Leita í fréttum mbl.is

Frelsaðir

Formenn Viðreisnar og Samfylkingar vilja samþykkja orkubálk Evrópusambandsins í hvelli. Frumvarpið hefur að vísu ekki verið lagt fyrir Alþingi svo varla hafa þeir lesið það. 

Sumir mundu segja að það væri skylda þingmanna að kynna sér mál og taka svo afstöðu til þeirra eftir því hvort þau teldust þjóðinni til hagsbóta eða ekki.  Svo virðist sem formennirnir líti ekki svo á.  Allt sem kemur frá Evrópusambandinu líkar þeim vel. Skiptir þá engu máli þótt stór meirihluti þeirra eigin kjósenda sé andvígur málinu.

Það er svipuð afstaða og allra heitustu trúmenn hafa til guðs síns.   

 

https://eyjan.dv.is/eyjan/2019/03/05/vidreisn-og-samfylking-vilja-fa-thridja-orkupakkann-hid-snarasta/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er raunaleg staða þessara tveggja flokka, Samfylkingar og Viðreisnar, að afhjúpa sig nú á skýrari hátt en alllengi sem gersamlega undirgefna Evrópusambandinu, jafnvel í máli sem yrði meiri háttar opnun á hágjaldastefnu gagnvart almenningi og íslenzkum fyrirtækjum í raforkuverði og legði okkur undir úrskurðarvald ESB-manna!

Óþjóðleg stefna þessara flokka og helztu talsmanna þeirra birtist hér jafn-skýrt og í Icesave-málinu, þar sem Jóhönnuliðið á Alþingi starfaði sem jarðýta fyrir Breta, Hollendinga og Evrópusambandið í því máli, fyrir ólögmætar kröfur þeirra, sem EFTA-dómstóllinn úrskurðaði svo um 28. janúar 2013 með algerum sýknudómi fyrir okkur, þurftum ekki að borga Bretum og Hollendingum eitt evrucent né eitt penný og engan málskostnað -- svo algerlega vorum við í fullum rétti í málinu. En ekki svo að mati Jóhönnu og félaga hennar og heldur ekki að mati Benedikts Jóhannessonar (sem enn í Mogganum í dag getur á leiðarasíðunni stært sig af því að vera "stofnandi Viðreisnar"). Benedikt var einn þeirra sem "settu sig í frontinn" með áberandi hætti og milljóna-auglýsinga-bægslagangi í kröfugerð þeirra Íslendinga, sem heimtuðu, að við greiddum Icesave-kröfurnar!!!*

Við þurfum ekki á því að halda, að fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar, sem hafa jafnvel enn EKKI getað kynnt sér frumvarpið um að samþykkja Þriðja orkubálk Evrópusambandsins (sjá grein ykkar), séu að sletta sér fram í það mál, eins og þeir hafa nú gert og er þeim sjálfum til ómældrar hneisu --- flokkunum sem standa ekki með rétti og hagsmunum þjóðar sinnar!

* Sjá hér á vef Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave (https://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1286385/):

Áfram-hópurinn og hans hættulegi blekkingaráróður gekk beint gegn ótvíræðum rétti Íslands

Jón Valur Jensson, 7.3.2019 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 45
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 992038

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband