Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2019

Ríkisstjórnin skreytir pakkann!

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráđherra, segir í grein, sem Morgunblađiđ birti eftir hann um ţriđja orkupakka ESB fyrir nokkrum dögum, ađ ríkisstjórnin sé ađ fegra ţann pakka og segi ekki heiđarlega frá álitum lögfrćđinga um máliđ. Jafnframt varar Hjörleifur viđ ţví ađ ESB verđi fćrđ yfirráđ yfir auđlindum landsins í gegnum orkupakkann. Hjörleifur hefur veitt Heimssýn leyfi til ađ endurbirta greinina hér:

HjorleifurGuttormsson170615

Hjörleifur Guttormsson

29. mars 2019

Afhendum ekki ESB völdin yfir íslenskum auđlindum međ orkupakka 3

 

EES-samningurinn var samţykktur á Alţingi áriđ 1993 međ 33 atkvćđum gegn 23, en sex ţingmenn sátu hjá, ţar á međal var helmingur ţingflokks Framsóknar og ţrír Sjálfstćđismenn á móti. Samtök um óháđ Ísland söfnuđu  undirskriftum 34.378 kosningabćrra manna gegn samningnum og afhentu ţćr Salóme Ţorkelsdóttur ţá forseta Alţingis. Jafnframt beindust áskoranir ađ Vigdísi forseta um ađ hún skrifađi ekki undir lögin um EES, ţannig ađ máliđ fćri í ţjóđaratkvćđagreiđslu eins og ítrekađ hafđi veriđ krafist innan og utan ţings. Vigdís varđ ekki viđ ţeirri áskorun, en ljóst var ađ hún tók máliđ nćrri sér og íhugađi ađ segja af sér embćtti af ţessu tilefni (Mbl, 9. júlí 1996). Skömmu áđur eđa 1992 hafđi EES-samningurinn fariđ í ţjóđaratkvćđi í Sviss og veriđ felldur, og enn býr Sviss ađ ţeirri niđurstöđu.

Í febrúar 1992 flutti ég á Alţingi tillögu til ţingsályktunar „Um EES-samning og íslenska stjórnskipan.“ Međflutningsmenn ađ tillögunni voru Steingrímur Hermannsson, Anna Ólafsdóttir Björnsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Ţar sagđi í upphafi:

 Alţingi ályktar ađ setja á fót nefnd sex sérfróđra manna sem athugi hvort ađild ađ Evrópsku efnahagssvćđi í ţví formi sem fyrir liggur í samningsdrögum nú eđa síđar brjóti međ einhverjum hćtti gegn íslenskri stjórnskipun eđa hvort gera ţurfi breytingu á stjórnarskrá lýđveldisins vegna fyrirhugađs EES-samnings.

Tillögunni var ađ umrćđu lokinni vísađ til utanríkismálanefndar, ţar sem ekki reyndist meirihluti fyrir afgreiđslu hennar. Nú er ţađ löngu viđurkennt af fjölda sérfróđra ađ EES-samningurinn eins og frá honum var gengiđ af Alţingi 1993 hafi ţá ţegar veriđ á gráu svćđi gagnvart stjórnskipun okkar og síđan ítrekađ brotiđ gegn henni eins og hann hefur ţróast. Nú brennur á ţingi og ţjóđ svonefndur orkupakki 3, og honum tengist spurningin, hvort nú sé ekki mćlirinn fullur.

Furđuleg fréttatilynning ráđherra

Ţann 22. mars sl. sendu utanríkisráđuneytiđ og atvinnuvega- og nýsköpunarrráđuneytiđ frá sér fréttatilkynningu međ fyrirsögninni: „Ríkisstjórnin samţykkir ađ leggja ţriđja orkupakkann fyrir Alţingi.“ Tilkynning ţessi er hiđ furđulegasta plagg, bćđi margt af ţví sem ţar kemur fram og ţó enn frekar valiđ úrtak međ tilvitnunum í lögfróđa umsagnarađila, ţar sem ekki er hálf saga sögđ af ađvörunum ţeirra og fyrirvörum, sérstaklega lögmannanna Friđriks Árna Friđrikssonar og Stefáns Más Stefánssonar. Svo langt er gengiđ í gyllingu á ágćti vćntanlegrar tillögu ríkisstjórnarinnar ađ stađhćfa eftirfarandi: „Um er ađ rćđa orkupakka á íslenskum forsendum. Hann er tekinn upp í íslenskan rétt á ţeirri forsendu ađ Ísland er ekki tengt viđ raforkumarkađ ESB.“  Ţegar ţessi fullyrđing er borin saman viđ álitsgerđ nefnda lögmanna sem skiluđu ţann 19. mars sl. álitsgerđ um „stjórnskipuleg álitamál tengd framsali ríkisvalds til stofnana ESB/EFTA vegna ţriđja orkupakka ESB“ kemur í ljós hve óheiđarlega er hér gengiđ til verks. Í stađ ţess ađ birta álitsgerđir lögmannanna sem lágu á borđi ráđherra dögum áđur en máliđ var boriđ upp til afgreiđslu í ríkisstjórn, eru umsagnir ţeirra međ fjölda ađvarana og álitaefna um orkupakka 3 faldar fyrir ţingmönnum og almenningi.

Enn á ađ skauta framhjá stjórnarskránni

Utanríkisráđherra ćtlar Alţingi samkvćmt ofangreindu ađ innleiđa orkupakka 3 međ ţeim fyrirvara ađ viđkomandi bindandi reglur hans komi ekki til framkvćmda nema ţingiđ heimili lagningu sćstrengs til raforkuflutnings frá Íslandi og „ţá ţarf jafnframt ađ taka á nýjan leik afstöđu til ţess hvort reglurnar standist stjórnarskrá.“  Međ ţessu á ađ lćđa í gegn stađfestingu Alţingis á orkupakka 3, sem augljóslega stríđir gegn stjórnarskrá lýđveldisins og óumdeilanlega yrđi virkur ekki síđar en međ lagningu sćstrengs.  Um ţá framkvćmd á síđan orustan ađ snúast, ef ekki yrđi ţá ţegar búiđ ađ breyta stjórnarskránni.

 Friđrik og Stefán Már minna á ţađ í álitsgerđinni ađ „ţađ er réttur EES/EFTA-ríkjanna  samkvćmt EES-samningnum ađ neita upptöku gerđa í EES-samninginn og eftirfarandi innleiđingu á viđkomandi gerđum ... Slíkt kallar hins vegar á sáttameđferđ  á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar.“ (s. 38) Ţeir benda jafnframt á annmarka á bođuđum fyrirvara vegna sćstengs: „Ţessi lausn er ţó ekki gallalaus“. Lögmennirnir taka fram (s. 24) ađ hyggist Alţingi aflétta fyrirvara viđ fyrirliggjandi ákvörđun sameiginlegu EES-nefndarinnnar frá 5. maí 2017 „ber ţinginu m.a. ađ gćta ađ ţví, hvort ţćr ESB-gerđir, sem ákvörđunin tekur til, samrćmist stjórnarskrá lýđveldisins Íslands nr. 33/1944.“  Ţótt sćstrengur sé enn ekki til stađar, „breytir ţađ ţví ţó ekki, ađ ţriđji orkupakkinn verđur ekki tekinn upp í íslenskan landsrétt nú nema hann standist stjórnarskrána.“  Ákvörđun Alţingis um ađ innleiđa ţriđja orkupakkann í landsrétt verđur „ađ miđast viđ ţá forsendu ađ grunnvirkjum  yfir landamćri verđi komiđ á fót hér á landi ...“ (s. 24). – Lögmennirnir vekja jafnframt athygli á, ađ viđ undirritun EES-samningsins hafđi ţáverandi Rómarsamningur engin sérstök ákvćđi haft ađ geyma um raforku. Ţví sé álitamál, hvort unnt sé ađ taka valdheimildir á ţví sviđi upp í EES-samninginn án samsvarandi breytinga á honum sjálfum. (s. 9). Í ţessu samhengi er mjög athyglisverđ umfjöllun ţeirra um dóm EFTA-dómstólsins gagnvart Noregi í svonefndu Heimfallsmáli. (s. 10) Ţar var tekist á um ţađ, hvort ákvćđi norskra laga um vatnsréttindi féllu utan viđ gildissviđ EES-samningsins, eins og Norđmenn héldu fram, en ţeirri rökssemd ţeirra var hafnađ.  

Orkupakkinn og yfirţjóđlegar valdheimildir

Međ tilskipun 96/92/EB um fyrsta orkupakkann, sem varđ hluti EES-samningsins 1999, var kveđiđ á um samkeppni í raforkuvinnslu. Ţá sótti Ísland um og fékk undanţágu á grundvelli ţess ađ hér vćri lítiđ og einangrađ kerfi. Ţessi undanţáguheimild var víđtćk og bauđ upp á ađ sótt yrđi um ýmsar fleiri efnislega mikilvćgar undanţágur frá ákvćđum pakkans. Á ţađ var hins vegar ekki látiđ reyna af Íslands hálfu heldur var orkupakki 2 innleiddur hér ađ fullu vegna hugmynda um ađ koma hér á samkeppnismarkađi fyrir raforku. Ţegar svo kom ađ orkupakka 3 og reynt var ađ fá tilteknar undanţágur, strandađi ţađ m.a. á vanrćkslu og fyrri ákvörđunum íslenskra stjórnvalda. „Sambandsstofnunin“ ACER (sbr. reglugerđ 713/2009) er ótvírćtt yfirţjóđleg stofnun međ afar víđtćkar heimildir, hefur m.a. vald til ađ taka lagalega bindandi ákvarđanir á ýmsum tilteknum sviđum, „sem vekja spurningar um hvort viđkomandi ákvćđi reglugerđarinnar standist stjórnarskrá ...“ (s. 20 í álitsgerđ lögmanna). Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur hér vissu hlutverki ađ gegna í samvinnu viđ ACER, en lögmennirnir vekja sérstaka athygli á ráđandi hlutverki ACER í ţeim samskiptum. (s. 22-23).

Átakamál um framtíđ og ţjóđarhagsmuni

Máliđ sem ríkisstjórnin nú hyggst knýja Alţingi til ađ samţykkja á galopnum forsendum og gegn ákvćđum stjórnarskrár okkar varđar yfirráđ yfir náttúruauđlindum, íslenskum fallvötnum, nýtingu ţeirra og verndun. Ţađ er hliđstćtt spurningunni um hvort afhenda ćtti útlendingum sjávarauđlindir okkar. Sótt er ađ Landsvirkjun međ einkavćđingu í huga og fyrirtćki eins og HS Orka og Arctic Hydro kemba nú landiđ undir merkjum smávirkjana, međ góđfúslegu leyfi Orkustofnunar. Ţessir ađilar leggjast nú bak viđ tjöldin fast á sveif međ hagsmunaöflum, innlendum og erlendum, um ađ tengja Ísland viđ orkumarkađ Bretlands og meginlandsins. Íslensk náttúra og almenningur greiđa reikninginn međ stórhćkkuđu raforkuverđi og umturnun á friđsćlum dölum og heiđum, sem sloppiđ hafa viđ umrót virkjana fram ađ ţessu. Hvađ segir íslensk ćska og kjörnir alţingismenn um slíka framtíđarsýn?

Hjörleifur Guttormsson

 


Heimssýn fundar međ forseta

Fulltrúar Heimssýnar funduđu međ forseta Íslands föstudaginn 29. mars um ţá vá sem fylgir ţví ađ Ísland gangist undir orkulöggjöf Evrópusambandsins.  Voru ýmsar hliđar málsins rćddar, bćđi er lúta ađ stjórnskipun og mikilvćgi ţess ađ Íslendingar hafi full yfirráđ yfir auđlindum landsins.  Verđi orkupakkamálinu fram haldiđ má búast viđ ađ lagt verđi ađ forsetanum ađ beita sér međ viđeigandi hćtti.

 

Á myndinni eru Frosti Sigurjónsson, Haraldur Ólafsson, Guđni Th. Jóhannesson, Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Styrmir Gunnarsson.

https://forseti.is/fr%C3%A9ttir/2019-03-29-heimss%C3%BDn/


Umsögn um orkumál frá Heimssýn

Athugasemdir viđ

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 međ síđari breytingum

og

Tillögu til ţingsályktunar um breytingu á ţingsályktun nr 26/148 um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku

 

Ofangreint frumvarp og ţingsályktunartillaga tengjast lögleiđingu á orkulagabálki Evrópusambandsins sem nefndur hefur veriđ 3. orkupakki og ber ađ skođa í ţví ljósi.

Ekki verđur hjá ţví komist ađ gera athugasemdir viđ ţann skamma tíma sem gefinn er til ađ gera athugasemdir.  Máliđ er harla flókiđ og ekki er eđlilegt ađ gera ráđ fyrir ađ umsagnarađilar geti komiđ međ vel ígrundađar athugasemdir á ađeins ţremur dögum.  Um hríđ hefur veriđ altalađ ađ stjórnvöld hyggist afgreiđa mál ţetta međ hrađi í ţví skyni ađ forđast umrćđu.  Svo virđist sem ţađ sé stađfest međ ţeim stutta fresti sem hér gefinn, ţví ekkert kallar á ofsahrađa viđ afreiđslu málsins.  Vinnubrögđ af ţví tagi eru ámćlisverđ og ósćmandi í lýđrćđisríki. 

Í fyrrgreindu frumvarpi og ţingsályktunartillögu er vald íslenskra stjórnvalda í orkumálum áréttađ.  Óvíst ađ ađ áréttingar af slíku tagi hafi nokkurt gildi ţegar úrskurđir verđa upp kveđnir hjá erlendum dómstóli eđa stjórnvaldi, eins og raunin mun verđa ef mál ţetta nćr í heild sinni fram ađ ganga.

Í orkulagabálki Evrópusambandsins sem fyrr er nefndur er međal annars gert ráđ fyrir valdaframsali í orkumálum Íslands til erlends ríkjasambands.  Valdmörk hinna erlendu ađila (landsreglara og orkustofu Evrópusambandsins, (e. ACER)) eru umdeild og ekki verđur annađ séđ en ađ hinn erlendi ađili, ţ.e. Evrópusambandiđ eigi sjálft ađ dćma um ţau.  Ţađ er afar óvíst međ hvađa hćtti ţessir erlendu ađilar munu fara međ vald sitt og nánast víst ađ hagsmunir Íslendinga munu ekki sitja í fyrirrúmi, stangist ţeir á viđ hagsmuni annarra ađila sem meira vćgi hafa innan sambandsins.

Vart verđur annađ séđ en ađ fyrrgreint valdaframsal brjóti í bága viđ stjórnarskrá Íslands.

Síđast en ekki síst hefur ekki komiđ fram hvers vegna Íslendingar ćttu ađ framselja vald í orkumálum til erlends ađila.  Rćtt hefur veriđ um mikilvćgi markađsvćđingar í ţví sambandi.  Er ţví til ađ svara ađ íslenskum stjórnvöldum er í lófa lagiđ ađ gera hvers kyns breytingar á orkumálum og orkumarkađi án ţess ađ framselja vald til útlanda.  Slíkar breytingar yrđu afturkrćfar sem gćti komiđ sér vel ef ţćr reyndust illa.  Vald sem fćrt hefur veriđ til erlendra ađila, ekki síst verđandi stórvelda á borđ viđ Evrópusambandiđ, gćti á hinn bóginn reynst afar torvelt, ef ekki ómögulegt, ađ endurheimta.  Hér er međ öđrum orđum gengiđ á rétt óborinna kynslóđa til ađ skipa málum í eigin landi.


Erindi um Noreg og EES

Er Noregur ađ snúa baki viđ EES?Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei viđ ESB
(Nei til EU), flytur fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi 21. mars kl.
17:30 um breytta afstöđu í Noregi til EES-samningsins.

Á síđustu misserum hefur umrćđan um EES í Noregi tekiđ nýja stefnu, bćđi
hjá almenningi, stjórnmálaflokkum, verkalýđsfélögum, samtökum
og sérfrćđingum í málefnum sem EES snertir. Morten hefur fylgst
međ framkvćmd EES um árabil og skrifađ greinar og skýrslur um
ýmis mál og rannsakađ áhrifin af tilskipunum og öđrum
valdbođum frá EES í Noregi. Í fyrirlestrinum fjallar Morten um
ţróunina í umrćđunni og í framkvćmd EES-samningsins sem og um
mikil hagsmunamál á borđ viđ 3. orkulagabálkinn. Hann
segir frá ţví hvernig umrćđan um fullveldiđ og EES hefur ţróast í
Noregi og fjallar um valkosti Noregs og ţar međ Íslands viđ
EES en breytingin sem verđur međ Brexit er síst minni fyrir Noreg
en Ísland.


Nei til EU hefur tvisvar afstýrt inngöngu Noregs í Evrópusambandiđ.

 

ALLIR VELKOMNIR! Fyrirlesturinn verđur fluttur á ensku.

 

Heimssýn, Frjálst land, Herjan og Ísafold

 

 


Katalónar eru kanarífuglinn í búrinu

Líklega hafa um 4 milljónir manna í Evrópu katalónsku ađ móđurmáli, en um 9 milljónir tala máliđ.  Stađa katalónsku innan Evrópusambandsins er í grófum dráttum engin. Slík er ást sambandsins á smáţjóđum sem ţó eru margfalt stćrri en Íslendingar. 

Laugardaginn 16. mars 2019 kl. 12.00 verđur í Safnahúsinu í Reykjavík opinn fundur um málefni Katalóna og ţar talar m.a. utanríkisráđherra Katalóníu.  Stađa ýmissa katalónskra stjórnmálamanna er sérstök og minnir ađ nokkru leyti á stöđu Hákonar Noregskonungs á öndverđum 5. áratugi 20. aldar. 

629px-Alfred_Bosch_retrat_oficial_2018.jpg

 

http://ogmundur.is/greinar/2019/03/katalonia-til-umraedu-a-laugardag

https://www.facebook.com/tilrottaekrarskodunar/photos/gm.1136356616572347/1099882100202770/?type=3


Sjúkdómar og dauđi í bođi EES

EES-samningnum er beitt til ađ koma í veg fyrir ađ Íslendingar haldi landinu hreinu.  Allt bendir til ţess ađ afleiđingarnar verđi sjúkdómar og dauđi fjölda fólks. 

Slíkt hefur reyndar aldrei raskađ nćtursvefni gamalla nýlenduvelda svo engum ćtti ađ koma á óvart hver afstađa ţeirra er.

Er ekki kominn tími til ađ Íslendingar hugi ađ ţví á hvađa vegferđ ţeir eru í EES-samstarfinu?

 

https://www.bbl.is/frettir/frettir/professor-i-syklafraedi-vid-hi-innflutningur-a-fersku-kjoti-gaeti-valdid-oafturkraefum-afleidingum/20634/?fbclid=IwAR1melrkwc65wmf5f5aVGZND3ZgesTHn8e9QqvriVyx_o0H9w4McRcvkgiw 


Frelsađir

Formenn Viđreisnar og Samfylkingar vilja samţykkja orkubálk Evrópusambandsins í hvelli. Frumvarpiđ hefur ađ vísu ekki veriđ lagt fyrir Alţingi svo varla hafa ţeir lesiđ ţađ. 

Sumir mundu segja ađ ţađ vćri skylda ţingmanna ađ kynna sér mál og taka svo afstöđu til ţeirra eftir ţví hvort ţau teldust ţjóđinni til hagsbóta eđa ekki.  Svo virđist sem formennirnir líti ekki svo á.  Allt sem kemur frá Evrópusambandinu líkar ţeim vel. Skiptir ţá engu máli ţótt stór meirihluti ţeirra eigin kjósenda sé andvígur málinu.

Ţađ er svipuđ afstađa og allra heitustu trúmenn hafa til guđs síns.   

 

https://eyjan.dv.is/eyjan/2019/03/05/vidreisn-og-samfylking-vilja-fa-thridja-orkupakkann-hid-snarasta/


Orkupakkinn er framsal fullveldis - segjum nei

Međ ţriđja orkupakkanum fćr Evrópusambandiđ íhlutunarrétt í íslensk málefni, sem ţađ hefur ekki í dag. ESB fćr völd yfir raforkumálum Íslands - og ţar međ náttúru landsins - ef viđ gerum ţau reginmistök ađ samţykkja orkupakkann.

Ísland varđ ađ velmegunarríki samhliđa sem ţjóđin tók forrćđi sinna mála úr höndum Dana. Heimastjórnin 1904, fullveldiđ 1918 og loks lýđveldiđ 1944 voru áfangar til sjálfsstjórnar, sem er nauđsynleg forsenda velmegunar.

Látum ţađ ekki henda okkur ađ gefa framandi yfirvöldum forrćđi yfir séríslenskum hagsmunum. Segjum nei viđ 3. orkupakkanum.


mbl.is Frestar orkupakka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 510
  • Frá upphafi: 1116612

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband