Leita í fréttum mbl.is

Kolbrún Bergþórsdóttir segir ESB-stefnu Samfylkingar hafa dregið flokkinn niður

KolbrBergthKolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV skrifar nýlega áhugaverðan leiðara um stöðu stjórnmálaflokkana, m.a. um Samfylkinguna sem hún þekkir líklega betur en aðra flokka. Þar segir hún m.a.:

Annar stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, á í vondri tilvistarkreppu. Vegna áherslu sinnar í Evrópumálum hefur sá flokkur verið kallaður einsmálsflokkur. Þingmenn flokksins töluðu linnulaust um þá blessun sem myndi koma yfir íslenska þjóð gengi hún í Evrópusambandið og tæki upp evru. Nú er það sannarlega hið besta mál að stjórnmálaflokkur sé Evrópusinnaður en mistök Samfylkingarinnar voru að gera Evrópustefnuna að kennisetningu. Flokkurinn var sleginn trúarblindu. Þingmenn Samfylkingarinnar vitnuðu eins og hinir heittrúuðu sem hafa fundið hinn eina rétta veg og horfðu ekki í aðrar áttir. Það var ekki til neitt plan B. Enginn sá ástæðu til að hanna það, því eina rétta leiðin lá í átt að Evrópusambandinu.

Um leið og fór að fjara undan Evrópusambandinu, vegna ótal vandræða, var Samfylkingin komin í tilvistarkreppu. Aðild að Evrópusambandinu næstu árin var ekki lengur raunhæf. Í staðinn fyrir að horfast í augu við þá staðreynd og vinna samkvæmt því var gripið til hins auðvelda ráðs að segja formann flokksins misheppnaðan. Farið var í vanhugsað framboð gegn honum, sem gerði ekkert annað en að opinbera harðar innanflokksdeilur, sem voru síst til þess fallnar að auka trú kjósenda á flokknum. Fólk veit mæta vel að flokkur sem er sundurtættur innan frá á ekkert erindi í ríkisstjórn.

Stjórnmálamenn ættu að læra af mistökum þessara flokka. Björt framtíð lagði meiri áherslu á snotra ímynd sína en málefni og galt fyrir það. Samfylkingin lagði alla sína krafta í baráttu fyrir Evrópusambandsaðild og hirti ekki um að búa til varaáætlun ef forsendur breyttust. Þegar ljóst var að Ísland yrði ekki aðildarþjóð næstu árin var eins og Samfylkingin ætti ekki lengur erindi við þjóð sína.

Betra er seint en aldrei, segir máltækið. Samkvæmt því ætti Samfylkingin enn að hafa ráðrúm til að búa til plan B. Það er að segja, ef flokksmenn geta komið sér saman um það – sem er reyndar alls óvíst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband