Leita í fréttum mbl.is

Myndi ESB og evru fylgja minni eða meiri sveiflur í efnahagslífinu?

euronotesÞað er fróðlegt að fylgjast með ýmsum þáttum umræðunnar um möguleg áhrif ESB-aðildar og evru-upptöku á íslenskt efnahagslíf. Því er stundum haldið fram að minni sveiflur myndu fylgja slíkri aðild. Í dag hlýddi ég á erindi fræðimanns á þessu sviði. Hagfræðin er ekki nákvæm vísindi og mikil óvissa oft í þeim fræðum. Umræðan snerist um það hvort sveiflur í verðbólgu yrðu minni eða meiri ef við værum með evru og værum háð peningastjórn seðlabanka Evrópu. Svarið er í raun bæði og. Sameiginlegur gjaldmiðill okkar og stórs Evrópusvæðis myndi væntanlega minnka áhættu í viðskiptum með gjaldmiðilinn og því gætu fylgt minni sveiflur í verðbólgu. Á hinn bóginn gætu meiri sveiflur í verðbólgu fylgt þar sem hagsveiflur á Íslandi og í flestum Evrópusambandsríkjum eru ósamhverfar (þenslu- og samdráttarskeið ber ekki upp á sama tíma) og því hentar mismunandi peningastefna, eða ákvarðanir um stýrivexti sem eiga að hafa áhrif á verðbólguna.

Í hagfræðimódelum er hægt að gefa sér ýmsar forsendur sem ekki væru raunhæfar með tilliti til aðstæðna í hagherfinu eða stjórnkerfinu. Ein slík forsenda væri t.d. að hugsa sér að við hefðum verið með evru og háð peningastjórn Evrópubankans í þeirri uppsveiflu sem verið hefur undanfarið. Ég hef engan séð halda því fram að við slíkar aðstæður hefði verðbólga orðið minni, heldur þvert á móti miklu meiri. Þannig að þrátt fyrir allt, þegar hagsveiflur í íslensku hagkerfi eru meiri en gengur og gerist, og á meðan þær markast m.a. af ólíkindalegri hegðun þorsks og loðnu sem láta sig meðaltalsreglur Evrópubankans litlu varða, þá er eins víst að aðild að Evrópusambandinu og evru-upptaka myndi auka á sveiflur í íslensku hagkerfi, bæði í verðbólgu og atvinnu. Verið getur að eigendur stórbankanna hefðu tryggari atvinnu, en ekki er eins víst að atvinna þorra almennings yrði eins trygg í slíku ástandi.

Stefán Jóhann Stefánsson,
hagfræðingur og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar

(Birtist áður á heimasíðu höfundar www.stefanjohann.is. Birt hér með góðfúslegu leyfi hans)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 974089

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband