Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Sunnudagur, 14. ágúst 2011
Valþór í Athygli og hlutlausar ESB-upplýsingar
Athygli er almannatenglafyrirtæki sem fær 115 milljónir kr. frá Evrópusambandinu í kynningarstarf hér á landi. Fréttablaðið greindi frá samningi Athygli og spurði Valþór Hlöðversson hvers væri að vænta.
Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, er ánægður með að fá verkefnið og segir að skrifstofan verði væntanlega opnuð með haustinu. Hann þvertekur fyrir að þaðan verði rekinn áróður.
"Nei, öðru nær. Það er lögð mikil áhersla á það í útboðsgögnum að þarna sé verið að safna saman fagfólki sem er fært um að miðla óhlutdrægum upplýsingum um kosti og galla ESB og efna til samræðu við fólkið í landinu. Annars hefðu menn bara notað sendiskrifstofu ESB í þetta, ef þetta hefði átt að vera áróður," segir hann.
Þessi sami Valþór skrifaði leiðara í auglýsingablaðið Sóknarfæri sem kom út 24. mars í vor. Fyrirsögnin er ,,Við erum Evrópuþjóð." Leiðarinn er samfelld lofgjörð um Evrópusambandið og nauðsyn þess að Ísland verði aðili að sambandinu.
Valþór umgengst hlutlausar upplýsingar eins og sannur almannatengill.
Sunnudagur, 14. ágúst 2011
ESB-umsóknina á að afturkalla, tillagan liggur fyrir
Meirihluti landsmanna vill draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt könnun í júní. Í ágúst sýndi skoðanakönnun að 64,5 prósent landsmanna eru andvígir aðild að Evrópusambandinu.
Formaður Sjálfstæðisflokksins talar fyrir meirihluta þjóðarinnar þegar hann segist vilja slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Á alþingi liggur fyrir tillaga Unnar Brár Konráðsdóttur um að afturkalla umsóknina. Væntanlega kemst tillagan á dagskrá þegar þing kemur saman í haust.
Vill slíta aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 14. ágúst 2011
Ítalía bjargar evrunni
Niðurskurður á fjárlögum Ítala bjargar evrunni. Silvio Berlusconi forsætisráðherra ákvað að við svo búið mætti ekki standa me efnahagskerfi heillar heimsálfu í uppnámi og greip til aðgerða. Ítalir verða auðvitað skilvirkari framleiðendur, skilvísari skattgreiðendur og mæta niðurskurði velferðarþjónustu með skilningi - af því að Berlusconi segir það.
Í kjölfarið verður enginn hagvöxtur á Ítalíu en það er allt í lagi vegna þess að skuldir hverfa af sjálfu sér þegar maður er í Evrópusambandinu.
Berlusconi er nýjasta stjarnan á himni evrópskra stjórnmála. Með slíkan mann í brúnni þarf ekki að örvænta um framtíð Evrópusambandsins.
Forseti ESB fagnar niðurskurði á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 13. ágúst 2011
Stór-Evrópa til bjargar evrunni; Ísland yrði í pakkanum
Evran mun ekki lifa af sem gjaldmiðill nema evru-ríkin 17 taki upp víðtækt samstarf á sviði ríkisfjármála, segir George Osborne fjármálaráðherra Bretlands. Hann þvertekur fyrir að Bretland verði þátttakandi í því samtarfi.
Til að bjarga evrunni verða þau þjóðríki sem hafa hana að lögeyri að framselja vald til fjárlagagerðar frá höfuðborgum 17 ríkja til Brussel. Þessi þróun er þegar hafin.
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu felur í sér skuldbindingu að Ísland gangi að þeim breytingum sem verða á Evrópusambandinu á með aðlögunarferlið stendur yfir. Ísland þarf þess vegna að ganga í inn Stór-Evrópu nema að semja um undanþágu frá evru.
En evran er einmitt helsta röksemd aðildarsinna á Íslandi.
Laugardagur, 13. ágúst 2011
Gunnfáni getuleysisins
Fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem virðist telja okkur betur borgið innan sambandsins, benti á að kreppan, sem dunið hefði yfir Íslendinga og leikið þá grátt, gæfi vísbendingar um að það væri þjóðinni hollt að hafa einhvern sem gætti okkar og liti yfir öxlina á okkur. Af þessu og ýmsu í svipuðum dúr, sem birst hefur opinberlega, er ljóst að nú á 68. aldursári lýðveldisins eru í gangi alvarlegar hugleiðingar um að Íslendingar hafi alls ekki til þess getu og burði að reka sjálfstætt ríki. Hér hefur sem sagt verið reistur gunnfáni getuleysisins. Málsmetandi menn hafa skipað sér undir hann.
Tilvitnuð orð eru úr pistli Tómasar Inga Olrich í Morgunblaðinu í dag. Tómas Ingi er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Undanfarnar vikur hefur hann skrifað reglulega um Evrópusambandið og umsókn Íslands.
Föstudagur, 12. ágúst 2011
Tilfinningaflokkur aðildarsinna
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra mætir aðildarsinnum úr röðum stjórnarsinna með skilningi, einkum þeim tilfinningaverum sem blanda saman hvalveiðum og umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Jón er maður að meiri að hafa samúð með fólki eins og Árna Þór Sigurðssyni, Álfheiði Ingadóttur, Merði Árnasyni og Ólínu Þorvarðardóttur.
Í ljósi óheillavænlegrar stöðu vinstrimanna gæti verið kominn grunnur að nýjum stjórnmálaflokki.
Tilfinningaflokkurinn, sem styður aðild að ESB og er á móti hvalveiðum, myndi áreiðanlega sópa til sín fylgi - úr kaffihúsum í Reykjavík 101.
(Tekið héðan.)
Gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. ágúst 2011
Evran þarf skjól fyrir frjálsum markaði
Evrulandið, sem myndað er af 17 ESB-ríkjum er hafa evru að lögeyri, þolir ekki dagsljós hins frjálsa markaðar og leitar vars með banni á skortsölu. Bann Evrulands á skortsölu afhjúpar betur en flest annað eymdarlega stöðu evrunnar.
Bann á skortsölu er pólitísk viðurkenning Evrulands að dagar gjaldmiðlasamstarfsins eru senn á enda.
Evran er ein helsta röksemd aðildarsinna á Íslandi. Síðasta hálmstráið?
Ólík afstaða til skortsölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. ágúst 2011
Aðildarsinnar með leiksýningu um hvalveiðibann
Aðildarsinnar úr röðum stjórnarliða efndu til pólitískrar leiksýningar á sameiginlegum fundi þriggja þingnefnda í gær. Tilefnið er þrýstingur Evrópusambandsins á að Ísland styðji alþjóðlegt hvalveiðibann. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur haldið fram fullveldisrétti Íslands að ákveða hvort og hvernig hvalveiðar skuli stundaðar.
Árni Þór Sigurðsson, helsti stuðningsmaður Evrópusambandsaðildar innan þingflokks Vinstri grænna, hannaði leiksýninguna en Mörður Árnason skrifaði handritið.
Á meðan andstaða þjóðarinnar við aðild að Evrópusambandinu mælist 64,5 prósentog evru-samstarfið riðar til falls finnst íslenskum stjórnarliðum sæmandi að leggjast flatir fyrir kröfu Brusselvaldsins um hvalveiðibann.
Hörð gagnrýni á ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Aðlögunarferlið að ESB steytir á skeri þjóðarvilja
Þjóðin vill ekki aðild að Evrópusambandinu, síðasta mæling okkar í Heimssýn sýnir 64,5 prósent andstöðu og er það hækkun úr sambærilegri mælingu sem birt var í júní og sýndi 57 prósent andstöðu.
Eftir því sem þjóðin fær meiri upplýsingar um hvað Evrópubandalagið stendur fyrir og hvaða áhrif það hefur á fullveldi landsins að ganga til liðs við sambandið eykst andstaðan.
Umsóknin 16. júlí 2009 var misráðin og hvorki með stuðningi hjá þingi eða þjóð. Eini flokkurinn sem vildi aðild, Samfylkingin, fékk 29 prósent atkvæða í þingkosningum þá um vorið.
Vaxandi andstaða við aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Aðildarsinnar fá 115 milljónir í stuðning
Aðildarsinnar á Íslandi fá 115 milljónir króna í stuðning til að berjast fyrir því að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Almannatengslaskrifstofan Athygli fær peningana frá Evrópusambandinu, samkvæmt Fréttablaðinu.
Til samanburðar ákvað alþingi að veita samtals 37 milljónum króna til umræðu félagasamtaka um kosti og galla aðildar. Þeim peningum á að skipta jafnt á milli aðildarsinna og fullveldissinna.
Aðildarsinnar á Íslandi eru vel fjármagnaðir.
Nýjustu færslur
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 78
- Sl. sólarhring: 311
- Sl. viku: 2013
- Frá upphafi: 1184420
Annað
- Innlit í dag: 71
- Innlit sl. viku: 1734
- Gestir í dag: 71
- IP-tölur í dag: 66
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar