Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
Þriðjudagur, 20. desember 2011
Vantraust alþingis á Össur
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og málatilbúnaður utanríkisráðuneytisins er ástæðan fyrir því að meirihluti utanríkisnefndar alþingis treystir ekki Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra til að verja hagsmuni Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum.
Össur hefur dregið utanríkisráðuneytið í ómerkilegt drullusvað vanhugsaðrar aðildarumsóknar þar sem auðvirðilegar blekkingar eru notaðar til að halda lífi í niðurstöðu pólitískra hrossakaupa. Utanríkisráðuneytið er í afneitun um einföldustu grunnatriði í samskiptum umsóknarþjóða við Evrópusambandið og segir Ísland ekki í aðlögunarviðræðum við sambandið þótt það sé eina leiðin inn í ESB.
Þótt Evrópusambandið hafi neitað að halda áfram viðræðum við Ísland um landbúnaðarmál, sökum þess að ekki er nægur stuðningur við umsókn Íslands, láta Össur og embættismenn hans eins og allt sé í himnalagi með umsóknarferlið.
Eðlilegt er að alþingi þvoi hendur sínar af ráðuneyti sem stundar ekki stjórnsýslu í venjulegum skilningi þess orðs heldur pólitískan fíflaskap og vilji ekki setja Icesave-málið hendur ráðherra sem ekki beinlínis þekktur fyrir trúverðugleika.
Icesave verði í höndum Árna Páls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 19. desember 2011
Samfylkingarmaður jarðar evruna
Evran stenst ekki í óbreyttu formi enda veldur hún skuldavanda og byggir á rangri hönnun, segir samfylkingarmaður, sem ólíkt flestum flokkssystkinum sínum, kann hagfræði.
Ísland á ekkert erindi á evru-svæðið og ætti ekki svo mikið sem að íhuga myntsamstarf við lönd sem búa við allt aðra hagsveiflu en við.
Af tillitssemi við taugakerfi samfylkingarfólks er nafn þessa hagfræðings ekki nefnt í þessari færslu. En það má lesa greinina hér.
Lækkun á öllum mörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. desember 2011
Beðið eftir fyrsta gjaldþroti evrulands
Matsfyrirtækið Fitch gefur það út að skuldakreppa evrulandanna 17 er það langt gengin að ekki verði aftur snúið. Peningapælarar telja aðeins spurningu um tíma hvenær fyrsta evrulandið verður gjaldþrota.
Grikkland er líklegasti fallkandídatinn en í raun skiptir ekki mál hvaða evruland verður fyrst gjaldþrota.
Við gjaldþrot blasir við ný staða. Þjóðirnar 17 munu hlaupa að stað í leit að útgöngudyrum. Við dyrastafinn blasir við þeim hjákátleg sjón: Össur utanríkis liggur nagandi þröskuldinn og beiðist inngöngu í brennandi evruhúsið.
Stark gagnrýnir skuldabréfakaup Evrópska Seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 17. desember 2011
Krónan og lýðræði, tvær hliðar á fullveldinu
Evrópusambandið skipaði Írum að halda gjaldþrota bönkum á floti; Írar urðu að hlýða enda aðilar að ESB og með evru. Lýðræðið sem Írar búa við er skert sem nemur aðild þeirra að Evrópusambandinu.
Ísland er fullvalda og gat látið gjaldþrota bankastofnanir fara á hausinn. Jafnframt gátum við látið gengi krónunnar falla til að laga sig að gerbreyttum efnahagsaðstæðum. Með falli krónunnar var einnig komið í veg fyrir að launafólk eitt og sér tæki á sig leiðréttingu heldur voru fjármagnseigendur látnir bera sinn hluta byrðarinnar.
Ólafur Ragnar forseti gerir rétt að blessa krónuna og mættu ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. taka forsetann sér til fyrirmyndar.
Blessun að hafa krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 16. desember 2011
Nýr neyðarfundur ESB-ríkja í janúar
Síðasti neyðarfundur Evrópusambandsins, fyrir viku, leiddi til klofnings með því að Bretar beittu neitunarvaldi á breytingar á Lissabonsáttmálanum. Tilraun Frakka og Þjóðverja til að einangra Breta í kjölfarið með því að fá öll hin 26 ríki sambandsins til að skrifa upp á nýjar lausnir til varnar evrunni.
Neyðarfundurinn um síðustu helgi í Brussel skóp tortryggni milli stóru ríkjanna í Evrópusambandinu; Bretar voru ásakaðir um að leita sér bandamanna gegn evruveldunum Þýskalandi og Frakklandi og þar sem spilla fyrir lausn skuldakreppunnar.
Bretar á hinn bóginn telja kreppu evru-ríkjanna, sem eru jú aðeins 17 af 27 ríkjum ESB, vera vandamál sem evru-ríkin sjálf verði að leysa.
Fjölmiðlastríð milli Frakka og Breta er lýsandi fyrir vantraustið sem ríkir á milli stórvelda Evrópusambandsins. Neyðarfundurinn, sem boðaður er í lok janúar, auglýsir þá pólitísku og efnahagslegu kreppu sem Evrópusambandið er í og finnur ekki neina útleið úr.
Staðan í Bretlandi verri en í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. desember 2011
Stórflótti frá evrulöndum
Þögult bankaáhlaup stendur yfir í evrulandi. Bandarískir bankar beina peningum sínum frá evru-ríkjum af ótta við að skuldakreppan verði stjórnlaus. Lánveitingar úr skuldugum ríkissjóðum til banka með ónýt lánasöfn er vítahringur sem getur hvenær sem er hleypt af stað keðjuverkun gjaldþrota ríkja og banka á evru-svæðinu.
Ofan á skuldakreppuna bætist samdráttur í efnahagsvirkninni og það eykur þrýstinginn á evru-svæðið.
Í hádeginu í dag er fundur á Háskólatorgi um framtíð evrunnar og Evrópusambandsins.
Hver vill lána 500 milljarða evra? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. desember 2011
Pólitísk hrossakaup og efnisleg niðurstaða
Þrír stjórnmálaflokkar af fjórum starfandi eru með þá yfirlýstu stefnu að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Vinstrihreyfingin grænt framboð gekk til kosninga með þessa stefnu en sveik hana strax eftir kosningar í pólitískum hrossakaupum við Samfylkinguna.
Þjóðir sem sækja um aðild að Evrópusambandinu gera það aðeins að undangenginni ítarlegri umræðu og samstöðu um að framtíðarhagsmunir viðkomandi þjóðar liggi í sambandinu. Breið samfélagsleg samstaða þarf að vera um að æskja inngöngu. Á Íslandi er engu slíku til að dreifa.
Þegar formaður Vinstri grænna segir að aðildarviðræður muni leiða til ,,efnislegrar niðurstöðu" er hann að hafa endaskipti á hlutunum. Aðildarviðræður fela í sér aðlögun að Evrópusambandinu og tilboð um aðild er eina mögulega ,,efnislega niðurstaðan."
Stjórnmálaflokkar eiga að komast að ,,efnislegri niðurstöðu" um hvar hagsmunir Íslands liggja áður en sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin er eini flokkurinn á Íslandi sem vill aðild. Aðrir stjórnmálaflokkar, þar með talin Vinstrihreyfingin grænt framboð, hafa komist að þeirri ,,efnislegu niðurstöðu," að okkur sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.
Formaður Vinstri grænna þarf að framfylgja yfirlýstri stefnu flokksins en ekki þyrla upp moldviðri til að fela svikin frá 16. júlí 2009.
Ekki sjálfgefið að taka upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. desember 2011
Egill Helga gefst upp á ESB-umsókn
Egill Helgason umræðustjóri telur Evrópusambandið í uppnámi og fyrirsjáanlegar breytingar þar á bæ gera umsókn Íslands um aðild tilgangslausa. Egill skrifar
Staðan í Evrópu er ansi mikið öðruvísi en hún var þegar sótt var um aðild sumarið 2009. ESB leikur á reiðiskjálfi, það eru haldnir stöðugir neyðarfundir sem slá þó ekki á kreppuna. En íslenska ríkisstjórnin virðist staðráðin í að halda aðildarviðræðum til þrautar og helst semja nógu hratt við bandalag sem við vitum ekki hvert er að fara.
Egill fylgist með umræðunni úti í heimi - ólíkt þorra aðildarsinna sem eru ósköp heimóttarlegir í umræðunni. Þeim er þó vorkunn þar sem höfuðpáfi ESB-umsóknar Íslands er maður sem helst ekki ætti að ganga laus í útlöndum, svona upp á orðspor þjóðarinnar að gera.
Skref áfram í viðræðum við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. desember 2011
Minnihlutinn vill ljúka ESB-viðræðum
Aðeins um þriðjungur aðspurðra í skoðanakönnun Fréttablaðsins vill ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fréttablaðið lagði eftirfarandi spurningu fyrir sérvalda
Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn?
Um 35 prósent völdu að draga umsókn til baka. Um 65 prósent ljúka viðræðum og fá þjóðaratkvæði. Þar sem Fréttablaðið aðgreinir ekki þá sem vilja ljúka viðræðum og fá þjóðaratkvæði verður að gera ráð fyrir að þeir skiptist til helminga.
Niðurstaðan: 1/3 vill draga umsókn til baka, 1/3 klára viðræður og 1/3 þjóðaratkvæði.
Sunnudagur, 11. desember 2011
Innlit í stórveldapólitík
Nick Clegg formaður Frjálslyndra demókrata þykir hvað mestur ESB-sinni í breskum stjórnmálum. Rök hans fyrir veru Bretlands í Evrópusambandinu eru þau að Bandaríkin taka Breta ekki alvarlega standi þeir utan ESB. Bretar standi einangraðir séu þeir ekki aðilar að ESB. Clegg segir Cameron hafa sýnt af þeir varðhundaeðli með því að beita neitunarvaldinu í Brussel. Og bætir við
"Theres nothing bulldog aout Britain hovering somewhere in the mid-Atlantic, not standing tall in Europe and not being taken seriously in Washington," Mr Clegg said
Stórveldahagsmunir Breta, samkvæmt þessari greiningu, felast í aðild að Evrópusambandinu, - því að önnur stórveldi, s.s. Bandaríkin, taka mark á ESB en ekki Bretlandi einu sér.
Greiningin gefur sér þá forsendu að Evrópusambandið sé og verði stórveldi. Sú forsenda er aftur í meira lagi hæpin. Eða hefur einhver heyrt um stórveldi sem ræður ekki við að halda myntbandalagi saman?
Slæm ákvörðun fyrir Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 3
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 1742
- Frá upphafi: 1176915
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1580
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar