Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Segir ákvæði um aukin áhrif þjóðaþinga aðildarríkja ESB gagnlaus

Eitt af því sem forystumenn Evrópusambandsins hafa fullyrt er að með fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins (sem var endurskírð Lissabon-sáttmálinn eftir að franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu henni í þjóðaratkvæði í byrjun sumars 2005) muni þjóðþing aðildarríkjanna fá aukin áhrif á lagasetningu sem samþykkt er á þingi Evrópusambandsins. Á dögunum greindu hins vegar þýskir fjölmiðlar frá því að Hans-Jürgen Papier, forseti stjórnlagadómstóls Þýskalands sem m.a. er ætlað er að hafa eftirlit með setningu laga í landinu, hafi lýst þeirri skoðun sinni að ákvæði stjórnarskrárinnar um aukin áhrif þjóðþinga aðildarríkjanna séu gagnslaus og ennfremur óhagkvæm auk þess sem á skorti að völdum Evrópusambandsins séu settar skorður gagnvart aðildarríkjunum.

Í ágúst 2003 lýsti Siegfried Bross, dómari við stjórnlagadómstólinn og leiðandi sérfræðingur í Evrópurétti, hliðstæðum áhyggjum af stjórnarskránni. Eitt helsta valdamálið við hana væri að það kæmi ekki skýrt fram í henni hvar mörkin á milli valdsviðs Evrópusambandsins annars vegar og aðildarríkjanna hins vegar eigi að liggja. Þetta væri galli sem ekki mætti vanmeta. Bross sagðist ennfremur telja að árekstrar, á milli Evrópusambandsins og einstakra aðildarríkja þess vegna valdskiptingar, ættu eftir að aukast í framtíðinni samfara því sem sambandið geri kröfu til meiri og meiri valda á kostnað aðildarríkjanna.

Heimildir:
German constitutional court says new powers for national parliaments in Lisbon Treaty not effective (Openeurope.org.uk 25/02/08)
Top German judge fears too hasty EU constitution (EUobserver.com 21/08/03)

---

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


Myndi ESB og evru fylgja minni eða meiri sveiflur í efnahagslífinu?

euronotesÞað er fróðlegt að fylgjast með ýmsum þáttum umræðunnar um möguleg áhrif ESB-aðildar og evru-upptöku á íslenskt efnahagslíf. Því er stundum haldið fram að minni sveiflur myndu fylgja slíkri aðild. Í dag hlýddi ég á erindi fræðimanns á þessu sviði. Hagfræðin er ekki nákvæm vísindi og mikil óvissa oft í þeim fræðum. Umræðan snerist um það hvort sveiflur í verðbólgu yrðu minni eða meiri ef við værum með evru og værum háð peningastjórn seðlabanka Evrópu. Svarið er í raun bæði og. Sameiginlegur gjaldmiðill okkar og stórs Evrópusvæðis myndi væntanlega minnka áhættu í viðskiptum með gjaldmiðilinn og því gætu fylgt minni sveiflur í verðbólgu. Á hinn bóginn gætu meiri sveiflur í verðbólgu fylgt þar sem hagsveiflur á Íslandi og í flestum Evrópusambandsríkjum eru ósamhverfar (þenslu- og samdráttarskeið ber ekki upp á sama tíma) og því hentar mismunandi peningastefna, eða ákvarðanir um stýrivexti sem eiga að hafa áhrif á verðbólguna.

Í hagfræðimódelum er hægt að gefa sér ýmsar forsendur sem ekki væru raunhæfar með tilliti til aðstæðna í hagherfinu eða stjórnkerfinu. Ein slík forsenda væri t.d. að hugsa sér að við hefðum verið með evru og háð peningastjórn Evrópubankans í þeirri uppsveiflu sem verið hefur undanfarið. Ég hef engan séð halda því fram að við slíkar aðstæður hefði verðbólga orðið minni, heldur þvert á móti miklu meiri. Þannig að þrátt fyrir allt, þegar hagsveiflur í íslensku hagkerfi eru meiri en gengur og gerist, og á meðan þær markast m.a. af ólíkindalegri hegðun þorsks og loðnu sem láta sig meðaltalsreglur Evrópubankans litlu varða, þá er eins víst að aðild að Evrópusambandinu og evru-upptaka myndi auka á sveiflur í íslensku hagkerfi, bæði í verðbólgu og atvinnu. Verið getur að eigendur stórbankanna hefðu tryggari atvinnu, en ekki er eins víst að atvinna þorra almennings yrði eins trygg í slíku ástandi.

Stefán Jóhann Stefánsson,
hagfræðingur og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar

(Birtist áður á heimasíðu höfundar www.stefanjohann.is. Birt hér með góðfúslegu leyfi hans)


Þetta sögðu þau

"Smám saman er verið að rífa í sundur fullveldi og lýðræðisleg völd ríkisstjórna og þinga þjóðríkja Evrópu og færa þau í hendurnar á miðstýrðu evrópsku ríki. Þetta stöðuga streymi á völdum til Brussel hefur leitt til þess að margir eru farnir að efast um hollustu bresku ríkisstjórnarinnar við Bretland."

(Denzel Davies, þingmaður breska Verkamannaflokksins)

---

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


Hvað eru full yfirráð yfir auðlindinni?

Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu yfirráðin yfir Íslandsmiðum færast til sambandsins. Í þessu felst að stór hluti þeirra reglna, sem gilda myndu um sjávarútveg hér á landi, myndi koma frá Brussel. Þar yrði ákveðið hvaða tegundir mætti veiða hér við land og hversu mikið og þar yrðu teknar allar veigameiri ákvaðanir um það hvaða umhverfi íslenzkum sjávarútvegi yrði búið í framtíðinni. Þessar ákvaðarnir yrðu eftir það ekki teknar af Íslendingum heldur fyrst og fremst af embættismönnum Evrópusambandsins í Brussel og fulltrúum annarra aðildarríkja sambandsins. Þá einkum og sér í lagi þeim stærri.

Íslenzkir Evrópusambandssinnar hafa lýst sig reiðubúna til að fallast á þetta. Og það sem meira er þá er ljóst af ítrekuðum yfirlýsingum þeirra að þeir eru fyllilega sáttir við þetta fyrirkomulag. Það er næg forsenda í þeirra hugum fyrir Evrópusambandsaðild að okkur Íslendingum yrði sennilega úthlutað stærstum hluta veiðiheimilda við Ísland kæmi til aðildar. Það skiptir þá hins vegar engu máli að engin trygging sé fyrir því að þessu yrði ekki breytt eftir að Ísland gengi í sambandið. Staðreyndin er nefnilega sú að það væri hvenær sem er hægt á auðveldan hátt án samþykkis okkar.

Það lýsir einkennilegum metnaði fyrir hönd Íslands að vera reiðubúinir að framselja yfirráðin yfir íslenzkum sjávarútvegi til Evrópusambandsins og geta sætt sig við það í framhaldinu að sambandið skammtaði okkur Íslendingum kvóta hér við land eftir því sem embættismönnum þess og öðrum aðildarríkjum hugnaðist. Hvað ef Evrópusambandið ákveddi einn daginn að banna eða draga úr veiðum á stórum svæðum við Ísland vegna þess að stjórn þess á fiskveiðum við landið hefði leitt til ofveiði? Líkt og t.a.m. hefur gerzt í Norðursjó og víðar í sameiginlegri lögsögu Evrópusambandsins (sem miðin í kringum Ísland myndu tilheyra kæmi til íslenzkrar Evrópusambandsaðildar)?

Rétt er að minna á að afstaða ófárra Evrópusambandssinna var önnur áður. Þannig sagði t.a.m. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í grein í Morgunblaðinu 26. júní 2002 að án “tryggra yfirráða yfir auðlindinni” kæmi aðild að Evrópusambandinu ekki til greina að hans mati. Talsvert annað hljóð var hins vegar komið í strokkinn í umræðum um utanríkismál á Alþingi haustið 2005 þegar Össur sagði: “Hins vegar vil ég segja það alveg klárt og kvitt að ég er líka reiðubúinn að ganga í Evrópusambandið jafnvel þó yfirstjórnin [yfir íslenskum sjávarútvegi] yrði í Brussel ...” Öllu er m.ö.o. fórnandi fyrir Evrópusambandsaðild.

Flokksbróðir Össurar og samþingmaður, Björgvin G. Sigurðsson, tók undir með honum í Morgunblaðinu 14. júlí 2003 að án “fullra yfirráða yfir auðlindinni” kæmi aðild að Evrópusambandinu ekki til mála. Einn ötulasti talsmaður íslenzkra Evrópusambandssinna (að sögn Evrópusamtakanna sjálfra) Eiríkur Bergmann Einarsson sagði loks í Fréttablaðinu 26. október 2003 að hann myndi “alls ekki mæla fyrir aðildarsamningi [við Evrópusambandið] sem fæli í sér að yfirráðin yfir auðlindinni færist til Brussel.”

Það er því kannski ekki að undra að maður velti fyrir sér hvað full yfirráð yfir auðlind Íslandsmiða þýði í orðbók íslenzkra Evrópusambandssinna? Full yfirráð yfir þeim ákvörðunum og reglum sem gilda um sjávarútveg hér við land, þ.m.t. hversu mikið megi veiða á ári hverju og úr hvaða stofnum, eða kalla þeir það full yfirráð að afsala sér yfirráðunum yfir Íslandsmiðum til Evrópusambandsins sem síðan myndi skammta okkur kvóta á okkar eigin miðum (sem notabene yrðu ekki okkar eigin mið lengur ef til aðildar að sambandinu kæmi)? Sennilega geta flestir sammælzt um að fráleitt sé að kalla það síðarnefnda full yfirráð eða yfirráð yfir höfuð.

Hjörtur J. Guðmundsson

(Birtist í Fréttablaðinu 16. mars 2007 í styttri útgáfu)

---

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


Ísland ekki of lítið fyrir sjálfstæða gjaldeyrisstefnu

Richard Portes, prófessor við London Business School og sérfræðingur í alþjóðafjármálum, fjallaði um möguleika Íslands á að halda úti sjálfstæðri gjaldeyrisstefnu á Viðskiptaþingi 2008 og sagðist telja að Ísland væri ekki of lítið til þess sem er þvert á fullyrðingar ýmissa aðila einkum undanfarna mánuði.

---

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


Þetta sögðu þau

"Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til að sameina hana: Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina hana með vopnavaldi, með sverðinu. Við stefnum hins vegar að því að sameina hana með pennanum. Mun pennanum takast það sem sverðinu hefur endanlega mistekist?"

(Valéry Giscard d'Estaing, aðalhöfundur fyrirhugaðrar stjórnarskrár Evrópusambandsins, í ræðu í Aachen í Þýskalandi 29. maí 2003)

---

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


Forsætisráðherra ítrekar Evrópustefnu íslenskra stjórnvalda

„Eins og margoft hefur komið fram er aðild að Evrópusambandinu ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar og þar með ekki heldur upptaka evru. Við þurfum því að einbeita okkur að því að koma hér á meira jafnvægi í efnahagslífinu eftir uppsveiflu síðustu ára. Ná verðbólgunni niður og draga úr viðskiptahallanum. Þetta tvennt, ásamt því að halda áfram að treysta og fjölga stoðunum undir okkar atvinnulífi, eru stóru verkefnin framundan," sagði Geir H. Haard, forsætisráðherra, í ræðu á Viðskiptaþingi 2008 sem fram fór 13. febrúar sl.

Heimildir:
Geir útilokar evru (Vísir.is 13/02/08)
Ræða Geirs H. Haarde á Viðskiptaþingi 2008

---

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


Viðskiptalífið vill ekki Evrópusambandsaðild

Ófáir stuðningsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið hafa einkum á undanförnum mánuðum fullyrt að aðild að Evrópusambandinu sé sérstök krafa atvinnulífsins hér á landi. Skoðanakönnun á meðal félagsmanna Viðskiptaráðs Íslands, sem gerð var í tengslum við Viðskiptaþing 2008 sem fram fór sl. miðvikudag, sýnir hins vegar að sú fullyrðing á engan veginn við rök að styðjast. Samkvæmt könnuninni er ríflega helmingur félagsmanna Viðskiptaráðs andvígur því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili sem hófst síðastliðið vor eða 50,5%. Einungis 31,7% eru hlynnt aðildarumsókn.

Það vekur ekki minni athygli að andstaða við Evrópusambandsaðild skuli vera sérstaklega áberandi hjá stærri fyrirtækjum (63%), fyrirtækjum sem starfa eingöngu eða að mestu leyti í útflutningi (68%) og fyrirtækjum í sjávarútvegi (85%) þó það síðastnefnda komi sennilega hvað minnst á óvart.

Heimild:
Viðhorfskönnun á meðal aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands

Tengt efni:
Björgólfur Thor lítt spenntur fyrir Evrópusambandinu

Mælir ekki með evru né ESB - fréttnæmt?

"Algjört brjálæði að ganga í ESB"

---

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


Það æskilegasta við Evrópusambandsaðild?

Í ræðu sem Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt á fundi sem haldinn var í Noregi um síðustu helgi af norsku Evrópusamtökunum sagði hann m.a. að evran væri það "sem Íslendingar almennt séð sjá æskilegast við aðild að ESB."

Þetta er óneitanlega athyglisvert sjónarmið hjá Árna sem óhætt er að segja að sé einn af helstu talsmönnum íslenskra Evrópusambandssinna. Miðað við skoðanakannanir hér á landi um Evrópumálin á undanförnum árum þá hefur stuðningur við upptöku evru verið upp og ofan og yfirleitt hefur verið meirihluti gegn því að taka það skref.

Síðasta skoðanakönnun um Evrópusambandsaðild og evruna hér á landi var gerð í september sl. af Fréttablaðinu. Samkvæmt henni voru 56% andvíg því að skipta íslensku krónunni út fyrir evru á móti 44% sem það vildu. Í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í ágúst sögðust 58% hlynnt upptöku evru en 42% á móti sé aðeins miðað við þá sem afstöðu tóku.

Evrópusambandssinnar vilja iðulega meina að Evrópusambandið sé frábært og að kostir þess að ganga þar inn fyrir Íslendinga séu ótvíræðir. En það æskilegasta við aðild, að þeirra eigin sögn (Árni Páll er ekki eini Evrópusambandssinninn sem hefur haldið þessu sjónarmiði fram) nýtur þó ekki meiri eða öruggari stuðnings á meðal þjóðarinnar en raun ber vitni.

Heimildir:
Meirihluti andvígur upptöku evru (Mbl.is 30/09/07)
Meirihluti hlynntur evru (Rúv.is 07/09/08)

Tengt efni:
Áréttaði stefnu Norðmanna í Evrópumálum


Ályktun um fríverslunarsamning við Kanada

efta1Stjórn Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fagnar fríverslunarsamningi sem gerður hefur verið á milli Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA), sem Ísland er aðili að, og Kanada og sem undirritaður var á dögunum. Vert er af þessu tilefni að minna á að vegna stöðu Íslands utan Evrópusambandsins höfum við Íslendingar fullt frelsi til að gera þá alþjóðasamninga sem við kjósum og teljum þjóna okkar hagsmunum best, t.a.m. fríverslunarsamninga og samninga um skiptingu sameiginlegra fiskistofna svo dæmi séu tekin. Með aðild að Evrópusambandinu væri þetta frelsi framselt til stofnana sambandsins sem eftirleiðis myndu sjá um gerð allra slíkra samninga fyrir okkar hönd og annarra aðildarríkja þess.
 
Ísland hefur gert marga hagstæða fríverslunarsamninga á undanförnum árum, ýmist á eigin vegum eða fyrir milligöngu EFTA og hefur í seinni tíð gengið mun betur í þeim efnum en t.a.m. Evrópusambandinu. Þannig má nefna að Ísland á nú fyrst Evrópuríkja í beinum viðræðum við Kína um viðskiptasamning og fríverslunarsamningur á milli EFTA og Suður-Kóreu var undirritaður þann 15. desember 2005 en enn standa yfir fríverslunarviðræður á milli Evrópusambandsins og Suður-Kóreumanna.

Stjórnin 


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 179
  • Sl. sólarhring: 181
  • Sl. viku: 1961
  • Frá upphafi: 1142064

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1739
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband