Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016
Sunnudagur, 31. janúar 2016
Embættismenn á eigin vegum?
Það er löng leið frá fólkinu til þeirra sem sjá um framkvæmd mála í ESB. Lítið dæmi um það eru ummæli Ceciliu Malmström, fulltrúa Svía í framkvæmdastjórn ESB, framkvæmdastjóra viðskiptamála, sem segist ekki þiggja umboð sitt frá fólkinu í ESB-löndunum heldur frá ráðherraráði ESB þegar hún semur um alþjóðaviðskiptasamninginn TTIP sem valdið hefur mikilli andstöðu meðal fólks í álfunni.
Starfsmenn og embættismenn ESB starfa oft í eigin heimi - fjarri heimi venjulegs fólks. Það má velta því fyrir sér hvort þetta gildi um embættismenn almennt. Fundurinn sem Dögun hélt á dögunum um annan alþjóðlegan viðskiptasamning, TISA, vekur upp spurningar um þetta. Þar kom í ljós að embættismenn ríkisins eru að vinna að alþjóðlegum samningi um þjónustuviðskipti sem getur komið til með að hafa mikil áhrif án þess að stjórnmálamenn geri sér almennt grein fyrir málinu eða hafi mikla vitneskju um það.
Þetta vekur allt upp spurningar um það hvort umboðskeðjan frá almenningi til embættismanna sé ekki það löng og krókótt að varla er hægt að tala um raunverulegt lýðræði lengur, sérstaklega í ljósi þess að gegnsæi þegar kemur að vinnu embættismanna er oft takmarkað af ýmsum reglum og venjum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. janúar 2016
Fjör á fundi Heimssýnar með Pírötum
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, hafði framsögu um ESB-málin á opnum stjórnarfundi Heimssýnar sem haldinn var í Iðnó í fyrrakvöld. Ásta Guðrún svaraði svo spurningum fundarmanna og tók þátt í líflegum umræðum um ýmsa þætti ESB-málanna. Meðal þess sem kom fram hjá Ástu var að Píratar vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort halda skuli áfram viðræðum um aðild Íslands að ESB eða ekki.
Ásta nefndi ýmsa kosti þess að vera hluti af ESB, og nefndi sérstaklega jafnréttismál í því samhengi og einnig friðarmál, en tiltók einnig neikvæð atriði sem því fylgdi eins og aukið skrifræði.
Ásta fullyrti að umsókn Íslands að ESB væri í raun í fullu gildi og að með bréfi utanríkisráðherra til ESB hefði verið gengið framhjá þinginu. Hún sagði jafnframt að ef hætta ætti viðræðum þyrfti að semja sérstaklega um það við ESB. Þegar talið barst að undanþágum frá ákvæðum sem hingað til hafa gilt hjá ESB, t.d. varðandi fiskveiðimál, var á Ástu að skilja að hún teldi ESB væri þess eðlis að það gæti ekki veitt neinar varanlegar undanþágur frá regluverki um slíka hluti. Hins vegar sagði hún það skoðun sína að það yrði að halda áfram samningaviðræðum til þess að sjá hvað út úr þeim kæmi.
Almennt var gerður góður rómur að málflutningi Ástu þótt fundarmenn hefðu margir hverjir aðrar skoðanir og í sumu annan skilning á stöðu mála og var ljóst að umræðan var hvergi nærri tæmd á þeim tíma sem til umráða var. Því er þess vænst að við fáum að eiga orðastað við þingmenn Pírata aftur áður en langt um líður.
Heimssýn hefur fengið fulltrúa ýmissa stjórnmálaflokka á fund með sér til að ræða um Evrópumálin. Meðal þeirra sem hafa nýverið komið á fundi hjá Heimssýn eru Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar. Von er á fleiri fundum af þessu tagi.
Á myndinni eru Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar og fyrrverandi ráðherra, við upphaf fundarins í fyrrakvöld.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 29. janúar 2016
Rányrkja evrópskra togara við Afríkustrendur áhyggjuefni
Samkvæmt alþjóðalögum má hinn erlendi floti ekki ganga á þau mið sem eru sótt af Márítanískum fiskimönnum og ræna þá lífsbjörginni. En hin erlendu skip geta náð óheyrilegu magni afla í samanburði við okkar hefðbundnu fiskibáta. Og það eru skýr merki um það að þessi skip eru að taka alltof mikið. Aflinn við landið fer minnkandi og Máritanískir fiskimenn fara nú lengra út á sjó til þess að framfleyta sér. Landið býr við mikið óöryggi í fæðuöflun og sífellt fleiri leita því lífsbjargar við sjóinn en erlendur floti ógnar nú þessari lífsbjörg. Svona getur þetta ekki gengið. Þetta er ekki bara spurning um efnahag og þróun landsins heldur einnig öryggi. Staðan í öðrum héruðum Sahel sýnir okkur hvað fátækt og atvinnuleysi skapa frjóan jarðveg fyrir glæpi og hryðjuverk. Ef fiskimiðin eru tekin af okkur hefur þjóð okkar misst allt og hefur þá engu að tapa.
Sahel-svæðið sem ráðherrann vísar hér til er landsvæðið í sunnanverðri Sahara en þar hafa öfgasinnuð hryðjuverkasamtök íslamista sótt mjög í sig veðrið á undanförnum árum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 26. janúar 2016
Píratar ræða við Heimssýn
Ásta Guðrún Helgadótir þingmaður Pírata verður sérstakur gestur á opnum stjórnarfundi Heimssýnar sem haldinn verður á morgun, miðvikudaginn 27. janúar, klukkan 20:00 í fundarsal á annarri hæð í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík.
Ásta Guðrún mun ræða um stefnur og strauma í Evrópumálum enda hefur hún nokkra reynslu á því sviði og er ýmsum hnútum kunnug í þeim efnum.
Allt áhugafólk um tengsl Íslands og ESB og um sjálfstæði Íslands er velkomið á fundinn.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 25. janúar 2016
Grikkir verði reknir úr ESB - að hluta
Gangi það eftir, eins og meðfylgjandi frétt skýrir frá, að Grikkir verði reknir úr Schengen er búið að reka þá að hluta úr ESB því frjáls för fólks er einn af hornsteinum samstarfs innan sambandsins. Grikkir ráða engan veginn við flóttamannavandann og geta ekki fylgt eftir þeim reglum sem gilda á Shcengen-svæðinu og þeim þykir að önnur ríki í sambandinu veiti þeim ekki aðstoð í samræmi við umfang verkefnisins.
Það er því ljóst að málefni flóttamanna og reglur um frjálsa för innan ESB verða samstarfi landanna enn fjötur um fót.
Verða Grikkir reknir úr Schengen? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 24. janúar 2016
Hættulegri verðhjöðnun spáð á evrusvæðinu
Ewald Nowotny, fulltrúi í stjórn Seðlabanka evrunnar og seðlabankastjóri í Austurríki (og fyrrverandi þingmaður jafnaðarmanna), segir verulega hættu á að stórhættuleg verðhjöðnun verði viðvarandi á evrusvæðinu þegar líða tekur á árið. Verðbólgan er sögð vera 0,2 prósent núna en verðbólgumarkmiðið er 2%.
Ástæða of lítillar verðbólgu er of lítil eftirspurn, lækkandi olíuverð og jafnframt vangeta Seðlabanka evrunnar fram að þessu til að hleypa lífi í efnahagsstarfsemina í álfunni með lágum vöxtum og gjafaútlánum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. janúar 2016
Svíar gera flestar athugasemdir við miðstýringuna í ESB
Svíar gera ESB-ríkja flestar athugasemdir við tillögur frá Brussel á grunni svokallaðrar nálægðarreglu sem segir að ákvarðanir eigi að taka eins nálægt þeim sem þær varða og mögulegt er. Frá 2010 til 2014 gerði sænska þingið með vísan til nálægðarreglu athugasemdir við tíundu hverja tillögu sem kom frá framkvæmdastjórn ESB.
Ekkert annað þjóðþing í ESB kemst með tærnar þar sem Svíar hafa hælana í þessu.
Ýmsir vilja meina að Svíar séu mesta fyrirmyndarþjóð í þjóðfélagslegu tilliti. Þeir hafa mest við miðstýringuna í ESB að athuga. Flest þjóðþingin sinna því þó með lafandi hendi að skoða tillögur framkvæmdastjórnarinnar með nálægðarregluna í huga og því er hún í raun dauður bókstafur og miðtýringin ræður ríkjum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. janúar 2016
Michael Caine þreyttur á andlitslausum embættismönnum ESB
Breski stórleikarinn Michael Cain er ekki hrifinn af því sem hann segir andlitslausa embættismenn Evrópusambandsins sem stjórni Bretum með tilskipunum. Þess vegna vill þessi geðþekki leikari að Bretar yfirgefi ESB. Hann telur auk þess að Bretum muni farnast betur utan sambandsins.
Mbl.is og The Telegraph greina frá.
Michael Caine vill úr Evrópusambandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 18. janúar 2016
Fleiri Bretar vilja úr Evrópusambandinu
Fleiri Bretar vilja ganga úr Evrópusambandinu en vera áfram innan þess, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Survation gerði fyrir breska götublaðið Mail on Sunday.
Mbl.is greinir svo frá:
Samkvæmt skoðanakönnuninni vilja 53% ganga úr sambandinu en 47% vera þar áfram ef aðeins eru teknir inn í myndina þeir sem taka afstöðu með eða á móti. Ef teknir eru með allir sem svöruðu í könnuninni vilja 42% úr Evrópusambandinu en 38% vera þar áfram.
Skoðanakönnunin var gerð dagana 14.-16. janúar og var úrtakið rúmlega eitt þúsund manns, samkvæmt frétt AFP.
53% vilja úr Evrópusambandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 18. janúar 2016
Allt í skralli hjá ESB segir Juncker
Það er ekki hægt að túlka þessa frétt, sem segir frá fundi æðstaprests ESB með fjölmiðlum, öðruvísi en sem svo að útlitið sé mjög dökkt hjá ESB. Hann segir ekkert vit í evrunni eftir að flóttamannavandinn setti Schengen-ferðafrelsið úr sambandi. Það er uppgjafartónn í forseta framkvæmdastjórnarinnar þótt hann segist ekkert vera að gefast upp.
Juncker "the drunker", eins og sumir hafa kallað hann vegna skrautlegrar framkomu á fundum með blaðamönnum þar sem hann hafði greinilega fengið sér aðeins of mikið í tána, var ekki svipur hjá sjón í dag. Hann var venju fremur daufur.
Er það nema von. Kannski hann geti sótt sér von, trú og styrk til þeirra evruelskenda sem enn berja höfðinu við staurinn hér upp á Fróni.
Erfitt ár fyrir Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 182
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar