Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild

Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, er heitið á samtökum sem stofnuð voru í dag í sal Þjóðminjasafnsins. Um 40 til 50 manns sátu fundinn. Formaður Ísafoldar var kjörinn Brynja Björg Halldórsdóttir.

Hlutverk félagsins er að stuðla að opinni og  upplýstri umræðu um Evrópusamstarf og sjálfstæða stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Félagið er opið öllum á aldrinum 16-35 ára.

Þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Unnur Brá Konráðsdóttir og Vigdís Hauksdóttir ávörpuðu fundinn.


Grikkland hjálenda ESB

Grikkir verða beygðir undir efnahagsstjórn Evrópusambandins sem virkjar nýfengnar valdheimildir í Lissabon-sáttmálanum til að yfirtaka innanríkismál aðildarþjóðar. Samkvæmt frétt í Telegraph verða Grikkir að samþykkja afarkosti ESB til að fá efnahagsaðstoð.

Evrópusambandið lagðist gegn  því að Grikkland leitaði aðstoðar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ástæðan er sú að Grikkland er evruland og eitt af fyrstu verkum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er að fella gengið hjá þeim þjóðum sem fá aðstoð sjóðsins.

Hér er frétt Telegraph.


Hagsmunir Íslands og Noregs fara saman

Tvö atriði gerðu útslagið í breyttri afstöðu Norðmanna. Í fyrsta lagi sáu þeir réttlætisrökin sem Indefense-hópurinn, Heimssýn og Framsóknarflokkurinn hafa kynnt í Noregi og forsetinn keyrði heim með neitun sinni á undirskrift. Í öðru lagi er það ekki í þágu norskra hagsmuna að Ísland verði svínbeygt inn í Evrópusambandið.

 

 

 


mbl.is Norðmenn breyta um Icesave-stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyndin yfir Jóhönnu og ESB-fundum

Aðstoðarmaður forsætisráðherra segir það ekki koma þjóðinni við þegar ráðherra bregður undir sig betri fætinum og heimsæki ráðamenn í Brussel. Upp komst um fundinn þegar fréttamaður RÚV fletti dagskrá Boarroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Ríkisstjórn Jóhönnu er skipuð vanhæfasta fólki í utanríkismálum sem um getur í lýðveldissögunni. Um það vitna Icesave-samningar og aðildarumsóknin að Evrópusambandinu.

Leynd Jóhönnu og hennar fólks er skiljanleg í því ljósi að þau vilja ekki auglýsa getuleysið.


mbl.is Jóhanna hittir Barroso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 179
  • Sl. viku: 1692
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband