Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Landlæknir skammar Kristján Þór og þingmenn fyrir hættulegt frumvarp

BirgirJakobsLandlaeknirLandlæknir telur að svokallað ESB-frelsisfrumvarp í heilbrigðismálum, sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram, muni grafa undan heilbrigðisþjónustu hér á landi. Frumvarpinu er ætlað að gefa fólki kost á að sækja sér heilbrigðisþjónustu í útlöndum en landlæknir telur að kostnaður við það muni geta grafið undan þjónustu við sjúklinga hér á landi.

Það hefur áður verið fjallað um hugmyndir í þessa veru, sem eru liður í því að samþætta sem mest ýmsa opinbera starfsemi á svæði ESB og hinu evrópska efnahagssvæði.

Nú hefur sjálfur landlæknir tekið undir sjónarmið bloggara Heimssýnar! Er nokkur von til þess að heilbrigðisráðherra eða þingmenn vakni? Það er eins og menn haldi að heilbrigðiskerfið sé í því standi að það þoli hvaða ágjöf sem er!

Sjá síðari umsögn landlæknisembættisins hér.


Thomas Piketty: Aðeins sameinað stórríki í Evrópu getur bjargað evrunni

pikettyFranski hagfræðingurinn Thomas Piketty, einn af áhrifamestu hagfræðingum í dag, segir að það eina sem geti bjargað evrunni úr þeim vandræðum sem hún hefur ratað í sé sameiginlegt ríki að baki evrunni, með sameiginlega skattheimtu, sameiginlegum útgjöldum og sameiginlegum ríkisskuldabréfum. Þess vegna verði m.a. að auka vald ESB-þingsins þannig að það hafi forræði á fjármálum aðildarríkjanna. 

Þetta kemur fram í nýlegri bók Pikettys, Peut-on sauver L'Eurpoe? sem á íslensku myndi útleggjast Getum við bjargað Evrópu? Bókin kom út í ár.

Piketty er þó þeirrar skoðunar að evrusamstarfið og Seðlabanki Evrópu hafi verið illa hönnuð fyrirbæri. Ekki aðeins vegna þess að evruna skorti nægilega sterkan bakhjarl, heldur einnig vegna þess að evrukerfið auki ójöfnuð og hygli fjármagnseigendum á kostnað almennings. Þannig sé m.a. í evrulöndunum og ESB-löndunum ekki tekið nógu fast á þeim sem komi fé undan í skattaskjól. 

Þá óttast Piketty að í stað þess að ESB verði sterkt ríki með góðu lýðræðislegu fyrirkomulagi sem geri þegnunum kleift að takast á við alþjóðavæðingu kapítalismans þá verði ESB að verkfæri í höndunum á fjármálaöflunum sem krefjist þess að ýmsar öryggisreglur verði aflagðar, að samkeppni verði aukin á öllum sviðum og að grafið verði undan ríkisvaldinu og valdið fært í auknum mæli til markaðsafla.


Finnar betur settir án evrunnar

Mestu mistök Evrópusambandsins var upptaka evrunnar með þeim hætti sem það var gert. Finnar eru nú að súpa seyðið af því enda telja rúm­lega tvö­falt fleiri Finn­ar að finnskt efna­hags­líf væri í betri stöðu án evr­unn­ar en þeir sem telja að það hefði slæm áhrif að segja skilið við hana.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar fyr­ir finnska rík­is­út­varpið YLE. Sam­tals eru 44% Finna á því að efna­hag­ur Finn­lands væri í betri mál­um án evr­unn­ar en 20% telja að finnskt efna­hags­líf væri í verri stöðu utan evru­svæðis­ins. 30% segja að það myndi engu skipta. 

Utanríkisráðherra Finnlands segir evruna hafa verið mjög skaðlega fyrir Finnland. Á sama tíma er fyrrverandi utanríkisráðherra að hvetja til þess að haldin verða atkvæðagreiðsla um veru Finnlands í ESB.

Finnar losna hins vegar ekki svo auðveldlega úr spennitreyju evrunnar. Landsmenn gera sér grein fyrir því. 

En ferlega sjá margir eftir því að hafa tekið þennan vágest inn fyrir sínar dyr.


mbl.is Telja Finnland betur sett án evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingið réð ekki við ESB-málið

Þetta eru athyglisverð ummæli hjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra: Þingið réð ekki við ESB-málið. Þess vegna var bréf sent til ESB og þegar forkólfar ESB fengu bréfið hrukku þeir í kút af því þeir höfðu aldrei upplifað að ríki hefði hætt viðræðum. Þetta er athyglisvert.


mbl.is Þingið ekki tilbúið í ESB-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar treysta ekki ESB

Íslendingar treysta ekki ESB. Það er niðurstaða könnunar sem MMR gerði á dögunum. Þá minnkaði traustið í garð ESB frá fyrri könnun og fór úr 27 prósentum fyrir ári í 23 prósent nú í haust. Vantrausti í garð ESB eykst að sama skapi. Það fer úr 42 prósentum í 44%. 

Miðað við þetta er mætti ætla að Íslendingar hefðu lítinn áhuga á því að vera undir ESB komnir.


Danir hafna reglum ESB

rinaronjekariÚtgönguspár benda til þess að Danir hafi hafnað því að falla frá undanþágu sinni frá þátttöku í samstarfi ríkja ESB á sviði lögreglu- og dómsmála.

Danir eru ein af fáum þjóðum sem hafa fengið að kjósa reglulega um atriði sem varða ESB og oft hafnað tillögum regluveldisins í Brussel.

Aðrar þjóðir eru ekki jafn heppnar. Þar er það yfirvaldið sem ákveður fyrir þjóð sína.

Á myndinni er Rina Ronja Kari forystumaður Folkebevægelsen mod EU í Danmörku.

 


mbl.is Danir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn gefur peninga til að koma efnahagslífinu í gang

Seðlabanki Evrópu gefur peninga til að koma efnahagslífi Evrópu í gang. Stýrivextir voru í dag lækkaðir í mínus 0,3%. Þannig fá þeir bankar sem vilja taka lán í Seðlabanka Evrópu borgað fyrir í stað þess að greiða vexti.

Þetta er enn ein staðfestingin á langvarandi kreppu á evrusvæðinu - sem er fyrst og fremst sjálfu evrusamstarfinu að kenna.


Grikkir reknir að fjórðungi úr ESB

Grikkir ráða ekki við Schengen fyrirkomulagið og þess vegna vill ESB reka þá úr Schengen. Þar með yrðu Grikkir reknir að fjórðungi úr ESB - en ferðafrelsið er jú einn af fjórum hornsteinum ESB.

Það hriktir greinilega vel í stoðum ESB þessa dagana.

Sjá frétt mbl.is:

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur varað Grikki við því að taki þeir ekki al­menni­lega á flótta­manna­vand­an­um sem þeir glíma við fyr­ir miðjan des­em­ber standi þeir frammi fyr­ir því að verða rekn­ir úr Schengen-sam­starf­inu. Þetta kem­ur fram í frétt viðskipta­blaðsins Fin­ancial Times í gær og enn­frem­ur að evr­ópsk­ir ráðherr­ar og emb­ætt­is­menn sam­bands­ins sjái hót­un um brottrekst­ur sem örþrifaráð til þess að reyna að ýta á gríska ráðamenn í þess­um efn­um.

Verði hót­un­in fram­kvæmd verður það í fyrsta sinn sem ríki verður rekið úr Schengen-sam­starf­inu. Hót­un­in kem­ur í kjöl­far yf­ir­lýs­inga for­ystu­manna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins um að herða þurfi eft­ir­lit á ytri mörk­um Schengen-svæðis­ins til þess að reyna að bjarga því. Evr­ópu­sam­bandið hyggst síðar í þess­um mánuði leggja fram til­lögu um að komið verði á fót sam­eig­in­legri landa­mæra­lög­reglu sem hefði vald til þess að taka yfir gæslu á ytri mörk­um Schengen-svæðis­ins seg­ir í frétt­inni. Jafn­vel gegn vilja ríkja á ytri mörk­un­um eins og Grikk­lands. Ísland er eitt þeirra Schengen-ríkja sem gæt­ir ytri marka svæðis­ins.

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur gagn­rýnt grísk stjórn­völd harðlega fyr­ir að hafna aðstoð frá sam­band­inu við að styrkja gæslu lands­ins á ytri mörk­um Schengen-svæðis­ins. Inn­an­rík­is­ráðherr­ar Evr­ópu­sam­bands­ins funda á næsta föstu­dag og er bú­ist við að málið verði tekið til umræðu. Grikk­ir hafi ít­rekað verið varaðir við brottrekstri í þess­ari viku. Þar á meðal í heim­sókn Jean Assel­born, ut­an­rík­is­ráðherra Lúx­emburg, til Grikk­lands en landið fer með for­sætið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins fram að ára­mót­um.

 


mbl.is Verða Grikkir reknir úr Schengen?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB stofnar CIA

eudetectiveLeyniþjónustumenn í Brussel munu fylgjast með netumferð á Íslandi ef allar þessar hugmyndir ganga eftir og ESB-sinnar hafa sitt fram. Sjálfsagt yrðum við þá að skila fingraförum okkar og DNA-sýnum í gagnabanka leyniþjónustu ESB. ESB-lögreglan myndi síðan geta sótt grunaða og flutt þá til yfirheyrslu

ESB ætlar sér að gína yfir öllu. Nema við spornum við fótum í tíma!

Sjá nánar í frétt á mbl.is


mbl.is Vill „evrópska CIA“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krugman kennir Þorvaldi Gylfasyni undirstöðuatriði í hagfræði

thorvaldurÞorvaldur Gylfason hefur að jafnaði forðast efnhagsleg rök fyrir upptöku evrunnar. Honum hefur, að minnsta kosti innlands, verið tamara að nota pólitísk rök, því hann er jú hagfræðingur sjálfur. Hugsanlega er þetta vegna pólitísks uppeldis hans. Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur rekist á skrif Þorvaldar þar sem hann ber m.a. saman reynslu Íra og Íslendinga af fjármálakreppunni. Krugman bendir á að Þorvaldur gleymi eða geri lítið úr einu mikilvægasta atriðinu þegar lönd eru borin saman með þessum hætt, þ.e. atvinnu og atvinnuleysi.

Það er alveg merkilegt með þessa krata, sem í öðru orðinu segjast berjast fyrir hagsmunum hins vinnandi fólks, að það skuli jafnan gera lítið úr því hvernig evran hefur leikið atvinnulíf jaðarsvæða ESB grátt.

Kannski Þorvaldur sjái ljósið fyrst vinur hans, Nóbelsverðlaunahafinn, heldur á því.

Það skal minnt á í þessu samhengi að það er ekki bara verið að tala um að atvinnuleysið er miklu meira á Írlandi en Íslandi heldur fremur um að atvinnuástandið hafi batnað fyrr og betur á Íslandi, þökk sé krónunni (eða síðar og verr á Írlandi vegna evrunnar).


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 179
  • Sl. sólarhring: 181
  • Sl. viku: 1961
  • Frá upphafi: 1142064

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1739
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband