Leita í fréttum mbl.is

Vantraust alþingis á Össur

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og málatilbúnaður utanríkisráðuneytisins er ástæðan fyrir því að meirihluti utanríkisnefndar alþingis treystir ekki Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra til að verja hagsmuni Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum.

Össur hefur dregið utanríkisráðuneytið í ómerkilegt drullusvað vanhugsaðrar aðildarumsóknar þar sem auðvirðilegar blekkingar eru notaðar til að halda lífi í niðurstöðu pólitískra hrossakaupa. Utanríkisráðuneytið er í afneitun um einföldustu grunnatriði í samskiptum umsóknarþjóða við Evrópusambandið og segir Ísland ekki í aðlögunarviðræðum við sambandið þótt það sé eina leiðin inn í ESB.

Þótt Evrópusambandið hafi neitað að halda áfram viðræðum við Ísland um landbúnaðarmál, sökum þess að ekki er nægur stuðningur við umsókn Íslands, láta Össur og embættismenn hans eins og allt sé í himnalagi með umsóknarferlið.

Eðlilegt er að alþingi þvoi hendur sínar af ráðuneyti sem stundar ekki stjórnsýslu í venjulegum skilningi þess orðs heldur pólitískan fíflaskap og vilji ekki setja Icesave-málið hendur ráðherra sem ekki beinlínis þekktur fyrir trúverðugleika.


mbl.is Icesave verði í höndum Árna Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband