Leita í fréttum mbl.is

Breskir jafnaðarmenn vilja kjósa um ESB sem fyrst

AndyBurnhamAndy Burnham, sem talinn er eiga góða möguleika á því að verða næsti leiðtogi breskra jafnaðarmanna, vill að kosningar um aðild Breta að ESB fari fram sem fyrst til að draga ekki á langinn óvissu um afstöðu Breta. Því vill Andy að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið strax á næsta ári.

Talið er víst að mikið fylgi sem breski Íhaldsflokkurinn fékk í þingkosningunum um daginn, fjórar milljónir atvkæða, sé ein af ástæðunum fyrir því að Burnham vilji flýta kosningunum.

Með þessu eru jafnaðarmenn í Bretlandi að viðurkenna að koma verður til móts við þær miklu óánægjuraddir sem eru um aðild Breta að ESB, jafnvel þótt flestir forystumenn jafnaðarmanna vilji að Bretland verði áfram hluti af ESB.

Íhaldsmenn hafa heitið því að ná fram nýjum samningum við ESB sem þeir vilja að kosið verði um árið 2017.

Andy Burnham telur að Bretar muni aðeins samþykkja áframhaldandi veru í ESB ef veruleg breyting verði gerð á reglum um búferlaflutninga til Bretlands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Voru flokkarnir í síðustu kosningum  í Bretlandi ekki kosnir með aðildina/eða ekki aðild;  í huga:

=Þarf að kjósa aftur?

Jón Þórhallsson, 19.5.2015 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 42
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 1149
  • Frá upphafi: 993133

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 988
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband