown.

Brown gerir ekki ráð fyrir að Bretland gangi til liðs við Evruland, sem segir býsna mikið um líkurnar sem hann telur að séu á því að Evruland bjargi sér.


mbl.is Minni hagvöxtur á evru-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB hótar að slíta viðræðum við Ísland

Evrópusambandið er óðum að átti sig á því að Íslendingar kæra sig ekki um aðild. Samfylkingin stendur ein að aðildarumsókninni sem bæði kostar tíma og peninga hér heima og í Brussel. Evrópusambandið hefur hótað að slíta viðræðunum við Íslendinga, samkvæmt því sem segir á Evrópuvaktinni

Af hálfu ESB er hótað opinberri kynningu á úrslitakostum í landbúnaðarmálum verði ekki orðið við kröfum sambandsins á bakvið tjöldin. Jón Bjarnason hefur verið boðaður á fund utanríkismálanefndar en jafnan situr utanríkisráðherra fundi nefndarinnar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

Samfylkingin mun ekki gera Ísland að aðila að Evrópusambandinu. Það liggur fyrir.


mbl.is Sóun á fé ESB og Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-umsókn falboðin í hrossakaupum

Umsókn Íslands frá 16. júlí 2009 um aðild að Evrópusambandinu var niðurstaða pólitískra hrossakaupa forystu Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Í kjölfar yfirlýsingar formanns Sjálfstæðisflokksins um helgina, að flokkurinn ætlaði að herða andstöðu sína við aðildarumsóknina, er orðið ljóst að Samfylkingin bar víurnar í formann Bjarna Benediksson.

Tilboð Samfylkingarinnar til Bjarna var að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum gegn því að umsókninni um aðild að Evrópusambandinu yrði haldið til streitu. Bjarni stóð höllum fæti sem formaður Sjálfstæðisflokksins eftir að hann studdi ríkisstjórnina í Icesave-málinu. Samfylkingin taldi Bjarna ekki hafa efni á að hafna tilboðinu.

Hrossakaupin í kringum aðildarumsókn Íslands undirstrika hversu fátæk umsóknin er af málefnalegum rökum.


Evrukreppa klýfur ESB í tvennt; aðildarsinnar skila auðu

 Kreppa þeirra 17 ríkja sem eru í evru-samstarfi verður aðeins leyst með tvennum hætti, annars vegar með stofnun Stór-Evrópu til evran fá ríkisvald að bakhjarli eða með því að evru-samstarfið klofni upp og jafnvel leggist af. Bretland og Svíþjóð munu standa fyrir utan evru-samstarfið um langa framtíð og verða þar af leiðandi áhorfendur að tilraunum til að móta Stór-Evrópu.

Ísland er í þeirri hlálegu stöðu að sækja um aðild að kjarnasamstarfi Evrópuríkjanna með evru og öllum þeim vandræðum sem því fylgir.

Aðildarsinnar á Íslandi hafa ekki reynt að útskýra hvernig hagsmunum Íslands getur verið borgið í kjarnasamstarfi ESB á meðan næstu nágrannar okkar standa utan samstarfsins.

Málefnalegur og pólitískur rökstuðningur fyrir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefur alltaf verið í skötulík og aðildarsinnum hefnist fyrir það.


mbl.is Vilja ekki ræða efnahagsvanda evruríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran í gjörgæslu og aðildarsinnar í felum

Samstarf 17 ríkja um evruna er í uppnámi. Annað tveggja gerist, að samstarfið liðast í sundur eða Stór-Evrópa ríkjanna 17 verði stofnuð með sameiginlegum fjárlögum og einu ríkisvaldi. Engin leið er að spá fyrir um atburðarásina en líklegt er að hún verði langvinn. Hvort heldur sem er á Ísland enga samleið með þróun evru-ríkjanna 17.

Aðildarsinnar á Íslandi, einkum þeir sem tengjast ríkisstjórninni, skulda þjóðinni útskýringu á því hvers vegna við ættum að halda umsókn um aðild til streitu þrátt fyrir margvíslega forsendubresti frá 16. júlí 2009 þegar alþingi samþykkti umsóknina.

Fyrir utan gerbreyttar forsendur Evrópusambandsins sjálfs, sem augljóslega hefur klofnað í 17 evru-ríki og tíu ríki sem standa utan evrunnar, eru forsendubrestir gagnvart Íslendingum tilraunir ESB að kúga okkur í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga og yfirgangur gagnvart hagsmunum Íslands í makríl-deilunni.

Af hálfu aðildarsinna er engin umræða um Evrópumál nú þegar virkilega er þörf á umræðunni. Voru það ekki aðildarsinnar, einkum úr röðum samfylkingarmanna, sem árum saman klifuðu á nauðsyn Evrópuumræðu?


72 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna

72 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins telja að Ísland eigi að draga tilbaka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir Heimssýn í júní síðast liðnum.

Spurningin var eftirfarandi: ,,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?“

72 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru hlynnt afturköllun umsókn, 11 prósent voru hvorki fylgjandi né andvíg afturköllun en 17 prósent voru andvíg.

Í kröfu sinni um afturköllun umsóknarinnar talar Bjarni Benediktsson fyrir yfirgnæfandi meirihluta kjósenda flokksins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 937
  • Frá upphafi: 1117709

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 836
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband