Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2021

Skarđ fyrir skildi

IMG_1469

 

Styrmir Gunnarsson starfađi af krafti međ Heimssýn og var af honum mikill styrkur. Hjálögđ mynd var tekin af ţeim Ögmundi Jónassyni á fullveldishátíđ 2019, en ţar höfđu ţeir báđir framsögu. Heimssýn vottar fjölskyldu Styrmis innilega samúđ og harmar fráfall hans mjög.  Eftirfarandi eru minningarorđ Jóns Bjarnasonar.

 

"Alţingi verđur ađ draga umsóknina frá 2009 ađ Evrópusambandinu til baka. Yfirlýsingar einstakra ráđherra eđa ríkisstjórnar án samţykkis Alţingis eru marklausar.

Slíkt getur ađeins ţýtt ađ einstakir hlutar ESB-ferlisins verđa settir á biđ eđa fá önnur andlit.

Ţriđji Orkupakki ESB sem samţykktur var á Alţingi sl. vetur er dćmi um ţennan pólitíska tvískinnung stjórnmálamanna sem skortir hugsjónir.

Viđ verđum ađ halda baráttunni áfram til verndar fullveldinu"

Á ţessa lund voru ein síđustu orđin sem fóru milli okkar Styrmis sl. vor á fundi hjá Heimsýn.

Ég kynntist Styrmi vel ţegar ég tók sćti 2013 í stjórn Heimsýnar baráttusamtaka gegn inngöngu Íslands í ESB.

En ég var ţar formađur í nokkur ár.

Ţetta voru miklir baráttu tímar.

Alţingi samţykkti naumlega voriđ 2009 ađ senda inn umsókn um inngöngu Í ESB. Ég var umsókninni afar andvígur 

Inngöngubeiđnin var undirrituđ af ţáverandi forsćtisráđherra og utanríkisráđherra án fyrivara af Íslands hálfu. Í umsókninni fólst skuldbinding um ađ hlíta öllum reglum og kröfum ESB í ţví ferli.
Barátta okkar í Heimssýn snerist um ađ stöđva umsóknarferliđ og draga umsóknina formlega til baka međ samţykkt Alţingis.

Viđ  Styrmir og fleiri í Heimsýn bundum miklar vonir viđ ađ ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks sem var mynduđ 2013 undir forystu Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonsr og Bjarna Benediktssonar stćđi viđ gefin fyrirheit: "Ađ Alţingi samţykkti ađ afturkalla umsóknina frá 2009 ađ ESB".

Ţví miđur gugnađi ríkisstjórn ţessara flokka á ađ fylgja eftir ţessum loforđum sínum. En settu umsóknina ađeins í biđ.

Og ţó viđ Styrmir deildum ekki skođunum í einstökum grundvallarmálum  stjórnmálanna dáđist ég ađ stefnufestu hans og víđtćkri ţekkingu á fjölbreyttum sviđum ţjóđlífsins innanlands sem utan. 
Viđ Styrmir störfuđum allnáiđ saman á ţessum Heimsýnarárum. Og viđ áttum fundi međ forseta Íslands, ráđherrum í ríkisstjórn og innlendum sem erlendum stjórnmálaleiđtogum í baráttunni fyrir fullveldi ţjóđarinnar; Ađ Ísland gćti tekiđ ţátt í samstarfi ţjóđa á aţjóđavettvangi sem fullvalda ríki á jafnréttis grunni en ekki sem hluti borgríkis ESB.

Ţađ var gott ađ sitja á milli ţeirra félaganna Ragnars Arnalds og Styrmis Gunnarssonar á Heimsýnarfundum:

"Sjálfstćđiđ er sívirk auđlind"  var bođorđ Ragnars. Ţar var samstađan ţétt.

Baráttuhugur og djörf sýn Styrmis Gunnarssonar fylgir okkur sem leiđarljós til sigurs í ţeirri eilífu vegferđ sem sjálfstćđisbarátta lítillar ţjóđar er. 

Grein Styrmis í Morgunblađinu í dag "Menning og pólitík" segir margt um sýn Styrmis á samhengi hlutanna. 

Pólitik án siđmenningar er "ógeđsleg" eins og hann sjálfur komst ađ orđi. 

Međ Styrmi Gunnarssyni er fallinn einn áhrifamesti einstaklingur íslenskrar stjórnmála og stjórnmálumrćđu síđustu áratuga.

Međ ţökk fyrir samferđina

Blessuđ sé minning Styrmis Gunnarssonar 

Fjölskyldu Styrmis sendi ég innilegar samúđarkveđjur

   


Svariđ liggur fyrir

Morgunbladid010918Hópur, sem flestir líta á sem auđtrúa sérvitringa, vill fyrir alla muni fćra ríkisvaldiđ til útlanda.  Hópurinn býđur fram í nćstkomandi Alţingiskosningum. 

Einn ţeirra skrifar í Vísi og vill “útkljá vafamál” og “fá svör viđ spurningum” í svokölluđum viđrćđum viđ Evrópusambandiđ. 

Svariđ liggur fyrir.  Ţađ er ađ Evrópusambandiđ rćđur innan Evrópusambandsins.  Sambandiđ er í langvinnu samrunaferli og ţađ er í besta falli barnalegt ađ halda ađ einhver “vafamál” hvort heldur er í nútíđ eđa framtíđ verđi útkljáđ í inngönguferli.  Formlegar valdheimildir Evrópusambandsins og ađferđir sem ţađ getur beitt gagnvart erfiđum hreppum eru slíkar ađ textar í gömlum samningum vega létt. Tíminn vinnur fljótt á svoleiđis samningum.  Hverjum datt t.d. í hug áriđ 1994, ađ eftir aldarfjórđung fengi Evrópusambandiđ í skjóli EES ađ skikka Íslendinga til ađ heimila innflutning á ófrosnu kjöti og ađ framselja dómsvald í orkumálum?

https://www.visir.is/g/20212141447d/um-spaenska-togara-og-hraedsluarodur

 


Ţeim svipar saman, hjörtum á Íslandi og í Kína

heimssyn-ole

Í Kínaveldi býr gömul, nćgjusöm og ţakklát kona.  Hún á tengdason sem býr í Vesturheimi.  Tengdasonurinn hefur efasemdir um ađ allt gott í Kína sé kommúnistaflokknum ađ ţakka, en ţađ skilur sú gamla illa.  Hún spyr: “Hvernig dettur ţér í hug ađ efast um ágćti flokksins sem hefur útvegađ mér ómćlda vinnu, húsaskjól og nćgar núđlur alla ćvi?”.     

Á Íslandi er mađur sem öđru hverju skrifar um dásemdir Evrópusambandsins og hvernig allt gott er ţví ađ ţakka.  Hann heitir Ole Anton Bieltvedt.  Ţeim svipar dćmalaust saman, hjörtum Ole Antons og ţeirrar kínversku.  

 

 

 

 

 


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Sept. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 179
  • Sl. sólarhring: 179
  • Sl. viku: 1961
  • Frá upphafi: 1142064

Annađ

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1739
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband