Vissulega er ákvörðun Rússa um innflutningsbann á mörgum aðalútflutningsvörum okkar gróf og ósanngjörn og alvarlegt áfall fyrir íslenskan efnahag og atvinnulíf. Hins vegar er fullveldisframsal utanríkisráðherra til Evrópusambandsins í slíku stórmáli sem lýtur að almennu verslunarfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar miklu alvarlegra mál. Enda kætast nú ESB-aðildarsinnar sem aldrei fyrr.
Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016
Mánudagur, 18. janúar 2016
Að vera sjálfstæð friðarþjóð og standa á eigin fótum
Hugsað til Lúðvíks Jósepssonar sjávarútvegsráðherra
Sjálfstæð og friðelskandi þjóð
Það krefst kjarks og þors að standa undir nafni sem sjálfstæð, vopnlaus og friðelskandi þjóð. En sem slík getum við haft mest áhrif á alþjóðavettvangi. Þannig komum við best athugasemdum og sjónarmiðum á framfæri gagnvart öðrum ríkjum á okkar eigin forsendum. Það gerum við á grundvelli sjálfstæðrar utanríkisstefnu en ekki sem viljalausir taglhnýtingar stórveldablokka.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 17. janúar 2016
Norrænt sambandsríki í stað ESB
Einn þekktasti sagnfræðingur Svía, Gunnar Wetterberg, segir að ESB virðist vera að molna í sundur og það sé hagsmunamál fyrir Norðurlöndin að sameinast sem mest áður en það gerist. Einkum ættu Norðurlöndin að auka samvinnu á sviði innflytjendamála, vinnumarkaðsmála og varnarmála.
Gunnar hefur tekið saman skýrslur fyrir Norðurlandaráð um þessi mál. Hann segir í grein í sænska blaðinu Dagens Nyteter að erfiðleikar ESB ættu að ýta undir umræðu um aukna samvinnu Norðurlanda. Hann segir að hætt sé við því að evran muni eiga við áframhaldandi erfiðleika að etja, upplausn Schengen-samstarfsins grafi undan þeirri samþættingu sem komin hafi verið vel á veg á Eyrarsundssvæðinu, möguleg útganga Bretlands úr ESB knýi á um aukna samvinnu Breta og Norðurlanda, þróun í Rússlandi og á svæði þeirra kalli enn fremur á aukið samstarf Norðurlanda og tryggja þurfi það frelsi sem ríkt hefur á milli Norðurlanda með samræmdum reglum þeirra á milli varðandi fólksflutninga, skatta á vinnumarkaði og fleira af því tagi.
Þriðjudagur, 12. janúar 2016
Evran krefst opinna landamæra, segir Merkel
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að opin landamæri og frjáls för fólks á milli landa sé forsenda fyrir sameiginlegum gjaldmiðill ESB-landa, eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum í Þýskalandi og víðar.
Allir vita hvílíkan usla evran hefur valdið í efnahagsmálum í Evrópu þar sem skuldaþyngsli og atvinnuleysi eru viðvarandi vandamál.
Það sjá líka allir nú að fyrirkomulagið með opin landamæri í Evrópu gengur engan veginn upp.
Þarf frekari vitnanna við um að Schengen og evran voru ólánsfyrirbæri frá upphafi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. janúar 2016
Viðvaranir landlæknis gegn EES-heilsufrumvarpi ítrekaðar
Í fréttum RUV í kvöld voru ítrekaðar viðvaranir landlæknis gegn ESB-tilskipun um heilbrigðisþjónustu sem sögð er geta grafið undan heilbrigðisþjónustu hér á landi.
Það er full ástæða til að vara sterklega við þessum Trjóuhesti velferðarmálanna frá Brussel.
Laugardagur, 9. janúar 2016
Íslendingar hamingjusamir og vongóðir - Evrópubúar almennt vondaufir og óhamingjusamir
Íslendingar er hamingjusamasta þjóð Evrópu, samkvæmt alþjóðlegri könnun Gallup. Ísland er í raun eina Evrópulandið sem sem nær inn á lista yfir 10 hamingjusömustu þjóðirnar. Íslendingar eru almennt bjartsýnir á framtíðina á sama tíma og aðrar Evrópuþjóðir eru uggandi.
Eyjan.is greinir frá þessu.
Sjálfsagt er evran ein af skýringunum á þessu. Hún veldur Evrópubúum hugarangri - og Íslendingar eru mjög margir ánægðir með að vera lausir við hana.
Laugardagur, 9. janúar 2016
Norðmenn vilja alls ekki ganga í ESB
Enn og aftur sýna skoðanakannanir í Noregi að Norðmenn vilja alls ekki ganga í Evrópusambandið. Þeir hafa hafnað því tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslu, árið 1972 og svo árið 1994. Síðustu ár hafa 70-75% Norðmanna verið á móti því að ganga í ESB, nú 72% samkvæmt nýjustu könnun.
Mbl.is greinir svo frá:
Mikill meirihluti Norðmanna er andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Noregi sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norska dagblaðið Nationen eða 72% án meðan aðeins 18,1% vilja ganga í sambandið.
Fram kemur á fréttavef Nationen að mestur stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið af kjósendum norskra stjórnmálaflokka sé á meðal stuðningsmanna Hægriflokksins. Engu að síður sé aðeins einn af hverjum fjórum þeirra hlynntir inngöngu.
Haft er eftir Elisabeth Aspaker, Evrópumálaráðherra Noregs, að Evrópusambandið sé ekki á dagskrá í norskri þjóðfélagsumræðu. Ennfremur sé reynslan af EES-samningnum góð. Þá hafi efnahagserfiðleikarnir innan sambandsins haft sín áhrif.
Meirihluti hefur verið í Noregi gegn inngöngu í Evrópusambandið í öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið þar í landi undanfarinn áratug
Vilja ekki í Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. janúar 2016
Íslensk stjórnsýsla of veikburða til að vera aðili að EES-samningnum
Íslensk stjórnsýsla er of veikburða til að framfylgja EES-samningnum líkt og æskilegt er. Erfitt er að fylgjast með löggjöf í mótun hjá ESB og hafa efnisleg áhrif á hana, seinagangur er við upptöku gerða í samninginn og tafir eru við innleiðingu þeirra í landsrétt.
Þetta er túlkun Eyjunnar á niðurstöðum starfshóps forsætisráðherra sem hefur skilað af sér áfangaskýrslu um framkvæmd EES-samningsins. Ráðherra kynnti skýrsluna í ríkisstjórn í morgun.
Það er full ástæða til að skoða þessa skýrslu vel. Svo virðist sem Íslendingar hafi að mörgu leyti verið ofurseldir duttlungum skrifræðisins í Brussel frá því að EES-samningurinn var tekinn upp.
Er kannski ástæða til að ræða betur um gagnsemi samningsins? Ef hann er of viðamikill fyrir stjórnsýsluna á Íslandi hvað yrði þá með mögulega aðild að ESB? Myndi stjórnsýslan ráða við aðild eða yrði það bara stjórnsýsla ESB sem réði hér þá flestu?
Vilja færa þungan framar í ferlið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. janúar 2016
Pólverjar og Ungverjar taka höndum saman gegn miðstjórninni í Brussel
Það virðist vera að kvarnast úr jöðrum ESB. Ungverjar verja nú Pólverja gegn yfirgangi miðstjórnarvaldsins í Brussel og ætla að koma í veg fyrir refsiaðgerðir ESB gegn Pólverjum. Á sama tíma færist Pólland nær Ungverjalandi í reiptoginu innan ESB.
Þetta gerist á sama tima og meirihluti Breta vill nú yfirgefa ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. janúar 2016
Rökum ESB-aðildarsinna svarað
Fyrir stuttu var hér fjallað um tólf ástæður til að forðast aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðildarsinnar greindu nýverið frá tíu ástæðum sem þeir töldu mæla með aðild. Hér verður þeim málflutningi aðildarsinna svarað lið fyrir lið:
- Lægra matvælaverð á Íslandi?
ESB-sinnar nefna að verð á landbúnaðarvörum gæti í einhverjum tilvikum lækkað örlítið ef vörurnar væru fluttar inn frá ESB þar sem þær eru verksmiðjuframleiddar á risabúum á 500 milljóna manna markaði. Þeir gleyma hins vegar að taka með í reikninginn hin fjölmörgu störf sem myndu tapast hér á landi og minna fæðuöryggi og aukna sjúkdómahættu sem þessu myndi fylgja. Kosturinn við okkar litla markað er meðal annars mun vistvænni framleiðsla. Upplýst hefur verið að notkun sýklalyfja í Þýskalandi og á Spáni, svo dæmi séu tekin, sé 40-60 sinnum meiri en hér á landi. Landbúnaðarstefna ESB hefur haft gífurlega neikvæð áhrif á landbúnað og ýmis héruð bæði í Svíþjóð og Finnlandi. Sænskir bændur eru nú að skera upp herör gegn kerfi ESB og ætla að taka málin aftur í sínar hendur.
- Ísland öðlast raunverulegt fullveldi?
ESB-aðildarsinnar segja að Ísland öðlist raunverulegt fullveldi með því að ganga í ESB því við höfum lítið um þær ákvarðanir að segja sem eru teknar innan ESB og settar eru í löggjöf hér á landi. ESB-aðildarsinnar gleyma því þó að Íslendingar gætu haft meiri áhrif á upphafsstigum reglusetningar í ESB. Jafnframt gleyma þeir því að Íslendingar fengju aðeins 5 atkvæði af 750 á ESB-þinginu og aðeins 3 atkvæði af 350 í ráðherraráðum, þar sem mikilvægustu ákvarðanir eru teknar. ESB-aðildarsinnar vilja heldur ekki skilja að það eru stóru þjóðirnar sem ráða för í flestum veigamiklum málum í ESB og þá langt út fyrir hlutfallslegt vægi þeirra. Tilskipanir frá Brussel um ríkisfjármál aðildarlandanna og aðgerðir varðandi málefni flóttamanna sýna m.a. hið skerta fullveldi ríkja í ESB. Árangursleysið við að ná markmiðum um opinberar skuldir og verðbólgumarkmiðum sýnir svo getuleysi ESB í efnahagsmálum. Svipað má segja um ringulreiðina í flóttamannamálum.
- Lægri vextir?
ESB-aðildarsinnar héldu lengi fram þeirri firru að allir vextir yrðu með svipuðum hætti í ESB og lægri en ella. Staðreyndin er að vextir í sumum löndum sem verst urðu úti í evrukreppunni ruku upp úr öllu valdi þar sem fáir vildu lána þeim um tíma. Staðreyndin er einnig sú að vextir hafa verið mjög mismunandi til neytenda, hvort sem er á húsnæðislánum eða öðru, í hinum ýmsu evrulöndum. Staðreyndin er einnig sú að ástæðan fyrir mjög lágum vöxtum víða á evrusvæðinu nú er sú að hagkerfið hefur verið í frosti, framleiðsla allt of lítil, eftirspurn of lítil og atvinnuleysi víða ógnvænlega mikið. Þrátt fyrir talsvert langt tímabil með lágum vöxtum hefur ekki tekist að blása almennilega í glæður atvinnulífs í ESB og hagvöxtur að meðaltali verið nálægt núllinu.
Það má svo ekki gleyma einu skýrasta dæminu um skaðsemi evrunnar og meðaltalsvaxtastefnunnar á evrusvæðinu. Það dæmi er Írland. Írar fengu allt of lága vexti eftir að landið tók upp evruna. Fyrir vikið jókst skuldasöfnun gífurlega á Írlandi og bólumyndun í hagkerfinu sem endaði með miklum skelli. Seðlabanki Evrópu krafðist þess svo að skattborgarar tækju á sig ábyrgð á skuldbindingum einkabankanna. Fyrir það munu Írar lengi líða.
- Nothæfur gjaldmiðill?
Gjaldmiðill greiðir fyrir viðskiptum. Flestir gjaldmiðlar eru þjóðargjaldmiðlar og eru einkum notaðir í viðkomandi löndum en minna í alþjóðlegum viðskiptum. Svo eru til gjaldmiðlar sem eru einnig notaðir í alþjóðlegum viðskiptum. Þar er Bandaríkjadalur langsamlega öflugastur, en einnig er stuðst við jen, sterlingspund og evru. Það er ekkert markmið í sjálfu sér fyrir ríki að gjaldmiðill þess keppi við stærstu alþjóðlegu viðskiptagjaldmiðlana.
Gengi annarra gjaldmiðla en krónunnar hefur einnig sveiflast talsvert. Það á undanfarið við um evru, Bandaríkjadal og aðra miðla. Værum við með evru myndi gengið sveiflast talsvert gagnvart Bandaríkjadal sem er viðmiðun í stórum hluta viðskipta.
Það er alger fásinna að möguleg upptaka evru myndi flýta losun fjármagnshafta. Því var haldið fram af fulltrúum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að umsókn um aðild að ESB myndi flýta afnámi hafta. Staðreyndin er að umsóknin hafði engin áhrif á þá þróun. Það mál verður leyst af okkur hér innanlands.
ESB-aðildarsinnum er tamt að tala um kostnaðinn við krónuna. Þeir gleyma hins vegar því að með krónunni hafa Íslendingar farið úr því að vera ein fátækasta þjóð í Evrópu á fáeinum mannsöldrum í það að vera ein sú ríkasta.
Jafnframt gleyma ESB-aðildarsinnar hinum gífurlega kostnaði sem evran veldur víða í ESB-löndunum sem felst í því hvernig evran hefur stuðlað að hinum mikla atvinnuleysi á jaðarsvæðum álfunnar. Það er nú kominn tími til að ESB-aðildarsinnar átti sig á þeim kostnaði en reyni ekki að slá ryki í augu fólks.
Það er enn fremur fjarri lagi að verðtrygging yrði úr sögunni þótt evra yrði tekin upp. Sömu verðtryggðu samningar myndu gilda áfram, sumir til áratuga, hvort sem það eru útlán til húsnæðiskaupa eða verðtryggð skuldabréf sem eru stór hluti eignar lífeyrissjóða, svo dæmi sé tekið. Hins vegar er hægt að draga úr verðtryggingu eins og að einhverju leyti hefur verið gert að undanförnu.
- Lægri skólagjöld í breskum háskólum?
Það er óvíða ódýrara að mennta sig en á Íslandi og gæði menntunar eru bara nokkuð góð. Hægt er að afla sér ódýrrar framhaldsmenntunar á Norðurlöndum og mun víðar. Breska skólakerfið er svo sem ágætt en skarar ekki fram úr öðrum löndum nema örfáir skólar. Breskir skólar hafa sóst eftir því að fá framúrskarandi nemendur frá Íslandi og boðið þeim góða styrki til framhaldsmenntunar. Lægri skólagjöld fyrir aðra íslenska nemendur í breskum háskólum skipta vissulega máli, en þau vega ekki mikið þegar allir hagsmunir eru teknir saman og reynt að vega og meta hvað sé hagkvæmast fyrir íslensku þjóðina og námsmenn í heild til lengri tíma litið.
- Niðurfelling tolla?
Við getum fellt niður þá tolla sem við teljum hagkvæmt. Þróunin hefur verið í þá átt að lækka og fella niður tolla gagnvart viðskiptalöndum okkar, meðal annars á matvælum. Hins vegar getur verið hagkvæmt fyrir okkur að hafa tolla á tilteknum vörum til að vernda mikilvæga framleiðslu hér á landi sem á í samkeppni við verksmiðjubúskap á meginlandi álfunnar. Við höfum gert fjölmarga viðskiptasamninga við önnur ríki, t.d. Kína og Færeyjar sem færa okkur margvíslegan ávinning. Slíkir samningar og aðrir sem við höfum gert falla niður við aðild að ESB. ESB-aðild þýðir því niðurfellingu tolla að einu leyti en að öðru leyti förum við inn fyrir tollmúra ESB (t.d. á áli). ESB leggur nefnilega tolla á ýmsar vörur sem þegar eru tollfrjálsar hér á landi. Það er raunar athyglisvert hvað íslensk stjórnvöld gera lítið úr mikilvægi tollverndar og hafa verið tilbúin að fella þá niður einhliða.
- Erlendar fjárfestingar aukin atvinnutækifæri?
ESB-aðildarsinnar halda því fram að með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru yrði auðveldara að laða að erlenda fjárfesta til Íslands, sem myndi þá vonandi skila sér í því að erlend fyrirtæki myndu setjast hér að í auknum mæli og skapa þannig atvinnu fyrir Íslendinga. Hér á landi hefur á undanförnum áratugum verið talsverð erlend fjárfesting. Vissulega hefur stór hluti hennar verið tengdur við arðbæran orkuiðnað og líklega varhugavert að hraða erlendum fjárfestingum um of í þeim geira. Þrátt fyrir krónuna hafa fjárfestar frá ýmsum nágrannalöndum fjárfest einnig í eignum, fyrirtækjum og verðbréfum hér á landi, meira að segja undanfarin ár, því þrátt fyrir fjármagnshöftin eru ekki settar teljandi hömlur á fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. Til lengri tíma eru það framleiðsluþættirnir sem skipta máli þegar meta á það hversu arðbært er að fjárfesta í tilteknu landi. Þar skipta mestu auðlindir landsins, innviðir hagkerfisins og færni vinnuaflsins. Gjaldmiðillinn skiptir þar litlu máli. Þjóðin hefur ekki viljað heimila algjört frelsi í fjárfestingum í sjávarútvegi og það hefur verið takmarkaður pólitískur áhugi á því að heimila erlendar fjárfestingar í orkuiðnaði. Almenningur á Íslandi vill halda opinberum yfirráðum yfir stórum hluta orkuframleiðslunnar. Það verður því ekki ætlað annað en að ESB-aðildarsinnar vilji óheftar fjárfestingar erlendra aðila í auðlindum landsins, bæði tengdum sjávarútvegi og orkuframleiðslu. Með því er hætt við að arðurinn af fjárfestingunum færi úr landi í ríkari mæli.
- Fyrir landsbyggðina?
ESB-aðildarsinnar halda því fram að við fengjum einhverja styrki til byggðamála í gegnum ESB. Staðreyndin er sú að vegna styrks íslensks hagkerfis yrðu Íslendingar sjálfir að greiða þessa styrki í gegnum skatta sem lagðir yrðu á almenning. Auk þess myndi aðild að ESB grafa undan landsbyggðinni með því að vega að framleiðslu í sveitum landsins með óheftum innflutningi á matvælum.
- Stærsta viðskiptablökk í heimi?
Með aðild Íslands að ESB yrðum við hluti af stærstu viðskiptablökk í heimi og hefðum áhrif á mótun hennar, segja ESB-aðildarsinnar. Í fyrsta lagi virðast aðildarsinnar vera búnir að gleyma því að við erum aðilar að evrópska efnahagssvæðinu og njótum þar með í veigamiklum atriðum sama fjórfrelsis og ESB-þjóðir almennt. Þeir virðast einnig gleyma því að með aðild að ESB myndum við tapa samningssjálfstæði í mörgum málum, ekki síst sjávarútvegsmálum. Værum við hluti af ESB hefði Brussel úthlutað okkur kvóta, þar með talið í makríl, og við myndum auk þess tapa sæti okkar við samnings- og fundarborðið í margs konar alþjóðlegu samhengi.
- Friður, frelsi og jafnrétti?
ESB-aðildarsinnar segja að markmið Evrópusambandsins hafi frá upphafi verið að stuðla að friði. Ekki skal gert lítið úr þeim markmiðum en heldur hefur ESB tekist óhönduglega til þar sem það hefur komið nærri. Nægir að nefna stríðið á Balkanskaga, deilur á Sri Lanka og átök í Vestur-Afríku. Hefur ESB stuðlað að auknum jöfnuði eða jafnrétti? Samkvæmt nýlegri könnun Eurostat, Hagstofu ESB, eiga 120 milljónir Evrópubúa á hættu að lenda í fátækt og félagslegri útskúfun. Ójöfnuður af því tagi getur verið jarðvegur fyrir átök. Það er því ekki skrýtið að ESB skuli stefna að því að koma sér upp her. Og fyrir hvern hefur ESB stuðlað að frelsi? Ekki hefur frelsi þeirra tugmilljóna manna sem misst hefur vinnuna aukist. Ekki hefur frelsi þeirra kvenna aukist sem hafa misst vinnuna í þjónustu hjá hinu opinbera en þurfa í staðinn að aðstoða aldraða og sjúka ættingja sína ókeypis. Það er nefnilega þannig að efnahagsþrengingarnar sem evran veldur hefur víða farið verst með konur. Jöfnuður og jafnrétti hefur minnkað, frelsið verið skert og friðurinn hangir víða á bláþræði í álfunni, t.d. vegna þess hve óhönduglega hefur tekist til í málefnum er varða flóttamenn.
Fimmtudagur, 7. janúar 2016
Meirihluti Breta fylgjandi útgöngu Bretlands úr ESB
Meirihluti þeirra Breta sem hafa gert upp hug sinn varðandi framtíð aðildar Bretlands að Evrópusambandinu eru fylgjandi því að ríkið segi skilið við sambandið.
Ný könnun ORB sýnir að 43 prósent Breta séu fylgjandi útgöngu en 36 prósent segjast styðja áframhaldandi aðild. 21 prósent kjósenda segjast enn ekki hafa gert upp hug sinn.
Sjá hér frétt á visir.is um málið.
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 106
- Sl. sólarhring: 353
- Sl. viku: 2515
- Frá upphafi: 1165889
Annað
- Innlit í dag: 93
- Innlit sl. viku: 2184
- Gestir í dag: 93
- IP-tölur í dag: 92
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar