Leita í fréttum mbl.is

Engin séríslensk leið inn í ESB

Evrópusambandið býður upp á eina leið umsóknarríkja inn í sambandið, accession, eða aðlögun. Í aðlögun felst að umsóknarríki taki jafnt og þétt upp lög og reglugerðir Evrópusambandsins samhliða aðildarviðræðum. Samkvæmt útgáfu Evrópusambandsins er um að ræða um 90 þúsund blaðsíður af lögum og reglum sem ætlast er til að umsóknarríki innleiði í sín lög.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé til önnur leið inn í Evrópusambandið, séríslensk leið. Í nýrri skýrslu utanríkisráðherra til alþingis er þessi kostulega málsgrein bls. 16

Fastar reglur gilda um það ferli sem snýr að umsóknum ríkja um aðild að ESB, bæði í umsóknarríkjunum sjálfum og innan ESB og aðildarríkja þess. Hér á landi hefur verið farið eftir því skipulagi sem utanríkismálanefnd mælti með.

Í málsgreininni er sagt með loðnu orðalagi að þótt Evrópusambandið sé með ,,fastar reglur" fyrir umsóknarríki þá hafi Ísland búið til aðrar reglur til að samfylkingarhluti ríkisvaldsins geti haldið umsókninni til streitu.

Össur vill að alþingi og þjóðin trúi því að Ísland setji Evrópusambandinu reglur um hvernig umsóknarferli inn í sambandið skuli háttað. Ætli Össur trúi skáldskapnum sjálfur? 

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 130
  • Sl. sólarhring: 416
  • Sl. viku: 1987
  • Frá upphafi: 1109275

Annað

  • Innlit í dag: 119
  • Innlit sl. viku: 1730
  • Gestir í dag: 118
  • IP-tölur í dag: 118

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband