Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2015

Magga Thatcher gefur sölumönnum evrunnar á kjammann!

Viđ rákumst hér á upptöku af umrćđum á breska ţinginu fyrir margt löngu ţar sem Margaret Thatcher segir nokkur sannleiksorđ um evruna: hún dregur úr lýđrćđi, gerir ţjóđţingin valdalaus, enginn er ábyrgur fyrir mistökum sem gerđ eru í skjóli hennar og hún er leiđ til ađ stuđla ađ sambandsríki í Evrópu bakdyramegin međ leynd (hún á viđ um evruna ef einhver skyldi hafa misskiliđ ....)

Sjá hér: 

https://www.youtube.com/watch?v=vZZf7cLhPG8#action=share 


Skattlagningarvaldiđ til Brussel til ađ leysa flóttamannavandann?

Franski efnahagsmálaráđherrann, Emmanuel Macron, vill aukna miđstýringu og aukin skattlagningarvöld til Brussel til ţess ađ hćgt verđi ađ skattleggja íbúa í Evrópu og leysa á miđstýrđan hátt flóttamannavandann sem nú blasir viđ. Ţarna glittir í margrómađa koníaksmeđferđ Frakka. Á sama tíma bjóđa ţúsundir Íslendinga flóttamönnum ađstođ sína.

Ráđherrann vill jafnframt stofna valdamikiđ embćtti sérstaks evru-framkvćmdastjóra.

Ólíklegt er ađ Hollande, forseti Frakklands, taki undir allar hugmyndir ţessa róttćka ráđherra, hvađ ţá ađ Ţjóđverjar komi til međ ađ samţykkja ţćr.

Sjá umfjöllun um ţetta hjá EUObserver hér

Ţađ er greinilegt ađ ţađ er ţung undiralda hjá frönskum bírókrötum ađ beita koníaksađferđinni margrómuđu.

Frakkar nota hvert vandamál sem upp kemur innan ESB sem tćkifćri til ţess ađ auka miđstýringu innan Evrópusambandsins.

Sjá einnig um koníaksađferđina hér - sumir kalla hana reyndar ostaskeraađferđina.

Ţađ er hins vegar umhugsunarefni ađ ţegar boođa á til neyđarfundar, sem sumir kalla skyndifund, í ESB skuli ţađ taka tvćr til ţrjár vikur ađ bođa saman nokkrar ráđherrahrćđur - eđa álíka langan tíma og ţađ tók Íslendinga ađ skipuleggja risastóran stórveldafund í Höfđa hér um áriđ. Ţađ hreyfir sig vissulega hćgt, skrifrćđiđ í Brussel. Flóttamannavandinn hefur blasađ viđ međ vaxandi ţunga síđustu tvö árin.


Íslendingar eru á móti fantaskap!

Íslendingar hafa alltaf veriđ á móti ţví ađ ganga í Evrópusambandiđ. Eina undantekningin var ţegar einhverjir fengu hland fyrir hjartađ í bankakreppunni ţarna um áriđ og héldu ađ ţađ eina sem gćti bjargađ sálartetri ţeirra vćri stóri bróđir í ESB. Ţessi svokallađi stóri bróđir var samt á sama tíma ađ pína Íslendinga eins og illa innrćttur krakki sem kvelur köngurló međ ţví ađ tína af henni lappirnar. ESB vildi tína spjarirnar af íslenskum almúga og láta hann borga sukkiđ í kringum bankana, s.s Icesave, líkt og bandalagiđ píndi Íra til ađ taka á sig skuldir fjármálaaflanna. Helvítis fantarnir!

Er nema von ađ Íslendingar vilji ekki vera í ţessu kompaníi! Stór meirihluti ţjóđarinnar hafnar ţví stöđugt í skođanakönnunum ađ taka ţátt í ţessari vitleysu - eins og álímd frétt úr Mogganum ber međ sér en hún segir ađ samkvćmt skođanakönnunarfyrirtćkjunum Gallupi, MMR, Maskínu, og ég veit ekki hvađ, hafi fleiri Íslendingar veriđ á móti en međ inngöngu í sex ár - eđa frá ţví nokkrir fengu hland fyrir hjartađ ţarna í hruninu.

En ţađ eru svo sem ennţá nokkrir međ hland fyrir hjartađ og halda ađ ESB geti bjargađ ţeim; til dćmis ţeir sem styđja ESB vegna ţess ađ ţeir eru svo assskoti hrćddir um ađ Golfstraumurinn fari ađ beygja af leiđ ţannig ađ ţeim verđi kalt á tánum. Ţađ liđ er búiđ ađ gleyma ţvi ađ bestu og hlýjustu ullarsokkar í heimi eru framleiddir á Íslandi!

Nei. Íslendingar fyrirlíta fanta. Ţeir hafa svo sem umboriđ aumingjaskap í gegnum aldirnar en ef aumingjarnir hefđu fengiđ ađ ráđa vćru Íslendingar fyrir löngu útdauđir!


mbl.is Fleiri á móti í sex ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

10 ástćđur fyrir Dani til ađ viđhalda undanţágum frá réttar- og löggćslureglum ESB

LaveBrochTilkynnt hefur veriđ um ţjóđaratkvćđagreiđslu um ţćr undantekningar sem Danir hafa haft frá lögum ESB 3. desember á ţessu ári. Kosningarnar snúast um ţađ hvort veita eigi ESB aukin völd á sviđi löggćslumála, refsimála, eftirlits međ samfélagsţegnum og er varđar framsal danskra ríkisborgara til annarra landa. 

Lave K. Broch, fyrsti varafulltrúi dönsku ţjóđarhreyfingarinnar gegn ađild ađ ESB til ţings ESB skrifar nýveriđ um ţetta á bloggi sínu. Ţar rekur hann 10 ástćđur ţess ađ Danir ćttu halda ţeim undanţágum sem ţeir hafa frá regluverki ESB. Ástćđurnar eru ţessar (sjá nánar á bloggsíđu Lave K. Broch):

1. Undanţágurnar auka lýđrćđi í Danmörku. Ţannig er hćgt ađ láta stjórnmálamenn í Danmörku svara til ábyrgđar.

2. Án undanţáganna gćti framkvćmdastjórn ESB fengiđ einokun á ţví ađ leggja til lagabreytingar á tilteknum sviđum.

3. Láti Danir frá sér vald á ţessu sviđi til ESB verđur ţađ ekki aftur tekiđ. Ţađ yrđi óafturkrćf ađgerđ.

4. Án undanţáganna yrđi ćđsta vald í mörgum löggćslumálefnum flutt til Brussel.

5. Án undanţáganna gćti ESB ákveđiđ hvernig fylgst er međ íbúum í Danmörku.

6. Undanţágurnar tryggja ađ Danir hafa sjálfir yfirsýn og ákvörđunarrétt varđandi varnir og viđbrögđ gegn hryđjuverkum. 

7. Undanţágurnar tryggja ađ Danir hafi sjálfir úrslitaorđiđ varđandi refsirétt í Danmörku.

8. ESB á ekki ađ ákveđa hvađa reglum skuli fylgt viđ framsal danskra ríkisborgara.

9. Danmörk á ekki ađ verđa ađ hlutaríki í stórríki ESB.

10. Ţađ er hćgt ađ eiga í alţjóđlegri samvinnu án ţess ađ gefa eftir fullveldiđ.

Sjá nánar á bloggsíđu Lave K. Broch.

 

 


Atvinnuleysi eykst mun meira í evrulöndunum en öđrum ESB-löndum

Nýleg skýrsla bendir til ţess ađ atvinnuleysi hafi aukist mun meira í evrulöndunum en öđrum ESB-löndum frá ţví ađ evran var tekin upp. Samkvćmt skýrslu hagstofu ESB sem birt var í lok síđasta mánađar hafđi atvinnuleysi aukist um 3,1 prósentustig ađ međaltali í evrulöndunum frá ţví evran var tekin upp áriđ 2001 en um 0,9 prósent í öđrum ESB-löndum.

Í júní var atvinnuleysi ađ međaltali 11,1 prósent í evrulöndunum en 9,6 prósent í ESB-löndunum í heild. Mest var atvinnuleysiđ í Grikklandi, 25,6%, á Spáni var atvinnuleysiđ 22,5% og 16,2% á Kýpur. Minnst var atvinnuleysiđ í Ţýskalandi eđa 4,7%.


Kolbrún Bergţórsdóttir segir ESB-stefnu Samfylkingar hafa dregiđ flokkinn niđur

KolbrBergthKolbrún Bergţórsdóttir ritstjóri DV skrifar nýlega áhugaverđan leiđara um stöđu stjórnmálaflokkana, m.a. um Samfylkinguna sem hún ţekkir líklega betur en ađra flokka. Ţar segir hún m.a.:

Annar stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, á í vondri tilvistarkreppu. Vegna áherslu sinnar í Evrópumálum hefur sá flokkur veriđ kallađur einsmálsflokkur. Ţingmenn flokksins töluđu linnulaust um ţá blessun sem myndi koma yfir íslenska ţjóđ gengi hún í Evrópusambandiđ og tćki upp evru. Nú er ţađ sannarlega hiđ besta mál ađ stjórnmálaflokkur sé Evrópusinnađur en mistök Samfylkingarinnar voru ađ gera Evrópustefnuna ađ kennisetningu. Flokkurinn var sleginn trúarblindu. Ţingmenn Samfylkingarinnar vitnuđu eins og hinir heittrúuđu sem hafa fundiđ hinn eina rétta veg og horfđu ekki í ađrar áttir. Ţađ var ekki til neitt plan B. Enginn sá ástćđu til ađ hanna ţađ, ţví eina rétta leiđin lá í átt ađ Evrópusambandinu.

Um leiđ og fór ađ fjara undan Evrópusambandinu, vegna ótal vandrćđa, var Samfylkingin komin í tilvistarkreppu. Ađild ađ Evrópusambandinu nćstu árin var ekki lengur raunhćf. Í stađinn fyrir ađ horfast í augu viđ ţá stađreynd og vinna samkvćmt ţví var gripiđ til hins auđvelda ráđs ađ segja formann flokksins misheppnađan. Fariđ var í vanhugsađ frambođ gegn honum, sem gerđi ekkert annađ en ađ opinbera harđar innanflokksdeilur, sem voru síst til ţess fallnar ađ auka trú kjósenda á flokknum. Fólk veit mćta vel ađ flokkur sem er sundurtćttur innan frá á ekkert erindi í ríkisstjórn.

Stjórnmálamenn ćttu ađ lćra af mistökum ţessara flokka. Björt framtíđ lagđi meiri áherslu á snotra ímynd sína en málefni og galt fyrir ţađ. Samfylkingin lagđi alla sína krafta í baráttu fyrir Evrópusambandsađild og hirti ekki um ađ búa til varaáćtlun ef forsendur breyttust. Ţegar ljóst var ađ Ísland yrđi ekki ađildarţjóđ nćstu árin var eins og Samfylkingin ćtti ekki lengur erindi viđ ţjóđ sína.

Betra er seint en aldrei, segir máltćkiđ. Samkvćmt ţví ćtti Samfylkingin enn ađ hafa ráđrúm til ađ búa til plan B. Ţađ er ađ segja, ef flokksmenn geta komiđ sér saman um ţađ – sem er reyndar alls óvíst.

 


MMR: Enn stćrri meirihluti landsmanna á móti ESB-ađild

Samkvćmt nýrri könnun MMR sem ţađ birtir á heimasíđu sinni hefur andstađa viđ inngöngu Íslands í ESB vaxiđ um leiđ og stuđningur viđ inngöngu hefur minnkađ. Samkvćmt könnun fyrirtćkisins í lok júlí sögđust 50,9% vera andvíg inngöngu í ESB en 31,8% međ. Stuđningur viđ ađild hafđi samkvćmt MMR minnkađ um ríflega 4% frá ţví í júní.

Ef ađeins er tekiđ miđ af ţeim sem tóku afstöđu til meginspurningarinnar hjá MMR eru 61,5% á móti ađild en 38,5% eru hlynnt ađild.

Á ţessari könnun og ţeirri könnun sem Gallup gerđi fyrir Heimssýn í síđari hluta júlímánađar sést ađ andstađan viđ inngöngu Íslands í ESB er mjög sterk og vaxandi.


Gallup: Meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu í ESB

Meirihluti landsmanna, eđa 50,1%, er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ samkvćmt könnun sem Gallup gerđi fyrir Heimssýn dagana 16. til 27. júlí síđastliđinn. Fylgjendur ađildar eru 34,2% en 15,6% svöruđu ađ ţeir vćru hvorki fylgjandi né andvígir inngöngu.

Ef eingöngu er tekiđ miđ af ţeim sem eru annađ hvort hlynnt eđa andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ ţá eru 59,4% andvíg ađild ađ ESB og 40,6% hlynnt ađild.

Andstađa viđ inngöngu er mest hjá ţeim sem myndu kjósa stjórnarflokkana. Ţannig eru 95% ţeirra sem hefđu kosiđ Framsóknarflokkinn ţegar könnunin var gerđ andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ og 83% af  ţeim sem hefđu kosiđ Sjálfstćđisflokkinn. Fjörutíu prósent af stuđningsflokki Vinstri grćnna eru á móti inngöngu en 33% hlynnt henni.

Stuđningur viđ inngöngu er mestur hjá fylgisfólki Samfylkingar, 78%, en ţar eykst ţó óvissan ţví ţađ tvöfaldast fjöldi ţeirra sem er hvorki hlynntur né andvígur inngöngu frá febrúar. Ţá eru 66% af fylgisfólki Bjartrar framtíđar hlynnt inngöngu í ESB og 40% af fylgjendum Pírata.

Alls voru 1482 manns í úrtaki í ţessari netkönnun sem Gallup gerđi á ofangreindu tímabili. Í hópnum var fólk af landinu öllu, 18 ára og eldri, handahófsvaliđ úr viđhorfahópi Gallup. Fjöldi svarenda var 825, eđa 55,7%.

Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eđa andvíg(ur) inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ (ESB)? Gefnir voru sjö megin svarmöguleikar, ţ.e. ađ öllu leyti hlynnt(ur), mjög hlynnt(ur), frekar hlynnt(ur), hvorki né, frekar andvíg(ur), mjög andvíg(ur) og ađ öllu leyti andvíg(ur).

Stćrsti einstaki hópurinn af ţessum sjö er sá sem er ađ öllu leyti andvígur inngöngu í ESB og fjölgađi nokkuđ í honum frá könnun sem gerđ var í febrúar síđastliđnum (fer úr 21,4% í febrúar í 24,6% nú).


mbl.is Meirihlutinn vill ekki í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evrópustofa búin međ peningana

no_euŢađ vćri fróđlegt ađ fá um ţađ nákvćmar upplýsingar hve miklum fjármunum Evrópusambandiđ hefur variđ í sérsniđna upplýsingamiđlun hér á landi. Eins og allir vita er ţađ markmiđ međ slíkri starfsemi ESB ađ auka stuđning viđ inngöngu í sambandiđ. Upphaflega var lagt af stađ međ ríflega 200 milljónir króna samkvćmt međfylgjandi frétt en svo ákveđiđ ađ framlengja starfsemina. 

Ţegar allt ţetta er reiknađ saman og tekiđ miđ af stćrđ sendiráđs ESB hér á landi er ljóst ađ sambandiđ hefur variđ fjárhćđ sem nemur ađ lágmarki hálfum milljarđi króna síđustu 5 árin í jákvćđa upplýsingastarfsemi um ESB hér á landi. 

Ţađ vćri fróđlegt ađ sjá mat áróđursskrifstofu ESB á ţví hvađa árangri ţessi starfsemi hefur skilađ. Skýrsla um slíkt hlýtur ađ vera til. Ţađ hafa nú veriđ skrifađar skýrslur af minna tilefni og full ástćđa fyrir íslenska fjölmiđla ađ reyna ađ grafast nánar fyrir um ţetta. 


mbl.is Evrópustofu lokađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB er ekki markmiđ Samfylkingar

arnipallÁrni Páll Árnason, formađur Samfylkingarinnar, segir í viđtali viđ Viđskiptablađiđ í dag ađ ađild ađ ESB hafi aldrei veriđ markmiđ í sjálfu sér fyrir Samfylkinguna. Hann segir stóra verkefniđ núna vera atvinnustefnu til framtíđar.

Árni Páll segir í viđtalinu ađ ESB hafi af hálfu Samfylkingarinnar veriđ praktískt tćki til ţess ađ yfirvinna ókosti af óstöđugum gjaldmiđli. 

Spurningin er sú hvort ekki hafi fariđ um marga evruelskendur í Samfylkingunni yfir evruvćndrćđunum í kringum Grikkland og fleira af ţví tagi á undanförnum mánuđum og misserum.

Ćtli Samfylkingarfólkiđ sé nokkuđ fariđ ađ átta sig á ţví ađ krónan hafi átt hlut ađ ţeirri bćttu velferđ sem átti sér stađ hér á landi síđustu öldina og ţeirri viđspyrnu sem átt hefur sér stađ eftir bankahruniđ.

Ţađ er greinilegt ađ mikiđ endurmat á sér stađ hjá Árna Páli og Samfylkingunni. Ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ţví sem ţar gerist á nćstunni.

Viđtaliđ viđ Árna Pál er ađgengilegt fyrir áskrifendur ađ blađinu á Vb.is.


Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 1116252

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 623
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband