Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

ESB-sinnar binda vonir viđ Steingrím J.

Jón Bjarnason stóđ vörđ um hagsmuni Íslands og fylgdi samţykktum alţingis ţegar hann neitađi ađ taka ţátt í ađlögunarferli samfylkingarhluta ríkisvaldsins ađ Evrópusambandinu. Ađ kröfu Samfylkingar var Jóni ýtt út úr stjórnarráđinu.

Steingrímur J. Sigfússon formađur Vinstrihreyfingarinnar grćns frambođs tók ađ sér í verktöku fyrir Samfylkinguna ađ fórna Jóni, sem var sá ráđherra flokksins er komst nćst ţví ađ fylgja stefnu Vinstri grćnna um ađ hagsmunum Íslands sé betur borgiđ utan Evrópusambandsins en innan ţess.

ESB-sinnar á Íslandi líta vonaraugum til Steingríms J. Sigfússonar um ađ hann sem nýr ráđherra landbúnađar og sjávarútvegs auk annarra atvinnugreina standi fyrir ađlögun ađ Evrópusambandinu.


mbl.is Látinn víkja vegna ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ragnar Arnalds spyr um siđferđisţrek ţingflokks VG

Ćtlar forysta og ţingflokkur Vinstri grćnna ađ láta ţađ yfir sig ganga ađ Jón Bjarnason sé flćmdur úr embćtti vegna afstöđu sinnar til Evrópusambandsins? Ţannig spyr Ragnar Arnalds á Vinstrivaktinni í dag.

Skammt er síđan forystuliđ ESB lét sig ekki muna um ađ koma háttsettum fyrrum embćttismönnum úr starfsliđi sínu í Brussel í stóla forsćtisráđherra í tveimur ađildarríkjum, ţ.e. á Grikklandi og Ítalíu. Ţessu yfirţjóđlega liđi finnst ţví sjálfsagt ekki til of mikils mćlst ađ hér norđur á Íslandi sé svo sem eins og einum landbúnađar- og sjávarútvegsráđherra kippt úr umferđ, svo ađ hann sé ekki ađ ţvćlast lengur fyrir áformum ESB.

 

Ţingflokkur Vinstri grćnna rćđur ráđherrum flokksins.


mbl.is „Ekki sami mađur“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

18% atvinnuleysi í Grikklandi

Neyđarástand er í Grikklandi ţar sem atvinnulífiđ er botnfrosiđ vegna evrunnar sem tekur ekki miđ af eymdarástandinu í jađarríkjum heldur er verđlögđ samkvćmt ţörfum Frakklands og Ţýskalands. Atvinnuleysi er 18 prósent og horfur versandi.

Eftir eitt ár á atvinnuleysisbótum missa Grikkir réttinn til bóta. Samkvćmt Die Welteru 500 ţúsund Grikkir í fjölskyldum ţar sem hvorugt foreldra er međ vinnu. Áćtlanir eru um ađ fá peninga frá Evrópusambandinu til ađ búa til störf fyrir 150 ţúsund manns.

Samdráttur upp 5,5% varđ í gríska efnahagskerfinu á ţessu ári og áfram verđur samdráttur á nćsta ári. Innviđiđ grísks samfélags eru veikir og skattheimtan í skötulíki.

Skuldakreppan á evrusvćđinu mun áfram geisa á komandi ári.


Írland illa statt međ evruna - auglýst eftir krónulausn

Hagfrćđingurinn og dálkahöfundurinn David McWilliams segir Íra dćmda í langvarandi kreppu haldi ţeir áfram ađ tilheyra evru-svćđinu. Hann bendir á íslensku leiđina úr kreppunni ţar sem sjálfstćđur gjaldmiđill er látinn falla svo ađ efnahagskerfiđ veriđ samkeppnisfćrt á ný.

Í pistlinum rekur McWilliams handónýta stöđu Írlands. Um 1000 Írar flýja eyjuna grćnu vikulega og atvinnuleysiđ er um 15 prósent, meira en tvöfalt hćrra en á Íslandi.

Í evru-samstarfinu er gengiđ fast, getur ekki falliđ. Til ađ bćta tapađa samkeppnisstöđu ţarf ađ skrúfa niđur nafnlaunin, en ţađ bara gerist ekki. Í stađinn segja atvinnurekendur upp fólki.

Međ reynslu Íra í huga ćttum viđ snarlega ađ leggja á hilluna öll áform um ađ farga krónunni.

(Tekiđ héđan.)


mbl.is Evran skelfur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hrćđsla í Evrópu

Evrópskir bankar taka lán frá Seđlabanka Evrópu međ 1 prósent vöxtum en ţora ekki ađ endurlána peningana heldur geyma ţá á innlánsreikningi Seđlabankans á 0,25 prósent vöxtum. Breska ríkisstjórnin er međ viđbragđsáćtlanir í tilfelli ađ evru-svćđiđ leysist upp.

Í meginatriđum blasa tveir kostir viđ evrusvćđinu. Hröđ og óskipulögđ óreiđa á međan gjaldmiđlasamstarfiđ liđast í sundur annars vegar og hins vegar langvinn óvissa ţar sem einum neyđarfundi evru-leiđtoga er vart lokiđ ţegar annar er bođađur.

Ţriđji kosturinn, ţar sem evrusamstarfiđ er tekiđ í sundur á yfirvegađan hátt, er ekki lengur fyrir hendi.


mbl.is Litlar breytingar í evrópskum kauphöllum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Embćttismenn Össurar umbođslausir í ESB-ferli

Evrópusambandiđ er klofiđ ţar sem Bretar ákváđu 9. desember ađ taka ekki ţátt í björgunarađgerđum evru-samstarfsins. Forsendubrestur umsóknar Íslands frá 16. júlí 2009 er alger. Hvađ gera embćttismenn Össurar Skarphéđinssonar utanríkisráđherra? Jú, ţeir skrifa grein ţar sem ţetta gullkorn er ađ finna

Ákvarđanir ESB um ađ takast á viđ skulda- og fjármálakreppuna kunna ađ sönnu ađ hafa áhrif á framtíđarsamstarfiđ innan vébanda Evrópusambandsins. Samninganefndin mun fylgjast međ ţeirri ţróun og leggja mat á hana út frá hagsmunum Íslands í yfirstandandi viđrćđum

Hér fer saman aulaháttur og drýldni. ,,Samninganefndin mun fylgjast međ..." rétt eins og ţessir pólitísku embćttismenn hafi ţá sérstöđu međal Íslendinga ađ geta fylgst međ upplausn evru-svćđisins. Hrokinn í orđunum ,,ađ leggja mat á hana út frá hagsmunum Íslands," undirstrikar hversu langt út í móa embćttismenn Össurar eru komnir.

Ţegar búiđ er ađ skipta um stjórnvöld hér á landi ţarf ađ moka út úr utanríkisráđuneytinu pólitískum embćttismönnum sem halda ađ ţeir hafi umbođ almennings til ađ framselja fullveldi ţjóđarinnar til ríkjasambands í upplausn.

 


mbl.is Bretar mjög á móti evrunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gleđileg jól

Heimssýnarbloggiđ óskar landsmönnum nćr og fjćr gleđilegra jóla og farsćldar á nýju ári.

ESB getur ekki bjargađ sjálfu sér

Evrópusambandiđ getur ekki bjargađ evrunni og heldur ekki Evrópski seđlabankinn. Lánveitandi skuldsettra evru-ríkja til ţrautavara verđur Alţjóđlegi gjaldeyrissjóđurinn. Skortur á fjárhagslegu bolmagni er ekki ástćđan fyrir ţví ađ leitađ er til Alţjóđlega gjaldeyrissjóđsins.

Ástćđan er pólitísk lömunarveiki sem birtist í ţví ađ Evrópusambandiđ getur ekki umbreyst í varanlegt ríkisvald, Stór-Evrópu, sem er forsenda fyrir sameiginlegum gjaldmiđli.

Nćsti neyđarfundur Evrópusambandsins er bođađur í janúar 2012 og sá síđasti var 17. desember 2011. Allir nema skarpskyggni utanríkisráđherra Íslands vita um tilvistarkreppu ESB.

 


mbl.is Ósáttur viđ ađkomu AGS
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stalínistar éta ekki gulrćtur

Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnađarráđherra er andstćđingur ađildar Íslands ađ Evrópusambandinu. Ögmundur Jónasson innanríkisráđherra er líka andstćđingur ađildar. Ögmundur skrifar gagnmerkt blogg ţar sem hann varar viđ blekkingum um undanţágur frá miđstýringu Brussel.

Hinir miklu „sigrar" viđ samningaborđ í ađildarviđrćđum hafa oftar en ekki reynst vera sjónhverfingar einar. Innganga í Evrópusambandiđ jafngildir ađ gangast enn lengra undir miđstýringu og regluverk ESB sem virđist engin takmörk ţekkja fyrir forrćđishyggju sinni.

Ögmundur skrifar bloggiđ í framhaldi af gulrótartilbođi utanríkisráđherra.


mbl.is Sakađur um stalínisma
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Icesave: ađgöngumiđinn í ESB

Ríkisstjórnin tók ađ sér í verktöku fyrir Breta og Hollendinga ađ láta íslenskan almenning ábyrgjast skuldir einkabanka. Ţjóđin fyrir milligöngu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta hafnađi í tvígang tilraunum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. ađ bregđa Icesave-klafanum á óbornar kynslóđir Íslendinga.

Ótćkt er ađ ríkisstjórnin sem í tvígang var gerđ afturreka međ Icesave-samninga skuli eiga ađ gćta hagsmuna Íslands fyrir EFTA-dómstólnum vegna kćru eftirlitsstofnunar EFTA.

Ríkisstjórnin er rúin trausti í öllum málefnum er lúta ađ Icesave og Evrópusambandinu.


mbl.is Ósannfćrandi fyrir dómstólum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 1116606

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband