Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

Magga Thatcher gefur sölumönnum evrunnar á kjammann!

Við rákumst hér á upptöku af umræðum á breska þinginu fyrir margt löngu þar sem Margaret Thatcher segir nokkur sannleiksorð um evruna: hún dregur úr lýðræði, gerir þjóðþingin valdalaus, enginn er ábyrgur fyrir mistökum sem gerð eru í skjóli hennar og hún er leið til að stuðla að sambandsríki í Evrópu bakdyramegin með leynd (hún á við um evruna ef einhver skyldi hafa misskilið ....)

Sjá hér: 

https://www.youtube.com/watch?v=vZZf7cLhPG8#action=share 


Skattlagningarvaldið til Brussel til að leysa flóttamannavandann?

Franski efnahagsmálaráðherrann, Emmanuel Macron, vill aukna miðstýringu og aukin skattlagningarvöld til Brussel til þess að hægt verði að skattleggja íbúa í Evrópu og leysa á miðstýrðan hátt flóttamannavandann sem nú blasir við. Þarna glittir í margrómaða koníaksmeðferð Frakka. Á sama tíma bjóða þúsundir Íslendinga flóttamönnum aðstoð sína.

Ráðherrann vill jafnframt stofna valdamikið embætti sérstaks evru-framkvæmdastjóra.

Ólíklegt er að Hollande, forseti Frakklands, taki undir allar hugmyndir þessa róttæka ráðherra, hvað þá að Þjóðverjar komi til með að samþykkja þær.

Sjá umfjöllun um þetta hjá EUObserver hér

Það er greinilegt að það er þung undiralda hjá frönskum bírókrötum að beita koníaksaðferðinni margrómuðu.

Frakkar nota hvert vandamál sem upp kemur innan ESB sem tækifæri til þess að auka miðstýringu innan Evrópusambandsins.

Sjá einnig um koníaksaðferðina hér - sumir kalla hana reyndar ostaskeraaðferðina.

Það er hins vegar umhugsunarefni að þegar booða á til neyðarfundar, sem sumir kalla skyndifund, í ESB skuli það taka tvær til þrjár vikur að boða saman nokkrar ráðherrahræður - eða álíka langan tíma og það tók Íslendinga að skipuleggja risastóran stórveldafund í Höfða hér um árið. Það hreyfir sig vissulega hægt, skrifræðið í Brussel. Flóttamannavandinn hefur blasað við með vaxandi þunga síðustu tvö árin.


Íslendingar eru á móti fantaskap!

Íslendingar hafa alltaf verið á móti því að ganga í Evrópusambandið. Eina undantekningin var þegar einhverjir fengu hland fyrir hjartað í bankakreppunni þarna um árið og héldu að það eina sem gæti bjargað sálartetri þeirra væri stóri bróðir í ESB. Þessi svokallaði stóri bróðir var samt á sama tíma að pína Íslendinga eins og illa innrættur krakki sem kvelur köngurló með því að tína af henni lappirnar. ESB vildi tína spjarirnar af íslenskum almúga og láta hann borga sukkið í kringum bankana, s.s Icesave, líkt og bandalagið píndi Íra til að taka á sig skuldir fjármálaaflanna. Helvítis fantarnir!

Er nema von að Íslendingar vilji ekki vera í þessu kompaníi! Stór meirihluti þjóðarinnar hafnar því stöðugt í skoðanakönnunum að taka þátt í þessari vitleysu - eins og álímd frétt úr Mogganum ber með sér en hún segir að samkvæmt skoðanakönnunarfyrirtækjunum Gallupi, MMR, Maskínu, og ég veit ekki hvað, hafi fleiri Íslendingar verið á móti en með inngöngu í sex ár - eða frá því nokkrir fengu hland fyrir hjartað þarna í hruninu.

En það eru svo sem ennþá nokkrir með hland fyrir hjartað og halda að ESB geti bjargað þeim; til dæmis þeir sem styðja ESB vegna þess að þeir eru svo assskoti hræddir um að Golfstraumurinn fari að beygja af leið þannig að þeim verði kalt á tánum. Það lið er búið að gleyma þvi að bestu og hlýjustu ullarsokkar í heimi eru framleiddir á Íslandi!

Nei. Íslendingar fyrirlíta fanta. Þeir hafa svo sem umborið aumingjaskap í gegnum aldirnar en ef aumingjarnir hefðu fengið að ráða væru Íslendingar fyrir löngu útdauðir!


mbl.is Fleiri á móti í sex ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 ástæður fyrir Dani til að viðhalda undanþágum frá réttar- og löggæslureglum ESB

LaveBrochTilkynnt hefur verið um þjóðaratkvæðagreiðslu um þær undantekningar sem Danir hafa haft frá lögum ESB 3. desember á þessu ári. Kosningarnar snúast um það hvort veita eigi ESB aukin völd á sviði löggæslumála, refsimála, eftirlits með samfélagsþegnum og er varðar framsal danskra ríkisborgara til annarra landa. 

Lave K. Broch, fyrsti varafulltrúi dönsku þjóðarhreyfingarinnar gegn aðild að ESB til þings ESB skrifar nýverið um þetta á bloggi sínu. Þar rekur hann 10 ástæður þess að Danir ættu halda þeim undanþágum sem þeir hafa frá regluverki ESB. Ástæðurnar eru þessar (sjá nánar á bloggsíðu Lave K. Broch):

1. Undanþágurnar auka lýðræði í Danmörku. Þannig er hægt að láta stjórnmálamenn í Danmörku svara til ábyrgðar.

2. Án undanþáganna gæti framkvæmdastjórn ESB fengið einokun á því að leggja til lagabreytingar á tilteknum sviðum.

3. Láti Danir frá sér vald á þessu sviði til ESB verður það ekki aftur tekið. Það yrði óafturkræf aðgerð.

4. Án undanþáganna yrði æðsta vald í mörgum löggæslumálefnum flutt til Brussel.

5. Án undanþáganna gæti ESB ákveðið hvernig fylgst er með íbúum í Danmörku.

6. Undanþágurnar tryggja að Danir hafa sjálfir yfirsýn og ákvörðunarrétt varðandi varnir og viðbrögð gegn hryðjuverkum. 

7. Undanþágurnar tryggja að Danir hafi sjálfir úrslitaorðið varðandi refsirétt í Danmörku.

8. ESB á ekki að ákveða hvaða reglum skuli fylgt við framsal danskra ríkisborgara.

9. Danmörk á ekki að verða að hlutaríki í stórríki ESB.

10. Það er hægt að eiga í alþjóðlegri samvinnu án þess að gefa eftir fullveldið.

Sjá nánar á bloggsíðu Lave K. Broch.

 

 


Atvinnuleysi eykst mun meira í evrulöndunum en öðrum ESB-löndum

Nýleg skýrsla bendir til þess að atvinnuleysi hafi aukist mun meira í evrulöndunum en öðrum ESB-löndum frá því að evran var tekin upp. Samkvæmt skýrslu hagstofu ESB sem birt var í lok síðasta mánaðar hafði atvinnuleysi aukist um 3,1 prósentustig að meðaltali í evrulöndunum frá því evran var tekin upp árið 2001 en um 0,9 prósent í öðrum ESB-löndum.

Í júní var atvinnuleysi að meðaltali 11,1 prósent í evrulöndunum en 9,6 prósent í ESB-löndunum í heild. Mest var atvinnuleysið í Grikklandi, 25,6%, á Spáni var atvinnuleysið 22,5% og 16,2% á Kýpur. Minnst var atvinnuleysið í Þýskalandi eða 4,7%.


Kolbrún Bergþórsdóttir segir ESB-stefnu Samfylkingar hafa dregið flokkinn niður

KolbrBergthKolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV skrifar nýlega áhugaverðan leiðara um stöðu stjórnmálaflokkana, m.a. um Samfylkinguna sem hún þekkir líklega betur en aðra flokka. Þar segir hún m.a.:

Annar stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, á í vondri tilvistarkreppu. Vegna áherslu sinnar í Evrópumálum hefur sá flokkur verið kallaður einsmálsflokkur. Þingmenn flokksins töluðu linnulaust um þá blessun sem myndi koma yfir íslenska þjóð gengi hún í Evrópusambandið og tæki upp evru. Nú er það sannarlega hið besta mál að stjórnmálaflokkur sé Evrópusinnaður en mistök Samfylkingarinnar voru að gera Evrópustefnuna að kennisetningu. Flokkurinn var sleginn trúarblindu. Þingmenn Samfylkingarinnar vitnuðu eins og hinir heittrúuðu sem hafa fundið hinn eina rétta veg og horfðu ekki í aðrar áttir. Það var ekki til neitt plan B. Enginn sá ástæðu til að hanna það, því eina rétta leiðin lá í átt að Evrópusambandinu.

Um leið og fór að fjara undan Evrópusambandinu, vegna ótal vandræða, var Samfylkingin komin í tilvistarkreppu. Aðild að Evrópusambandinu næstu árin var ekki lengur raunhæf. Í staðinn fyrir að horfast í augu við þá staðreynd og vinna samkvæmt því var gripið til hins auðvelda ráðs að segja formann flokksins misheppnaðan. Farið var í vanhugsað framboð gegn honum, sem gerði ekkert annað en að opinbera harðar innanflokksdeilur, sem voru síst til þess fallnar að auka trú kjósenda á flokknum. Fólk veit mæta vel að flokkur sem er sundurtættur innan frá á ekkert erindi í ríkisstjórn.

Stjórnmálamenn ættu að læra af mistökum þessara flokka. Björt framtíð lagði meiri áherslu á snotra ímynd sína en málefni og galt fyrir það. Samfylkingin lagði alla sína krafta í baráttu fyrir Evrópusambandsaðild og hirti ekki um að búa til varaáætlun ef forsendur breyttust. Þegar ljóst var að Ísland yrði ekki aðildarþjóð næstu árin var eins og Samfylkingin ætti ekki lengur erindi við þjóð sína.

Betra er seint en aldrei, segir máltækið. Samkvæmt því ætti Samfylkingin enn að hafa ráðrúm til að búa til plan B. Það er að segja, ef flokksmenn geta komið sér saman um það – sem er reyndar alls óvíst.

 


MMR: Enn stærri meirihluti landsmanna á móti ESB-aðild

Samkvæmt nýrri könnun MMR sem það birtir á heimasíðu sinni hefur andstaða við inngöngu Íslands í ESB vaxið um leið og stuðningur við inngöngu hefur minnkað. Samkvæmt könnun fyrirtækisins í lok júlí sögðust 50,9% vera andvíg inngöngu í ESB en 31,8% með. Stuðningur við aðild hafði samkvæmt MMR minnkað um ríflega 4% frá því í júní.

Ef aðeins er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu til meginspurningarinnar hjá MMR eru 61,5% á móti aðild en 38,5% eru hlynnt aðild.

Á þessari könnun og þeirri könnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn í síðari hluta júlímánaðar sést að andstaðan við inngöngu Íslands í ESB er mjög sterk og vaxandi.


Gallup: Meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu í ESB

Meirihluti landsmanna, eða 50,1%, er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn dagana 16. til 27. júlí síðastliðinn. Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% svöruðu að þeir væru hvorki fylgjandi né andvígir inngöngu.

Ef eingöngu er tekið mið af þeim sem eru annað hvort hlynnt eða andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið þá eru 59,4% andvíg aðild að ESB og 40,6% hlynnt aðild.

Andstaða við inngöngu er mest hjá þeim sem myndu kjósa stjórnarflokkana. Þannig eru 95% þeirra sem hefðu kosið Framsóknarflokkinn þegar könnunin var gerð andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið og 83% af  þeim sem hefðu kosið Sjálfstæðisflokkinn. Fjörutíu prósent af stuðningsflokki Vinstri grænna eru á móti inngöngu en 33% hlynnt henni.

Stuðningur við inngöngu er mestur hjá fylgisfólki Samfylkingar, 78%, en þar eykst þó óvissan því það tvöfaldast fjöldi þeirra sem er hvorki hlynntur né andvígur inngöngu frá febrúar. Þá eru 66% af fylgisfólki Bjartrar framtíðar hlynnt inngöngu í ESB og 40% af fylgjendum Pírata.

Alls voru 1482 manns í úrtaki í þessari netkönnun sem Gallup gerði á ofangreindu tímabili. Í hópnum var fólk af landinu öllu, 18 ára og eldri, handahófsvalið úr viðhorfahópi Gallup. Fjöldi svarenda var 825, eða 55,7%.

Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB)? Gefnir voru sjö megin svarmöguleikar, þ.e. að öllu leyti hlynnt(ur), mjög hlynnt(ur), frekar hlynnt(ur), hvorki né, frekar andvíg(ur), mjög andvíg(ur) og að öllu leyti andvíg(ur).

Stærsti einstaki hópurinn af þessum sjö er sá sem er að öllu leyti andvígur inngöngu í ESB og fjölgaði nokkuð í honum frá könnun sem gerð var í febrúar síðastliðnum (fer úr 21,4% í febrúar í 24,6% nú).


mbl.is Meirihlutinn vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópustofa búin með peningana

no_euÞað væri fróðlegt að fá um það nákvæmar upplýsingar hve miklum fjármunum Evrópusambandið hefur varið í sérsniðna upplýsingamiðlun hér á landi. Eins og allir vita er það markmið með slíkri starfsemi ESB að auka stuðning við inngöngu í sambandið. Upphaflega var lagt af stað með ríflega 200 milljónir króna samkvæmt meðfylgjandi frétt en svo ákveðið að framlengja starfsemina. 

Þegar allt þetta er reiknað saman og tekið mið af stærð sendiráðs ESB hér á landi er ljóst að sambandið hefur varið fjárhæð sem nemur að lágmarki hálfum milljarði króna síðustu 5 árin í jákvæða upplýsingastarfsemi um ESB hér á landi. 

Það væri fróðlegt að sjá mat áróðursskrifstofu ESB á því hvaða árangri þessi starfsemi hefur skilað. Skýrsla um slíkt hlýtur að vera til. Það hafa nú verið skrifaðar skýrslur af minna tilefni og full ástæða fyrir íslenska fjölmiðla að reyna að grafast nánar fyrir um þetta. 


mbl.is Evrópustofu lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er ekki markmið Samfylkingar

arnipallÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að aðild að ESB hafi aldrei verið markmið í sjálfu sér fyrir Samfylkinguna. Hann segir stóra verkefnið núna vera atvinnustefnu til framtíðar.

Árni Páll segir í viðtalinu að ESB hafi af hálfu Samfylkingarinnar verið praktískt tæki til þess að yfirvinna ókosti af óstöðugum gjaldmiðli. 

Spurningin er sú hvort ekki hafi farið um marga evruelskendur í Samfylkingunni yfir evruvændræðunum í kringum Grikkland og fleira af því tagi á undanförnum mánuðum og misserum.

Ætli Samfylkingarfólkið sé nokkuð farið að átta sig á því að krónan hafi átt hlut að þeirri bættu velferð sem átti sér stað hér á landi síðustu öldina og þeirri viðspyrnu sem átt hefur sér stað eftir bankahrunið.

Það er greinilegt að mikið endurmat á sér stað hjá Árna Páli og Samfylkingunni. Það verður fróðlegt að fylgjast með því sem þar gerist á næstunni.

Viðtalið við Árna Pál er aðgengilegt fyrir áskrifendur að blaðinu á Vb.is.


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 179
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 1961
  • Frá upphafi: 1142064

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1739
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband