Leita í fréttum mbl.is

Lífeyrissjóðakerfið á evrusvæðinu í vanda vegna vaxta(r)leysis

Vextir eru nánast í núlli á evrusvæðinu og fyrir vikið er ávöxtun eigna lífeyrissjóða nánast engin. Fyrir vikið verða útgreiðslur úr sjóðunum  talsvert minni í framtíðinni og standa ekki undir væntingum lífeyrisþega. Það er umhugsunarefni að þrátt fyrir að peningar kosti nánast ekki neitt (vextir eru verð á peningum) á evrusvæðinu þá tekst engan veginn að koma fjárfestingu og atvinnulífi í gang. Vöxtur er sáralítill og sums staðar neikvæður og atvinnuleysi verulegt á stórum svæðum.

 

Mbl. greinir svo frá:

 

 

Lág­ir vext­ir valda erfiðleik­um

Seðlabanki Evrópu í Frankfurtstækka

Seðlabanki Evr­ópu í Frankfurt Ómar Óskars­son

Sögu­lega lág­ir stýri­vext­ir á evru­svæðinu veld­ur stjórn­end­um fyr­ir­tækja höfuðverk en fyr­ir­tæk­in neyðast til þess að setja millj­arða evra til hliðar svo þau geti mætt líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um starfs­manna.

Lág­ir stýri­vext­ir Seðlabanka Evr­ópu og ít­rekaðar skulda­bréfa­út­gáf­ur valda því að ávöxt­un á skulda­bréfa­markaði hef­ur lækkað um­tals­vert.

Þetta þykja ekki góðar frétt­ir fyr­ir fyr­ir­tæki sem bjóða starfs­mönn­um sín­um upp á auk­in líf­eyr­is­rétt­indi ofan á eft­ir­laun frá hinu op­in­bera.

Líkt og bank­ar og trygg­ing­ar­fé­lög þá reyna sjóðir fyr­ir­tækja að fjár­festa í skulda­bréf­um eða treysta á vexti á fjár­fest­in­um sín­um til þess að há­marka fjár­fest­ingu sína. En vegna þess hve lág­ir vext­ir eru á evru-svæðinu þá má leiða lík­um af því að það geti reynst fyr­ir­tækj­um erfitt að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar á kom­andi árum.

Það er einkum í Þýskalandi sem fyr­ir­tæki hafa komið upp slík­um sjóðum en um 17,8 millj­ón­ir Þjóðverja hafa skrifað und­ir slíkt sam­komu­lag við vinnu­veit­end­ur sína. 


mbl.is Lágir vextir valda erfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óhjákvæmilegar afleiðingar þess að starfrækja peningakerfi sem byggist á skuldsetningu og þvingaðri miðstýringu.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.5.2015 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 974068

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband