Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Fimmtudagur, 26. maí 2011
Grískar skuldir og íslenska krónan
Grikkland glímir við samkeppnisvanda sem landið gæti lagað með því að fella gengi drökmunnar. En Grikkir fylgdu fyrir tíu árum ráðum Samfylkingarinnar og vörpuðu eigin mynt fyrir róða og tók evru fagnandi. Vextir lækkuðu, kaupmáttur jókst og allir sátu glaðir að veisluborði Evrópusambandsins. ´
Samkeppnishæfni gríska hagkerfisins gagnvart öðrum ríkjum evrusvæðisins, einkum Norður-Evrópu, versnaði jafnt og þétt allan áratuginn sem evran hefur verið í notkun í Grikklandi. Nú er svo komið að Grikkir standa ekki undir skuldunum sem safnast hafa í góðæri evru-tímabilsins og eru meira og minna á framfæri Evrópusambandsins. Grikkir geta ekki fellt gjaldmiðilinn sinn vegna þess að þeir hafa engan gjaldmiðil að fella.
Anthony Coughlan er írskur hagfræðingur sem er í heimsókn hér á landi á vegum Heimssýnar. Hann fór yfir málefni evrunnar gagnvart jaðarríkjum eins og Írlandi og Grikklandi á fundi í Reykjavík í gær og á Akureyri í hádeginu.
Skilaboð Coughlan og annarra hagfræðinga sem ekki eru félagar í Samfylkingunni eru skýr: evran eyðileggur hagkerfi þjóða sem ekki ganga í takt við þýska hagkerfið.
Íslenska krónan er margfalt betri kostur fyrir Ísland en evran.
Roubini: Endurskipuleggið skuldir Grikklands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. maí 2011
Írland og evran í hádeginu í dag
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Heimssýn standa fyrir opnum fyrirlestri í hádeginu í dag með hagfræðingnum Anthony Coughlan undir heitinu Írland og evran - lærdómur fyrir Ísland? Fyrirlesturinn er í stofu 101 í Odda og hefst kl. 12:00. Fundarstjóri er Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þriðjudagur, 24. maí 2011
Schengen er mistök
Það voru mikil mistök frá upphafi að binda Ísland við Schengen-samninginn, ekki síst eftir að hann varð órjúfanlegur hluti af ESB. Sem eyland höfum við ekkert nema skaða af því að bindast þessu regluverki meginlandsríkja og halda hér uppi landamæravörslu fyrir Evrópusambandið.
Á þessa leið skrifar Hjörleifur Guttormsson í nýrri útgáfu vinstrimanna, Vinstrivaktin gegn ESB.
Þriðjudagur, 24. maí 2011
Spánn er næstur í evru-gjaldþrotum
Markaðurinn óttast gjaldþrot Spánar, segir í frétt Telegraph. Eftir sveitarstjórnarkosningar í skugga mótmæla stendur ríkisstjórn sósíalista í Madrid veik eftir og er ekki líkleg til að knýja í gegn nauðsynlegan niðurskurð til koma skikki á ríkisfjármálin. Þingkosningar eru á Spáni að ári og allar líkur á að tiltrúin á spænsk stjórnvöld minnki í aðdraganda þeirra.
Spánn er stærsta hagkerfið sem steytt hefur á evru-skerinu. Ríku evru-löndin í norðri hafa ekki efni á stórum björgunarpakka til Spánar.
Hagfræðingurinn Pau de Grauwe þykir skrifa af hvað mestri yfirsýn um þann vanda sem evruríkin 17 glíma við. Hann segir í skarpri greiningu að án sambandsríkis Evrópu sé evran feig. Á meðan sambandsríkis nýtur ekki við býr myntsambandið við varanleg ójafnvægi. Lokaorð de Grauwe eru ótvíræð
A monetary union can only function if there is a collective mechanism of mutual support and control. Such a collective mechanism exists in a political union. In the absence of a political union, the member countries of the Eurozone are condemned to fill in the necessary pieces of such a collective mechanism. The debt crisis has made it possible to fill in a few of these pieces. What has been achieved, however, is still far from sufficient to guarantee the survival of the Eurozone. In order for the Eurozone to survive, it will have to be embedded in a much stronger political union than is the case today.
Valdastéttin í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir tveim valkostum. Annað hvort liðast evrusamstarfið í sundur eða að sambandsríki Evrópu verður að veruleika. Það mun taka valdastéttina um 2-5 ár að kannast við þennan veruleika, sé tekið mið af því hvernig vandi Grikkja, Íra og Portúgala er leystur.
Og hvers vegna í ósköpunum stendur Ísland í biðröð eftir því að taka þátt í evrusamstarfinu?
(Breytt og bætt héðan.)
Mánudagur, 23. maí 2011
Gjaldþrot með evru
Grikkland er gjaldþrota, Írland er á leiðinni, Portúgal er í röðinni og Spánn ekki fjarri. Á Íslandi er spurt hvort við græðum á inngöngu í Evrópusambandið þegar fyrir liggur að við verðum alltaf í mínus.
Írland og evran verða til umræðu á miðvikudag. Anthony Coughlan hagfræðingur og prófessor emeritus við Trinity College í Dublin flytur fyrirlestur á vegum Heimssýnar og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands miðvikudaginn 25. maí kl. 12:00 í stofu 101 í Odda. Fundarstjóri er Björn Bjarnason fyrrv. dómsmálaráðherra.
Evran er æði, en aðeins fyrir Þjóðverja og helstu nágranna þeirra.
Laugardagur, 21. maí 2011
Vg ítrekar andstöðu við ESB-aðild
Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs ítrekaði andstöðu flokksins við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nær engin umræða var um aðildarumsókn Íslands en í ályktun er kveðið skýrt að orði
Fundurinn ítrekar andstöðu flokksins við aðild Íslands að ESB.
Í síðustu þingkosningum, vorið 2009, var það á stefnuskrá Vg að Ísland skyldi standa utan Evrópusambandsins. Flokkurinn lét unda kröfu Samfylkingarinnar sem neitaði að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna nema Vg samþykkti að senda umsókn til Brussel. Síðan hefur Vg logað stafnana á milli í innanflokksátökum. Í vetur sögðu þrír þingmenn skilið við þingflokk Vg.
Föstudagur, 20. maí 2011
Yfirlýsingastríð í Evrópusambandinu
Þetta er hrein og klár nýlendustefna, segir grískur verkalýðsleiðtogium þau ummæli Angelu Merkel kanslara Þýskalands að Suður-Evrópubúar séu latir og vilji helst lifa á ölmusu Þjóðverja. Finanacial Times greinir frá lækkun Fitch á greiðsluhæfni Grikkja og náið samhengi milli pólitískra yfirlýsinga og fjármálamarkaðar.
Merkel sætir gagnrýni heimafyrir vegna sístækkandi fjárlagagats Grikkja sem Þýskalandi er ætlað að fylla upp í. Frjálsir demókratar, annar ríkisstjórnarflokkurinn, eru að herða sig upp í að vera á móti frekari björgunaraðgerðum fyrir Grikki. Stjórnvöldum í Aþenu er bent á að íhuga að taka upp drökmu og segja sig frá evru-samstarfinu.
Harkan í samskiptum evru-ríkjanna mun aukast á næstunni. Írsk, portúgölsk og grísk stjórnvöld munu reyna að saman um kröfur gagnvart framkvæmdastjórninni og Evrópska seðlabankanum um skuldasnöruna sem þegar er búið að bregða að hálsi ríkjanna þriggja.
Þýskaland og þau lönd evru-svæðisins sem eiga afgang láta ekki stilla sér upp við vegg. Evru-samstarfið er búið að vera í núverandi mynd.
Fimmtudagur, 19. maí 2011
Peningar og fiskur, Ísland og Írland
Peningarnir eru farnir en við eigum fiskinn, sagði Steingrímur J. við írska dálkahöfundinn og hagfræðinginn David MacWilliams og hann endursegir með ýktum framburði á umræðu European Zeitgeist. Efni umræðunnar er fyrirsjáanlegt hrun evrusvæðisins og þarna tala stórmenni eins og Joseph Stiglitz.
MacWilliams uppsker hlátur þegar hann endursegir ísenskan leigubílstjóra sem segist skulda íbúðarlán í japönskum yenum og bætir við - en Japan er langt í burtu. Skilaboðins eru þessi: Írar skulda í evrum og Brussel er (því miður) býsna nærri.
Evran og Írland og lærdómurinn fyrir Ísland verður til umræðu á fundi Heimssýnar og Alþjóðamálastofnunar á hádegisfundi í Odda miðvikudaginn 25. maí.
Miðvikudagur, 18. maí 2011
Engin séríslensk leið inn í ESB
Evrópusambandið býður upp á eina leið umsóknarríkja inn í sambandið, accession, eða aðlögun. Í aðlögun felst að umsóknarríki taki jafnt og þétt upp lög og reglugerðir Evrópusambandsins samhliða aðildarviðræðum. Samkvæmt útgáfu Evrópusambandsins er um að ræða um 90 þúsund blaðsíður af lögum og reglum sem ætlast er til að umsóknarríki innleiði í sín lög.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé til önnur leið inn í Evrópusambandið, séríslensk leið. Í nýrri skýrslu utanríkisráðherra til alþingis er þessi kostulega málsgrein bls. 16
Fastar reglur gilda um það ferli sem snýr að umsóknum ríkja um aðild að ESB, bæði í umsóknarríkjunum sjálfum og innan ESB og aðildarríkja þess. Hér á landi hefur verið farið eftir því skipulagi sem utanríkismálanefnd mælti með.
Í málsgreininni er sagt með loðnu orðalagi að þótt Evrópusambandið sé með ,,fastar reglur" fyrir umsóknarríki þá hafi Ísland búið til aðrar reglur til að samfylkingarhluti ríkisvaldsins geti haldið umsókninni til streitu.
Össur vill að alþingi og þjóðin trúi því að Ísland setji Evrópusambandinu reglur um hvernig umsóknarferli inn í sambandið skuli háttað. Ætli Össur trúi skáldskapnum sjálfur?
(Tekið héðan.)
Mánudagur, 16. maí 2011
Össur og Stefán á leynifundum um tilboð ESB í Ísland
Samningsmarkmið Íslands gagnvart Evrópusambambandinu liggja ekki enn fyrir. Í skýrslu utanríkisráðherra sem kynnt var á alþingi í dag eru hvergi sett fram markmið Íslands í samningaviðræðunum, aðeins vísað í þingsályktun alþingis frá 16. júlí 2009.
Í skýrslunni er óbeint viðurkennt að samningsmarkmið liggi fyrir. Þar segir á bls. 17
Á sama tíma hafa bæði utanríkisráðherra og aðalsamningamaður átt samskipti við aðildarríki ESB og framkvæmdastjórn ESB í því skyni að kynna sérstaklega þau meginatriði sem standa munu upp úr í samningaviðræðunum og þau efnislegu rök sem Ísland byggir á.
Fundir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og Stefáns Hauks Jóhannessonar aðalsamningamanns eru ekki gerðir opinberir. Á þessum fundum eru sett fram samningsmarkmið Íslands án þess að þau hafi fyrirfram verið rædd á alþingi og með þjóðinni.
Á leynifundum Össurar og Stefáns er Evrópusambandinu sagt hversu hátt tilboðið í Ísland þarf að vera til að Samfylkingin treystir sér að selja það þjóðinni.
Hér er hlekkur á skýrslu utanríkisráðherra
http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/1416.pdf
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 29
- Sl. sólarhring: 500
- Sl. viku: 2536
- Frá upphafi: 1166296
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2173
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar