Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Þriðjudagur, 31. maí 2011
ESB andstæðingur vinsælastur ráðherra
Jón Bjarnason ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs er vinsælasti ráðherrann í kjörklefa Útvarps Sögu. Af rúmlega 500 svörum fékk Jón Bjarnason 40 prósent atkvæða. Jón Bjarnason er hvað öflugasti andstæðingur aðilar Íslands að Evrópusambandinu í ríkisstjórninni.
Næst vinsælasti ráðherrann samkvæmt sömu könnun er einnig andstæðingur aðildar, Ögmundur Jónasson.
Þjóðin veit hvaða ráðherrum má treysta.
Þriðjudagur, 31. maí 2011
ESB-umsóknina á að draga tilbaka
Þrír stjórnmálaflokkar af fjórum á alþingi eru með þá yfirlýstu stefnu að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Aðeins Samfylkingin vill inn í Evrópusambandið og sá flokkur fékk 29 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum.
Meirihluti þjóðarinnar er andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt ítrekuðum mælingum.
Ástæðan fyrir því að umsókn var send til Brussel 16. júlí 2009 er að nokkrir þingmenn Vinstri grænna sviku nýgefin kosningaloforð.
Á grunni þessara svika vilja aðildarsinnar eins og Egill Helgason halda umsókninni til streitu.
Aðrir aðildarsinnar, eins og Þorsteinn Pálsson, viðurkenna það sem öllum ætti að vera ljóst að umsókn jafngildir ósk um inngöngu.
Hvorki þing né þjóð æskja inngöngu í Evrópusambandið. Af því leiðir að Ísland á að draga tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.
Mánudagur, 30. maí 2011
Evrusvæðið í ljósum logum - Jóhanna þangað
Neyðarfundir eru í annarri hverri höfuðborg evru-ríkjanna 17. Grikkir eru í reynd gjaldþrota en enginn þorir að viðurkenna það af ótta við raðgjaldþrot á evrusvæðinu. Spiegel segir frá vaxandi spennu milli þýskra stjórnvalda og Evrópska seðlabankans. Bíða og biðja er taktík dagsins, segir dálkahöfundur Telegraph en dómsdagur evrunnar verður ekki umflúinn.
Á Íslandi situr í stól forsætisráðherra kona sem skilur ekki útlensku og boðar evruna sem bjargvætt efnahagslífsins á Íslandi - og Samfylkingarinnar í leiðinni.
Brandarinn er ekki fyndinn.
Reynt að bjarga Grikkjum frá greiðsluþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 30. maí 2011
Enginn vill með Jóhönnu í ESB-leiðangur
Formaður Samfylkingarinnar bauðst til að leggja flokkinn niður í gær og stofna nýjan með aðildarsinnum í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokki. Sjálfstæðismenn hver um annan þveran segja nei takk.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir afþakkar.
Þorsteinn Pálsson segir nei takk.
Halldór Halldórsson aftekur með öllu samstarf við Jóhönnu og Samfylkinguna.
Niðurstaða: Samfylkingin sekkur ein og yfirgefin með vanhugsaðasta pólitíska leiðangur lýðveldissögunnar.
Sunnudagur, 29. maí 2011
Samfylkingin á hnjánum
Stórflótti er brostinn á liðsmenn Samfylkingar og flokkurinn stendur einangraður á alþingi. Almennir félagsmenn hafna Evrópustefnu flokksins og aðrir stjórnmálaflokkar eru með skýra stefnu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Undir þessum kringumstæðum biður Jóhanna Sigurðardóttir um liðstyrk úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Jóhanna er tilbúin að breyta nafni Samfylkingar, skipulagi og forystu.
Samfylkingin er að verða að ruslahrúgu íslenska flokkakerfisins.
Við grátum þurrum tárum.
Lyktar af örvætningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 29. maí 2011
Aðildarsinnar og þjóðin
Tvískinnungurinn í aðdraganda umsóknar Íslands að Evrópusambandinu, þar sem þingmenn Vinstri grænna sögðust styðja umsókn en ekki aðild, leiðir til mótsagna í málflutningi aðildarsinna. Þorsteinn Pálsson segir eftirfarandi í viðtali á Eyjunni
Ég ætla engum þingmanni að vita ekki hvað felst í því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ákvörðun Alþingis felur í sér að Ísland stefnir að aðild.
Samkvæmt skilgreiningu Þorsteins í Eyjuviðtalinu hlýtur spurningin að vera hvort við eigum að stefna á aðild með því að halda viðræðum áfram eða draga umsóknina tilbaka þar sem hvorki er stuðningur á þingi né meðal þjóðarinnar að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. En nei, málið er ekki svo einfalt í augum aðildarsinna. Sami Þorsteinn Pálsson skrifar dálk í Fréttablaðið, endurbirtur á Vísi, þar sem spurningin um aðild er aukaatriði en viðræðurnar aðalatriðið.
Eftir stendur eins og áður að þjóðin getur ekki tekið endanlega afstöðu fyrr en fyrir liggur hvernig viðræðum lyktar.
Aðildarsinnar telja sig geta verið fylgjandi aðild á grundvelli almennrar þekkingar á Evrópusambandinu. Aðildarsinnar telja aftur á móti að almenningur geti ekki verið á móti aðild fyrr en samningur liggur fyrir.
Aðildarsinnar vilja hafa vit fyrir þjóðinni - þess vegna verða þeir alltaf í minnihluta.
Laugardagur, 28. maí 2011
Össur í Hálsaskógi
Utanríkisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið í dag til að útskýra að Ísland eigi að ganga inn í Evrópusambandið til að beita sambandinu fyrir hagsmuni Íslands á norðurslóðum. Össur Skarphéðinsson segir ESB eiginlega ekki hafa áhuga á norðurslóðum nema í saklausu samhengi. ,,Áhugi ESB hefur sprottið einkum af umhyggju fyrir náttúru og loftslagi," skrifar utanríkisráðherra lýðveldis sem vill láta taka sig alvarlega.
Össur telur Evrópusambandið bíða eftir tækifæri til að hjálpa Íslandi á norðurslóðum.
Á leikvangi alþjóðamála er sambandið einn öflugasti málsvari loftslagsverndar og þéttra alþjóðareglna um siglingar og mengunarvarnir. Það þjónar því Íslandi að hafa afl þess á bak við hagsmuni sína í norðrinu.
Jamm, öll dýrin í Hálsaskógi eru vinir. Össur sýnir sama skilninginn á svengd úlfsins og Ólína Þorvarðardóttir. Þau eru bæði í Samfylkingunni og þar eru allir vinir, eins og dæmin sanna.
Föstudagur, 27. maí 2011
Grískar afskriftir og þýskur efnahagur
Spiegel segir að þýskir bankar gætu þolað 50 prósent afskriftir af lánum til Grikkja, fari svo að afskriftarleið verði farin til að bjarga Grikkjum. Þýski seðlabankinn, sem á fjórðung í hlutafé Evrópska seðlabankans, gæti líka lifað af, samkvæmt Spiegel. Lokaorð samantektar þýska vikuritsins eru aftur í véfréttarstíl
And a partial Greek default could also result in an aggravation of the euro crisis for a different reason. If Ireland and Portugal were to be infected by the debt restructuring virus, the situation would quickly spin out of control. In that event, private banks, insurance companies and investors in Germany would definitely feel the consequences.
Grískar afskriftir gætu hleypt skriðu af stað sem enginn fær ráðið við. Hvorki Írar né Portúgalar munu láta sér vel líka að Grikkir fái afslátt af sínum skuldum en þeir ekki.
Föstudagur, 27. maí 2011
Pólitísk upplausn í Evrópusambandinu
Morgunfréttirnar eru þessar helstar: Evrópuþingið ætlar að hækka fjárlög Evrópusambandsinsum fimm prósent á meðan aðildarþjóðir verða að skera niður velferðarþjónustuna við íbúana. Einn helsti sérfræðingur samtímans um gjaldmiðlasvæði, Paul de Grauwe, segir Evrópusambandið þvælast úr einni kreppunni í aðra og Spánn gæti orðið næsta fórnarlamb.
Í Danmörku standa yfir réttarhöld þar sem ríkisstjórnin þarf að verja þá ákvörðun að samþykkja Lissabonsáttmálann án þjóðaratkvæðagreiðslu. Sáttmálinn tekur neitunarvald frá smáþjóðum eins o Dönum en færir stórríkjum álfunnar stóraukin völd.
Finnland er eitt fárra ríkja í Evrópusambandinu með traustan efnahag. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins er Sannir Finnar sem andæfa auknum valdheimildum Brussel.
Að öðru leyti er allt gott að frétta af Evrópusambandinu.
Fimmtudagur, 26. maí 2011
Nei í Sviss og Noregi en umsókn frá Íslandi
Sviss og Noregur standa utan Evrópusambandsins og andstaðan við inngöngu hefur aldrei mælst meiri í þessum löndum. Þau lönd í Evrópusambandinu sjálfu sem hafa ekki evru, s.s. Bretland, Danmörk og Svíþjóð, prísa sig sæl að hafa ekki tekið upp vandræðamyntina.
Ísland sem hvorki er í Evrópusambandinu né hefur evru situr uppi með ríkisstjórn sem grátbiður Brussel að taka við sér.
Vegna Samfylkingarinnar er Ísland alþjóðlegur brandari.
Fáir Svisslendingar vilja í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 180
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar