Leita í fréttum mbl.is

Norrænt sambandsríki í stað ESB

bigOriginalEinn þekktasti sagnfræðingur Svía, Gunnar Wetterberg, segir að ESB virðist vera að molna í sundur og það sé hagsmunamál fyrir Norðurlöndin að sameinast sem mest áður en það gerist. Einkum ættu Norðurlöndin að auka samvinnu á sviði innflytjendamála, vinnumarkaðsmála og varnarmála.

Gunnar hefur tekið saman skýrslur fyrir Norðurlandaráð um þessi mál. Hann segir í grein í sænska blaðinu Dagens Nyteter að erfiðleikar ESB ættu að ýta undir umræðu um aukna samvinnu Norðurlanda. Hann segir að hætt sé við því að evran muni eiga við áframhaldandi erfiðleika að etja, upplausn Schengen-samstarfsins grafi undan þeirri samþættingu sem komin hafi verið vel á veg á Eyrarsundssvæðinu, möguleg útganga Bretlands úr ESB knýi á um aukna samvinnu Breta og Norðurlanda, þróun í Rússlandi og á svæði þeirra kalli enn fremur á aukið samstarf Norðurlanda og tryggja þurfi það frelsi sem ríkt hefur á milli Norðurlanda með samræmdum reglum þeirra á milli varðandi fólksflutninga, skatta á vinnumarkaði og fleira af því tagi.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru við viss um að við viljum fá sænska flóttamannastefnu eða pólitískan sænskan rétttrúnað? Ég held ekki. Nær væri að reisa Kínamúr utanum Svíþjóð og leyfa þeim að fara sér að voða einum með sjálfum sér.

Aðalmundur (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 00:47

2 identicon

Ég verð að vera sammála Aðalmundi hér, sænskur rétttrúnaður er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda, held að sharía lögin væru betri.

Halldór (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 09:03

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki minnsta ástæða til þess, að Íslendingar fórni fullveldi og sjálfstæði síns lýðveldis til að láta innlimast í norrænt sambandsríki og verða um langan aldur undirorpnir skandinavískum sócíaldemókratisma, auk ágengni á fiskimið okkar og aðrar auðlindir og landsréttindi.

Jón Valur Jensson, 18.1.2016 kl. 09:26

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Akkurat erindið sem ég vildi hingað í athugasemdardálkinn,það sem þið þrír skrifið hér.

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2016 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 42
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1149
  • Frá upphafi: 993133

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 988
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband