Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

Ekki verður sótt um aftur meðan þjóðin vill ekki inn, Árni!

arniPÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segir að ný ríkisstjórn geti sett umsóknarferlið að ESB af stað aftur. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er þeirrar skoðunar að málið hafi verið sett á byrjunarreit. Allir viti bornir menn hljóta að sjá eftir það sem á undan er gengið að það er engin skynsemi í því að hefja aðildarviðræður að nýju á meðan ekki liggur skýr vilji til þess hjá þjóðinni að gerast aðili að sambandinu. 

Eftir 20 ára víðtækar þjóðfélagslegar umræður á Íslandi þar sem Evrópustofa hefur lagt sitt lóð á vogarskálar upplýstrar umræðu í krafti áróðurs fyrir um milljarð króna er það niðurstaða íslensku þjóðarinnar að hún vill ekki ganga í Evrópusambandið.

Samt þykist Árni Páll Árnason ætla að halda áfram með umsóknarferlið ef hann kemst til valda. Skortir ekki eitthvað á raunveruleikatengingu hjá krataforingjanum í þessu efni? 

Það gengur ekki lengur í þessum efnum að haga sér eins og krakki sem heimtar að fá að kíkja í pakkann - þótt hann viti í raun að innan í umbúðunum er ókræsilegur biti sem hann ætlar sér að fúlsa við.

Tími óskynsamlegra heimtufrekjustjórnmála af því tagi er liðinn.


Ísland af lista yfir umsóknarríki að ESB

Það eru gleðitíðindi að Ísland skuli vera tekið af lista yfir umsóknarríki að ESB. Umsóknarferlið hefur verið stöðvað og stjórnvöld hafa engin áform um að hefja það að nýju. Stór meirihluti þjóðarinnar hefur ekki áhuga á að Ísland verði hluti af ESB. Þetta er því eðlileg niðurstaða og Ísland hlýtur þá smám saman að detta út af öllum listum og vefsíðum ESB sem umsóknarríki. 

En baráttan heldur áfram. Aðildarsinnar segjast ætla að virkja umsóknarferlið um leið og þeir komast í ríkisstjórn. Þess vegna gildir að við höldum vöku okkar og fræðum landsmenn um það hvernig fyrirbæri Evrópusambandið er í raun og veru ásamt því að greina frá því hvert það er að stefna. 

Margoft hefur verið sýnt fram á að það hentar ekki íslensku efnahagslífi að hafa sama gjaldmiðil og helstu ríki Evrópu.

Margoft hefur verið sýnt fram á lýðræðishallann í Evrópusambandinu þar sem ákvarðanir eru teknar af litlum hópi fólks fjarri þeim sem ákvarðanirnar varða. Oft eru það ákvarðanir sem henta á sumum svæðum en ekki hér á landi.

Margoft hefur verið sýnt fram á að sjávarútvegsstefna ESB hentar ekki Íslendingum og að ef við undirgengjumst slíka stefnu yrðu yfirráðin yfir auðlindinni formlega færð til Brussel.

Fleira mætti tína til. Íslendingar verða að halda vöku sinni og láta ekki síbyljuna frá ESB og ESB-sinnum hér á landi slá sig út af laginu. Við megum hvorki bregðast okkur sjálfum, afkomendum okkar né þeim sem barist hafa fyrir sjálfsákvörðunarrétti íslensku þjóðarinnar á fyrri tíð.


mbl.is Ísland af lista yfir umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa haldin af samrunaþráhyggju!

hammondPhilip Hammond, utanríkisráðherra Breta segir að Bretland muni yfirgefa ESB fái Bretar ekki í gegn verulegar breytingar á sáttmála ESB. Ráðherrann segir að forystumenn innan ESB séu illa haldnir af þráhyggju um síaukinn samruna í ESB.

Þessi ummæli lét ráðherrann falla í upphafi ferðar Cameron, forsætisráðherra Bretlands, til höfuðborga stærstu ESB-landanna. Sjálfsagt vill hann með því reyna að undirbúa jarðveginn fyrir væntanlegar viðræður Breta við Þjóðverja og Frakka sem ráða mestu í ESB.

En spurningin er bara hvort einhver alvara sé á bak við þessi ummæli eða hvort þetta sé aðeins einn leikur í því tafli að fá bresku þjóðina til að samþykkja einhverjar veigalitlar breytingar sem líklegast er að Bretar fái út úr þessari tilraun sinni til að mæta kröfum kjósenda um að gerðar verði umbætur á Evrópusambandinu.

 


mbl.is Þjóðaratkvæði um ESB fyrir árslok 2017
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna María krefst svara um hvenær Evrópustofu verði lokað

JohannaMariaSigmundsdottirJóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og varaformaður Heimssýnar, krefur utanríkisráðherra svara um það hvenær Evrópustofu, sem stækkunardeild ESB fjármagnar og rekur hér á landi, verður formlega lokað og starfsemi hennar lögð niður.

Hefur Jóhanna lagt fram skriflega fyrirspurn á Alþingi þess efnis.

Mbl.is greinir fá þessu og enn fremur Eyjan.is.

Stækkunardeild Evrópusambandsins setti á fót þessa áróðursstofu í kjölfar aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Markmið hennar var m.a. sagt vera "vettvangur virkrar umræðu um aðildarumsókn Íslands að ESB, þróunsambandsins og framtíð".

Nú­ver­andi samn­ing­ur um rekst­ur Evr­ópu­stofu renn­ur út í lok ág­úst á þessu ári, en stækk­un­ar­deild Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur eng­in áform um að bjóða út rekst­ur­inn á nýj­an leik, eins og mbl.is greindi frá í byrj­un maí­mánaðar. Um hálfur milljarður króna hefur farið í rekstur Evrópustofu.

Evr­ópu­stofa tók til starfa í upp­hafi árs 2011 í tengsl­um við um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Rekst­ur henn­ar var boðinn út og var í kjöl­farið samið við ís­lenska al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið At­hygli og þýska al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið Media Consulta. At­hygli sagði sig frá verk­efn­inu á síðasta ári og var í kjöl­farið öll­um starfs­mönn­um Evr­ópu­stofu sagt upp störf­um. Media Consulta hef­ur síðan séð al­farið um rekst­ur­inn.

Samn­ing­ur­inn um rekst­ur Evr­ópu­stofu var til tveggja ára með fjár­fram­lagi upp á allt að 1,4 millj­ón­ir evra eða rúm­lega 200 millj­ón­ir króna. Sam­kvæmt samn­ingn­um var heim­ilt að fram­lengja hann til tveggja ára. Það er fram á þetta ár. Verði ákveðið að halda rekstri Evr­ópu­stofu áfram þarf því að bjóða verk­efnið út á nýj­an leik.


Utanríkisráðherra Finna hefur horn í síðu ESB

SoiniNýr utanríkisráðherra Finnlands er mjög gagnrýninn á ýmislegt í starfi ESB. Nýi ráðherrann, Timo Soini, kemur úr röðum flokksins Sannra Finna, en flokkur hans hefur verið afar andsnúinn Evrópusambandinu eins og fram kemur í frétt mbl.is. 

Helsta markmið nýrrar ríkisstjórnar í Finnlandi verður að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik. Hagvöxtur hefur lengi verið nálægt núllinu í Finnlandi, ekki síst fyrir áhrif evrusamstarfsins. Finnar hafa farið halloka í samkeppni við framleiðsluvörur frá Þýskalandi og víðar þar sem Finnum hefur ekki tekist að hafa eins góðan hemil á verðbólgu og t.d. Þjóðverjar.


mbl.is Sannur Finni utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttabréf Heimssýnar vorið 2015 komið út

FrettabrefHeimssynarVor2015Út er komið fréttabréf Heimssýnar fyrir vorið 2015 og hefur það verið birt á vef Heimssýnar. Í fréttabréfinu er farið yfir það helsta sem verið hefur á döfinni. Þar er meðal annars minnt á ályktun Heimssýnar frá í vetur þar sem ítrekuð er nauðsyn þess að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin formlega til baka.

Af öðrum atriðum í fréttabréfi Heimssýnar vorið 2015 má nefna:

  • Skoðanakönnun Heimssýnar í febrúar sýndi að 60 prósent landsmanna eru andvíg inngöngu í ESB.
  • Stjórnarmenn úr Heimssýn áttu fund með forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, mánudaginn 27. apríl þar sem rætt var um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og þróun umsóknarferlisins.
  • Heimssýn og samtökin Nei við ESB hafa safnað saman myndbandsupptökum á viðtölum við ýmsa sem eru á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið og birt á YouTube.
  • Stjórn og framkvæmdastjórn Heimssýnar eru kynntar.
  • Kynnt er ný skrifstofa Heimssýnar og fundaraðstaða í húsnæði Bændasamtaka Íslands við Hagatorg í Reykjavík.
  • Minnt er á að hægt er að styrkja Heimssýn með því að leggja inn á reikningsnúmer 101-26-5810. Kennitala 680602-5810

Sjá hér Fréttabréf Heimssýnar vorið 2015.


Kjósendur í Póllandi og á Spáni hafna leiðum ESB

Í nýafstöðnum forsetakosningum í Póllandi og sveitar- og héraðsstjórnakosningum á Spáni studdu kjósendur í auknum mæli þá frambjóðendur og flokka sem hafna þeim leiðum sem ESB vill fara.

Í forsetakosningunum í Póllandi sigraði hægrimaðurinn Andrzej Duda en hann er svarinn andstæðingur þess að Pólverjar taki upp evru. Á Spáni sóttu vinstriöfl í sig veðrið, m.a. undir forystu eða studd af Podemos, sem vill breyta sáttmála ESB og taka heim til Spánar aftur völd sem flutt hafa verið til Brussel.

Á sama tíma berast fregnir af því að andstaðan við við evruna er bjargföst í Svíþjóð, Tékklandi og víðar. Tveir þriðju hlutar sænskra kjósenda vilja t.d. ekki sjá evruna.

 


mbl.is Kosið á Spáni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar fjarlægjast ESB

Nú vill Cameron forsætisráðhera Breta flýta kosningum um aðild Breta að ESB. Líklega eykur það líkurnar á því að Bretar muni yfirgefa sambandið. Alltént verður að teljast ólíklegra að það náist að semja á styttri tíma en áður var ætlað um nýjan aðildarsamning fyrir Bretland. 

Það verður spennandi að sjá hverju fram vindur í Bretlandi næstu mánuðina í þessum efnum. Kannski yfirgefa Bretar ESB um líkt leyti og Grikkir yfirgefa evruna. Hver veit?


mbl.is Þjóðaratkvæði um ESB 2016?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breskir jafnaðarmenn vilja kjósa um ESB sem fyrst

AndyBurnhamAndy Burnham, sem talinn er eiga góða möguleika á því að verða næsti leiðtogi breskra jafnaðarmanna, vill að kosningar um aðild Breta að ESB fari fram sem fyrst til að draga ekki á langinn óvissu um afstöðu Breta. Því vill Andy að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið strax á næsta ári.

Talið er víst að mikið fylgi sem breski Íhaldsflokkurinn fékk í þingkosningunum um daginn, fjórar milljónir atvkæða, sé ein af ástæðunum fyrir því að Burnham vilji flýta kosningunum.

Með þessu eru jafnaðarmenn í Bretlandi að viðurkenna að koma verður til móts við þær miklu óánægjuraddir sem eru um aðild Breta að ESB, jafnvel þótt flestir forystumenn jafnaðarmanna vilji að Bretland verði áfram hluti af ESB.

Íhaldsmenn hafa heitið því að ná fram nýjum samningum við ESB sem þeir vilja að kosið verði um árið 2017.

Andy Burnham telur að Bretar muni aðeins samþykkja áframhaldandi veru í ESB ef veruleg breyting verði gerð á reglum um búferlaflutninga til Bretlands.


Lífeyrissjóðakerfið á evrusvæðinu í vanda vegna vaxta(r)leysis

Vextir eru nánast í núlli á evrusvæðinu og fyrir vikið er ávöxtun eigna lífeyrissjóða nánast engin. Fyrir vikið verða útgreiðslur úr sjóðunum  talsvert minni í framtíðinni og standa ekki undir væntingum lífeyrisþega. Það er umhugsunarefni að þrátt fyrir að peningar kosti nánast ekki neitt (vextir eru verð á peningum) á evrusvæðinu þá tekst engan veginn að koma fjárfestingu og atvinnulífi í gang. Vöxtur er sáralítill og sums staðar neikvæður og atvinnuleysi verulegt á stórum svæðum.

 

Mbl. greinir svo frá:

 

 

Lág­ir vext­ir valda erfiðleik­um

Seðlabanki Evrópu í Frankfurtstækka

Seðlabanki Evr­ópu í Frankfurt Ómar Óskars­son

Sögu­lega lág­ir stýri­vext­ir á evru­svæðinu veld­ur stjórn­end­um fyr­ir­tækja höfuðverk en fyr­ir­tæk­in neyðast til þess að setja millj­arða evra til hliðar svo þau geti mætt líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um starfs­manna.

Lág­ir stýri­vext­ir Seðlabanka Evr­ópu og ít­rekaðar skulda­bréfa­út­gáf­ur valda því að ávöxt­un á skulda­bréfa­markaði hef­ur lækkað um­tals­vert.

Þetta þykja ekki góðar frétt­ir fyr­ir fyr­ir­tæki sem bjóða starfs­mönn­um sín­um upp á auk­in líf­eyr­is­rétt­indi ofan á eft­ir­laun frá hinu op­in­bera.

Líkt og bank­ar og trygg­ing­ar­fé­lög þá reyna sjóðir fyr­ir­tækja að fjár­festa í skulda­bréf­um eða treysta á vexti á fjár­fest­in­um sín­um til þess að há­marka fjár­fest­ingu sína. En vegna þess hve lág­ir vext­ir eru á evru-svæðinu þá má leiða lík­um af því að það geti reynst fyr­ir­tækj­um erfitt að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar á kom­andi árum.

Það er einkum í Þýskalandi sem fyr­ir­tæki hafa komið upp slík­um sjóðum en um 17,8 millj­ón­ir Þjóðverja hafa skrifað und­ir slíkt sam­komu­lag við vinnu­veit­end­ur sína. 


mbl.is Lágir vextir valda erfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 74
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 1346
  • Frá upphafi: 1143410

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 1148
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband