Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2007

96% stjórnarskrárinnar í "nýja sáttmálanum"

Ný rannsókn bresku hugveitunnar Open Europe hefur leitt í ljós ađ hinn "nýji sáttmáli", sem koma á í stađ stjórnarskrár Evrópusambandsins sem Frakkar og Hollendingar höfnuđu í ţjóđaratkvćđagreiđslum í byrjun sumars 2005, er nćr nákvćmlega eins og stjórnarskráin. Ađeins 10 af 250 ákvćđum hins "nýja sáttmála" eru frábrugđin ákvćđum stjórnarskrárinnar. M.ö.o. eru 96% texta sáttmálans sá sami og í stjórnarskránni.

Heimildir:
New EU treaty is 96% the same as old Constitution (Openeurope.org.uk 24/07/07)

Tengt efni:
Forystumenn ESB viđurkenna ađ stjórnarskráin muni í raun halda sér


Viđskiptaráđherra áréttar ađ Evrópusambandsađild sé ekki á dagskrá

Björgvin G. Sigurđsson, viđskiptaráđherra, viđrađi í vikunni ţá skođun
sína ađ Ísland ćtti ađ ganga í Evrópusambandiđ og taka upp evru. Skođanir
hans á Evrópumálunum eru eins og kunnugt er ekki nýjar af nálinni og koma
ţví síst á óvart. Hins vegar áréttađi Björgvin ađ einungis vćri um ađ rćđa
hans persónulegu skođun og ađ ađild ađ Evrópusambandinu vćri ekki á
stefnuskrá ríkisstjórnarinnar.


Forseti framkvćmdastjórnar ESB líkir sambandinu viđ heimsveldi

"Viđ erum mjög sérstök smíđi sem er einstök í mannkynssögunni. Stundum líki ég Evrópusambandinu sem sköpunarverki viđ skipulag heimsveldis. Viđ búum yfir stćrđ heimsveldis." Ţannig mćlti José Manuel Barroso, forseti framkvćmdastjórnar Evrópusambandsins, á blađamannafundi ţann 17. júlí sl.

Heimild:
Barroso hails the European 'empire' (Daily Telegraph 18/07/07)


Utanríkisráđherra ítrekar ađ ţađ sé kostur ađ standa utan ESB

"Ég hef heyrt í dag hjá fulltrúum ţeirra sem sitja á ísraelska ţinginu ađ ţeir telja ađ Ísland geti haft hlutverki ađ gegna ef ađ viđ raunverulega viljum og setjum okkur inn í mál og sýnum áhuga. Og ţá ekki síst vegna ţess – sem er náttúrlega kannski dálítiđ merkilegt – ađ viđ stöndum utan viđ allar stórar valdablokkir."

Ţetta er međal ţess sem haft var eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráđherra, í Morgunblađinu í gćr, en hún er nú á ferđ um Miđausturlönd. Stutt er síđan ráđherrann sagđi í heimsókn til Afríku ađ talsverđur stuđningur vćri á međal Afríkuríkja viđ frambođ Íslands til öryggisráđs Sameinuđu ţjóđanna og ađ í ţví sambandi gćti ţađ reynst kostur fyrir Ísland ađ standa utan Evrópusambandsins.


mbl.is Utanríkisráđherra: Glufa opin í Miđ-Austurlöndum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekkert til ađ semja um

Haft er eftir Olli Rehn, yfirmanni stćkkunarmála í framkvćmdastjórn Evrópusambandsins, í ţýska dagblađinu Die Welt í dag ađ Íslandi yrđi tekiđ fagnandi ef ţađ ákveddi ađ ganga í sambandiđ, ađildarviđrćđur viđ Íslendinga myndu taka stuttan tíma og litla samninganefnd ţyrfti af hálfu ţess til ađ rćđa viđ Íslendinga. Ţetta er vitaskuld afar skiljanlegt enda yrđi um sama og ekkert ađ semja. Í öllum ađalatriđum snerist máliđ um ađ gangast undir reglur Evrópusambandsins eđa ekki.


mbl.is Olli Rehn: Umsókn Íslendinga um ađild ađ ESB yrđi fagnađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjársvik innan ESB kosta 123 milljónir króna hvern virkan dag

Breska dagblađiđ The Daily Express greindi frá ţví í gćr ađ fjársvik í stjórnkerfi Evrópusambandsins kostađi skattgreiđendur innan ţess meira en eina milljón punda hvern virkan dag, eđa sem samsvarar um 123 milljónum íslenskra króna, samkvćmt tölum frá framkvćmdastjórn sambandsins. "Evrópusambandiđ heldur áfram ađ tapa háum fjárhćđum vegna fjársvika. Ef ţeir sem ráđa ferđinni í fjármálum sambandsins vćru viđ stjórnvölinn á venjulegu fyrirtćki hefđu ţeir veriđ látnir taka pokann sinn fyrir löngu. Evrópusambandiđ ţarf á róttćkum umbótum ađ halda, ekki sífellt meiri völd. Ekki hefur veriđ gengiđ frá bókhaldi smbandsins sl. 12 ár og ný vandamál virđast koma upp á yfirborđiđ í hverjum mánuđi," sagđi Neil O'Brien, framkvćmdastjóri bresku hugveitunnar Open Europe, af ţví tilefni.

Heimildir:
EU fraud costs Ł1million a day (Daily Express 10/07/07)
EU fraud costs Ł1 million a day (Open Europe 10/07/07)
EU budget black hole (Daniel Hannan 09/07/07)


475 milljarđar króna í áróđur

Samkvćmt nýrri breskri rannsókn eyddi Evrópusambandiđ 3,8 milljörđum punda (475 milljörđum króna) af skattfé á síđasta ári í ýmis konar áróđur í ţví skyni ađ fá íbúa ađildarríkjanna til stuđnings viđ sig.

Heimild:
EU pours Ł3.8bn into 'brainwashing campaign' (Sunday Telegraph 02/07/07)


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 716
  • Frá upphafi: 1116253

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 624
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband